Vísir - 13.06.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 13.06.1980, Blaðsíða 16
VÍSIR Föstudagur 13. júnl 1980 Umsjón: Magdalena Schram Líf er eflir pennan skilnaö. frú Nýja bló: Kona á lausu. Leikstjóri og höfundur handrits: Paul Mazursky. Kvikmyndataka: Arthur Ornitz Aóalleikarar: Jill Clayburgh, AU- an Bates, Michael Murphy og Lisa Lucas. „Kona á lausu” fjallar um áhrif hjónaskilnaöar á eiginkonuna. Myndin er bráðsannfærandi lýs- ing á viöbrögöum Eriku (Jill Clayburgh) sem eftir sautján ára hjónaband veröur aö horfast i augu viö aö maöur hennar fer aö heiman til aö búa meö yngri konu. Allt varöandi skilnaöinn gengur fyrir sig eins og viö er aö búast, Erika grætur og reiöist en sættir sig smátt og smátt viö oröinn hlut. Vandamálum Eriku er lýst á yfirvegaðan hátt. Atburöarásin er fremur hæg, og stundum á mörkum þess aö vera langdregin. En einmitt sökum þess aö sagan liöur hægt áfram fær áhorfandinn tima til aö ihuga viöbrögö Eriku og skynja aö timinn liöur ógnar- hægt hjá þeim sem standa i örö- ugri baráttu viö sjálfa sig. Jill Clayburgh túlkar aö margra áliti hina dæmigeröu bandarisku miöstéttakonu. Vin- konurnar sem styöja Eriku i kvikmyndir ■ II Sólveig K ■ 1 Jónsdóttir I skrifar raunum hennar eru hver meö sin einstaklingseinkenni en þó eins og allar úr sama mótinu. Þær glima allar viö sviöuö vandamál og þar eru hjónabandsmálin ofar- lega á baugi. Vegna þess hve Erika og vinkonur hennar eru dæmigert bandariskar missir kvikmyndin e.t.v. eitthvaö af gildi sinu fyrir Islenska áhorfend- ur þó óneitanlega sé margt likt meö lifsháttum þjóöanna. „Kona á lausu” má kallast fyrir- HÝ SÝNING I NORRÆND HUSINU Dönsku listamennirnir Kjeld Heltoft og Sven Havsteen-Mikkel- sen sýna i Norræna húsinu um þessar mundir. Myndir þeirra eru frá Noröurlöndunum öilum og Hollandi. Sven Havsteen-Mikkelsen er fæddur 1912 og rekur ættir sinar til Islands. Hann á verk i fjöl- mörgum opinberum listasöfnum og stofnununum og auk málverka hefur hann gert steinda kirkju- glugga i danskar kirkjur, minnis- merki, bókaskreytingar, m.a. geröi hann skreytingarnar i bók Martin A. Hansen, Rejse pá Island. Kjeld Heltoft er fæddur áriö 1931 og kom fyrst fram sem mál- ari og grafikmaöur. Hann hefur haldið sýningar bæði i Danmörku og utan, t.d. i Færeyjum, Lenin- grad og Paris og á verk á mörg- um stofnunum. Hann hefur einnig gert bókaskreytingar, skrifaö bækur og greinar og sjónvarps- dagskrár. Var þeim stolið? Meöan listaverk þessara tveggja dönsku málara voru á leiöinni frá Kaupmannahöfn til Norræna hús- ins, hurfu þrjár af myndum Sven Havsteen-Mikkelsen úr sending- unni, en þær voru allar héöan af Islandi , ein af Hraundröngum i Oxnadal, önnur frá Mývatni og sú þriöja af fjallinu Vindbelg viö Mývatn. MS Jill Clayburgh, fráskilin á leiö til frelsis. taks lýsing á sálarlifi fráskildrar fleira en röskun á sálarrónni. I konu, en vissulega fylgir skilnaöi kvikmyndinni var t.d. aöeins Einkunn: drepiö lauslega á fjárhagsvanda Eriku. Hún þarf að visu aö skipta um húsnæöi en i raun eru önnur vandamál, en eftirsjáin eftir eig- inmanninum, smávægileg. „Kona á lausu” er sem sagt engin úttekt á stööu miöstéttar- konunnar heldur fyryt og fremst sálfræöileg lýsing.Vegna þess er hlutverk Eriku og raunar einnig dótturinnar Patti viöamikiö og vandmeöfariö. Túlkun Jill Clay- burgh og Lisu Lucas á mæögun- um er með ágætum og eykur gildi myndarinnar til muna. Þess má geta aö Jill Clayburgh, I hlutverki Eriku, þótti koma sterklega til greina viö úthlutun óskarsverö- launa sem besta leikkona ársins 1979. „Kona á lausu” er ljúf og lag- lega gerö svo langt sem hún nær. Kvikmynd um konu, sem berst fyrir þvi aö veröa einstakllingur, en ekki aöeins helmingur af pari. Erika er viljasterk, en hvaö hún vill nákvæmlega kemur aldrei i ljós. Forvitni er einn meginþátt- urinn i eöli hennar og hún vill kanna hvort ekki sé annaö lif eftir skilnaö. Hún vill fá aö berjast ein og sjálfstæö. 1 lok myndarinnar er Erika aö hefja nýtt líf, betra eöa verra en þaö fyrra veit eng- inn, en i „Kona á lausu” er rétti- lega bent á aö til eru aörir val- kostir en hjónaband. — SKJ „Að fíla landið í botn" „Þótt almenningi hafi stundum tekist aö foröa viö stórslysum. svo sem húsbyggingum áAu,stur velli, uppfyllingu Tjarnarinnar, niöurrifi Menntaskólans, bygg- ineu Seölabanka á Arnarhóli oe rústum Bernhöftstorfunnar, þá sýna mistök siðustu ára, að varn- arbarátta dugir ekki til. Við verðum að hefja markvissa sókn til þeirra borgar, sem við viljum byggja. Með Umhverfi ’80 gefst tilefni til aö velta fyrir sér með hvaða hætti viö getum örvað og endur- vakið bobgina okkar, einkum miðbæinn, sem ber merki hnign- unar og dauða. Meöan beðið er eftir að hnattstaöan breytist, mætti lýsa upp myrkrið, verjast veðrum með skjólmyndu, gera börnum og fullorðnum athafnar- svæði og bæta samgöngur. Þaðmá búa til hjólriðandi og gangandi fólki slysalsua ferðaaöstoðu, heimta ferðafrelsi handa börnum, gamalmennum og fötluöum og láta almennings- vagna njóta sin við að flytja fólk til vinnu, i skóla, verslanir og á stefnumót. ..Viö, sem stöndum saman á stoppustöövum, biöum saman I biörööum og sitjum föst i um- feröahnút: Gerum miöbæinn lif- andi. Hittumst við Skólavörðustig og opnum þar hugmyndabanka með útibúum um land allt”. Þessi orö eru úr forsiöugrein nýjasta blaösins á markaðnum, Bráöræöis. Bráöræöi er gefið út af hressa fölkinu i Breiðfirðinga- búö, sem hefur gert búöina og portiö fyrir utan hana aö vin i miöbænum, þar sem fólk hittist og talar saman I staö þess aö þjóta áfram i kappi viö timann i amstri hversdagsins. Bráöræöi er til sölu i portinu. Blaöið er sögu- legt aö þvi leyti aö aliar myndir þess eru teiknaöar. Margir góöir pennar skrifa, þ.á.m. Pétur Gunnarsson, Ingólfur Margeirs- son o.fl. en þaö var Gylfi Gisla- son, sem myndskreytti. Af efni blaösins má nefna grein, sem heitir „Að fila landiö I botn” eöa „Hallgrimskirkjumálið aö leys- ast” og forvitnilega frétt um skuttogara á Tjörninni. Og þaö er svo sannarlega fleira um aö vera i búöinni en blaðaút- gáfa, þar eru dagskrár hvern ein- asta dag og hvert einasta kvöld, músik, upplestrar, leikur, söngur, umræöur. I kvöld lesa t.d. ýmsir rithöfundar ur verkum sinum og á morgun og á sunnudag er nóg við aö vera frá kl. 3 báða dagana. Enginn er heldur afsakaöur meö þvi aö þurfa aö fara heim til aö fá sér I svanginn, þaö er bara hægt að taka kjötbita meö sér og grilla hann á staönum. Geri aörar „búöir” betur. Ms Breiðfirðingabúð um helgina: LAUGARDAG: (Dagur reiöhjóls- ins) kl. 15.30: Hornaflokkur Kópavogs 16.00: Götulif Alþýöuleikhúsiö 16.15: Kópavog’s Big Band (Jass) 16.45: Ljóö til reiöhestsins og ávarp til hjólreiöarmanna. 17.15: Breiöfylking reiöhjólenda Um kvöldiö: Vlsnavinir. SUNNUDAGUR: kl. 16.00: Götulif 16.00: Lúörasveit Verkalýösins 16.30: Götulif 17.00: Kammersveit Reykjavlkur Kallinn veröur á kassanum mik- inn hluta dagsins og um kvöldiö veröur meiri músik. Fréttamynd úr Bráöæöi: Ris Snorralaug I Laugardal: (Bráöræöismynd, G.G.) Lisla- hálíðar- punktar Dagskráin um helg- ina: Laugardag: Stan Getz Quintet i Laugardalshöll kl. 20.30. Reiöhjóladagur alls staöar annars staöar i bænum, munið breiöfylkinguna I Búöinni. Sunnudagur: Kl. 16.00 Ragnar Björnsson spilar La Nativité du Seigneur I Kristskirkju. Kl. 20.30 I Iönó: Beðiö eftir Godot eftir Beckett. Gleymiö ekki degi reið- hjólsins á morgun! Hahn ris I Breiðfiröinga- búö. Stan Getz. Tónlistarferill Stan Getz spannar 40 ár, þvi hann var ekki nema rétt kominn á táningsárin, þegar hann hætti I skóla til aö spila meö Jack Teagarden. Og fyrir tvitugt haföi hann leikið meö Phil Harris, Stan Kenton, Jimmy Dorsey og Benny Goodman. Þrltugur haföi hann komið sér upp eigin hljómsveit og leikið inn á plötur, sem nú teljast til meistaraverka i Jass- heiminum. Ariö 1949 varö hann fyrst efstur á vin- sældalista sem besti tenór- saxafnleikari ársins og siöan hefur hann hlotiö þann titil oftar en flestir aörir. Þeir jasstónlistarmenn sem hann hefur uppgötvaö eru óramargir og fáir aörir en Getz hafa átt meiri þátt i endurrisn jassins á siðustu árum. Cool jass, bossa nova, eletrónisk tónlist — hvað sem á seyöi er, má finna Stan Getz kyndandi þar undir. Benny Goodman hefur sagt aö hann sé besti tenór- saxafónleikari, sem nokkru sinni hefur stigið fæti á þessa jörö. Og nú spilar Stan Getz i Laugardalsjöll- inni, á laugardaginn. 1 kvintettinum hans eru Andy Laverne, Harvey Swarte, Jack Loeb og Vikt- or Jones. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.