Vísir - 12.06.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 12.06.1980, Blaðsíða 8
VÍSIR Fimmtudagur 12. júni 1980 8 Utgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Oavlft Guftmundsson. ' Ritstjórar: ðlafur Ragnarsson og Eliert B. Schram. Ritstjornarfulltrúar: Bragl Guómundsson. Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guftmundur G. Pétursson. Blaftamenn: Axel Ammendrup, Frtða Astvaldsdóttlr, Halldór Reynlsson, lllugi Jökulsson, Jónlna Michaelsdóttir, Kristin Þorstelnsdóttlr, Magdalena Schram, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sæmundur Guðvlnsson, Þórunn J. Hafstein. Blaftamaftur á Akureyri: Glsll Sigur- gelrsson. Iþróttir: Gylfi Krlstjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragi Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurftur R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúla 14 simi Bóóll 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8 símar 86011 og 82260. Afgreiftsla: Stakkholti 2-4 sími 86611. Askriftargjald er kr. 5000 á mánufti innanlands og verð I lausasölu 250 krónur ein- takift. Vlsirer prentaður I Ðlaftaprenti h.f. Slftumúla 14. Dagblaösmenn gleyma tlmanum SkoAanakönnun Visis á dögunum um fylgi forsetaframbjóöenda, vfsindaleg gerö úrtaks og sú nýbreytni aft vinna könnunina fyrir opnum tjöldum hefur komift Dagblaös- mönnum úr jafnvægi þannig aö þeir hamast nú viö aö réttlæta simaskrárkannanir sinar. Einhver undarlegur óróleiki hefur gripið um sig á ritstjórn Dagblaðsins síðusli dagana, og er svo að sjá sem síðasta skoðanakönnun Vísis um fylgi frambjóðendanna í forsetakosn- ingunum hafi sett menn þar alveg úr jafnvægi. (tveimur leiðurum og heilsíðu- grein skreyttri úrklippum hafa ritstjóri og ritstjórnarfulltrúi blaðsins keppst við að telja sjálfum sér og þjóðinni trú um, að skoðanakannanir Dagblaðsins gegnum tíðina hafi verið svo miklu betri og öruggari en skoð anakannanir Vísis, og hver er svo mælikvarðinn sem notaður er við þetta mat? „Reynslan er besti dómarinn á, hversu réttar skoðanakannanir eru" segir Haukur Helgason í forystugrein, og bætir við „skoðanakannanir má jafnan dæma eftir kosningar með samanburði við úrslitin." Það sér hver heilvita maður, hversu fráleitt það er, að niður- stöður kosninga geti verið algildur mælikvarði á réttmæti skoðanakannana. Hvernig er við því að búast, að skoðanakönnun, sem gerð er einum tveimur eða þremur mánuðum fyrir kosningar sýni nákvæmlega sömu niðurstöðu og blasir við þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum á kosninga- nóttina? Hún gæti gert það, ef ekkert gerðist í millitíðinni, engir fundir væru haldnir, engar vinnustaðaheimsóknir, og engin umfjöllun færi fram í fjöl- miðlum um þá, sem í framboði eru. Sá tími, sem líður frá því að könnun er gerð, og þar til kosið er hlýtur að skipta verulegu máli í þessu sambandi, en aftur á móti ætti vísindalega unninni skoð- anakönnun, sem gerð væri á kosningadaginn sjálfan að bera saman við niðurstöður kosninga. Staðreyndin er lika sú, að þeim skoðanakönnunum Vísis, sem gerðar hafa verið skömmu fyrir kosningar hefur í megin- atriðum borið saman við niður- stöður viðkomandi kosninga. Til þess að villa um f yrir fólki í þessu máli dregur Dagblaðið fram niðurstöður af skoðana- könnun, sem Vísir gerði í fyrra- haust, nánar tiltekið dagana 7. og 8. október, strax eftir að Alþýðuflokksmenn höfðu slitið stjórnarsamstarfinu við Fram- sóknarmenn og Alþýðubanda- lagsmenn. Niðurstöður þessarar könn- unar segja Dagblaðsmenn hafa verið „fáránlegar" og bera þær þá saman við úrslit þing- kosninga, sem fram fóru rúmum tveimur mánuðum síðar, í byrjun desember. Þessi dómur þeirra á best við um slíkan samanburð. Hann er að sjálfsögðu fárán- legur, en ekki niðurstöðurnar. Þessi umrædda könnun gaf eins og aðrar kannanir Vísis til kynna, hvað afstöðu þeir, sem í úrtakinu voru, tóku til stjórn- málaf lokkanna á þeim tíma, sem við þá var rætt. Skoðana- kannanir sýna fylgi manna og flokka og afstöðu fólks til mál- efna, þegar þær eru gerðar en ekki löngu síðar. Dagblaðsmenn mega ekki gleyma því, að til er hugtak sem nefnt er „tími" og þeir ættu að vita eftir allar sínar skoðana- kannanir, að skoðanir fólks breytast eftir því sem tíminn líður með tilliti til leiftursókna, niðurtalningaráróðurs, sjón- varpsframmistöðu frambjóð- enda og ýmissa annarra atriða. Skoðanakannanir Vísis og aðrar alvörukannanir spegia hugi þeirra, sem spurðir eru á þeim tíma, sem spurt er, en eru ekki spá um það, hvaða afstöðu sama fólk tekur einhverjum vikum eða mánuðum síðar. ÍSFILM GERIR 200 MILLJÓN KRÓNA KVIKMYND: Otlaginn - kvlkmynd um manninn Gfsla Súrsson Eigendur tsfilm h.f. eru þeir Jón Hermannsson, Indrifti G. Þorsteinsson og Agúst Guðmundsson. Visis- mynd: ÞG Næsta verkefni Isfilm h.f. verð ur kvikmynd byggð á Gislasögu Súrssonar og mun myndin bera heitiö Ctlaginn. Þetta er önnur kvikmyndin, sem fyrirtækiö gerir, sú fyrri var Land og syn- ir, sem frumsýnd var i vetur. Eigendur Isfilm eru þeir Indriði G. Þorsteinsson, Jón Her- mannsson og Agúst Guömunds- son og taka tveir þeirra beinan þátt I gerð Otlagans, Jón sem framleiöandi og Agúst sem höf- undur handrits og leikstjóri. Um aðra þátttakendur er enn ekki vitaö, nema hvaö Jón Þórisson mun annast leiktjöld og bún- inga. Aætlaöur kostnaöur er 190- 200 milljónir króna. Kvikmynd- un fer frami febrúar til júli 1981 og er gert ráö fyrir aö myndin veröi fraumsýnd ekki seinna en i janúar 1982. A biaöamannafundi, sem eig- endur Isfilm héldu i gær, kom fram, aö mynd um eina af ts- lendingasögunum hafi lengi veriö „metnaöarmál” eins og Indriöi komst aö oröi. Gislasaga Súrssonar varö fyrir valinu vegna þess „aö i þeirri sögu er veriö aö fjalla um mannleg vandamál, sem höföa til okkar, fjölskyldumál, harmsögu um venjulegt fólk fremur en hetj- ur.” „GIsli er friösamur bóndi, sem verður moröingi eiginlega af illri nauösyn og sagan tekst þannig á viö siöferöisleg vanda- mál, sem enn eru óuppgerö.” „Kvikmyndin mun leggja meiri áherslu á manninn Gisla Súrsson en á söguþráöinn sjálf- an. Til aö nálgast þaö markmiö veröur timanum, sem sagan spannar, þjappað saman og lagöar áherslur á ýmsar per- sónur, sem virðast gegna litlu hlutverki i sögunni.” Ýmsar augljósar spurningar komu upp á blaðamannafundin- um, svo sem hver myndi leika Gisla, en þaö er enn óákveöiö. Einnig var spurt um málfar hvort leikendur myndu tala ein- hverja fornislensku. Agúst Guö mundsson svaraöi þvi til, aö I myndinni yröi töluö goö Islenska, sem óháö væri tima. Hann bætti viö: „Viö munum reyna aö nálgast þann raun- veruleika, sem sagan segir frá, án þess aö stflfæra hann, — eins og t.d. var gert i Rauöu Skikkj- unni. Enn hefur ekki veriö ákveöiö hvar kvikmyndaö veröur, en þeir Agúst og Jón Þórisson eru þó á förum vestur á firöi til aö kanna landiö þar og er talið vist, aö Vesturland veröi sviö sög- unnar. Varöandi mikinn kostnaö viö þess kvikmynd sögöu eigendur Isfilm, aö svo til allur ágóði af Landi og sonum færi I gerö hennar. „Auk þess erum viö hættir aö þurfa aö miöa viö aö- sóknina hér á Islandi heldur hefur markaöurinn vikkaö langt út fyrir landssteinana. Veriö er aö undirbúa samning viö aöila, sem vilja kaupa sýningarrétt á Landi og sonum i þýskumælandi löndum Evrópu. 1 þvi sambandi má einnig geta þess, aö nú er ákveöiö aö Land og synir veröi sýnd i Bandarikjunum i haust á Norrænni kvikmyndaviku. Myndin veröur þá sýnd í New York, Chicago og Los Angeles ásamt fleiri myndum héðan og frá hinum Noröurlöndunum,” sagöi Jón Hermannsson. Indriöi G. Þorsteinsson bætti viö þetta, aö Isfilm væri meöal annars aö sýna fram á, meö þvi aö hefja gerö nýrrar myndar, aö kvikmyndir væru komnar til Is- lands til aö vera, þær væru ekk- ert stundarfyrirbæri, sem styngi upp kollinum og hyrfi siö- an aftur. Ms

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.