Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.05.2002, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MAÍ 2002 B 21 bíó MAÐUR eins og ég lýsir ástum ís- lensks karlmanns og kínverskrar konu, eins og áður hefur komið fram, og gerist hluti myndarinnar í Hong Kong og á meginlandi Kína. Þar þurfti því að taka upp nokkur atriði og fór Róbert Douglas þang- að í fyrra til að ræða við hugs- anlegar leikkonur í aðalhlutverkið og kanna aðstæður. „Við vissum því fyrirfram að borgarbúar í Hong Kong eru ekkert sérstaklega skiln- ingsríkir í garð kvikmyndagerðar- fólks,“ segir Róbert í samtali við Morgunblaðið. „Kvikmyndagerð er ein helsta peningamaskínan þar og því vilja allir fá eitthvað fyrir sinn snúð. Hér heima getur maður gengið inná hvaða stað sem er og lofað því að upptökurnar virki sem óbein auglýsing og þá hefur maður sitt frelsi til að skjóta í næði á staðnum. Þarna eru hinsvegar allir staðir með sinn grunntaxta um hvað þarf að borga fyrir þann heið- ur að skjóta inná staðnum þeirra eða jafnvel fyrir framan hann. Þannig að allt snýst um peninga. Og þetta eru engir smápeningar. Eitt veitingahúsið vildi fá 50.000 kr á klukkutímann og það þegar minnst var að gera. Þannig að okk- ar taktík var fyrirfram „hit and run,“ þ.e. að hlaupa inná stað, taka upp og hlaupa aftur út, og að reyna sem mest að taka upp á almenn- ingssvæðum.“ Róbert segir að menn í Hong Kong hafði verið á taugum yfir að myndin yrði síðan að hluta tekin á meginlandi Kína. „Þeir neituðu að koma með og sögðu okkur hryll- ingssögur af lögreglunni og yfirvof- andi handtökum á okkur öllum. Þegar á hólminn var komið reynd- ust allir handan landamæranna hinir hjálpsömustu og mjög svo vingjarnlegir. Í raun var mun auð- veldara í alla staði að vinna þar en í Hong Kong. Að vísu held ég að sagan væri önnur ef við værum „pródúksjón“ frá Hong Kong en ekki Íslandi.“ Hann segist stundum hafa haft á tilfinningunni að fólk, sem álpaðist til að ganga fyrir myndavélina, myndi krefjast greiðslu fyrir að vera statisti. „Oft var því betra að þykjast vera túristi en kvikmynda- gerðarmaður. Hong Kong er para- dís þeirra sem lifa og anda pen- ingum, svo fátt annað kemst að. Það litla sem við kynntumst meg- inlandinu virkaði mun afslappaðra og meira á jörðinni.“ Stephanie Che, móttleikkona Jóns Gnarr í myndinni, er þekktust sem poppstjarna í heimalandi sínu, en hefur þó leikið í tug kvikmynda. Róbert segir að vel hafi gengið að vinna með henni. „Stephanie var dálítið óörugg fyrstu dagana á Ís- landi, aðallega útaf öðrum vinnslu- aðferðum en hún átti að venjast; henni var gefið mun meira frelsi með sína túlkun á karakternum miðað við myndirnar hennar í Hong Kong. En ekki þurfti nema nokkrar æfingar fyrir hana að venjast þessu og komast vel inní persónuna. Mér leið strax betur að vita af þessu óöryggi, því það var mun auðveldara að vinna úr því en hefði hún verið einhver príma- donna, sem maður er auðvitað allt- af smeykur við þegar kemur að leikurum. Hún féll mjög auðveld- lega inní íslenska leikarahópinn og var öryggið uppmálað í tökum og auðvitað þegar við komum á henn- ar heimaslóðir.“ Róbert Douglas segir að almennt hafi tökurnar gengið að óskum og útkoman lítt breytt frá handriti, ef undan eru skilin samtöl, sem hann leyfi leikurum að aðlaga sér og spinna með á staðnum og stund- inni. Maður eins og ég er nú um hálfnuð í klippingu og verður vænt- anlega frumsýnd í ágúst. Róbert kveðst ekki hafa hug- mynd um hvort frekara samstarf verði milli Íslendinga og Hong Kong í kvikmyndagerð. „Ég ætla mér að minnsta kosti ekki til Hong Kong að gera Jackie Chan-myndir á næstunni.“ Hlaupið inn, tekið upp, hlaupið út! „Hong Kong snýst aðeins um eitt: Peninga,“ segir Ró- bert Douglas, leikstjóri íslensku bíómyndarinnar Maður eins og ég með Jóni Gnarr og Hong Kong-leikkonunni Stephanie Che í aðalhlutverkum. Tökum myndarinnar lauk nýlega í Hong Kong, þar sem kvikmyndagerð- armennirnir áttu stundum fótum sínum fjör að launa. Á heimavelli: Stephanie Che ásamt pólska tökumanninum Pawel Gula. Handritshöfundar bera saman bækur sínar: Árni Óli Ásgeirsson t.v. og Róbert. Pása í Hong Kong: Þorsteinn Bachmann, Halldóra Geirharðsdóttir og Jón Gnarr. ath@mbl.is með vsk. 39.888 kr. án vsk. 32.039 kr. Bursti fylgir í kaupbæti ! Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími 520 6666 Bréfasími 520 6665 • sala@rv.is – vinna með þér Sölumenn okkar eru við símann frá kl. 8–17. Hringdu í síma 520 6666 eða líttu á úrvalið í stórverslun okkar að Réttarhálsi 2 Austursíða 2 - 603 Akureyri Sími: 464 9000 – Fax: 464 9009 Háþrýstidælur, ryk- og vatnssugur 20% afs látturRekstrarvö rutilboð í maí o g júní Opið kl. 8–18 alla virka daga. KEW Hobby Dynamic 7650 X-TRA Háþrýstivél l r r i í r l. . ri í í lí r li í r r l r r l i WAP AERO 400 Ryk- og vatnssuga án vsk. 8.745 kr. með vsk. 10.888 kr. án vsk. 10.352 kr. með vsk. 12.888 kr. KEW Hobby Active 2000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.