Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 20
Köngulóarmaður- inn spinnur sinn vef Hasarblaðs- myndin Spider- Man frumsýnd hérlendis um helgina.  HEIMILDAMYND Hrafnhild- ar Gunnarsdóttur Hver hengir upp þvottinn? Þvottur, stríð og rafmagn í Beirút, sem frumsýnd var hérlendis á ný- legri heimildarmyndahátíð og fékk góða dóma, var um síð- ustu helgi sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í San Francisco. Ítarlegt viðtal birtist við hana af því tilefni í San Francisco Chronicle og kemur þar m.a. fram að Hrafnhildur, sem starfar bæði á Íslandi og vestra, er með þrjár nýjar myndir í smíðum, Maids, sem er í fullri lengd og fjallar um kenýska vinnukonu í Líbanon og rétt- indabaráttu hennar, og svo tvær myndir um líf sam- kynhneigðra á Íslandi, Svona fólk, sem fjallar um sögu réttindabaráttu íslenskra homma og lesbía, og Hrein og bein, sem afhjúpar sérstaklega vanda samkynhneigðra ungmenna og viðleitni þeirra að koma úr felum. Þrjár nýjar heimilda- myndir Hrafnhildar Hrafnhildur Gunnarsdóttir: Tvær myndir um samkynhneigða á Íslandi.  HIN heimsfræga breska leikkona Julie Christie (Dr. Zhivago, Don’t Look Now) fór sem kunnugt er með eitt hlut- verkanna í kvikmynd banda- ríska leikstjórans Hals Hart- ley, No Such Thing, sem að stórum hluta var tekin hér- lendis. Nú hefur Christie, sem er 61 árs að aldri, skýrt op- inberlega frá því að sú mynd kunni að verða hennar síðasta. Hún þjáist af sjaldgæfum sjúk- dómi, svokölluðu sjálfsævisögulegu minnisleysi (autobiographic amnesia), sem veldur því að hún getur ekki munað hlutverk sín og gleymir setning- unum jafnharðan. Sérfræðingar segja að sjúkdóm- urinn stafi yfirleitt af súrefnisskorti, eins og við drukknun, en ekki er vitað hver orsökin er nákvæm- lega í tilfelli þessarar góðu leikkonu. Verður Íslandsmynd Hartleys síðasta hlutverk Julie Christie? Julie Christie: Leikferill í gleymskunnar dá?  LEIKSTJÓRINN E. Elias Merhige vakti athygli á síðustu kvikmyndahátíð í Reykjavík fyr- ir mynd sína Í skugga vamp- írunnar - Shadow Of the Vampire. Hann er nú að hefjast handa við nýja mynd, sem nefnist Suspect Zero og fjallar um leit að fjöldamorðingja. Það hljómar ofur kunnuglega en munurinn er sá að þessi fjölda- morðingi einbeitir sér að því að myrða aðra fjöldamorðingja! Aaron Eckhart (In the Company Of Men, Erin Brockovich) mun leika FBI-lögguna á slóð hans. Merhige í skugga fjöldamorðingja Aaron Eckhart: FBI-löggan. Í SAMSKIPTUM okkar hvertvið annað, og reyndar okkursjálf líka, er nauðsynlegt að beita dómgreindinni; ella fer allt í bál og brand. Og þess vegna er heimurinn eins og hann er. Það er auðvelt að vera vitur í svona dálkum eða að minnsta kosti spekingslegur. Það er erf- iðara utan þeirra. Þetta Sjón- arhorn átti ekki að byrja svona. Ég hafði ætlað að skrifa um ís- lensku heimildarmyndina Í skóm drekans, hlakkaði til að fara á frumsýninguna um síðustu helgi og sjá hvað öll lætin snúast um. En myndin var ekki sýnd og því get ég ekki skrifað um hana. En ég get skrifað um öll lætin, því að þau virðast ekki snúast um mynd- ina sjálfa, því hana hefur sem næst enginn séð. Lætin virðast snúast um dómgreindina í sam- skiptum okkar hvert við annað. Íslenskar heimildarmyndir hafa lengst af fjallað um fugl á þúfu, gömul prestssetur og liðna búskaparhætti. Núna beina ís- lenskar heimildarmyndir í aukn- um mæli linsunni að umhverfi sínu í samtímanum og, sem mestu skiptir, fólkinu í þessu umhverfi. Þetta er mikið fagnaðarefni og kveikir nýja spennu í greininni. En um leið afhjúpar þróunin ný álitamál. Ekki hefur þurft að spyrja fuglinn á þúfunni leyfis um að fá að taka af honum mynd, heldur ekki látna presta á göml- um setrum eða ryðgaða traktora. En ef ég beini linsu að þér að lesa þennan pistil, vilt þú hugsanlega hafa eitthvað að segja um það hvort sú mynd verði birt op- inberlega. Hefur þú rétt til þess? Hef ég leyfi til að filma þig og tjá mína sýn af þér við þá skuggalegu iðju að lesa Morgunblaðið, hvort heldur er gegnum eldhúsglugg- ann þinn eða á opinberum stað eins og kaffihúsi? Og get ég skip- að myndinni af þér í það sam- hengi sem ég kýs? Svör við slíkum spurningum liggja því miður ekki í augum uppi. Aðalatriðið er þó eitt og augljóst: Höfundur heimild- armyndar þarf að beita dóm- greindinni í samskiptum við myndefni sitt, umfram allt þegar það myndefni er lifandi fólk með eigin réttindi. Þegar þetta meg- inatriði er ljóst koma til athug- unar önnur og erfiðari matsatriði. Þarf til dæmis kvikmyndagerð- armaður sem filmar glæpsamlegt athæfi að biðja glæpamanninn leyfis? Tæpast. Þannig mætti áfram telja ýmis grá svæði í sam- skiptum kvikmyndagerðarfólks við myndefni sitt. Fyrir nokkrum mánuðum var sýnd hér í kvikmyndahúsum heimildarmynd um íslenska útihátíð, sem nefndist Eldborg og var haldin í fyrra við miklar hörmungar. Þessi mynd var því miður ömurlegur samsetningur, sem hvorki náði að gera skugga- hliðum hátíðarinnar skil né held- ur þeirri tónlist sem þar var flutt. Hins vegar sýndi hún einfalda röð af dauðadrukknum eða dópuðum ungmennum sem glenntu sig, geifluðu og öskruðu framan í myndavélina. Voru þau spurð leyfis? Það dreg ég stórlega í efa og hafi þau verið spurð voru þau ekki í neinu ástandi til að beita dómgreind sinni. Og dómgreind kvikmyndagerðarmannanna tal- aði fyrir sig sjálf. Nú má segja að myndefnið hafi verið á opinberum stað, ekki inni hjá sér í partíi, og að ekki hafi myndavélin verið falin. En mynd- in sjálf réttlætti ekki tökurnar; hún gerði enga tilraun til að greina eða gegnumlýsa viðfangs- efni sitt með vitrænum, hvað þá smekklegum, hætti. Dómgreind- arleysið var jafnt, bæði fyrir framan og aftan vélina. Á nýlegri og athyglisverðri evrópskri heimildarmyndahátíð hérlendis var m.a. sýnd sænsk mynd um dæmdan barnaníðing úr stétt lögreglumanna eða öllu heldur samskipti kvikmynda- gerðarmannsins og hans. Þetta var átakanleg mynd og veitti sannarlega nærgöngula innsýn í líf og hugarheim viðfangsefnisins. Svo langt gekk höfundur mynd- arinnar í að nálgast myndefni sitt að hann endar upp í rúmi með því. Þetta athæfi rökstyður hann og réttlætir með því að í kynmökum þeirra hafi afhjúpun viðfangsefn- isins orðið alger. Það má til sanns vegar færa, hversu ósmekklegt sem það að öðru leyti kann að vera. Aðalatriðið var þó þetta: Myndefnið vissi allan tímann af myndavélinni og virðist hafa sam- þykkt nærveru hennar á jafn við- kvæmum augnablikum og þessu. Eftir stendur spurningin: Vissi myndefnið um samhengið, sem höfundur myndarinnar skipaði því í? Þar virðist svarið vera nei- kvætt. Höfundur myndarinnar réð henni sjálfur og viðfangsefnið varð að sætta sig við það úr því hann hafði á annað borð sam- þykkt að taka þátt í gerð hennar. Hann hafði afsalað sér friðhelgi síns einkalífs; tjáningarfrelsi höf- undar stýrði útkomunni. Vandamálið með myndina Í skóm drekans stafar sjálfsagt fyrst og fremst af því hversu mik- ið nýmæli er að aðferð hennar hérlendis og flokkast vonandi sem bernskubrek greinarinnar. Fyrir okkur sem erum ut- anaðkomandi stendur deilan um hvort myndefnið, – aðstandendur Ungfrú Ísland.is og aðrir kepp- endur en höfundurinn, – hafði af- salað sér friðhelgi síns einkalífs. Myndavélin virðist ekki hafa ver- ið falin, a.m.k. ekki í flestum til- vikum, en sú skýring höfundar gagnvart myndefni sínu, að hún hafi verið að gera „vídeódagbók“ getur tæpast talist fullnægjandi þegar kemur að opinberri sýn- ingu myndefnisins. Um allt þetta og fleira til hafa deiluaðilar sagt margt, sem erfitt virðist að fá botn í. En úr því sem komið var hefðu bæði höfundur og myndefni mátt beita dómgreindinni í sam- skiptum sínum. Það eru mistök hjá lögbannsbeiðendum að ætla að hafa áhrif á höfundarverk kvikmyndagerðarmanna. Það eru mistök hjá framleiðendum mynd- arinnar að neita að sýna hana myndefni sínu nema með því skil- yrði að það afsali sér ekki aðeins friðhelgi einkalífsins heldur einn- ig tjáningarfrelsinu. Það eru einnig og enn meiri mistök að neita að sýna hana dómstólnum sem fjalla átti um lögbann. Þar höfðu framleiðendur allt að vinna og engu að tapa. Slík sýning felur ekki í sér ritskoðun; hún hefði hins vegar gert dómnum kleift að meta réttmæti lögbanns á efnis- legum forsendum. Nú er Í skóm drekans í klóm lagaklækjanna. Því hefði mátt forða ef samskipti höfunda og myndefnis hefðu notið dóm- greindar og gagnkvæms skiln- ings strax frá upphafi. Vonandi er ekki of seint að hvoru tveggja verði beitt til að losa myndina úr þeim klóm. Persónuleg innsýn í þátttöku í fegurðarsamkeppni er fullkomlega verðugt og áhuga- vert viðfangsefni heimild- armyndar. Ef aðstandendum keppninnar líkar ekki sú per- sónulega sýn verður að hafa það, svo lengi sem ekki er brotið á rétti annarra þátttakenda. Þeir fáu, sem séð hafa, virðast þeirrar skoðunar að svo sé ekki. Og sé svo ekki hlýtur tjáningarfrelsi höfunda myndarinnar að verða ofan á. Aðalatriðið er að sýna myndina viðkomandi aðilum svo úr þessu fáist skorið. Fyrir ut- anaðkomandi bendir núverandi staða milli deiluaðila því miður til þess að báðir hafi eitthvað að fela. Vonandi fær hin nýja bylgja ís- lenskra heimildarmynda að byggjast á reynslunni og mistök- unum og bernskubrekunum. Í klóm breka Í skóm drekans: Þolir glansmyndin ekki nærskoðun? „Góð dómgreind kemur með reynslunni og reynslan kemur með slæmri dóm- greind,“ segir máltækið. Þannig myndum við færast nær fullkomnun smátt og smátt ef ekki kæmi til hitt sannleikskornið: „Reynslan kennir manni að við- urkenna mistök þegar maður hefur endurtekið þau.“ SJÓNARHORN Árni Þórarinsson FRIÐRIK Þór Friðriksson hef- ur verið boðið að leikstýra hluta kvikmyndar, sem gerð verður í sumar til minningar um pólska leikstjórann Krzysztof Kieslowski. Myndin verður í tíu sjálfstæðum hlut- um, sem hver er tíu mínútur að lengd, og munu jafnmargir kunnir leikstjórar gera sinn hluta. Þeirra á meðal eru And- rei Konchalovski frá Rúss- landi, Wim Wenders frá Þýskalandi, Jim Sheridan frá Írlandi og Agnieszka Holland frá Póllandi. Aðalleikarar verða ýmsir sem fóru með að- alhlutverk í myndum Kies- lowskis, eins og leikkonurnar Juliette Binoche, Iréne Jacob og Julie Delpy, sem lék í Hvít- um og mun fara með aðal- hlutverkið í hluta Friðriks Þórs. Leikstjórarnir tíu hafa frjálsar hendur um efni og efnistök í sínum hlutum myndarinnar, sem allir skulu þó með einhverjum hætti vera hylling til Kieslowskis og verka hans. Friðrik Þór segir í samtali við Morgunblaðið að sinn þáttur fjalli um konu af frönskum uppruna (Delpy), sem kemur til Íslands að vitja ættingja sinna á Austfjörðum þar sem franskir fiskimenn sóttu sjóinn. Þau Delpy og Friðrik Þór hittust nýlega í Hollywood til að ræða verkefnið, sem gert er fyrir bandarískt fjármagn af fram- leiðandanum Grazka Taylor, en hún er frá Póllandi eins og Kieslowski. „Julie Delpy er frábær leikkona, sem þar fyrir utan er ættuð frá Bretagne eins og flestir frönsku fiskimann- anna hér við land og er gædd yf- irnáttúrulegum hæfileikum. Allt þetta hentar hlut- verkinu vel,“ segir Friðrik. Tökur verða í sumar og mun þá Julie Delpy koma hingað til lands. Hún er rúmlega þrí- tug, hóf kvik- myndaleik hjá Jean-Luc Godard en er nú í fremstu röð evr- ópskra leikkvenna, auk þess að hafa leikið í Bandaríkjunum og leikstýrt nokkrum mynd- um sjálf. Þess má geta að tónskáld Kieslowskis, Zbign- iew Preisner, mun semja tón- list við þessa mynd. Verkefnið er sett á lagg- irnar, sem fyrr segir, til að minnast meistara Kieslowsk- is, sem lést fyrir sex árum, aðeins 55 ára að aldri. Friðrik Þór segir að aðdragandi þess að honum hafi verið boðin þátttaka sé að hann hafi sent Kieslowski tileinkun í einu at- riða Barna náttúrunnar. „Þetta er afar ánægjulegt verkefni því ég bar mikla virð- ingu fyrir Kieslowski og fæ hér að senda honum þennan virðingarvott. Minn hluti myndarinnar heitir DeCode og það gleður mig sérstaklega að alþingismenn hugsi sér núna að styrkja hann með ríkis- ábyrgð!“ Friðrik Þór leikstýrir hluta myndar til heiðurs Kieslowski Julie Delpy leikur á Íslandi í sumar Julie Delpy: Ættingja á Íslandi vitjað. Friðrik Þór: Hylling til meistarans. Í hasarmyndinni Windtalkers, sem hér verður sýnd innan fárra vikna, er leik- stjórn í höndum Johns Woo, sem leikstýrði m.a. Mission Imp- ossible 2, en sögusviðið er seinni heims- styrjöldin og sannsögulegir atburðir er gerðust þá. Í helstu hlutverkum eru: Nicholas Cage, Adam Beach, Christian Slater og Svíinn Peter Stormare. Bandaríkjamenn not- uðu svokallað Navajo-dulmál í seinni heimsstyrjöldinni og kunnu engar aðrar þjóðir heims að ráða í það. Af þeim sökum þurfti að passa sérlega vel upp á það að sá sem kunni dulmálið myndi ekki falla lifandi í hendur óvinanna. Hollusta við þjóð eða vin Nicolas Cage: Handan víglín- unnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.