Morgunblaðið - 30.04.2002, Síða 25

Morgunblaðið - 30.04.2002, Síða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 2002 25 KRÖFU dauðvona konu um að fá að binda enda á lífið með hjálp eig- inmanns síns var hafnað í gær fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Var niðurstaðan sú, að breskir dóm- stólar hefðu í engu brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu með því að neita konunni um þessa ósk. Diane Pretty, breska konan, sem um ræðir, er 43 ára og lömuð frá hálsi og niður. Fær hún næringu um slöngu og getur aðeins tjáð sig með hjálp tölvu. Höfðaði hún málið á síðasta ári og hélt því fram, að yfirvofandi dauði hennar yrði henni og ástvinum hennar „mjög erfiður og niðurlægjandi“. Vegna lömunar- innar yrði hún hins vegar að fá hjálp við að kveðja jarðlífið með reisn. Mona Arshi, lögfræðingur Pretty og bresku borgararéttindasamtak- anna Liberty, kvaðst vera mjög vonsvikin með úrskurðinn. Sagði hún, að Mannréttindadómstóllinn, sem hefur ekki áður dæmt í máli af þessu tagi, hefði átt að nota tæki- færið til að bæta réttarstöðu Pretty og þeirra, sem eins væri ástatt um. Brian, eiginmaður konunnar, sagði í gær, að heilsu hennar hefði hrakað að undanförnu, meðal ann- ars vegna álagsins samfara mála- ferlunum. Á fréttamannafundi, sem þau hjónin efndu til í London í gær, sagði Pretty, að hún væri ákaflega vonsvikin. Sér fyndist sem hún hefði verið svipt öllum rétt- indum sem manneskja. Lávarðadeildin, æðsta dómstig í Bretlandi, úrskurðaði í nóvember, að Brian gerðist sekur um glæp hjálpaði hann konu sinni að deyja og gæti þá átt yfir höfði sér 14 ára fangelsi. Pretty vísaði þá málinu til Strassborgar og hélt því fram, að rétturinn til að deyja með reisn með annars hjálp væri nátengdur réttinum til lífsins. Vísaði hún einnig til þess, að í Mannréttinda- sáttmálanum væri ómannúðleg og niðurlægjandi meðferð bönnuð. Dómararnir sjö höfnuðu samt öllum röksemdum hennar. Samkvæmt breskum lögum frá 1961 er sjálfsvíg ekki afbrot en í Bretlandi eins og í öðrum ríkjum, sem undirritað hafa Mannréttinda- sáttmálann, er það glæpur að hjálpa fólki við að stytta sér aldur. Neitað um hjálp við að deyja Mannréttindadómstóllinn hafnar kröfu lamaðrar og dauðvona konu Strassborg. AFP. AP Diane Pretty ásamt Brian, eig- inmanni sínum, er þau komu fyrir Mannréttindadómstólinn í Strassborg í mars síðastliðnum. PERVEZ Musharraf hershöfðingi og forseti Pakistans sagði í gær, að hann ætlaði að virða í einu og öllu niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram fer í dag um áframhald- andi völd hans. Í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar fullvissaði Musharraf landa sína um að kosningarnar færu heiðarlega fram en þær snúast um það hvort hann skuli fá umboð til að stjórna landinu í fimm ár enn. Hefur hann ekki til þessa viljað taka af skarið um það hvort hann segði af sér ef hann tapaði kosningunum auk þess sem andstæðingar hans hafa sakað hann um að beita brögðum. Musharraf hrifsaði völdin í sínar hendur árið 1999 og skipaði sjálfan sig forseta í júní á síðasta ári. Hét hann að uppræta spillingu og kveða niður óöldina innanlands og efna síðan til lýðræðislegra kosninga í október á þessu ári. Lofar að virða úrslitin Islamabad. AFP. Reuters Félagar í Samtökum um endurvakningu lýðræðis héldu útifund í gær og andmæltu setu Musharrafs á forsetastóli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.