Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.04.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 11 ÚTLENDINGAEFTIRLITIÐ hafði síðdegis í gær ekki fengið um- beðin gögn til að veita kínverskum ferðamönnum heimild til að koma til landsins í vikunni. Samkvæmt upp- lýsingum frá sendiherra Kína hér á landi, Wang Ronghua, biðu landar hans í Peking eftir því að fá vega- bréfsáritun frá aðalræðisskrifstofu Dana í Guangzhou, öðru nafni Kant- on, en ferðaskrifstofa þar í borg hafði skipulagt ferð Kínverjanna til Ís- lands. Fyrst átti að koma 16 manna hópur og síðan tveir 18 manna hópar, allir frá Kína til Helsinki, og þaðan til Íslands í gegnum Frankfurt með vél Flugleiða. Wang Ronghua sagði við Morgun- blaðið að sendiráðið hefði ekki komið að málinu og undraðist hann frétta- flutning af því hér á landi. Ekkert óeðlilegt væri við það að óskað væri eftir upplýsingum til að samþykkja vegabréfsáritun. Íslensk stjórnvöld vildu auka komur ferðamanna frá Kína og vonandi yrðu engin vanda- mál því samfara. Ef þessir ferða- menn gætu ekki útvegað fullnægj- andi upplýsingar þá væri ekkert við því að gera og áritanir yrðu ekki gefnar út. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Út- lendingaeftirlitsins, sagði við Morg- unblaðið í gær að á meðan umbeðnar upplýsingar bærust ekki frá Kína þá væri ekki hægt að veita Kínverjunum vegabréfsáritun. Um væri að ræða hefðbundnar upplýsingar um ferða- menn sem væru áritunarskyldir inn á Schengen-svæðið. Sem dæmi væru þetta ljósrit af vegabréfi, upplýsingar um flugbókanir fram og til baka, staðfestingar á því að um viðskipta- fulltrúa væri að ræða og upplýsingar um tilgang ferðarinnar til Íslands. „Við tökum enga afstöðu til þess hvort þetta fólk er óæskilegt eða ekki. Við erum fyrst og fremst að óska eftir upplýsingum til að leggja mat á málið. Þarna er verið að vinna á nákvæmlega sama hátt og þegar um aðrar þjóðir er að ræða,“ sagði Georg. Ekki kvartað þegar 11 Kínverjum var snúið við í síðasta mánuði Fyrir rúmum mánuði, eða 18. mars, sneri danska landamæralög- reglan á Kastrup-flugvelli ellefu Kín- verjum við sem ætluðu til Íslands á vegum sömu ferðaskrifstofu í Gu- angzhou, sem nefnir sig „Iceland Commerce and Tourist Bureau“. Taldi lögreglan hópinn vera „athug- unarverðan“, eins og Georg orðaði það, og tók Kínverjana til sérstakrar rannsóknar. Niðurstaðan hefði verið sú að svo mikið misræmi hefði verið milli ferðagagna og frásagna hópsins að tilgangur ferðarinnar hefði ekki verið talinn sá sem upp var gefinn. Aðspurður hvort athugasemdir eða fyrirspurnir hefðu borist Útlend- ingaeftirlitinu og dönsku landa- mæralögreglunni vegna þessara 1l Kínverja, sagði Georg svo ekki vera. Yfirleitt bærust þessum yfirvöldum kvartanir ef venjulegum ferðamönn- um væri snúið við á þennan hátt, sem búnir væru að ferðast langa leið og greiða öll fargjöld. „Við erum aðilar að Schengen- svæðinu og höfum gert samning við Dani um að þeir séu í forsvari fyrir okkur í Kína. Við erum skuldbundnir til að fylgja reglum hvers ríkis um vegabréfsáritanir. Ef reglur Dana eru strangari en okkar þá ber okkur að fara eftir þeim. Til að fullnægja skilmálunum þarf þetta mál að fara í gegnum dönsku ræðisskrifstofuna í Kína. Ef við síðan veitum heimild til Íslands þá erum við um leið að gefa heimild inn á allt Schengen-svæðið. Um það snýst málið og því þurfum við að vanda okkur og fara varlega,“ sagði Georg. Öll gögn komin til ræðisskrifstofu í Kína Ólafur Egilsson, sendiherra Ís- lands í Kína, sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa fengið upplýsing- ar um það í gærmorgun að kínversk- um tíma hefðu öll umbeðin gögn um ferðamennina verði send til aðalræð- isskrifstofunnar í Guangzhou. Einnig hefðu greiðslur borist fyrir vega- bréfsáritanirnar. Af þeim sökum væri ekkert því til fyrirstöðu að veita Kínverjunum áritun og ferðaheimild til Íslands. Vonaðist Ólafur til þess að málið leystist farsællega. Hann sagði að það væri stefna ís- lenskra og kínverskra stjórnvalda að auka straum ferðamanna og viðskipti milli landanna. Með bættum efnahag fólks í Kína hefðu æ fleiri haft efni á ferðalögum til fjarlægari landa. Einnig væri mikið um ferðalög þessa viku þar sem almenningur í Kína fengi vikufrí eftir 1. maí. Ólafur sagði ferðaskrifstofuna í Guangzhou hafa verið í samstarfi við Flugleiðir og Ferðaskrifstofu Íslands um að senda Kínverja til Íslands. Hún væri virt á sínu sviði og hefði m.a. fengið viðurkenningu frá vara- forsætisráðherra Kína. Alls hefðu um 50 manns komið til landsins á vegum ferðaskrifstofunnar og sagði Ólafur þá alla hafa skilað sér aftur heim og engin vandamál komið upp, þar til nýlega að 11 Kínverjum var snúið heim frá Danmörku, sem fyrr segir. Ólafur sagði sínar upplýsingar herma að vegna seinkunar á flugi til Kaupmannahafnar hefðu þessir Kín- verjar misst af flugi til Íslands og orðið að vera yfir nótt á Kastrup- flugvelli. „Hópurinn var talinn tortryggileg- ur af dönsku landamæralögreglunni, sem sneri honum til baka til Kína. Ekkert hefur komið fram sem færir sönnur á að þessi hópur hafi ætlast eitthvað annarlegt fyrir. Eina sem fyrir liggur í málinu er tortryggni Dana um að þarna væri um óeðlilegt ferðalag að ræða, sem ekki hefur ver- ið sýnt fram á,“ sagði Ólafur og bætti við að skömmu áður hefði hópur sjö Kínverja komið til Íslands athuga- semdalaust og ferðast fram og til baka milli landanna. Þetta mælti gegn því að eitthvað óeðlilegt væri á ferðinni með ferðir Kínverjanna. Ólafur sagði kínversku ferðamenn- ina hafa áætlað að dvelja í fjóra daga hér á landi og ferðir yrðu skipulagðar af Ferðaskrifstofu Íslands. M.a. væri áætlað að ferðamennirnir ættu fund með íslensk-kínverska viðskipta- ráðinu. Héðan yrði farið aftur til Kína eftir nokkurra daga stopp í Evrópu. Hjá Ferðaskrifstofu Íslands, sem hefur áður tekið á móti hópum kín- verskra ferðamanna, fengust þær upplýsingar í gær að heimsókn Kín- verjanna yrði ekki skipulögð fyrr en að staðfesting bærist um að þeir ættu bókað flug til Íslands. Kínverskir ferðamenn á leið til Íslands hafa ekki fengið vegabréfsáritanir Útlendingaeftirlitið ekki fengið umbeðin gögn Kínverjum á vegum sömu ferða- skrifstofu snúið við í síðasta mánuði UNGT Reykjavíkurlistafólk setti upp fjárfestingaklukku Reykjavík- urlistans í Kringlunni í gær, þar sem Samband ungra sjálfstæð- ismanna setti nýverið upp svo- nefnda skuldaklukku borgarinnar. Með þessu vill ungt R-listafólk vekja athygli á þeirri uppbygg- ingu sem hefur átt sér stað hjá Reykjavíkurborg í valdatíð R- listans á sama tíma og staða borg- arsjóðs hafi batnað. „Mörgum hefur runnið til rifja að aðeins sé horft á skuldahliðina í umræðum um fjármál borg- arinnar,“ segir Dagur B. Eggerts- son sem skipar 7. sæti R-listans. „En fólk veit að skuldir eru ekki merki um slæma stöðu ef eignir aukast á móti,“ segir Dagur. „Ungt Reykjavíkurlistafólk ákvað því að ræsa fjárfestingaklukku sem mun elta skuldaklukku Heim- dallar eins og debet eltir kredit.“ Ungt R-listafólk bendir á að skuldaklukkan gangi nærri tvöfalt hraðar en tilefni er til þar sem sjálfstæðismenn hafi lesið skakkt út úr fjárhagsáætlunum borg- arinnar fyrir árið 2002 og ofáætl- að lántökur um 1,5 milljarða króna. Skuldir aukist því ekki um 11 milljónir kr. á dag heldur 6,7 milljónir. Á móti aukast fjárfest- ingar um 31,4 milljónir á dag. Jafnframt gagnrýnir ungt R- listafólk að sjálfstæðismenn skuli leyna því að skuldir borgarsjóðs hafi minnkað jafnt og þétt á síð- asta kjörtímabili. Skuldaaukning sé tilkomin vegna uppbyggingar arðsamra fjárfestinga fyrirtækja borgarinnar. Hér er ekki um að ræða bagga á komandi kynslóðir, heldur þvert á móti veganesti að sögn Dags B. Eggertssonar. Fjárfestingaklukka Reykjavíkur- listans komin upp Morgunblaðið/Árni Sæberg Dagur B. Eggertsson við ræsingu Fjárfestingaklukkunnar í Kringlunni. ORKUVEITA Reykjavíkur hefur látið endurnýja fyrrum íbúðarhús starfsmanna við rafstöðina í Elliða- árdal, en húsið varð síðar íbúðarhús Aðalsteins Gudjohnsen rafveitu- stjóra. Endurnýjunin með búnaði kostaði um 26 milljónir kr. en húsið er notað til móttöku, fundahalda, námskeiða og slíks af hálfu Orku- veitunnar. Guðmundur Þóroddsson, for- stjóri Orkuveitu Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið að húsið hefði verið í tekið í notkun fyrir um tveimur árum. Það væri notað fyrir móttökur, námskeið, vinnufundi og ýmiss konar fundahöld og hefði nýst mjög vel til þeirra hluta. Húsið væri út af fyrir sig, en samt skammt í hringiðuna og því gæfist þar mjög gott næði til vinnu. Þetta nýja hlutverk hæfði þannig húsinu mjög vel, en hann gæti hins vegar alveg viðurkennt að þeir hefðu ekki farið út í að byggja slíkt hús sér- staklega. Aðspurður hvort húsið yrði selt þegar nýjar höfuðstöðvar Orkuveit- unnar yrðu teknar í notkun, sagði Guðmundur að eiginlega væri ekki hægt að selja húsið vegna staðsetn- ingar þess, þar sem það stæði í garðinum á gömlu rafstöðinni í Elliðaárdal og tilheyrði þeirri þyrp- ingu húsa sem þar stæði niður á ár- bakkanum. Húsið væri sögufrægt. Það hefði verið reist árið 1921 og hefði verið íbúðarhús starfsmanna við gömlu rafstöðina, en þar hefðu búið þrjár fjöldskyldur starfs- manna við rafstöðina á þeim tíma. Guðmundur bætti því við að fyrir nokkrum árum hefði Orkuveitan selt öll íbúðarhús sem rafveitan hefði átt á þessu svæði, en þá hefði þetta hús verið undanskilið vegna staðsetningar sinnar. Góð samstaða hefði verið um að endurnýja húsið vegna staðsetningar sinnar og sögulegs hlutverks, enda væri ómögulegt að eiga svona hús og nýta það ekki á nokkurn hátt. „Okkur þykir ósköp vænt um húsið nú þegar það er komið í fulla notk- un,“ sagði Guðmundur, ennfremur. Hann sagði að endurnýjun húss- ins hefði kostað um tuttugu millj- ónir króna. Búnaður, eldhústæki og annað slíkt hefði kostað sex millj- ónir króna til viðbótar. Hús starfsmanna rafstöðvarinnar í Elliðaárdal endurnýjað Notað fyrir móttökur, fundahöld og námskeið Morgunblaðið/Kristinn Íbúðarhúsið fyrir aftan rafstöðina. HÆSTIRÉTTUR féllst í gær á kröfu lögreglunnar í Reykjavík og veitti henni þriggja vikna frest til að synja verjanda manns, sem grunað- ur er um smygl á 30 kílóum af hassi til landsins, um aðgang að öllum gögnum málsins. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði hinn 23. apríl sl. fallist á að veita lög- reglunni frest til að synja verjand- anum um aðgang að gögnum málsins þar til maðurinn hefði gefið skýrslu fyrir dómi, en þó ekki lengur en til kl. 16 í dag, 30. apríl. Skaut lögreglan niðurstöðu hér- aðsdóms til Hæstaréttar sem með vísan til umfangs málsins og fram- vindu rannsóknar þess taldi ekki efni til annars en að fallast á kröfu lög- reglunnar. Um er að ræða 30 kíló af hassi sem smyglað var frá Danmörku. Hinn 12. mars sl. lagði ávana- og fíkniefna- deild lögreglunnar í Reykjavík hald á umrædd fíkniefni og hefur málið verið til rannsóknar síðan. Maður- inn, sem málið varðar, var handtek- inn 15. apríl og sama dag var honum gert að sæta gæsluvarðhaldi til kl. 16 hinn 7. maí nk. Staðfesti Hæstiréttur þann úrskurð 19. apríl. Maðurinn hefur ekki kannast við aðild að mál- inu. Fyrir liggur þó að hann þekkir og hefur tengsl við a.m.k. einn grun- aðra í málinu. Þá liggur fyrir að aðrir grunaðir í málinu hafa borið nokkrar sakir á hann. Fær frest til að synja verjanda um aðgang að gögnum ÖKUMAÐUR var tekinn grunaður um ölvun við akstur á Selfossi um miðjan dag í gær. Um tveimur tím- um áður höfðu yfirvöld afskipti af honum þar sem hann hafði sofnað út frá eldamennsku með þeim afleið- ingum að eldur varð laus á pönnu og mikinn reyk lagði um stigagang. Snör viðbrögð á Selfossi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.