Vísir - 13.06.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 13.06.1980, Blaðsíða 5
VISLR Föstudagur 13. júní 1980 Umsjtín: Axel Ammendrup Sameiginlegar heræfingar Bandarikjamanna og Egypta hefjasti næsta mánuöi. Flugdeild ilr bandariska flughernum er væntanleg til Egyptalands snemma i næsta mánuði, og verða ihenni tólf flugvélar. Þetta er i fyrsta skipti, sem Banda- rikjamenn halda heræfingar með þjóð, sem ekki er formlegur bandamaður. Slikar æfingar hefur Bandarikjaher til dæmis aldrei haldið með her Israels. Egyptareiga nú 35 vélar af F-4 gerð, sem er sama gerð og vél- arnar, sem Bandarikjamenn munu nota við æfingarnar. ATOK VINSTRIMANNA OG ..RÉTTTROARMANNA” Til blóðugra átaka kom við bandariska sendiráðið f Teheran i gær milli vinstri sinnaðra mú- h a m e ðs t r ú a r m a n n a og múhameðskra „rétttrúnaðar- manna”. Um þrjú hundruð manns slösuðust, margir alvar- lega. Um 30.000 vinstri menn, stuðn- ingsmenn islömsku Muja- hedin-hreyfingarinnar, höfðu safnast saman á iþróttavelli i ná- grenni bandariska sendiráðsins, og héldu fund þar. Er vinstri mennirnir yfirgáfu iþróttavöll- inn, mætti þeim sjö þúsund manna hópur „rétttrúnaðar- manna”, sem kalla sig „Bez- bollahi”, eöa hermenn guðs. Þeir siðarnefndu hófu grjótkast og lenti hópunum saman með fyrr- nefndum afleiöingum. Atök þessi eru ekki sett i beint samband við gislamálið svokall- aða, en er talið endurspegla óvissuna Ihinu iranska þjóðfélagi 15 mánuðum eftir islömsku bylt- inguna. bátafólkinu Stjórnin i Port-au-Prince hefur hafið herferð gegn bátafólkinu svokailaða, og gegn „skipuleggj- endum slikra ferða”. Fólksflótt- inn frá Haiti til Flórida er orðinn svo mikill, að talið er að um 20 þúsund manns hafi flúið slðustu 1-2 árin. Flóttafólkið flýr i alls kyns bát- um og er vist, að margir hafa lát- istáleiðinni tilFlórida. Fólk, sem yfirvöld á Haiti hefur náð við flóttatilraunirnar, hefur verið fangelsað og óvist um framtið þess. Jean-Claude Duvalier, forseti landsins, sagði, að herferðin gegn bátafólkinu væri ekki siður farin fólkinu til hálpar: „Ég lit svo á, að þetta séu flóttamenn af efria- hagsástæðum, þeir halda að þeir geti fengið betur launaða vinnu I Bandarikjunum”. Þá sagði Duvalier, að hann vildi ekki að fólkið kastaði peningum sinum og eignum til einskis. Skipuleggj- endur ferðanna til Flórida væru kræfir peningamenn og tækju 300-1000 dollara fyrir hvern mann. Flóttafólkiö þyrfti að selja allar sinar eignir til að eiga fyrir gjaldinu. Herferðinni er aðallega beint að bátaeigendum og vel er fylgst með þeim. Telja yfirvöld, að her- ferðin hafi gefið góða raun. Nokkrir hafa verið fangelsaðir, og mun færri hafi flúið landið sið- ustu vikurnar. WALDHEIM BOBIÐ A ÚLYMPIULEIKANA Sovétmenn hafa boðið Kurt Waldheim, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, að verða gestur á ólympiuleikunum i Moskvu i sumar. Sovétstjórn teldi það Enn átök í El Salvaflop hreina móðgun, ef Waldheim kæmi ekki. Einn sovéski fulltrúinn hjá Sameinuöu þjóðunum vár spurð- ur, hvers vegna boð betta kæmi svo seint. „Það var nægur timi til stefnu, rúmur mánuður"sagði fulltrúinn. ,Við gerum ráð fyrir, að hann taki boðinu”. Kurt Waldheim mun að öllum likindum gefa kost á sér til endur- kjörs i starf aðalritara Samein- uðu þjóðanna næsta ár. Til þess að verða endurkjörinn þarf Wald- heim stuðning bæði Sovétmanna og Bandarikjamanna. Kurt Waldheim er nú vandi á höndum, ef hann á hvorki að móðga Sovétmenn né Banda- rikjamenn. Tiumannsfórustiátökum i San Salvador, San Miguel og Santa Ana i gær, en blóðug átök hafa verið i E1 Salvador undanfarnar vikur. A þessu ári hafa nokkur hundruð manns látist I átökum hægri og vinstri manna, en báðir hóparnir stefna að þvi að ná völd- unum, en nú rikir stjórn hægfara miðjumanna I E1 Salvador. Meðal fórnarlambanna i gær voru tvö börn, sem lágu á götu I San Salvador og á ber brjóst þeirra höfðu stafirnir EM verið ristir með hnff. Stafir þessir eru merki dauðasveita hægri manna. Soames lávarður heiðraður Elisabet, Bretadrottning, heiðrari dag nokkra Breta, sem unnu að þvi að koma Zimbabwe-samkomulaginu i höfn fyrr á þessu ári. Meðal þeirra, sem heiöraðir verða.mánefnaSoames lávarð, sem var landstjóri Zimbabwe/Ródesiu ifjóra mán- uöi eftir friðarsamningana i London i fyrra-vetur, sir Antony Duff, aöstoðarmaður Soames, þá má nefna starfsmenn Soam- es, þá Ronald Byatt, Colin Carruthers og Nicholas Fenn. Lögreglan handtók mann i Los Angeles I gær, grunaöan um aö vera „hraöbrautamorðinginn” svokallaði, sem myrt hefur 41 mann á undanförnum átta árum. Til að byrja með verður William Bonin, 32 ára gamall, aðeins ákærður fyrir að hafa myrt hinn 16 ára gamla Charles Miranda, sem fannst kyrktur i febrúar. Lögreglan hefur ekki gefið upp, hvort hún telji að einn og sami maðurinn hafi myrt öll fórnar- lömbin 41, en segir, að morðin hafi verið mjög svipuð. Fórnar- lömbin hafi öll verið ungir dreng- ir, sem morðinginn kyrkti eftir að hafa nauðgað þeim, og henti siðan likunum nálægt hraðbrautum. Sé um sama morðingjann að ræða i öllum tilfellunum, er þetta mesti fjöldamorðingi, sem ákærður hefur verið i sögu Bandarikjanna. Leynilögregluþjónar höfðu fylgst með Bonin i nokkurn tima i og handtóku hann, er hann reyndi að nauðga ungum dreng i sendi- ferðabil i Hollywood. Handtekinn, grunaður um 41 morð: Mesti tjölfla- mopöíngi í sðgu Banúa- píkjanna? Nú hefur verið hafin herferö gegn bátafólkinu, sem reynir aö flýja til Bandarikjanna. Meira en tuttugu þúsund Haitibúar hafa flúið til Bandarikjanna á siðustu árum. Halti: Herferð gegn * ra neræfmgu í Kgyptalandi 1974. Þá grunaði engan aö sex árum síöar néldi egypski herinn sameigin- lega heræfingu meö bandariska hernum. RANDARÍKJAMENN OG EGYPTAR MEÐ SAMEIG- INLEGAR HERÆFINGAR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.