Vísir - 20.06.1980, Blaðsíða 3

Vísir - 20.06.1980, Blaðsíða 3
vtsm Föstudagur 20. júni 1980 3 Þessir keppendur komust I úrslitakeppnina I fyrra og voru þeir alls staðar að af landinu. Nú I sumar verður ökuleikni 80 háð á 22 stöðum um allt iand. ðkuleikni 80 hefst í kvöld í Borgarnesi ikeppnina haft samband við Guðmund Ingimundarson Þorsteinsgötu 17. Siminn- er, 7271. 1 Búðardal verður keppnin svo á morgun kl. 14 og skulu þeir sem hug hafa á að vera með hafa samband við Guðbrand Þóröarson Brekkugerði, en sim- inn er 2141. A Bildudal verður ökuleikni 80 svo á sunnudag kl. 14 og geta væntanlegir keppendur haft samband viö Benedikt Bene- diktsson Tjarnarbraut 9 i sima 2191. A isafirði verður ökuleikni 80 á mánudag og þriðjudag og þar geta menn skráð sig til keppn- innar hjá Sveinbirni Björnssyni Aðalstræti 18 i sima 3250. Alls verður ökuleikni 80 á 22 stöðum á öllu landinu og lýkur henni ekki fyrr en 30. ágúst. Sigurvegararnir á hverjum stað komast siðan i úrslitakeppnina sem háð verður næsta haust, en tveir fyrstu menn úr þeirri keppni komast i norræna öku- leiknikeppni sem háð verður næsta haust. Þá er rétt að geta þess að samfara ökuleikni 80 verður háö vélhjólakeppni á ýmsum stöðum á landinu og er sú keppni i tengslum við Umferð- arráð og Æskulýðsráð. Sú keppni felst i 10 umferðar- spurningum og 10 þrautum, en keppendur veröa að vera a.m.k. 15 ára gamlir og hafa vélhjóla- próf. —HR ÖKULEIKNI 80 sem Bind- indisfélag ökumanna og Visir munu standa að I sumar, hefst I Borgarnesi I kvöld kl. 20. A morgun verður keppnin svo háð i Búðardal, á Bildudal á sunnu- daginn og á tsafiröi á mánudag og þriöjudag. ökuleikni 80 byggist upp á tveimur þáttum: 1 fyrsta lagi eru umferöarspurningar sem keppendur spreyta sig á, áður en lagt er upp i sjálfa ökuleikn- ina. Spurningarnar eru 10 tals- ins og fjalla um venjuleg atriði úr umferðinni sem ökumenn eiga að vita. I öðru lagi er svo ökuleiðin sjálf en hún fer fram á sléttu svæði helst með bundnu slitlagi. Skulu keppendur spreyta sig á 11 þrautum, m.a. eiga þeir að aka út af bflastæði og aka yfir hlemma sem komið er fyrir með vissu millibili. Keppnin er öllum opin en aft- ur á móti eiga þeir einir rétt á möguleikum til úrslitakeppni sem eru á aldrinum 18-25 ára. Er tilgangur keppninnar m.a. að fá sem flesta venjulega öku- mennn til að spreyta sig á þess- um þrautum sem ættu ekki að vera ofraun þeim er nokkra reynslu hafa af meðferð öku- tækja. Eins og áður segir hefst keppnin i kvöld kl. 20 i Borgar- nesi, geta þeir sem vilja skrá sig Samhliða ökuleikni 80 fer fram á 13 stööum Vélhjólakeppni 80. Bréf sr. Bðövars í danska útvarpinu I þessum mánuði hefst lestur sögunnar Bréf séra Böbvars eftir Elflur í raf- stöðvarskúr Ólaf Jóhann Sigurðsson 1 danska útvarpinu. Sagan var þýdd af Þorsteini Stefánssyni. Þá hefur bókin komið út í Danmörku og verið afar vel tekið. Hún hefur einnig verið gefiö út i Sviþjóð, Þýskalandi, Búlgariu og er nú væntanleg 1 Tékkóslóvakiu og fleiri löndum. Það var Birgitte Hövring, sem fyrst gaf bókina út erlendis og var útgáfan afráðin árið 1975, árinu áöur en Ólafur Jó- hann hlaut bókmenntaverölaun Norðurlanda. Ms. Eldur kom upp i gömlum raf- stöðvarskúr við Vatnsendablett laust fyrir miðnætti i fyrri nótt. Slökkvilið varkvatt á vettvang og tókst fljótlega að ráð niðurlögum eldsins en skúrinn og einkaraf- stöð sem i honum var eru talin ónýt. Ekki er kunnugt um elds- upptök. — Sv.G. Tapaði úri Ungur piltur, sem brá sér i Lækinn nú um helgina varð fyrir þvi óláni að missa forláta úr, er hann átti. Tildrög þessa voru þau, að drengurinn tók af sér úrið og lagði það á bakkann meðan hann fékk sér bað i Læknum. Þegar hann kom andartaki siðar var úrið horfið. Þetta var Seiko stálúr með dagatali og einnig stálfesti. Er finnandi vinsamlegast beðinn að skila úrinu á Lögreglustöðina hið bráðasta. k.þ. Um þessar mundir stendur yfir sýning á myndum eftir Torfa Harðar- son I Listasafni Arnessýslu á Selfossi. A sýningunni eru 38 myndir, tússv kol- og svart-kritarmyndir, einnig pennateikningar og nokkrar pastel- myndir og eru myndirnar allar til sölu. Þetta er fyrsta sýning Torfa Haröarsonar. Henni iýkur sunnudaginn 22. iúni. v t ♦ 1 i t ♦ «i I k BUNDIÐ SLITLAG A ÞORLÁKSHAFNARVEG Bundið slitlag verður sett i sumar á Þorlákshafnarveg, hluta Biskupstungnavegar, hluta Vest- urlandsvegar við Brynjudai i Hvalfirðiog Djúpveg hjá tsafirði. Þetta kom fram þegar Visir ræddi við Jón Rögnvaldsson yfir- verkfræðing hjá Vegagerö rikis- ins. Sagði hann að einnig yrði sett bundið slitlag á fleiri vegi úti á landsbyggðinni, en ekki heföi enn verið gengið endanlega frá þvi hvaða aðrir vegir yrðu fyrir val- inu nú i sumar. Jón sagöi að nú heföi verið samið við Oliumöl h.f. um leigu á blöndunar samstæðu til þessarar vegagerðar og væri ekki seinna vænna að hefja þessa vegagerð, svo aö sumarið hlypi ekki ffa vegagerðarmönnum. — HR Hin nýju húsakynni Interrent/Bílaleigu Akureyrar að Skeifunni 9. T.v. Dr. Max Flake yfirmaður norðurlanda deildar Interrent og Baidur Agústsson forstjóri bilaleigunnar hér i Reykjavik. (Visismynd GVA) ISLAND I JUþJOBUGU BiLALEIOUKERFI Nú geta íslendingar, með litilli fyrirhöfn, pantað sér bilaleigubil sem biður þeirra tilbú- inn til aksturs svo til hvar sem er i heiminum. Bilaleiga Akureyrar hefur gengiö inn i alþjóðlegt bilaleigu- kerfi, sem saman stendur af sjálfstæðum fyrirtækjum er greiða fyrir viðskiptavinum hvers annars. Þannig nægir aö hafa samband við Bilaleigu Akur- eyrar vanti menn bil t.d. i Evrópu og gerir hún þá sinar ráðstafnir, viðskiptavini að kostnaöarlausu. Að sögn Dr Max Flake yfir- manns norðurlandadeildar Inter- rent, en þaö nefnist kerfiö I Evrópu, þá er verð á leigubilum nokkuð mismunandi i Evrópu og bundið mismunandi samningum fyrirtækja hvort hagkvæmara er að aka á milli landa og skilja bila eftir, eða skipta um bilaleigbil og leigja annan. I Bandarikjunum er samskonar kerfi undir nafninu Dollarrent-a Car. Interrent/Bilaleiga Akureyrar flutti i nóvember siðastliönum i ný og vönduð húsakynni ab Skeif- unni 9 og er þar nú séö um flesta þætti viðhalds á bifreiðum. —AS einnig med stáltá og stálsóla SJOMENN ATHUGIÐ nætur- og helgidagaþjónusta sjálfsögð • OPIÐ ALLA LAUGARDAGA PÓSTSENDUM lá . Æ M SJOBUÐIN ^ Grandagarði 7—Reykjavik ^ Simi 16814 — Heimasími 14714.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.