Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ I3 63 5 · O D D I H F FERÐAMÁLASKÓLINN Í KÓPAVOGI .. . fjá rf es tin g fy rir fr am sý nt fó lk Ferðamálaskólinn í Kópavogi - Menntaskólinn í Kópavogi v. Diganesveg • 200 Kópavogur • Sími 594-4020 • Fax: 594 4001 • netfang: fsk@ismennt.is • Heimasíða: mk.ismennt.is Ferðamálaskólinn í Kópavogi býður upp á hagnýtt nám í ferðaþjónustu. Námið er sniðið að störfum í ferðaþjónustufyrirtækjum á breiðum grunni. Upphaf kennslu: Kennsla hefst í byrjun september 2002 Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða annað sambærilegt nám og góð tungumálakunnátta. Umsóknir um skólavist: Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu skólans og eru einnig á heimasíðu Menntaskólans í Kópavogi Slóð: mk.ismennt.is undir ferðamálaskóli Umsóknarfrestur er til 17. maí. Með umsókn skal fylgja afrit af prófskírteinum og mynd. Ferðafræðinám tvær brautir Ferðafræðisvið: Áhersla er lögð á uppbyggingu og starfsemi ferðaþjónustu á Íslandi, skipulagningu ferða og móttöku erlendra ferðamanna. Hótelsvið: Áhersla lögð á þjónustusamskipti, tungumál, hótel og veitingarekstur, ráðstefnu og fundaskipulagningu og fleira. Námið er tvær til þrjár bóklegar annir og starfsþjálfun í þrjá mánuði. Boðið er upp á fjarnám í mörgum áföngum ef næg þátttaka fæst. Kennt er frá 17.30-21.50 mánudaga til fimmtudaga. IATA UFTAA Farseðlaútgáfa og farbókunarkerfi Alþjóðlegt nám sem veitir réttindi til starfa á ferðaskrifstofum og hjá flugfélögum. Tvær bóklegar annir og lokapróf í mars 2003 Flugþjónustubraut - Ný braut Námið er undirbúningur fyrir starf í farþegarými flugvéla (flugfreyja/ flugþjónn). Tilgangur námsins er að auka hæfni nemenda og að auka líkur á ráðningu til starfa í atvinnugreininni. Helstu námsgreinar: Ábyrgð, reglur og skyldur áhafnar í farþegarými, ferðalandafræði, flugeðlis-og veðurfræði, flugsaga, lög og reglugerðir, þjónustusamskipti,öryggismál. ÖFLUGT NÁM Í FERÐAÞJÓNUSTU ÓLÖF Sölvadóttir varengin venjuleg kona.Hún var 1,22 m á hæðog því talin til dverga, ívestrænum skilningi. Hún fæddist í Blöndudal í Húna- vatnssýslu árið 1858 en fór vestur um haf ásamt föður sínum, stjúp- móður og systkinum árið 1876, þá átján ára gömul. Ólöf hafði háar hugmyndir um þá framtíð sem beið hennar í vesturheimi og ætlaði sér að verða merkileg kona. Á Íslandi beið hennar ekkert nema ævistarf sem vinnukona. Fjölskyldan bjó öll saman í um það bil eitt ár í Nýja-Íslandi. Þá fluttu þau til Winnipeg þar sem leið- ir Ólafar og fjölskyldunnar skildu. Ólöf réð sig sem vinnukonu á heimili í bænum og meðal starfa hennar var að þjóna til borðs í kaffiboðum og matarveislum. Dag einn, þegar húsfrúin var ekki heima og kona nokkur afhenti henni peninga að lok- inni heimsókn, áttaði hún sig á því að húsfreyja heimilisins seldi aðgang að henni. Ólöf var klók kona og gáfuð og áttaði sig strax á því að ef einhver ætti að græða á útliti hennar, væri það hún sjálf en ekki húsfreyjan. Hún sagði upp vistinni og gekk skömmu síðar til liðs við fjölleikahús þar sem hún var til sýnis ásamt fjöl- mörgum öðrum furðuverum – skeggjuðum konum og risavöxnum mönnum. Fjölleikahúsin störfuðu aðallega yfir sumartímann en á veturna vann Ólöf sem þjónn á veitingastað. Gest- ir tóku iðulega eftir því að hún talaði með hreim og spurðu hvaðan hún væri. Hún sagðist vera frá Íslandi og þá gall í fólki: „Í alvöru? Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef séð alvöru eskimóa!“ Þessi misskilningur Bandaríkja- manna olli því að Ólöfu var boðið að halda fyrirlestur um lífið á Græn- landi. Hún þáði boðið með þökkum og skipti engum togum að með fyr- irlestrinum sló hún í gegn. Upp- spunnar frásagnir af lífi eskimóa á Grænlandi gæddi hún lífi með líf- legri framkomu, en leikhæfileikar Ólafar voru umtalsverðir, að sögn Ingu Dóru. Upp frá þessum fyrsta fyrirlestri varð Ólöf vinsæll fyrirles- ari og ferðaðist um öll Bandaríkin við þá iðju. Hún hélt alls um 2.500 fyrirlestra á þrjátíu ára tímabili. Hún var talinn helsti „sérfræðingur“ landsins um menningu og siði eskimóa. Eskimóabörn brennimerkt Í fyrirlestrunum sagði Ólöf frá ævi sinni á Grænlandi, en allar frá- sagnir hennar voru uppspuni frá rót- um. Ólöf sagðist hafa fæðst í smábæ einum á Norðausturhorni Græn- lands, inn í mikla eymd, myrkur og kulda. Hún og fjölskylda hennar höfðust við í snjóhúsi sem var ein- angrað með dýraskinni. Fjölskyldan lifði á hráu kjöti og drakk saltvatn. Vegna fábrotins fæðis og heimilis- aðstæðna sinntu konurnar engum heimilisverkum, heldur sátu inni í húsinu aðgerðarlausar allan liðlang- an daginn. Utan veggja heimilisins var mjög kalt og vegna kuldans máttu börnin ekki vera úti og leika sér. Þau voru látin sitja inni allan daginn og ef þau voru óþekk eða hegðuðu sér ekki vel voru þau brennimerkt af mæðrum sínum. Lygar voru óþekktar í sam- félagi eskimóa, að sögn Ólafar, og þeim kynntist hún fyrst í vestur- heimi. Dag einn bar gesti að garði. Ís- lenskir hvalveiðisjómenn höfðu strandað skipi sínu ekki langt frá og fengu húsaskjól hjá fjölskyldu Ólaf- ar. Eftir nokkurra vikna dvöl hjá fjölskyldunni ákváðu sjómennirnir að halda heim á leið. Þeir buðu eskimóafjölskyldu Ólafar að koma með sér til Íslands og þáði hún það boð. Saman gengu þau svo dögum skipti, yfir ísbreiðuna áleiðis til Ís- lands. Ferðin var afar erfið, í frá- sögnum Ólafar, en erfiðast var þeg- ar þau þurftu að stökkva yfir golfstrauminn. Þegar til Íslands kom varð uppi fótur og fit, en Íslend- ingar höfðu aldrei fyrr séð eskimóa. „Ólöf talaði mjög fallega um Ís- land í fyrirlestrum sínum, en hún sagði að hún og eskimóafjölskylda hennar hafi þolað hlýja veðurfarið á Íslandi afar illa. Því hafi fjölskyldan dvalið um skeið á Íslandi en ákveðið að fara þaðan og leggja leið sína til vesturheims,“ segir Inga Dóra. „Ólöf var mjög klók að segjast hafa haft viðkomu á Íslandi í sög- unni. Þannig gat hún afsakað hvað hún talaði góða íslensku og útskýrt hvers vegna hún þekkti til þar í landi og hví hún hefði komið þaðan. Ólöf Íslenskur dvergur í gervi eskimóa Ólöf Sölvadóttir var íslenskur dvergur sem fæddist 1858. Hún gerði garðinn frægan í Bandaríkjunum sem eskimóakonan Ólöf Krarer og hélt fjölda fyrirlestra. Aldrei komst upp um lygar Ólafar, en þeir sem vissu af þeim kusu að þegja. Ragna Sara Jónsdóttir hlýddi á Ingu Dóru Björnsdóttur mannfræðing, sem rannsakað hefur ævi, störf og lygasögur íslenska dvergsins í eskimóagervinu. Morgunblaðið/Ásdís Inga Dóra Björnsdóttir mannfræðingur leitar nú ættingja Ólafar hérlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.