Vísir - 16.06.1980, Blaðsíða 30

Vísir - 16.06.1980, Blaðsíða 30
tv vv F/SZfí Mánudagur 16. júni 1980. HOTEL VALHOLL - fyrsta flokks iJjónusta í fyrsta flokks umhverfi Miklar brcytingar hafa veriö gcröar undanfariö á Hótel Val- höll á Þingvöllum og er aöstaöa þar öll vægast sagt hin glæst- asta. Fyrir skömmu buöu hinir nýju hötelrekendur, Ómar Iiallsson og Kut Ragnarsdöttir, sem leigja hóteliö af Ragnari Jónssyni, blaöamönnum austur til aö sjá breytingarnar og kynna þær nýjungar, sem bryddaö veröur upp á I sumar. 1 Hótel Valhöll er gistirými fyrir 60 manns, og er gestum og gangandi boðið upp á eitt og annað til afþreyingar. Má þar nefna billjard, mini-golf, báta- og hestaleigu, gufubað og kynn- isferðir. Einnig er barnapössun Texti: Kristín Þorsteins- dóttir. á staðnum. Landsþekktir skemmtikraft- ar munu og koma fram, s.s. Halli og Laddi og hljómsveitin Brimkló. Jónsmessuhátíð verð- ur haldin i samvinnu við Klúbb 25 Sérstök Barbecue-kvöld verða, þar sem gestir geta sjálf- ir steikt ljúffenga steiikina og svona mætti lengi telja. Hótelið býður upp á sérstakan afslátt á gistingu á virkum dög- um, sem er svokallaður „sólar- hringspakki.” Þar i er innifal- inn matur, auk aðstöðunnar, sem Valhöll býður upp á. Er fólk hvatt til að kynna sér allt það, sem Valhöll hefur að bjóða og leita ekki langt yfir skammt. Séðyfir hina skemmtilegu aöstööu, sem komiö hefur veriö upp fyrir utan Valhöll. Þarna er algert skjól, þar sem gestir geta notið fyrsta flokks matar og drykkjar og vonandi einnig sólar. Bræðurnir bregöa á leik, en i framtiðinni er fyrirhugað, að þarna verði sundlaug. Kúlan á aö fara hingaö — eöa þannig, sko. „Hjálparkokkarnir” Halli og Laddi ásamt ómari Hallssyni, sem sér um veitingareksturinn f sumar. SVeinn Friöjónsson, yfirkokkur, tilbúinn aö grfpa innf, ef hjálpar- kokknum skyldi bregöast bogalistin ..BYRJAÐI SJO ARA A SfLDARPLANI” - rabbað við Kjarian stefánsson rilstjóra Sjávarfrétta 09 fyrrum Vísismann Kjartan Stefánsson ritstjóri Sjávarfrétta og fyrrverandi blaðamaður á Visi er vist vanari þvi að taka viðtöl en að viðtöl séu tekin við hann. „Hvernig eigum við að byrja”sagði hann þegar blaðamaður Visis kom kom til að taka viðtalið við hann. — Ætli sé ekki best að ég spyrji þig fyrst hvernig þú kunnir við þig i ritstjórastóln- um? „Mjög vel” sagði Kjartan hlæjandi: „Helsti munurinn er sá aö maður fær að kynnast fleiri þáttum i útgáfunni en þegar maður var i blaða- mennskunni og að þvi leytinu til finnst mér þetta starf vera fjöl- breyttara. Þó er þetta starf að hálfu það sama og i blaða- mennskunni, en að hálfu nýtt”. — Nú er nýkomið út tölublað af Sjávarfréttum, hvernig blað er þetta? „Sjávarfréttir eru sérrit um sjávarútveg. Þó er sviðið viðfeðmt, þarer m.a. fjallað um öll stig fiskveiða og fiskvinnslu, markaðsmál, siglingar, kaup- siglingar og félagsmál sjó- manna. Þá er það vettvangur fyrir alla þá sem vinna við sjáv- arútveg, ekki sist þá sem vinna þjónustustörf við sjávarútveg- inn. Það eru óendanlegir efnis- möguleikar.” — Hefurðu verið á sjó? „Jú ég fór þrjá túra með loðnuskipi haustið 1978. Annars var allt vaðandi i sild þegar ég var að alast upp á Siglufirði og ég byrjaði sjö ára gamall á sild- arplani.” — Borðarðu fisk? „Já mér finnst fiskur góður — ég borða allan fisk.” — Sem ritstjóri Sjávarfrétta mælirðu þá með að einhver ákveðin fisktegund sé dregin úr sjó? „Ég lit ekki á það sem mitt hlutverk að leysa vandamál sjávarútvegsins fyrst og fremst. Mitt hlutverk er að miðla upp- lýsingum um sjávarútveginn til lesenda blaðsins. Hins vegar hef ég minar skoðanir og auðvitað tjái ég minar skoðanir i Sjávar- fréttum þegar þannig horfir við.” — HR Kjartan Stefánsson ritstjóri Sjávarfrétta: „Mitt hlutverk er aö miöla upplýsingum um sjávarútveginn”. Visismynd JA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.