Vísir - 16.06.1980, Blaðsíða 23

Vísir - 16.06.1980, Blaðsíða 23
VISIR Mánudagur 16. júnl 1980. 23 „Víðsjá” og meginreglur VIBsjá Hallgrims Thorsteins- sonar I fréttatima Ríkisútvarps- ins um llkur fyrir kjarnorku- vopnum á Keflavikurflugvelli hefur vakiö úlfaþyt aö undan- förnu. Samkvæmt fréttum er hafin könnun á tiltækum gögn- um til að ganga úr skugga um hvort fréttamaöurinn hefi tengt þáttinn mótmælaaðgerðum her- stöðvaandstæöinga. Hér virðist skotið nokkuð yfir markið, eins og stundum hefur gerst I pólitlskum átökum um þessi mál öll. Rannsókn eða könnun mun gegn mótmælum Hallgrims Thorsteinssonar, aldrei leiða i ljós annaö en likur fyrir einhverju og skiptir þvi nánast naumast máli. Aöal- atriöið er hvort þátturinn átti yfirleitt nokkuð erindi inn I Rlkisútvarpið I fréttatlma eöa I fréttaskýringum, samkvæmt meginreglum. Hér þarf að finna meginregl- una,ef hún er ekki til, sem komi I veg fyrir að Rikisútvarpið verði undirorpið átökum milli áhangenda hinna ýmsu kenn- inga um f jölmiðla aö ekki sé nú talað um átök milli pólitlskra afla. Pólitlskra viðhorfa gætir sifellt meira I efnismeðferð opinberra fjölmiðla nágranna- landanna og miklu viöar og stemma þarf stigu fyrir þeim vinnubrögðum hérlendis, án þess að óeðlilegar skorður myndist I staðinn. Þegar Rlkisútvarþið var stofnað var lýst yfir hlutleysi þess. Margir skildu yfirlýsing- una svo aö þar mætti naumast fjalla um stjórnmál eða viö- kvæm deilumál nema með aðild stjórnmálaflokka eða deilu- aöila. betta var þó tv.Imælalaust rangur skilningur. Ekkert hefur komiö I ve'g fyrir a B einstakl- ingar taki I Rlkisútvarpinu af- stöðu til ágreiningsmála I erindaflutningi, skáldverki, ummælum I samsettum út- varpsþáttum o.s.fr. Rlkisút- varpiöer ekki ábyrgt fyrir þeim viöhorfum sem þar koma fram, enda þótt það flytji þau á öldum ljósvakans. Það er einfaldlega sá miðlari hugmynda, sem það ávallt hlýtur að vera, en höf- undar bera ábyrgö á innihald- inu. Þessum þætti I starfi slnu gegnir Rlkisútvarpið best með þvi að miðla skoöunum sem vföast að og I skynsamíegu .samræmi viö það'sem taliö er frambærilegt á hverjum tíma. Látum þessa mjög svo almennu reglu duga um þennan þátt alla vega I bili. Þátturinn Viðsjá er hins vegar fréttaþáttur og er hann alfarið á ábyrgð Rlkisútvarps- ins. Starfsmenn útvarpsins vinna að honum og þeim ber ekki aöeins að gæta almenns hlutleysis, þeim ber einnig að gæta faglegra sjónarmiða fréttamennskunnar. Hvaða fagleg sjónarmið koma til álita I máli Hallgrims Thor- steinssonar? Ásmundur Einarsson gerir hér að umtalsefni umfjöllun um hugsanleg kjarnorkuvopn á Kefla- víkurflugvelli/ sem flutt var í fréttaskýringar- þætti útvarpsins,,Víðsjá" á dögunum og þær megin- reglur/ sem hann telur þurfa að giida um með- ferð slíks efnis í ríkisf jöl- miðlum. Ein meginregla verður að gilda hjá Rlkisútvarpinu, sem ekki þarf endilega.að gilda hjá dagblöðunum: Fréttastofur út- varpsins eiga ekki að birta efni, sem byggist á llkum, til að léiða getum að einu og öðru I ágreiningsmálum — óg alls ekki i pólitlskum málum. Þáttur Hallgrlms leiddi aöeins I ljós likur, og meira að segja mjög litlar likur. Þær voru að engu orönar þegar málið var kannað betur, þvi að á móti llkum Hall- grlms komu staðhæfingar, sem voru of þungar á metunum fyrir þessar likur — I fréttalegum skilningi. Óþarfi ætti aö vera aö taka fram að llkur af þessu tagi eru ekki fréttaskýring. Uppi- staðan I máli Hallgríms var með hliðsjón af þessu ekki til- efni til útvarpsþáttar af þeirri gerð sem um ræöir. Auðvitað var hugsanlegt aö Hallgrimur tæki efniö til með- feröar með það fyrir augum aö leiða fleira I ljós en vissar likur. Hugsanlegt var að hann skapaöi þátt um efnið með þaö fyrir augum að leiöa fleira I ljós en vissar líkur og þá I einum og sama þættinum, en ekki I keðju og yfir einhvern tíma, og kæmi þar á framfæri öllum sjónar- miðum og staðhæfingum. Það verður auðvitað að metast á hverjum tima hvort tilefni er til sllks. Aðalatriðið er aö Hall- grlmur gerði þetta ekki. Meðal kenninga um hlutverk fjölmiðla, sem komið hafa fram á siðustu árum er hugmynda- fræðin um „samfélagslega ábyrgð fjölmiðlanna” sett fram á slðustu árum sem grundvöllur undir margþættri þjóðfélags- baráttu, sem I augnablikinu virðist aðallega þjóna vinstri mönnum. Hún á áreiðanlega eftir að vinna eins I þágu annarra þjóðfélagsafla, og getur því naumast skoðast sem vinstri hugsun, enda hefur hún alltaf veriö til I reynd, alla vega að talsveröu leyti. Forsenda þess að kenningiti fái notið sín er eftir sem áöur frelsi fjölmiöl- anna og skoðana- og tjáninga- - frelsi einstaklinga. An þess að farið sé lengra út I þessa kenningu má segja að hún hafni gömlu hlutlægningskerin- ingunni I fréttamennsku þegar það er talið nauðsynlegt t.d. þegar skapa þarf þrýsting og •efasemdir. Vinnubrögð Hall- grlms falla undir þessa kenn- ingu hvort sem þau eru hugsuð þannig eöa ekki. Efasemdum, tortryggni og ágreiningi er gefiö undir fótinn á nýján leik með e.illtið breyttu eða eitthvað full- komnara innleggi én áöur. Fyrirbærið er alþekkt I póli- haft margt gott I för með sér. En ef menn vilja mynda megin- reglu I fréttameðferð verða menn aö horfast I augu við að fréttatímar Rlkisútvarpsins eru ekki vettvangur fyrir þessi vinnubrögö, vlsvitandi eða óaf- vitandi. Rannsókn á uppruna VIBsjár ætti að vera óþarfi en þeim mun auðsynlegta er aö huga að meginreglunni, sem getið var um, og kanna hvort hún er til. Sé hún ekki til þarf aö setja regluna. Þaö er þeim mun gagnlegra þvl að margir fjöl- miðlamenn virðast taka sér til fyrirmyndar vinnubrögö frá löndum þar sem þessi regla er ekki lengur I gildi. Hugsanlegt er að einhverjir komist að þeirri niðurstöðu að betra sé að setja reglu sem heimili vinnubrögö Hallgrlms. Jafnvel það er að dómi greinarhöfundar betra en tilviljanakennd vinnubrögð, kannske byggð á eftirlíkingum. Væntanlega munu a.m.k. ekki þeir sem um fréttamennsku fjalla hugsa meö sér aö sú meginregla er hér hefur verið minnst á hefti fréttamenn I störfum. Þvert á móti skapar hún þeim aðhald til aö halda sér viö staðreyndir, og verndar þá gegn alls kyns þrýstingi utan frá. Fyrirliggjandi plastrennur ásamt niðurföllum og t k fylgihlutum á X.\- góðu verði \ \ J' ) KÆú I%b®í § las w m m m % Umboðs- & heildverslun Ármúli 28. Pósthólf 1128. Reykjavík. Sími: 83066. ••miirTiH'iTrTnrwiiffm^ HEILDSÖLUBIRGÐIR ÓMAsoeirsson HEILDVERSLUNGrensásvegi 22 — Sími: 39320 105 Reykjavík— Pósthólf: 434

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.