Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög Eftirminnilegt frí Hvernig stóð á því að þú fórst í húsbílaferð um Evrópu? „Ég var í málaskóla á Spáni og kynntist þar m.a. tveimur Þjóðverjum og tveimur Norðmönnum og við ákváðum að kaupa okkur Interrail- lestarmiða og ferðast saman um Evrópu. Þegar við fórum að skoða ferðamöguleika sáum við að ef við myndum leigja okkur húsbíl myndi það koma svipað út fyrir okkur fjárhagslega og að ferðast í lest. Okkur fannst það mun skemmtilegri ferðamáti svo við leigðum húsbíl í Þýskalandi og ferðuðumst síðan um Evrópu í rúmlega mánuð. Húsbíll- inn kostaði með tryggingum um 50.000 á mann en við vorum fimm.“ Hvernig skipulögðuð þið fríið? „Það var að mestu leyti óskipulagt. Við fjárfestum í stóru korti af Evr- ópu og ákváðum að byrja ferðina í París. Hitt kom svo af sjálfu sér þegar við fórum að ferðast. Leiðin lá næst til Belgíu, Hollands og Þýskalands, svo til Tékklands, Slóv- akíu, Austurríkis og Ungverjalands. Þá fórum við líka til Rúmeníu, Búlg- aríu, Grikklands og enduðum á Ítalíu og ókum svo í gegnum Austurríki og upp til Þýskalands aftur.“ Var þetta skemmtilegur ferðamáti? „Já, ég mæli hiklaust með svona ferðalagi. Ef við hefðum farið í lest um Evrópu hefði ferðalagið orðið allt öðruvísi. Með því að vera á húsbíl gát- um við stoppað í litlum þorpum sem vöktu áhuga okkar eða á öðrum stöðum sem við rákumst á og langaði til að skoða betur.“ Hvaða staðir standa uppúr úr þessu ferðalagi um Evrópu? „Transylvania í Rúmeníu. Við skoðuðum m.a. Drakúla-kastalann í Transylvaníufjöllum og það var mjög sérstakt og eftirminnilegt. Þetta var eiginlega eini ferðamannastaðurinn í Rúmeníu sem við rákumst á en samt afar fátæklegur. Heimsóknin til Rúmeníu er minnisstæðust því það land skar sig mest úr, fátæktin var svo mikil. Grikkland fannst mér einna fallegasta landið.“ Elduðuð í húsbílnum? „Já eitthvað gerðum við af því en það verður að segjast eins og er að skyndibitastaðir voru oft heimsóttir.“ Eitthvað sérstakt sem þú myndir gera öðruvísi næst? „Þó ég mæli með að fólk fari í svona ferðlag án þess að skipuleggja það of mikið þá sé ég dálítið eftir því að hafa ekki aflað mér nægra upplýs- inga um þá staði sem við skoðuðum. Svo lærði ég að hafa varann á mér. Maður þarf að gista á öruggum tjaldstæðum og vera á varðbergi. Við vorum oft nálægt því að lenda í vandræðum í Rúmeníu með vafasamt fólk í kringum bílinn. Tjaldstæði eru ekki alltaf örugg, á því áttuðum við okkur í Rúmeníu en sígaunar voru búnir að yfirtaka tjaldstæðið þar sem við ætluðum að gista. Við vorum bara svo heppin að okkur var sagt frá því áður en við fórum inn á svæðið.“ Engin hætta á ósætti þegar búið er í svona litlu rými í langan tíma? „Í okkar tilfelli gekk ferðalagið áfallalaust fyrir sig, við töluðum ensku saman og það urðu engir stórárekstrar. Við höfðum áður farið til Marokkó saman og vissum að okkur gengur vel að ferðast saman.“ Stefnið þið að því að hittast á ný og ferðast? „Já, við erum farin að skipuleggja næstu ferð. Þá ætlum við aftur til Marokkó, ekki með húsbíl heldur í bakpokaferðalag. “ Húsbílaferðalag um Evrópu Heimsókn í Drakúlakast- ala í Rúmen- íu stendur uppúr ferða- lagi Védísar Sigurð- ardóttur sem fór í húsbíla- ferðalag um Evrópu í fyrra. Morgunblaðið/Ásdís Að komast milli staða með hestvagni er ferðamáti í Rúmeníu segir Védís en það land fannst henni skera sig úr þegar hún fór í húsbílaferðalagið.  Slóð Drakúla-kastalans sem Védís heimsótti í Rúmeníu er www.draculascastle.com og húsbílaleiguna fundu þau á slóðinni www.autoeurope.com. GUÐNÝ Margrét Emilsdóttir hefur verið búsett á Ítalíu í fimmtán ár og m.a. unnið fyrir Ferðamálaráð Ís- lands og Flugleiðir um árabil. Hún stofnaði nýlega eigið markaðs- og kynningarfyrirtæki, Quo vadis eða Hvert liggur leiðin. Fyrirtækið sér- hæfir sig í markaðssetningu og kynningu á íslenskum og ítölskum fyrirtækjum. Auk þess sem hún aðstoðar ítalska ferðaheildsala við að skipuleggja ferðir til Íslands útvegar hún Íslend- ingum gistingu á Ítalíu, skipuleggur ferðir um landið og tekur að sér far- arstjórn. „Ég er umboðsmaður ítalskra ferðaheildsala en starfið tengist líka íslensku ferðaþjónustunni með markaðssetningu og kynningu á henni á Ítalíu. Ítölsku ferðaheildsal- arnir eru með á sínum snærum gist- ingu um alla Ítalíu og allt frá 2–3 stjarna hótelum upp í glæsihótel svo og gistingu í gömlum bóndabæjum og miðaldabyggingum víða um land- ið. Auk þess sem ég útvega gistingu tek ég að mér fararstjórn, skipulegg ferðir og veiti hagnýtar ráðlegging- ar.“ Guðný Margrét segir að Tosc- ana sé vinsælt svæði hjá Íslending- um og vissulega geti hún boðið Íslendingum ýmsa möguleika í gist- ingu þar. Pompei í miklu uppáhaldi Hún segir hins vegar að margir aðrir staðir á Ítalíu séu fallegir og þess virði að heimsækja. „Amalfi- svæðið er einstaklega fallegt og heillandi svo og Lazio-héraðið. “ Guðný Margrét segir að strand- svæðið í Amalfi sé mjög skemmti- legt, klettar og stórbrotið landslag en ekki þessi hefðbundna sand- strönd sem er t.d. á sumum stöðum á austurströnd Ítalíu. Í Lazio-héraði er höfuðborg lands- ins, Róm. „Það er ekki hægt að snúa til baka frá Ítalíu án þess að hafa komið til Rómar. Þar eru ýmsar fornminjar frá tímum Rómverja, í Ostia, Antica og Tivoli eru einnig fornminjar frá sama tíma sem gam- an er að skoða. Það er þess virði að koma við í Tarquinia og Tuscania sem eru frá tímum Etrúska. Fracati er þekkt vínræktarsvæði og Monte- cassino-klaustrið er í Lazio. Amalfi er á hinn bóginn frægur sumarleyf- isstaður í dýrari kantinum. Þar eru skemmtilegir gististaðir, t.d. í Sorr- ento, Positano og Praiano, og síðan er stutt yfir í Pompei og Napólí. Reyndar er Pompei minn uppáhalds- staður á Ítalíu.“ Guðný Margrét segir að þótt Toscana sé undurfallegt svæði sé Úmbríusvæðið ekki síðra. „Það er stórkostlegt hérað og verðmunurinn mikill, verðlag ekki eins hátt í Úmbr- íu þar sem það er ekki orðið jafn vin- sælt hjá ferðamönnum. Héraðið liggur ekki að sjó en þar eru margar fallegar miðaldaborgir eins og Assisi, Perugia, Gubbio, Orv- ieto, Spello og Spoledo. Það er stutt að aka til Úmbríu frá Bologna.“ Laðast að eyjunum Guðný Margrét laðast að eyjum á Ítalíu, það kemur í ljós þegar hún er beðin að nefna uppáhaldsstaðina sína. „Þetta eru allt mjög ólíkar eyj- ar en hver þeirra hefur sinn sérstaka sjarma. Sardinía og Sikiley eru í raun andstæður. Á Sikiley er hitinn meiri í öllu, matnum og fólkinu. Fólkið er opið og vingjarnlegt en það tekur tíma að kynnast innfæddum á Sardiníu. Líklega eru eyjarskeggjar á Sardiníu líkari Íslendingum í við- kynningu, lokaðir til að byrja með.“ Guðný Margrét segir að maturinn á eyjunum sé ólíkur, hann sé krydd- aðri á Sikiley og með arabísku ívafi. Á Sardiníu er maturinn einfaldari og ekki eins kryddaður. Þeir borða mik- inn fisk og m.a. lambakjöt eins og við Íslendingar. Þá er sauðaosturinn, sem kallast pecorino, mjög mikið borðaður og líkjörinn þeirra, Mirto, ómissandi eftir góðan málsverð.“ Hún segir að fólkið á Sardiníu sé smávaxið, þéttvaxnara en á Sikiley og afar suðrænt í útliti. Á Sikiley eru Ítalirnir blandaðri, áhrifa gætir frá aröbum og Normönnum frá Norm- andí. „Það er ekki óvanalegt að rekast þar á hávaxnara fólk sem er ljóshært og bláeygt eða andstæðuna, smávax- ið fólk með kolsvart hár og stingandi brún augu. Náttúran er stórbrotin á báðum eyjunum og það er hreyfing á loftinu.“ Á báðum þessum stöðum eru gistimöguleikar fjölbreyttir, hún segir að hægt sé að gista á litlum hótelum eða í gömlum uppgerðum bóndabýlum svo dæmi séu tekin. „Það er gaman að heimsækja eyj- una Ischiu sem er fræg fyrir leir- böðin sín. Sú eyja er að vísu í dýrari kantinum og þangað sækir fólk sem hefur meira fé á milli handanna eins og til eyjunnar Capri, sem er í mikl- um metum hjá frægu fólki, innlendu og erlendu. Boðið er upp á siglingar til eyjanna og það brýtur upp fríið og gefur því öðruvísi áherslur.“ Alltaf að uppgötva eitthvað nýtt Á þessum fimmtán árum sem Guðný Margrét hefur verið búsett á Ítalíu hefur hún ferðast um landið þvert og endilangt. „Landið er ótrú- lega fjölbreytt. Það er ekki hægt að fá leið á Ítalíu. Ég er alltaf að rekast á eitthvað sem kemur mér skemmti- lega á óvart.“ Hún segir að ef hún eigi að nefna uppáhaldsborg verði Feneyjar fyrir valinu en auðvitað hefur hver borg og hérað sín sérkenni. „Feneyjar eru eyjar í feni eins og nafnið gefur til kynna, þar eru engin vélknúin farartæki nema bátarnir sem flytja fólk milli eyjanna. Kirkja heilags Markúsar og Markúsartorg- ið eru ógleymanlegir staðir ásamt hertogahöllinni. Eins er gondólaferð nokkuð sem allir verða að prófa.“ Guðný Margrét fór fyrst í frí til Rómar 1985 en latínukennarinn hennar, Árni Hermannsson, kveikti áhugann á Róm og rómverskri sögu. Síðan fór hún að vinna hjá Ingólfi Guðbrandssyni á ferðaskrifstofunni Útsýn og seldi þar m.a. Ítalíuferðir. Það var örlagarík ákvörðun þegar hún varð fararstjóri á Lignano árið 1988 því upp frá því hefur hún verið búsett á Ítalíu. „Ég held að ég geti orðið Íslend- ingum að liði. Ég hef ferðast mikið um landið og á orðið mikið safn af upplýsingum um gististaði, veitinga- hús og ekki síst áhugaverða staði til að skoða.“ En á hún uppáhaldsgististað eða -veitingahús á Ítalíu? „Já í Toscana á ég uppáhaldsgisti- stað. Hann er við bæinn Poggibonsi og hótelið heitir San Lucchese eins og hæðin sem það stendur á. Þetta er virkilega flott hótel sem búið er að gera upp en var áður gamall bóndabær. Andinn í húsinu er sérstakur og ógleymanlegt að koma þangað. Þar er líka klaustur sem er gististaður og þar er einnig gaman að gista.“ Stofnaði fyrirtæki og aðstoðar m.a. Íslendinga á leið til Ítalíu Sikiley og Sardinía í uppáhaldi Associated Press Feneyjar eru uppáhaldsborg Guðnýjar Margrétar.  Quo Vadis Guðný Margrét Emilsdóttir tölvupóstur: milgme@libero.it sími: 0039 02266 80154. Guðný Margrét Emilsdóttir er hér stödd á Sikiley.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.