Morgunblaðið - 03.05.2002, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 03.05.2002, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 17 ÆSKULÝÐSFULLTRÚINN í Lágafellskirkju hefur óskað eftir aðstoð bæjaryfirvalda til að fá til landsins danskan sirkus. Segir í er- indi æskulýðsfulltrúans að það sem geri sirkusinn frábrugðinn frá öðr- um sé að í starfi hans sé fyrst og fremst hugsað um að gleðja börn og unglinga ásamt fjölskyldum þeirra án tillits til efna. Sirkusinn kemur frá Óðinsvéum á Fjóni og kallast Sirkus FlikFlak. Segir í bréfi æskulýðsfulltrúans að hugmyndin sé að sirkusinn komi með um 35 manns og hafi hér nokkrar sýningar á tímabilinu 25. júní til 6. júlí. Vegna stefnu sirk- ussins sé hugsunin sú að minnst ein sýning (og jafnvel allar) verði ókeypis fyrir börn og fjölskyldur þeirra í Mosfellsbæ. „Til að þetta geti orðið þyrftum við að geta boðið þessum hópi að- stöðu til að gista (svefnpokapláss) ásamt aðstöðu til að elda mat (að- allega morgunmat) fyrir hópinn. Einnig væri gaman ef bærinn gæti boðið hópnum í mat svona einu sinni til tvisvar,“ segir í bréfinu. Þegar búið að fá styrki til verkefnisins Kemur fram að Kjalarnespró- fastsdæmi muni styrkja þetta verkefni ásamt sóknarnefnd Lága- fellskirkju. Þá hyggst æskulýðs- fulltrúinn ræða við verslunarmenn í Mosfellsbæ um styrk varðandi matarþátt heimsóknarinnar. Fer æskulýðsfulltrúinn fram á að bærinn útvegi svefnpokagist- ingu fyrir hópinn á umræddu tíma- bili og bendir hann á að skólastofur eða Brúarland gætu svarað þeirri þörf. Þá óskar hann eftir að hóp- urinn fái tíma í íþróttahúsi fyrir æfingar og sýningu. Sömuleiðis er óskað eftir að hópnum verði boðið í mat og að bærinn aðstoði við að auglýsa sirkusinn fyrir bæjarbú- um. Í staðinn muni hópurinn bjóða upp á fría sýningu fyrir alla bæj- arbúa og í tengslum við hana geti unglingar í vinnuskólanum fengið ofurlitla þjálfun í sirkusfræðum. Loks sé möguleiki á að setja upp sérsýningu fyrir leikskólabörn bæjarins. Ókeypis sirkus verði fyrir bæj- arbúa Mosfellsbær GG ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122 Geisladiskahulstur aðeins 500 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.