Vísir - 13.06.1980, Blaðsíða 1

Vísir - 13.06.1980, Blaðsíða 1
 r i i ¦ i i i i i ¦ i i ¦ i i i i L „LÖGOROTASLÖÐ FJðGURRA MANNA ÚR REYKJAVÍK UM AUSTURLAND: Olvun, fíkniefnamisferli, líkamsmeiðlngar 09 rán! Fjórir ungir menn úr Reykjavik gerðu víðreist um Austfirði um og eftir siðustu helgi og endaði för þeirra með þvi, að lögreglan eystra tók þá úr umferð, enda var slóðin þá þakin lögbrotum af ýmsu taki þ.á.m. ölvunar- brot, fikniefnamisferli, akstur án ökuleyfis, likamsmeiðingar og rán. Þegar lögreglan skakkaði leikinn hafði fimmti maðurinn bæst i hópinn en að lokn- um yfirheyrslum var þremur sleppt úr haldi en tveir sendir suður til Reykjavikur þar sem fikniefnalögreglan tók við þeim. Segir fyrst af ferðum þeirra íé- laga á Hornafirði, seinni partinn i siðustu viku en þar höfðu þeir m.a. komið við i verbúð þar sem gleðskapur var aðfaranótt föstudagsins. Skömmu eftir að þeir yfirgáfu bæinn kom upp grunur um að þeir hefðu haft fíkniefni i fórum sinum og var lögreglunni á Egilsstöðum gert aðvart. Vegalögreglan stöðvaði för þeirra f jórmenninga er þeir voru staddir i Breiðdal á föstu- daginn og voru þeir sendir i vörslu lögreglunnar á Egiis- stöðum, þar sem þeir voru yfir- heyrðir yfir helgina. Ferðalangarnir voru á göml- um bil.sem þeir höfðu keypt ný- verið og var hann tekinn úr um- ferð. þar sem hann þótti ekki vera i ökufæruástandi. Við leit fannst eitthvað magn af canna- bis-efni, sem ekki mun þó hafa verið mikið, en auk þess þottu þeir félagar hafa óvenju rúm fjárráð. Eftir yfirheyrslur á Egilsstöðum var ákveðið að sleppa mönnunum, en skömmu siðar var einn þeirra tekinn réttindalaus við akstur þar i kauptúninu. Þegar hér var komið, hafði fimmti maðurinn, aðkomu- maður sem er búsettur á Egils- stöðum, slegist i för með fjór- menningunum og ók hann þeim niður á Seyðisfjörð á þriðjudag. bar hittu þeir kunningja sinn úr Reykjaviksem var að biða eftir fari til útlanda með Smyrli. Eftir að hafa komið við i Rikinu á Seyðisfirði var farið út úr bænum og sest að drykkju. Þar miin þeim hafa sinnast eitthvað við hinn nýkomna sem endaði með ryskingum, þar sem utan- farinn var sleginn niður og pen- ingar hans teknir af honum. Siðan hröðuöu fimmmenn- ingarnir sér úr byggðarlaginu, en lögreglan á Seyðisfirði náði þeim i Jökuldal, þar sem bill þeirra hafði bilað. Eftir yfir- heyrslur á Egilsstöðum og að höfðu samráði við yfirvöld fikniefnalögreglunnar i Reykja- vik, var þremur sleppt úr haldi en tveir sendir suður til Reykja- vikur. -Sv.G. Maður ferst með trillu Trillan steytti á blíndskeri austan við Búðir i i.ótt fórst tveggja tonna opin trilla austan við Búðir á Snæ- fellsnesi. Einn maður var á trillunni og fannst lik hans og brak bátsins i fjörunni undan bænum Böðvarsholti í Staðar- sveit um klukkan sjö f morgun . Maöurinn, sem var þaulvanur trillumaður, fór I gærmorgun frá Buðum og ætlaöi til fiskjar á svokölluðum Krossmiðum, sem eruundanbænum Krossi I Stað- arsveit. Þegar ekkert hafði spurst til mannsins siðdegis i gær, htífu bátar frá Arnarstapa leit, sem ekki bar árangur. Þá voru björgunarsveitarmenn og bændur beðnir um aö ganga fjörur og fundu þeir Hk manns- ins og brak bátsins i morgun eins og áöur segir. Er Vfsir för I prentun, var lækn- isskoðun ekki lokið, en talið er fullvist að maðurinn hafi drukknað, er báturinn steytti á blindskeri skammt frá landi. —Sv.G.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.