Morgunblaðið - 03.05.2002, Page 17

Morgunblaðið - 03.05.2002, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 17 ÆSKULÝÐSFULLTRÚINN í Lágafellskirkju hefur óskað eftir aðstoð bæjaryfirvalda til að fá til landsins danskan sirkus. Segir í er- indi æskulýðsfulltrúans að það sem geri sirkusinn frábrugðinn frá öðr- um sé að í starfi hans sé fyrst og fremst hugsað um að gleðja börn og unglinga ásamt fjölskyldum þeirra án tillits til efna. Sirkusinn kemur frá Óðinsvéum á Fjóni og kallast Sirkus FlikFlak. Segir í bréfi æskulýðsfulltrúans að hugmyndin sé að sirkusinn komi með um 35 manns og hafi hér nokkrar sýningar á tímabilinu 25. júní til 6. júlí. Vegna stefnu sirk- ussins sé hugsunin sú að minnst ein sýning (og jafnvel allar) verði ókeypis fyrir börn og fjölskyldur þeirra í Mosfellsbæ. „Til að þetta geti orðið þyrftum við að geta boðið þessum hópi að- stöðu til að gista (svefnpokapláss) ásamt aðstöðu til að elda mat (að- allega morgunmat) fyrir hópinn. Einnig væri gaman ef bærinn gæti boðið hópnum í mat svona einu sinni til tvisvar,“ segir í bréfinu. Þegar búið að fá styrki til verkefnisins Kemur fram að Kjalarnespró- fastsdæmi muni styrkja þetta verkefni ásamt sóknarnefnd Lága- fellskirkju. Þá hyggst æskulýðs- fulltrúinn ræða við verslunarmenn í Mosfellsbæ um styrk varðandi matarþátt heimsóknarinnar. Fer æskulýðsfulltrúinn fram á að bærinn útvegi svefnpokagist- ingu fyrir hópinn á umræddu tíma- bili og bendir hann á að skólastofur eða Brúarland gætu svarað þeirri þörf. Þá óskar hann eftir að hóp- urinn fái tíma í íþróttahúsi fyrir æfingar og sýningu. Sömuleiðis er óskað eftir að hópnum verði boðið í mat og að bærinn aðstoði við að auglýsa sirkusinn fyrir bæjarbú- um. Í staðinn muni hópurinn bjóða upp á fría sýningu fyrir alla bæj- arbúa og í tengslum við hana geti unglingar í vinnuskólanum fengið ofurlitla þjálfun í sirkusfræðum. Loks sé möguleiki á að setja upp sérsýningu fyrir leikskólabörn bæjarins. Ókeypis sirkus verði fyrir bæj- arbúa Mosfellsbær GG ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122 Geisladiskahulstur aðeins 500 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.