Vísir - 12.06.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 12.06.1980, Blaðsíða 1
NiDurstööur skoöanakönnunar visis um hvaða sijórnmáiamaður sé mesti leíöioginn: Oiafur Johannesson lekk um flörðung alkvæðanna Gunnar Thorodflsen með um 13% en allir aðrir voru miklu lægri 1 Tæpur fjórðungur þátttakenda i skoðana- könnun Visis telur, að Ólafur Jóhannesson, utanríkisráðherra, sé mestur leiðtogi núlif- andi islenskra stjórn- málamanna. Næstur honum kom dr. Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra með um helming þess fylgis, en aðrir stjórnmáiamenn voru langt fyrir neðan þá. ■ Þegar hefur verið gerð grein fyrir þeim niðurstöðum skoð- anakönnunarinnar, sem lýtur að fylgi rikisstjórnarinnar og afstöðu til þess, hvort hún hafi staðið sig vel eða illa það sem af er starfstimabilinu. Þátttakendur i skoðanakönn- uninni, sem unnin var eftir 1055 manna úrtaki, sem gert var af Reiknistofnun Háskólans, voru sþurðir eftirfarandi sþurning- ar: Ólafur: 23% Gunnar: 12,95% ,,Hvern núlifandi islenskra stjórnmálamanna telur þú mestan leiðtoga?” 1 könnuninni náðist til 80,6% þeirra, sem i úrtakinu voru, og reyndust svör þeirra sem hér segir: Ólafur Jóhannesson 23,06% Gunnar Thoroddsen 12,95% Lúðvik Jósepsson 3,21% Geir Hallgrimsson 2,71% Lúðvik: 3,2% Geir: 2,7% Albert Guðmundsson 2,10% Hannibal Valdimarsson 1,23% Margir aðrir fengu innan við 1% fylgi, en um 39% voru óá- kveðnir og 9,8% neituðu að svara. Meðal þeirra stjórnmála- manna, sem komust á blað við viðbótar þeim sex efstu, sem þegar hafa verið nefndir, má Albert: 2,1% Hannibal 1,2% nefna Gylfa Þ. Gislason, Svavar Gestsson, Jónas Haralz, Ey- stein Jónsson, Steingrim Her- mannsson, Sighvat Björgvins- son, Friðjón Þórðarson, Birgi Isleif Gunnarsson, Kjartan Jó- hannsson, Emil Jónsson, Magn- ús Kjartansson, Benedikt Grön- dl, Ólaf Ragnar Grimsson, Matthias Bjarnason, Hjörleif Guttormsson, Sverri Her- mannsson og Helga Seljan, en þeir fengueins og áður segir all- ir innan við 1% atkvæða i skoð- anakönnuninni. Ólafur var með mest fylgið i öllum kjördæmum landsins, en hafði hlutfallslega mun meira fylgi utan höfuðborgarsvæðisins en i Reykjavik og Reykjanesi. Fylgi Gunnars var hins vegar svipað i flestum kjördæmum. Sigurður Fjeldsteð í Ferjukoti við Hvítá brosir hér breittmeð vænan lax í fanginu/ en netaveiði hefur verið mjög góð í ánni í sumar. „Þetta ber vitni um gott ástand sjávar", sagði Sigurður í morgun. Laxinn er seldur á 5.500 krónur kílóið/ sem er um 2000 krónum ódýrara en út úr verslun. Vísismynd: GVA. ANDÖFSMMUR í HÚÐ OG HÁR - BLS. 22 Tollsvíkamáliö: Kært tii rann- sóknarlögreglu Það mun vera fyrirhugað að senda tollsvikamálið, sem komist hefur upp um i Tollvörugeymsl- unni, til Rannsóknarlögreglu rikisins til frekari rannsóknar. Þetta kom fram, þegar Visir ræddi við Helga Hjálmsson, framkvæmdastjóra Tollvöru- geymslunnar, en eins og kunnugt er af fyrri fréttum Visis, hafði fyrirtæki eitt hér i bæ, sem flytur inn dekk og bilavarahluti, tekið þennan varning út i nokkur ár án þess að greiða tilskilda tolla. Munu vangoldnir tollar nema um 17 mi'ljónum króna. —HR Banaslys í Aðaldal Sautján ára piltur úr Þing- eyjarsýslu lést I dráttarvélarslysi um miðnætti i fyrrinótt, er vélin valt við þjóðveginn i Aöaldals- hrauni, skammt sunnan viö flug- völlinn. Þegar aö var komiö.var dráttarvélin i gangi á hliðinni og var pilturinn þá látinn. Að sögn lögreglunnar á Húsavik er ekki unnt að birta nafn mannsins að svo stöddu, þar sem ekki hefur tekist að ná i alla ættingja hans. Sv.G. vinnlngshall I sumargetraunínni Dregið hefur veriö i sumarget- raun Visis sem birtist 28. mai. Vinningshafi: örn Guðmundsson, Skólavörðu- stig 3a, Reykjavik. Vinningur. Sambyggt útvarp og segulband frá Philips, verð 147.500. Vinningur er frá Heimilistækjum h/f.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.