Vísir - 13.06.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 13.06.1980, Blaðsíða 14
18 VÍSIR Föstudagur 13. júnl 1980 * y * % Fiokkast ekki allar upplýsingar um hernaöarmál Banflaríkia- manna hér á landi undir njósnir? Þorleifur Kristján Guðlaugsson óskar að gera eftirfarandi at- hugasemdir við rikis- fjölmiðlana: Myndu ekki allar upplýsingar um hernaðarmál, Bandarikja- manna hér á landi flokkast undir njósnir? Ég get nú ekki að þvi gert að mér finnst þetta furðulegar um- ræður. Kommúnistum hefur vel tek- ist af afla upplýsinga handa Rússum um herstyrk Banda rikjamanna hér á landi, með þvi að koma öllum þessum umræð- um af stað, hvort sem það hefur nú verið ætlunin eða ekki. Hvers konar stjórn er á út- varpi og sjónvarpi að leyfa þessar útsendingar? Þar er sagt frá hermannafjölda og flugvél- um lýst svo rækilega að Rússum er fengur að þvi. Mér finnst þetta svik við bandamenn okkar. Það skiptir sjálfsagt ekki miklu máli hvaða vopn eru hér, nema hvað það eru samnings- atriði, þvi ef kemur til styrjald- Sttja ekkl vlð sama Dorð íslensk kona skrifar: Hvaö er jafnrétti? Jafnrétti er ekki það, að karlmenn eigi að vera eins og konur eða að konur eigi að vera eins og karlmenn. - Höfuðatriðið er, að bæði kynin fái jafna möguleika i samfélag- inu, jafnt i atvinnulifi sem á heimili. Lög um jafnrétti geta ekki ein tryggt jafnrétti milli kynja, en þau geta leiðrétt aug- ljóst misrétti. Meö timanum munu lög um jafnrétti stuðla að viðhorfsbreytingu i samfélag- inu. Slik viðhorfsbreyting er nauðsynleg ef raunverulegt jafnrétti kynjanna á að nást fram. Jafnréttislög kveða á um, að hvers konar mismunun kynj- anna er bönnuð. Með mismunun er átt við sérhvern þann verknað, sem mismunar konum og körlum vegna kynferðis. Islenskar konur hafa náð langt frá þvi að þær fengu kosningarétt 1915. En það er löng leið frá kosningarétti til jafnréttis. Hefðbundinn hugsunarháttur, skortur á menntun og þar með skortur á sjálfstrausti og hugrekki hefur haldið aftur af konum og mögu- leikum þeirra. A siðustu árum hefur orðið mikil breyting I þessum efnum og telja má að um næstu aldamót muni konur komnar i mun fleiri stöður i þjóðfélaginu og á þing en nú er — ef vel er haldið á málum. Þessi mál eru komin i umræðu og hreyfing er komin á, sem kann aö breyta hefðbundnum hugsunarhætti, sem hingað til hefur verið mesta hindrunin I þvi að raunverulegt jafnrétti riki milli kvenna og karla. Heföbundinn hugsunarháttur er þess valdandi, að frambjóð- endur til forsetakjörs á Islandi 1980 sitja ekki allir við sama borð. Vigdis Finnbogadóttir er sá frambjóðandi, sem litið er á öðrum augum en hina, m.a. vegna þess að hún er kona, og hefur orðið fyrir ómaklegum árásum alls staðar að. 1 þeim efnum er alls ekki unnt að bera saman aöstöðu frambjóðenda, þar rikir ekki jafnrétti. Mér finnst það til skammar fyrir is- lenska þjóð, hvernig á hana hefur verið hallað. Þvi lengra sem liður á kosningabaráttuna þvi meir hljótum við að dást aö hugrekki og þreki Vigdisar Finnbogadóttur. Hún hefur með störfum sinum og allri fram- göngu sýnt svo ekki verður um villst að við getum treyst henni til að skipa sess þjóðhöfðingja með sóma. tslenskar konur — ég vil sér- staklega beina orðum minum til ykkar: Hugsið ykkur vel um áður en þið greiðið atkvæöi I for- setakosningunum hinn 29. júni n.k. Gerið ykkur grein fyrir hæfileikum Vigdisar Finnboga- dóttur og látið hana njóta sann- mælis. Syniðsjálfstæði ykkar og látið ekki aldagamlan hugsunarhátt villla ykkur sýn. „Geriö ykkur grein fyrir hæfileikum Vigdfsar Finnboga- dóttur” skrifar islensk kona. „Trú gefur öllum mönnum styrk” skrifar Unnur Jónas- dottir. TROAÐAH FORSETA Unnur Jónasdóttir, skrifar: Kæri þáttur. Mér finnst lesendabréfin það skemmtilegasta i blaðinu ykk- ar, þvi oftast hringir fólk eða skrifar þegar þvi liggur eitthvað á hjarta. Aðrar greinar virðast oft á tiðum fyrst og l'remst skrif- aðar til að vekja athygli á þeim er skrifar, en ekki málefninu. Ég hefi ekki skrifað sjálf fyrr, en mig langar að fá að vita hvar frambjóðendur i íorsetakosn- ingunum standa i trúarbrögðun- um. Ég veit að Albert er KFUM maður en hvað með hina? Getur blaðið ekki spurt frambjóðend- ur um trúarskoðanir þeirra og viðhorf til kirkjunnar. Við Islendingar eru að visu lausir við trúarbragðadeilur, en ég vil helst kjósa trúaðan for- seta. Trú gefur ölium mönnum styrk, og forseti landsins þarf ekki siður á trúarstyrk að halda en við hin i þjóðfélaginu. Hluti tækja sem fundust I Kleifarvatni 1973. „Er ekki nóg sem Rússar njósna um þessa hluti...” spyr Þorleifur. ar, verður barist um ísland, hvort heldur hér er herstöð eða ekki og þá verður barist i lofti, i og á hafi, nema Rússar vinni or- ustuna um yfirráðin á Atiants- hafinu. Ég vildi fremur fá að vita hjá yfirvöldum hér, hvað þessar upplýsingar geta þýtt fyrir okk- ur og bandamenn okkar, fremur en það hvort hér séu kjarnorku- vopn geymd eða ekki. Er ekki nóg sem Rússar njósna um þessa hluti, þó ekki sé verið að hreinlega tilkynna þeim hvað hér gerist? Brynhildi húsfrú aö Bessastöðum Marianna Sigurðar- dóttir frá Vestmanna- eyjum skrifar: „Við konur kjósum konu til forseta aö Bessastöðum vegna þess aö hún er kona”, er nú hrópaö hér og hvar og bent á ákveðna konu, sem fékk skeyti frá sjómönnum úti á sjó, er hvöttu hana i framboð til for- setakjörs. Meira þurfti nú ekki til. Nei — viö konur kjósum ekki konu til þess aö vera forseti lýðveldisins bara af þvi að hún er kona — nei og aftur nei. Og við kjósum ekki konu i forseta- stól vegna þess að hún á engan bónda, en við látum hana heldur ekki gjalda þess. En við kjósum konu I forseta- stól eða við hlið bónda sins af þeim ástæðum, þegar grannt er skoðað, að hún býr yfir þeim persónuleika, þeirri skaphöfn, þeim gáfum og þeim hæfileikum konu, sem gera hana að góðri konu, móðir og eiginkonu, sem prýða má æösta og viröulegasta heimili þjóöarinnar, Bessastaði. BRYNHILDUR JÖHANNS- DÖTTIR, EIGINKONA AL- BERTS GUÐMUNDSSONAR ER EINMITT ÞESSI KONA. Hún hefur fylgt manni sinum, fjarri fósturjarðar ströndum, i bllðu og striðu, hún hefur unnið hugi og hjörtu allra Islendinga, sem henni hafa kynnst og hlýtt á hana á ferðunum með Albert vitt og breitt um landið, hún ber þann hlédræga, hlýja en sterka, kvenlega þokka, sem gerir hús- frúna á Bessastööum að virðu- legri forystukonu þjóðarinnar og hún býr yfir þeirri menntun, listhneigð og listsköpun, er sómir sér til fyrirmyndar i æöstu sölum allra þjóða. Það er vissulega mikill fagn- aöur fvrir okkur konur að geta ljáð Brynhildi Jóhannsdóttur byr með manni hennar til Frú Brynhildur Jóhannsdóttir !■■■■■■■■ Bessastaða. Við getum knúið margt fram — gert stóra hluti — með samstilltum' krafti okkar, með sönnu átaki, ekki með neinum upphrópunum og kröfum, heldur með þvi hógláta afli, sem ALLTAF SIGRAR. ÞESSVEGNA STYÐJUM VIÐ AÐ KOSNINGU ALBERTS GUÐMUNDSSONAR TIL ÞESS UM LEIÐ AÐ TRYGGJA BRYNHILDI JÓHANNSDÓTT- UR HÚSFRÚARSESS A BESSASTÖÐUM. sandkorn i Sveinn jónsson skrifar. Guð Skák og mál Heldur þótti mönnum fjár- málaráðherra vandræðalegur fyrir framan sjónvarps- vélarnar hér á dögunum, þeg- ar hann gerði grein fyrir „til- boði” sinu til BSRB. Það hljóta líka að hafa verið þung spor fyrir þjóðkjörinn „fuiitrúa láglaunafólks” að ganga á fund viðsemjenda sinna með slikt og þvilikt upp á vasann. Kristján formaður brást enda hinn versti við og lét þau orð falla, aö 6000 krónurnar sem ráðherra bauö I grunn- kaupshækkun, myndi vart duga nema fyrir nokkr- um kilóum af kartöflum. Ragnar ráðherra svaraði þvi til að ekki mætti gleyma félagsmálapakkanum en for- maðurinn benti þá ráðherran- um á, að þótt slikir pakkar væru góðra gjalda verðir, dygðu þeir skammt fyrir brýnustu lifsnauðsynjum. I þessari stöðu gafst ráð- herra upp og bað formanninn að vera rólegan, þetta væri nú aðeins fyrsta tilboð og þeir félagar tókust i hendur. önnur skákin í þessu einvigi er nú að hefjast og er BSRB með hvitt... Of seint...? Síðdegisblöðin hafa nú bæði látið af þeim ósið aö birta niðurstöður úr vinnustaða- könnunum um fylgi forseta- frambjóðenda og er þaö vel. Vísir hætti þessuin leikara- skap um siðustu mánaðamót i kjölfar birtingar niðurstaðna úr eigin könnun og Dagblaðið birti yfirlýsingu i fyrradag þess efnis að blaðið birti ekki lengur niðurstöður slíkra kannana. Mörgum finnst að hér sé heldur seint I rassinn gripið og hefðu bæði blöðin sér að skað- lausu átt að taka fyrir þetta strax i byrjun mai, þegar Ijóst varhvert stefndi i þessum efn- um. Sannleikurinn er nefni- lega sá, að kannanir þessar voru „komnar út i öfgar og bárust orðiö einkum frá kosn- ingaskrifstofum frambjóðend- anna” eins og ómar Valdi- marsson fréttastjóri Dag- blaðsins, bendir réttilega á í yfirlýsingu sinni Fávís kona... — Þú ert svo vitlaus kona, að þú gætir haldiöþvi fram, að Marilyn Monroe heföi verið gift Napoleon keisara. — Hvaða máli skiptir þaö, ef þau hafa elskað hvort annað...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.