Vísir - 12.06.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 12.06.1980, Blaðsíða 11
VÍSIR Fimmtudagur 12. júni 1980 M Þrjú vandamal segir leíkstiörínn. Jean j. flnnaut 4,5 milljarðar króna eru fyrirhugaðir i stórmynd sem að mestu verður tekin hér á landi af Twenty Century Fox. Myndin mun bera nafnið „Quest For Fire” og fjallar um það er Homo sapiens glatar eldinum, sem hann notar en kann ekki að tendra, og leitarför eftir nýrri glóð. Þórsmörk verður helsti kvikmyndatökustaðurinn en einnig verða tekin skot viða um land. Myndataka hefst 18. ágúst og mun standa yfir i 8-9 1 vikur. 50 leikarar verða sér- I staklega valdir i myndina en J af þeim er krafist mikils lik- | amsþreks og sérhæfni i lát- . bragði vegna sérstaks máls j sem talað verður i myndinni. _ óljóst er um hlut islenskra | leikara i myndinni. „Hér á landi koma saman | þrjú vandamál: vandaður « leikur, háþróuð tækni, og ó- jfl byggðir” sagði Jean J. Annaut m leikstjóri myndarnnar á I blaðamannafundi. Helsta ■ vandamálið er fjarlægð Þórs- I merkur frá Reykjavik sem ■ hlýtur að vera miðstöð vegna ■ flutninga og húsnæðis, nema ■ annað sé ákveðið”. Þetta er I samt allt yfirstiganlegt” sagði I leikstjórinn Garth Thomas að ' lokum. Elmsklp: New Yopk aflur inni í myndinni Eimskip hefur ákveð- ið að taka aftur upp fast- ar áætlunarferðir til New York, en það hefur ekki verið gert af þeirra hálfu siðan 1969, er skipt var um höfn vegna óeðlilega hárra flutnings- gjalda. Með auknum gámaflutningum, hafa þó aftur opnast mögleikar á hagstæðum flutningum frá New York. Þá er New York eina höfnin sem býður upp á ákveðinn sparn- að á útflutningsgjöldum. Gáma- skipið Berglind mun sinna þessari nýju viðkomustöö auk viðkomu i Portsmouth. A.S. UMFÍ IHJÚNÍ RBQ GÖNGUDAGUR FJÖLSKYLDUNNAR Gðngudagur fjöiskyid- unnar á laugardag: Reykvíkingar ganga um Elliðaárdalinn Þegar Reykvikingar hafa kýlt vömbina eftir hádegi, laugardag- inn 14. júni, er ekki úr vegi að taka fram gönguskó og slást i för með ungmennafélaginu Vikverja á „Göngudegi fjölskyldunnar”. Eins og Visir hefur skýrt frá, efna ungmennafélögin um allt land til sérstaks göngudags hinn 14. júni og mun ungmennafélagið Vikverji annast framkvæmd þessa verkefnis i Reykjavik. Gönguleiðin er Elliðaa'radalur- inn, óumdeilanlega fagur, fjöl- skrúðugur af gróðri og fuglalifi og mjög hentugur göngustaður fyrir óvana, upprennandi göngugarpa. Gangan mun hefjast kl. 13.30 við gömlu Elliðaárbrúna og eru ungir sem aldnir hvattir til þess aö mæta. — AS og býður glæsilegt teppaúrval á góðu verði o .... Teppabútar - afsláttur 20-50% Níösterk stigaefni - verð frá kr. 10.400 Ódýr teppi - verð frá kr. 5.400 Þéttofin rýjateppi - einstakt verð, aðeins kr. 18.800 og við gerum enn betur og bjóðum 10% afslátt í viðbót! Þjónustan ofar öllu: Við mælum gólfflötinn og gerum tilboð án skuldbindinga Greiðslukjör í sérflokki: Útborgun 1/4 - eftirstöðvar á allt að 6 mán. Teppadeild Jón Loftsson hf. Hringbraut121 sími10600 Veljum VIGDÍSI skrifstofa VIGDISAR FINNBOGADÓTTUR Laugavegi17 s:26114 -26590 utankjörstaöasími 5 manna t|old verð kr. 78.900/- 3ja manna tjöld verð kr. 55.200/- Tjaldhimnar á flestar gerðir tjalda. Sóltjöld frá kr. 15.000/-. Sólstólar frá kr. 5.900/-. Tjaldbeddar frá kr. 12.800/- Tjaldborð og stólar kr. 18.900/-. Tjalddýnur frá kr. 6.500,-. Þýskir/ mjðg vandaðir svefnpokar frá kr. 21.900.-. Grill/ margar gerðir. Kælibox/ margar tegundir o.fl. o.fl. I úti- lífið. Póstsendum StGLA GERÐIN ÆGIR Eyiagötu 7, örfirisey — Reykjavík Símar 14093 — 13320

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.