Vísir - 18.06.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 18.06.1980, Blaðsíða 5
•Umsjdn: Axel Ammendrup vísm Miðvikudagur 18. júni 1980 _ S-Afríka: Atta menn skotnlr ( átökum Atta manns eru sagðir hafa fallið i átökum lög- reglu og litaðra mót- mælenda i Höfðaborg i Suður-Afriku i gær. Lögreglan, sem lokað hefur fyrir allar fréttasendingar, sagöi að nokkrir hefðu látist i átökum i gær, en nefndi engar tölur A sunnudaginn var hvitur , lögregluþjónn stunginn til bana og ótíuðust yfirvöld, að það yrði einungis upphafið á miklum átök- um i tilefni af þvi að fjögur ár voru liðin frá átökunum i Soweto, en i þeim létust nokkur hundruð blökkumenn. Ekki hefur komið til jafn harðra átaka og menn hræddust, en ástandið i landinu er sagt raf- magnað. Tuttugu ný kjamorkuver í Comecon- ríkjunum Forsætisráðherrar tiu kommúnistarikja ræddu á fundi sinum i gær um nýja kjarnorkuáætlun, sem myndi fullnægja um 25% orkuþarfar rfkj- anna árið 1990. Rikin, sem öll eru aðilar að Comecon, áætla að reisa um 20 kjarnorkuver á næsta áratug. t dag fullnægir kjarnorka aðeins 4% af orkuþörf rikjanna. Þá var á fundi forsætisráðherr- anna i gær einnig rædd örtölvu- áætlun, sem kosta mun um 18 milljarða dollara i framkvæmd, en áætlunin nær til fimm ára. Löndin tiu, sem tóku þátt i um- ræðunum, voru Sovétrikin, A-Þýskaland, Pólland, Tékkó- slóvakia, Búlgaria, Rúmenia, Ungverjaland, Kúba, Mongólia og Vietnam. Alexei Kosygin, forsætisráð- herra Sovétrikjanna, sem orðinn Kosygin mælti fyrir nýrri kjarn- orkuáætlun á fundi Comecon. Samkvæmt áætluninni á að reisa tuttugu ný kjarnorkuver á næstu tiu árum. er 76 ára gamall, viðurkenndi að verslunarbannið, sem sett var á Sovétrikin eftir innrásina i Afganistan, ylli timabundnum efnahagslegum erfiðleikum, en lagði áherslu á að stjórnin i Moskvu léti ekki undan slikum pólitiskum þrystingi. Þá taldi Kosygin, að helstu erfiðleikar, sem blöstu við jarð- arbúum i dag, væru orku- og hrá- efnaskortur. Gestir svætðir á kaftihúsunum i Amsterdam Lögreglan I Amsterdam rann- sakar nú þann möguleika, að maður nokkur gangi á milli veitingahúsa borgarinnar og setji svefntöfiur I kaffi gest- anna. Fimm manns voru fluttir á sjúkrahús i gær eftir að þeir liðu út af þegar þeir höfðu drukkið kaffið sitt. Sjúkdóms- greining leiddi I ljós, að þeir höfðu tekið inn svefnlyf. Við- komandi voru hver á sinum veitingastaðnum. Hollenska lögreglan rann- sakar nú málið í samvinnu við v-þýsku lögregluna.en i Dussel- dorf kom nýlega upp svipað mál, en þá voru sjö menn fluttir á sjúkrahús* Sprenging i Beirut öflug sprengja sprakk I bil i Beirut i gær. Einn maður lést og 22 slösuðust, margir þeirra alvarlega. Billinn var fyrir utan næturklúbb i vesturhluta borgarinnar. Ekki er vitað hver kom sprengjunni fyrir eöa hvers vegna. Óeiröir urðu viö háifreist kjarnorkuver i Seabrook i Bandarikjunum nýlega, er mörg þúsund kjarn- orkuandstæðingar hugðust leggja verið undir sig. Nokkur hundruð þjóövaröliöar tóku á móti mót- mælendum og beittu táragasi og kylfum til að hrekja þá á flótta, sem tókst eftir nokkur átök. Nokkrir menn meiddust, enginn þó alvarlega. A meðfylgjandi mynd, sem Þórir Guömundsson, ljósmyndari Visis, tók I átökunum, sést einn mót- mælenda. A bringu hennar er skrifað: Ed Muskie (utanrlkisráðherrann), frið i Bandarikjunum! Enga kjarnorku! Kim Jong-Pil hefur veriö sakaður um spillingu og mútuþægni. SPILLING I S-KÚREU Kim Jong-Pil, fyrrverandi forsætisráðherra S-Kóreu og náinn samstarfsmaöur Parks, fyrrum forseta, hefur verið ásakaður um mútuþægni og spillingu. A þann hátt á Kim að hafa dregið að sér um 36 milljónir dollara. Að sögn herforingjastjórnar- innar i S-Kóreu, mun Kim sleppa viö málaferli, þar sem hann hefur boðist til að endur- greiða múturnar, sem hann fékk, aðallega frá kaupsýslu- mönnum. Kim Jong-Pil var handtekinn i mai siðasta eftir stúdentaóeirð- ir, sem urðu i landinu. Hann var forsætisráðherra á árunum 1971-1975 og stofnandi og for- maður Lýðræðissinnaða demó- krataflokksins, sem hefur meirihluta á þingi. Hann hjálp- aði Park fyrrverandi forseta, að Ikomast til valda i byltingu áriö 1960. Kim hcfur sagt af sér for- imennsku i Lýðræöissinnaða idemókrataflokknum. Niu aðrir háttsettir S-Kóreu- menn hafa einnig verið sakaðir um mútuþægni og spillingu og má þar nefna fyrrverandi inn- anrikis- og dómsmálaráðherra Kim Chi-Yeol og fyrrverandi yfirmann öryggissveitanna, Park Chong-Kyu. Málaferlum á hendur nimenningunum verður aflýstsvo fremi sem þeir endur- greiöi mútur þær, sem þeir þáðu. Vöruöílstlórar loka spænsku landamærunum Spænskir vöruflutningabil- stjórar hafa lokað allri umferð viðfrönsku landamærin og segj- ast ekki létta banninu fyrr en frönsk yfirvöld gripa til aö- gerða, er tryggi öryggi spænskra vörubíla á ferð um Frakkland. Spænsku ökumennirnir hófu aðgeröir sinar á mánudag eftir að franskir bændur kveiktu i tiu spænskum vörubilum nálægt Perpignan til að mótmæla inn flutningi á ódýrum spænskum landbúnaðarv örum. Mikiö umferðaröngþveiti varð i gær i La Jungnera, þegar mörg hundruð vörubilar lokuðu veginum. Við La Junguera er helsta samgönguæðin við Kata- lóniu og Miöjaröarhafsströnd- ina spænsku.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.