Vísir - 20.06.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 20.06.1980, Blaðsíða 12
VÍSIR Föstudagur 20. júnl 1980 „Hér er góður andi inni” Aldraöir sjúklingar á langlegudeild á Heilsuverndarstöðinni í heimsókn i Hallgrímskírkiu Hér i Guös trausti og trú tilbiö ég Drottinn nú. Veit ég Guös heilög hönd hér blessar menn og lönd. Benedikt Gislason frá Hofteigi varpaöi fram þessari visu, þar sem hann var staddur I heimsókn i Hallgrimskirkju i gærmorgun ásamt rúmlega 20 manns, sem dvelja á langlegu- deild á Heilsuverndarstööinni. Prestar Hallgrlmskirkju, þeir séra Ragnar Fjalar Lárusson og séra Karl Sigurbjörnsson, þjóna þessari deild, sem er útibú frá Borgarsjúkrahúsinu. Þetta er i annaö skipti sem þeir bjóöa, ásamt kvenfélagi kirkjunnar, sjúklingunum i guösþjónustu og kaffisamsæti. Séra Karl talaöi um lif og störf séra Hallgrims Péturssonar og Jóhanna Möller söng einsöng. — sþ — Benedikt Gislason frá Hofteigi. „Nú er sjðnin orðin döpur” - segir Benedikt frá Hoiteigi Þegar viö settumst hjá Benedikt Gislasyni frá Hofteigi var starfs- stúlka frá spitalanum I óöaönn aö skrifa niöur eftir hann vlsu sem hann var aö yrkja. ,,Ég var vinnusamur”, segir Benedikt, ,,og ég skrifaöi mikiö. Helmingur þess sem ég skrifaöi er þó óprentaö. Nú er sjónin oröin döpur og ég skrifa ekki meir”. Þá er bara aö vona aö starfsfólkiö sé duglegt aö skrifa niöur kveöskapinn hans Benedikts. Visismyndir: ÞG Heimsóknin var mikil upplyfting fyrir sjúklingana „Eg hef gaman ai allri sögu” - segir Kolbeinn Krisiinsson „Hér er góöur andi inni. Hér fellur mér vel”, sagöi Kolbeinn Kristinsson. ,,Ég hef aldrei komiö hingaö áöur, en ég hef komið i Saurbæ. Ég hef mikiö dálæti á Hallgrlmi Péturssyni, en mér finnst hann ganga full langt þegar hann talar um reiöi Drottins og guðlega hefnd. Þegar ég kom i Saurbæ fannst mér ég þó vera komin á heil- agan staö. ,,Ég er nú laus viö aö yrkja”, segir Kolbeinn, ,,en ég hef gaman af aliri sögu þar sem ég finn snilldartök og fallegt mál- far. Ég hef miklar mætur á Sig- urði Guðmundssyni skólameist- ara, Sigurði Nordal sem ég kynntist og Jón Helgason finnst mér snjall. Halldór Laxness kann ég hins vegar ekki aö meta. Bækur Einars Kvaran „Ofurefli” og „Sálin vaknar” verður þú að lesa, og má ég svo dreypa á kaffinu minu vina?” Ég segi Kolbeini að hann hafi skegg eins og Bólu Hjálmar. „Ja, konan mln sagði aö hún hefði aldrei veriö hrædd um mig. Hún vissi að það liti engin kona á mig”. Kolbeinn sem er 85 ára var bóndi á Skriðulandi I Kolbeins- dal I Skagafiröi. „Það er gaman að tala við þig”, segir hann, „Eins og Snæ- björn I Hergilsvik sagði við séra Helga Konráðsson á Sauöár- króki: „Það er gaman að tala björn hefði alltaf haft orðið”. við þig”. Helgi sagði þó að Snæ- SÞ „Ég er nú laus viö aöyrkja” segir Kolbeinn Kristinsson. „Mér byKir væni um Hallgrím" - segir Sigríður Jónasdöttir „Ég er fædd og uppal- inn á Bjarteyjarsandi á Hvaif jarðarströnd", segir Sigríður Jónas- dóttir. „Ég kom til Reykjavikur áriö 1910, og giftist Ólafi Magnúsi Guðmundssyni 1922, en nú er ég búin að vera ekkja i 22 ár. Mér þykir vænt um hann Hall- grim Pétursson, og ekki sist fyrir þá sök að hann bjó á Hval- fjaröarströnd eins og ég”. SÞ Myndir: Þórir Guömundsson ■ ■■■■■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.