Morgunblaðið - 03.05.2002, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 03.05.2002, Qupperneq 42
UMRÆÐAN 42 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ AÐ undanförnu hef- ur skipulagsnefnd Reykjavíkurborgar kynnt framtíðarsýn um Reykjavíkurflug- völl. Niðurstaðan er skýr: Að minnsta kosti önnur flugbraut- in verður að víkja. Flugmálayfirvöld segja að með þessu verði Reykjavíkur- flugvöllur í raun lagð- ur niður. Í um- ræðunni sem fram fór eftir að niðurstaða kosningar Reykvík- inga um flugvöllinn lá fyrir kom skýrt fram hjá samgönguráðherra að Kefla- víkurflugvöllur væri eini raunhæfi kosturinn ef Reykjavíkurflugvöllur þyrfti að víkja. Við sem förum með málefni Reykjanesbæjar tókum þá ákvörðun að reyna að hafa ekki áhrif á Reykvíkinga með okkar rökum. En í ljósi niðurstöðunnar segjum við einfaldlega: Velkomin til Keflavíkur! Í ljósi ákvörðunar um að flytja völlinn úr Vatnsmýrinni eru kostir Keflavíkurflugvallar margir og ótvíræðir: 1. Það er fjárhagslegur ávinn- ingur að ná betri nýtingu á besta flugvelli landsins með því að tengja innanlands- og utanlands- flugið á einn stað. Sparast þar stórar fjárhæðir árlega á hinum ýmsum þáttum enda er slík teng- ing mjög algeng á helstu flugvöll- um erlendis. 2. Miðborg Reykjavíkur er í um 40 kílómetra fjarlægð en útjaðar höfuðborgarsvæðisins aðeins í 24 kílómetra fjarlægð sem svarar um 16 mínútna akstri á löglegum hraða á tvöfaldri Reykjanesbraut. Keflavíkurflugvöllur er strax orðinn betri kostur fyrir íbúa jað- arhverfa höfuðborgar- svæðisins en þung borgarumferðin. 3. Landsbyggðar- fólki og erlendum gestum er boðin bein tenging með flugi á alþjóðlegan flugvöll sem styttir ferðatíma þeirra mikið. Á þetta bæði við þegar fljúga skal til útlanda og þegar heim er komið. Má hér t.d. vitna til umsagnar hótelstjóra úti á landi sem sagði flutning innanlands- flugsins til Keflavíkur grundvöll- inn að góðri afkomu ferðaþjónustu á landsbyggðinni í framtíðinni. 4. Flutningur til Keflavíkur styður byggðastefnu ríkisstjórnar- innar. 5. Veðurfarslega er Keflavíkur- flugvöllur besti kosturinn á Íslandi enda er völlurinn nær ávallt opinn. 6. Nægt landrými er á Keflavík- urflugvelli til framtíðarskipulags. 7. Góð aðstaða er fyrir sjúkra- flug og aðgangur að þyrlum og annarri aðstöðu hersins auk þess sem Heilbrigðisstofnun Suður- nesja með alla sína aðstöðu er ör- stutt frá flugvellinum. Þar er með- al annars að finna eina bestu fæðingardeild landsins og öflug sérfræðiþjónusta er að byggjast upp. Hér er aðeins stiklað á stóru enda fjölmörg önnur atriði sem benda mætti á. Ég sé t.d. fyrir mér að „Samgöngumiðstöð Ís- lands“ fyrir flug, sérleyfisbifreiðir og fleira verði staðsett við Kefla- víkurflugvöll enda tenging við höf- uðborg og landsbyggð tryggð með tvöfaldri Reykjanesbraut og Suð- urstrandarvegi. Við sem næst búum, íbúar Reykjanesbæjar, verðum tilbúin með þá þjónustu sem innanlands- flugið kallar eftir. Þar er bær með bjarta framtíð. Innanlands- flugið velkomið Steinþór Jónsson Reykjanes Við sem næst búum, segir Steinþór Jónsson, íbúar Reykjanesbæjar, verðum tilbúin með þá þjónustu sem innan- landsflugið kallar eftir. Höfundur er hótelstjóri og skipar 4. sæti á D-lista sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. EKKI þarf að fjöl- yrða um þýðingu ástands þorsksins. Togararalli Hafró er nýlokið og bráða- birgðaniðurstöður hafa verið kynntar; samkvæmt þeim er botninum náð. For- stjóri stofnunarinnar sagði samt að of snemmt væri að meta niðurstöðurnar varð- andi stærð veiði- stofnsins og áhrif á veiðiráðgjöf næsta árs en „niðursveiflunni er lokið“ og að heildar- vísitalan væri hærri en á síðasta ári. Gott ef satt er, en þetta minnir á umræður um hluta- bréfavísitölur í USA á undanförn- um mánuðum. Þegar þær voru á niðurleið sögðu verðbréfasalar að búast mætti við að ferli vísitaln- anna hefði V-lögun; þær myndu falla ört niður í lágmark og rísa síðan jafnört og þær féllu niður. Svo liðu nokkrar vikur og þá sögðu þeir að um væri að ræða U-lögun með sveigðum botni, en eftir að hækkun lét á sér sér standa var sagt að lögunin myndi líkjast U með víðum botni; nú er ljóst að þróunin líkist mest L-lögun með falli og viðvarandi lægð er enn. Svæfingarlæknar eru alls staðar Í fréttum Hafró kom ennfremur fram að 1 árs hópurinn sé mjög lé- legur, sjálfur yngsti erfinginn. Ennfremur er lítið um fisk sem er eldri en 5 ára; bæði þessi atriði eru mjög alvarleg en fyrirsagnir í fréttum í nánast öllum fjölmiðlum voru þess efnis, að stofninn væri nú á uppleið. Ennfremur kom fram að aflinn hefði verið mjög mis- skiptur eftir svæðum en vel mun hafa aflast á grunnslóð fyrir Norð- urlandi, að austan líkast til, og úti fyrir Suðausturlandi. Þessi atriði eru hluti af einkennum Kanada- veikinnar, sem olli hruni þorsks þar í landi fyrir áratug, en hún var ekki bara í fiskinum heldur einnig í vísinda-, embættis-, stjórnmála- og fréttamönnum, en allir voru þeir haldnir óskhyggju og hvíslaði þá hver í eyra annars því sem menn helst vildu heyra. Frétta- menn slá upp því sem vel lætur. Í Kanada var rætt um „lömun í talnaleik“ eða „paral- ysis by analysis“; menn voru beinlínis þrúgaðir af tölum og sáu ekki til vegar né lands þótt dansað væri á bjargbrúninni. Í þeim tilvikum sem vísinda- og sjómenn greindi á, var gjarnan tekið meðaltalið af sjónarmiðum beggja. Í þessu sambandi er rétt að minna á, að arðsemi stofnsins er hér komin niður fyrir þriðjung af því sem hún var áður í áratugi og nýjustu tölur breyta því ekki að séð verði enn. Mikilvægustu töl- urnar hafa ekki enn komið fram, en þær eru um meðalþyngdir þeirra árganga sem veiddust, ástand og staðsetningar aflans, en Kanadaveikin verður best ráðin af þeim. Hún einkenndist einmitt af því að fiskar voru orðnir gamlir miðað við þyngd og mjóslegnir, kynþroskaldur orðinn lágur og veiðin byggðist á fáum og ungum árgöngum eins og nú er orðið hér. Eiginlega virðast menn nú vera í koddaslag í kjallara veiðanna. Verndarstefna á villigötum Grunnurinn að veiðiráðgjöfinni byggist efnislega á því að halda fiskstofnum í það góðu ástandi, að árlegur arður eða vöxtur þeirra nægi til að halda uppi góðri veiði og án þess að áhætta verði tekin varðandi nýliðun. Bæði þessi atriði eru í uppnámi en tölur Hafró sem og þriggja kanadískra vísinda- Glorfiskur á grunnslóðum Jónas Bjarnason Fiskveiðar Ef samanburður er gerður nú við það sem var fyrir áratug, segir Jónas Bjarnason, en þá var ástand stofnsins slæmt en samt varð góð nýliðun, eru málin öðru- vísi því nú er lítið af fiski eldri en 5 ára. Sjálfstæðisflokkur- inn dregur hratt í land þær skattalækk- anir sem hann lofaði í upphafi kosningabar- áttu sinnar. Flóttinn hófst um síðustu helgi þegar efsti maður á lista flokksins sagði að aðeins ætti að lækka holræsagjald um 860 milljónir á næsta kjörtímabili. Það yrði minni lækk- un á næstu fjórum ár- um en Reykjavíkur- listinn samþykkti þegar í ár. Holræsa- gjald var lækkað um 25% sem þýðir 1.128 milljónir á næstu fjór- um árum. Öðrum milljarði ætla sjálfstæðismenn að verja til að „stór- lækka“ fasteigna- skatta á suma Reyk- víkinga á næstu fjórum árum, eins og þeir segja í loforða- lista sínum. Þess má geta að fasteigna- skattar á alla Reykvíkinga voru lækkaðir um 830 milljónir á þessu ári sem gerir að minnsta kosti 3,3 milljarða lækkun næstu fjögur ár. Yfirboð Sjálfstæðisflokksins til sumra Reykvíkinga í skattamálum komast ekki í hálfkvist við skatta- lækkanir Reykjavíkurlistans til allra Reykvíkinga. Munurinn á skattalækkunum Reykjavíkurlist- ans og loforðum Sjálfstæðisflokks- ins er þó fyrst og fremst sá að skattalækkanir Reykjavíkurlistans eru þegar orðnar að veruleika. Sjálfstæðisflokkurinn er hins veg- ar ekki búinn að svara því hvernig hann ætlar að fjármagna loforða- lista sinn, hvorki kostnaðarauka né skattalækkanir. Á flótta í skattamálum Alfreð Þorsteinsson Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn, segir Alfreð Þorsteins- son, er á hröðum flótta undan skattalækk- unarloforðum sínum. Höfundur er borgarfulltrúi. C vítamín 500 mg Eflir varnir. Allt vítamínið í töflunni nýtist þér. C vítamín forði í 12 klst. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.