Vísir - 12.06.1980, Blaðsíða 4

Vísir - 12.06.1980, Blaðsíða 4
iv -'it’i sr*r GoDsðgnln um Genghls lifir Til þess að auka vinsældir sinar meðal mongóiska minnihlutans i Kina hefur rikisstjórn Kina hvatt til dýrkunar á Genghis Khan. í mai- byrjun söfnuðust þúsundir mongóla saman við grafhýsi Genghis Khans við Ejin Horo i fyrsta skipti i fimmtán ár. Að gamalli hefð var hátiðin haldin á 26. degi þriðja tungls, og var hún sambland trúarathafn- ar, markaðar og skemmtana. Silfurkista, sem sagt er að i séu leifar Genghis Khans, var flutt úr grafhýsinu að markaðssvæðinu á vagni, sem dreginn var af hvitu kameldýri. pýramídi Genghis Khan, sem rikti yfir öllu landsvæöi frá Gulahafi að Svartahafi um aldamótin tólf hundruð, hefur verið misvinsæll i kinverskri sagnfræði gegnum ár- in. t dag er hann talinn hafa verið frábær hershöfðingi og stjórn- andi, sem hafði mikil áhrif á upp- byggingu mongólsks samfélags og menningar. Grafhýsi Genghis var reist viö dauða hans árið 1227 og varö það helgur staður, sem pilagrimar komu langt að til að sjá, á fimmtándu öldinni þegar mongól- ar höfðu misst yfirráðin yfir Kina. Þegar uppreisn múhameöstrúarmanna stóð yfir 1862-1877 var kistan og aörir helgidómar eyðilagðir. „Nýjum” leifum var komið fyr- ir siðar, og dýrkunin á Genghis Khan hélt áfram til ársins 1939, þegar Kuomintang flutti leifarnar til Lanzhou i Gansu héraði til að vernda þær fyrir Japönum. Þær voru taldar hafa pólitiskt gildi til þess að halda mongólum góðum. 1949 voru leifarnar enn fluttar, nú undan herjum kommúnista, til Xining i Qinghai héraði. Fimm árum siðar voru þær svo enn fluttar og nú komið fyrir i Ejin Horo að nýju, og kinverska rikis- stjórnin endurreisti grafhýsi Genghis Khans. Trúarathafnir og fórnir fóru svo að nýju fram við grafhýsið þar til það var enn eyði- lagt i menningarbyltingunni á sjöunda áratugnum. Endurvakning Ejin Horo hátið- arinnar i ár var haldin i tilefni endurreisnar grafhýsisins og til- komu nýrra helgidóma, þar á meðal sverða, boga og örva, og afhjúpunar nýrrar styttu af Genghis Khan. Meðal trúarathafna á hátiðinni var „fórnin mikla”, en hún er gömuí hefð. Niu kindum og hesti var fórnað, og striðsfána Genghis vottuö viröing. Hátiðahöldin, sem tóku tiu daga, voru hávær og óvanaleg, og tóku um tiu þúsund manns þátti þeim, þeirra á meðal margir flokksmenn. Mongólar hinum megin kin- versku landamæranna, i mongólska alþýðulýðveldinu sem að meira eða minna leyti er undir stjórn Sovétrikjanna, taka frétt- unum frá Ejin Horo sjálfsagt misjafnlega. Þegar haldiö var upp á átta hundraö ára afmæli Genghis árið 1962, uppgötvuðu Sovétmenn skyndilega aftur- haldssamar tilhneigingar Gengh- is svo stjórnin i Vlan Bator sneri baki við honum. Siðan hafa kin- versk og mongólsk yfirvöld deilt um hlutverk Genghis Khans i sög- unni. En hinn almenni mongóli er stoltur af afrekum hans. Bandariska ormamálið er falliö um sjálft sig. Rothöggiö kom þeg- ar dómstóllkomst að þeirri niður- stööu, að venjulegur ánamaðkur er fjárfesting...Rugl? Nei, lesið bara áfram. Ronald nokkur Gaddie, sniöug- ur kaupsýslumaöur og milljóna- mæringur, reisti fyrirtæki sem hann kallaði Northern Bait Farms, eöa „Beitubúgarðurinn”, i Ontario i Kaliforniu. Fram til ársins 1978 seldi fyrirtækið orma fyrir hálfan milljarö króna ár- lega. Málið var einfalt. Menn keyptu tiu kiló af ormum fyrir 250 þúsund krónur, og var þá fæða og kassar undir ormana ekki innifal- iö. Nú tók náttúrulögmáliö við. Fyrirtækiö hélt þvi fram, aö inn- an sextlu daga ættu eigendurnir 20 kiló af ánamöðkum, eigandi ætti nú framleiösluafgang og „BeitubUgarðurinn” lofaði að kaupa ormana á þrjú þúsund krónur kilóið. Meira en tiu þúsund manns bitu á agniö. Þeim var lofað allt aö einnar og hálfrar milljón króna hagnaöi á mánuði meö þessum hætti. „Beitubúgarösmenn” aug- lýstu og héldu uppi fjárfestingar- námskeiöum um öll Bandarikin. Anamaðkar voru ekki lengur „aöeins beita”, þeir voru einnig svar manna við auknum fjár- hagsvanda. Haldnar voru orma- sýningar um þver og endilöng Bandarikin og valinn ormur mán- aöarins. En ormafyrirtækið var eins konar öfugur pýramidi. Þaö eina, sem „Beitubúgarðurinn” gat gert viö orma, sem keyptir voru af gömlum viðskiptavinum, var að selja þá aftur nýjum viöskipta- vinum. Og — meö litlum stöfum var tekiö fram, að „Beitubúgarö- urinn” keypti aðeins ánamaöka, sem voru lengri en tiu sentimetr- ar. SU tegund ánamaðka, sem „Beitubúgaröurinn” verslaöi meö, nær yfirleitt ekki þessari stærð, aöeins einn af hverjum hundrað ormum nær tilskyldri lágmarksstaa-ö. Þaö var áriö 1978 aö maökurinn kom upp Ur mysunni. Samkeppnisaðilar i ormarækt- unar-,,bransanum” kvörtuðu mjög undan Ronald Gaddie, „Beitubúgaröinum” og þeirra starfsaöferðum, og I nokkrum fylkjum var Gaddie bannað að endurselja orma, sem hann hafði keypt af viöskiptavinum sinum. Gaddie svaraöi þessu með þvi að neita að kaupa þá fáu orma, sem náðu tilskyldri lágmarksstærð, af viðskiptavinum sinum. Málinu var skotiö til dómstólanna. Marion Court I Oregon tók mál- iö fyrir. Þar vitnuðu 66 áhuga- ormaræktendur, að þeir hefðu tapað samtals tuttugu og fimm milljónum á ormaviðskiptunum við „Beitubúgarð”. Þeir sögðu aö Gaddie hefði komiö á fjárfest- ingarviöskiptum við þá, en hann hefði siðan brotið sinn hluta samningsins. Gaddie tapaði málinu og var gert að endurgreiða tap við- skiptavinanna. En aö hætti kaup- sýslumanna, sem þannig er kom- iö fyrir varð hann gjaldþrota. Kominn i hundana — eöa eigum við að segja ormana. ómálaðar. takk lyrir Kvenfólki, sem starfar I dóms- málaráðuneyti Iran, hefur nú veriö gert að mæta til vinnu „ómálaðar” og klæddar „einföld- um islömskum fötum”. Konunum hefur veriö gefinn viku frestur til að aölagast þess- um nýju reglum. Ekkl flelri myndir irá Rank Rank fyrirtækið breska, sem var eitt af frumkvöölum breskrar kvikmyndagerðar, mun verða lagt niður af fjárhagsástæöum. Myndir frá Rank hófust allar á þvi, að kraftalegur maður barði með sleggju I stóran skjöld. Þær voru gjarnan ódýrar gaman- myndir, svo sem „Carry on” (Afram) myndirnar, sem sýndar voru hérlendis viö miklar vin- sældir. Akvörðunin um að hætta kvik- myndagerö var tekin á stjórnar- fundi, og þar var jafnframt ákveöiö að fyrirtækiö héldi dreif- ingarstarfseminni áfram. Tap fyrirtækisins á sfðasta ári nam um einum og hálfum milijaröi króna. „ilalska sambandið” Bandariskir, italskir og fransk- ir leynilögreglumenn handtóku 25 menn á italiu eftir að þrjár rann- sóknarstofur, þar sem eiturlyf voru framleidd, fundust i Milanó. Handtökur þessar voru gerðar um helgina. Eiturlyfin voru aðal- lega heróin og morfin sem smygla átti til Bandarikjanna. Fimm mannanna, sem hand- teknir voru, voru franskir efna- fræöingar, og tuttugu voru italir. Við þessa ieiftursókn eitur- lyfjalögreglunnar fundust 60 kiló af morfini og 20 kfló af hreinu heróini, og kom hráefnið frá Sýr- landi, Iran, Libanon og Tyrk- landi. Eldingu laust niöur I blindrastaf Robinsons og hann fékk sjónina aftur. Visismynd: ÞG var losiinn eldlngu - lékk sjónina aitur Edwin Robinson lenti i bflslysi fyrir niu árum og missti þá sjón- ina og heyrnina að hluta. Hann hefur nú fengið sjónina og heyrn- ina aftur. Robinson var á gangi i heima- borg sinni Falmouth i Maine fylki, þegar þrumuveöur skall á. Hann reyndi að koma sér i skjól og notaði ál-stafinn sinn til að finna rétta leið. Þá varð Robinson, sem er 62 ára gamali, skyndilega fyrir eld- ingu og kastaðist til jarðar og skrámaðist nokkuð og brenndist. En þegar hann stóð upp hafði hann fengið sjónina aftur. Heyrn- artækið hans brotnaði I fallinu og þegar hann losaði það af sér hafði hann fengiö fulla heyrn einnig. Læknir hans, dr. William Tayl- or, staðfesti frásögnina og sagði að Robinson hefði verið blindur frá þvi árið 1971.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.