Vísir - 20.06.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 20.06.1980, Blaðsíða 14
VÍSIR Föstudagur 20. júnl 1980 Vib tókum Guölaug Þorvaldsson tali yfir kaffiboiia á veitingahúsinu Súlnabergi. Kosnínga- baráttan of Iðng - segir Guölaugur Þorvaldsson i i H a i a a a a B B B Þegar vinnustaðaheimsóknum var lokið á Akur- ■ eyri. fengu menn sér hressingu á veitingastaðnum 5 Súlnabergi. Við tókum Guðlaug tali yfir kaffibolla I og spurðum hann um kosningabaráttuna. B B B 1 fl B B I I I I B I I fl H H I H H H H H H B H H H H H H „Viö hjónin höfum haft afskap- lega gaman af þessu þótt það hafi veriö í þaö stifasta — ekki sist vegna þess hvaö viö misstum niöur mikinn tima vegna veikinda minna. Viö höfum fengiö mjög góöar viötökur alls staöar þar sem viö höfum komið, en þaö er auövitaö mjög erfitt aö meta hvort fylgiö hafi aukist viö þessi feröalög, þaö þyrfti eiginlega aö fara aöra umferö um landiö til aö fá samanburö hvaö þaö snertir. En ég vona, aö þetta hafi allt miö- aö i rétta átt”. — Ertu ánægöur meö þann far- veg, sem kosningabaráttan hefur farið I, eða hefðirðu viljað hafa hana með öðrum hætti? „Kosningabaráttan hefur meö örfdum undantekningum veriö heiöarleg og drengileg og aö þvi leyti er ég mjög ánægöur meö þann farveg sem hún hefur fariö I. Ég dreg i efa, aö þaö hafi veriö rétt aö fara út í þessar vinnu- staðaheimsóknir þótt auövitaö sé æskilegt aö geta talaö viö sem flesta. Ef vel ætti aö vera þyrftu menn aö nota til þeirra miklu meiri tima en gert hefur veriö, en ég er þeirrar skoöunar aö kosn- ingabaráttan sé þegar oröin of löng — ekki fyrst og fremst vegna frambjóöendanna heldur ekki siöur vegna kjósenda. Sameiginlegir fundir frambjóö- enda heföu komiö vel til greina aö .minu viti, en þaö færi þó eftir þvi hvernig þeir væru upp byggöir. Sem almenn kynning á frambjóö- endum heföu þeir veriö góöir, en ég heföi veriö á móti deilufund- um, enda ekki ljóst um hvaö heföi átt aö deila”. — Ilvað um þátt fjölmiðla? „1 stórum dráttum er ég ánægöur meö þeirra frammistööu og sé ekki ástæöu til aö gagnrýna hana almennt. Þaö heföi þó veriö æskilegt ef sjónvarpiö heföi veitt stuöningsmönnum frambjóöenda tækifæri til aö kynna sina menn i svo sem tuttugu minútna þáttum, þegar framboösfrestur var út- runninn. Varðandi hlutleysi fjölmiöla þá væri kannski hægt aö tina til ein- stök dæmi um aö þess hafi ekki veriö gætt, en ég hef ekki kvartaö yfir sliku og ætla mér ekki aö gera þaö. Skoöanakönnunum er ekki hægt aö komast hjá, en ég hef tak- markaöa trú á þeim litlu könnun- um sem framkvæmdar hafa ver- iö. ööru máli gegnir um siöustu skoöanakönnun Visis, sem er þaö marktækasta sem gert hefur ver- iö I þessum efnum. Mér finnst trúlegt aö kannanir sem þessar geti haft einhver áhrif á afstööu fólks, en ég treysti mér ekki til aö meta hve mikil þau eru”. — Nú er stuttur timi fram aö kosningum, en svo viröist sem fjöidi fólks hafi ekki enn gert upp hug sinn um hvern það hyggst styöja. Hvað veldur, að þinum dómi? „Mér er þaö ekki alveg ljóst, en þó held ég aö fleiri hafi gert upp hug sinn en manni kann aö virö- ast, þó þeir vilji ekki tjá sig um þaö. t kunningjaþjóöfélagi eins og þvi islenska gera sameiginleg tengsl og kunningsskapur þaö oft aö verkum, aö fólk vill ekki flika skoöunum sinum á svona máium. Svo kann þaö vel aö vera, aö sumir biöa eftir þvi aö frambjóö- endur komi fram I sjónvarpi og ætli sér aö taka ákvöröun eftir þaö”. — Hverjar teiurðu sigurllkur þlnar vera I komandi kosningum? „Ég tel þær vera talsveröar, en ég hef alltaf veriö hóflega bjart- sýnn og ætla ekki aö kippa mér upp viö þaö. ef hiö gagnstæöa veröur uppi á teningnum. Þaö er engan veginn ljóst hver úrslitin veröa, en ég tel aö þau ráöist á næstu fjórum til fimm dögum”. — Ef til þess kemur, að þú verðir ekki kjörinn forseti að þessu sinni, gætiröu þá hugsað þér að gefa kost á þér aftur? „Ég yröi örugglega tregari til þess en nú, en þaö er vist best aö fullyröa ekkert. Ég hef aftur á móti þá trú, aö þegar forsetaem- bættiö losnaöi næst yröi ég oröinn svo aldraöur aö þaö yröi varla á dagskrá. Annars er ennþá of snemmt aö svara nokkru um þetta mál. Þaö á eftir aö kjósa”. 14 vtsm Föstudagur 20. júni 1980 19 Dagur í lífi forsetaframbjóðenda - Vísir með Guðlaugi fyrir sunnan og norðan TVO KJORTMABIL LÁGNURKS STARFSTÍMI 99 Siðastur þeirra forsetaframbjóðenda, sem Visir fylgir daglangt á kosningaferðalagi er Guðlaugur Þorvaldsson. Með i förinni eru kona Guðlaugs, Kristin H. Kristinsdóttir, og Friðbert Pálsson, einn af stuðningsmönnum þeirra hjóna. Ferðinni er heit- ið til Akureyrar með viðkomu i Hrauneyjarfoss- virkjun. Skrýtinn farkostur Farkosturinn, sem beiö okkar, þegar komiö var út aö gamla flugturninum i Reykjavík klukk- an hálf ellefu um morguninn, virtist ekki mjög traustvekjandi i leikmanns augum og þaö kom sér vel fyrir Visismenn aö vera ekki um of þjakaöir af flughræöslu. Þetta varsex sæta flugvél og meö þeim ósköpum gerö, aö hreyfl- arnir tveir sneru i sitt hvora átt- ina, annar fram og hinn aftur. Of- an á þetta bættist svo, aö hún haföi ekki eitt heldur tvö stél. Guölaugur og Kristin, sem komin voru út á völl, fullvissuðu okkur hins vegar um, aö þetta væri hin prýöilegasta vél, þannig aö viö létum slag standa. Þau hjónin hafa mikiö notaö umrædda flugvél á kosningaferöalögum sinum, en hún er i eigu vinafólks þeirra. Flugmaöur var Siguröur Karlsson. Fimm hundruð manns og fimm mötuneyti Eftir um hálf tima flug frá Reykjavik var lent á litlum flug- velli við Hrauneyjarfossvirkjun og þar biöu staöarverkfræðingur- inn Páll Olafsson og fleiri fyrir- menn. Þegar búiö var aö gera þeim hjónum grein fyrir fram- kvæmdunum i stórum dráttum var komiö hádegi og Guölaugur vildi nota tækifæriö og ávarpa starfsfólkiö I matartimanum, en alls eru fimm mötuneyti á staön- um, — veitir reyndar ekki af þar sem starfsmenn eru liölega fimm hundruö. Þau hjónin gengu á milli mötuneytanna og Guöiaugur á- varpaöi fólkiö og geröi grein fyrir framboöi sinu. Hann spjallaöi einnig um eöli embættisins og hvaöa hlutverki forsetinn ætti aö gegna aö sinum dómi. Hann sagö- ist telja tvö kjörtimabil lágmarks starfstima forseta. Guölaugur var að þvi spurður, hvort honum fyndist ekki að for- setinn ætti aðferðast mikið meðal fólksins, eftir að I embætti væri komið, á sama hátt og gert er meöan á kosningabaráttunni stendur. Hann svaraði þvi til, að ferðalögin voru sjálfsagt það skemmtilegasta viö forsetastarf- ið og ef hann næði kjöri, myndi hann gera mikið af þvi aö ferðast. Guðlaugur spuröi sjálfur margs varöandi lifiö uppi i óbyggöum, og meöal annars hvort mönnum leiddist ekki kvenmannsleysiö, en karlmenn eru I miklum meiri- hluta meöal starfsfólksins. Var ekki annaö aö heyra en Guö- laugur heföihitt naglann á höfuö- iö meö þeirri spurningu. ,, Við hjónin erum miklar fiskætur” Klukkan eitt var matartima starfsfólksins lokiö og þá gafst feröalöngunum tækifæri til aö seöja hungur sitt. A borö var bor- in ýsa meö kartöflum og rúg- brauöi viö mikinn fögnuö þeirra Guölaugs og Kristinar. Guð- laugur sagöi aö þau hjónin vildu helst fá fisk I sem flestar máltiðir og þegar þau væru ein heima, væri vart annaö á borðum. „Þegar maöur kemur sem gestur I hús á ferðalögum er þaö oft þannig, aö fólk vill gera vel viö mann I mat og er þá gjarnan meö kjöt af ýmsu tagi. Þaö er þvi oft tilbreyting þegar manni er boöiö upp á einfaldan og góöan fisk”, sagöi Guölaugur. Sextán þúsundog fimm hundruð milljónir mjólkurferna Aö loknum hádegisveröi voru virkjunarmannvirkin skoöuö undir leiösögn Sigurbjörns Skarp- héöinssonar. Stöövarhúsiö var skoöaö fyrst, þá inntaksmann- virkin og loks var fariö I steypu- stöðina. Guölaugur spjallaöi viö starfsfólkiö og spuröist fyrir um ýmislegt varöandi framkvæmd- irnar, sem eru vægast sagt mjög stórbrotnar. Sigurbjörn nefndi sem dæmi um stærðargráðuna aö vatnsmagniö sem veröur I uppi- stööulóni virkjunarinnar sam- svarar um sextán þúsund og fimm hundruö milljónum mjólk- urferna. Gert er ráö fyrir aö fyrsta vél virkjunarinnar veröi tekin I notk- un haustiö 1981 og önnur vélin snemma árs 1982. Samanlagt mun virkjunin veröa 140 mega- wött. „Hef vanist þessu, en var flughrædd i byrjun” Um klukkan tvö var lagt af staö frá Hrauneyjarfossvirkjun og flogiö yfir hálendiö I átt til Akur- eyrar. Guölaugur var skemmti- „Hjónin ihringnum”. Hér sjást þau Guölaugur og Kristln á leiö I gegn- um eitt af þremur vatnsinntökum I Hrauneyjafossvirkjun. Meðal þess sem Guölaugur spuröist fyrir um hjá starfsmönnum viö Hrauneyjafossvirkjun var hvort þeim leiddist ekki kvenmannsleysiö. Hér sést hann spjaila viö menn I matartima. Fyigst meö skinnaverkun f Sambandsverksmiöjunum á Akureyri. Texti: Páll Magnússon Komst aldrei i „kladdann” i Menntaskólanum Klukkan var tæplega þrjú þeg- arlentvará flugvellinum á Akur- eyri og þaöan var tafarlaust hald- iö á heimavist M.A. þar sem menn skoluöu af sér feröarykiö. Guölaugur tók stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri 1943 og sagöi hann aö sér hafi alltaf likaö vel vistin þar nyröra. Krist- In upplýstiblaöamenn um, aö þau þrjú ár sem Guölaugur stundaöi nám viö M.A. hafi hann aldrei komist i „kladdann”, þ.e. aldrei oröiö veikur og aldrei komiö of seint. Þaö rifjaöist þá upp fyrir Guölaugi, aö einn skólabróöir hans var sex ár I skólanum án þess aö komast i „kladdann”. Sambandsverksmiðj- urnar heimsóttar Myndir: Gunnar V. Andrésson A ferö og flugi. Ótaldar eru þær klukkustundirnar. sem þau hjónin hafa setiö I þessum flugvélar klefa undanfarnar vikur. legur og margfróöur feröafélagi á þessari leiö, enda gekk hann yfir hálendiö viö fimmta mann áriö 1950 og þekkir þvi vel til allra staðhátta. Þrátt fyrir aö flugmaöurinn væri góöur og vélin traust var ekki laust viö aö manni fyndist hún stundum láta helst til ókyrr- lega i hressilegum vindhviöum. Viö spuröum Kristinu hvort hún væri aldrei flughrædd, þegar hún endasentist milli landshluta. „Ég var alltaf flughrædd hér áöur fyrr, en þetta hefur alveg vanist af mér. Viö erum búin aö vera meira og minna á flugi alveg frá þvi aö kosningabaráttan hófst og ég hef einfaldlega ekki getaö leyft mér aö vera flughrædd”, sagöi Kristin. Guðlaugur sjálfur þvertók fyrir alla flughræöslu. Þegar þau hjónin voru á ferö á Akureyri fyrir nokkru. heimsóttu þau aÚa helstu vinnustaöi bæjar- ins.ef frá eru taldar Sambands- verksmiöjurnar og nú var bætt úr því. Undir leiösögn Hjartar Eirikssonar, framkvæmdastjóra Iönaöardeildar S.I.S., var gengiö hús úr húsi og allt framleiöslu- ferliö skoöaö — frá þvi aö gærurn- ar og ullin komu beint af skepn- unni og þar til vandaöur fatnaöur var settur I neytendaumbúöir og verömerktur. Kjötiönaðarstöö KEA var einn- igheimsótt og þegar þessari yfir- ferö var lokiö var klukkan farin aö ganga sex. Þá var sest aö kaffidrykkju I Súlnabergi og viö- tal þaö tekiö, sem birtist hér 1 opnunni. Aö þvi loknu fóru þau Guölaugur og Kristin til herberg- is sins á heimavist M.A. og hvild- ust fram aö fundinum, sem hald- inn var I Iþróttaskemmunni klukkan niu um kvöldiö. Þegar fundinum lauk á tófta timanum var strax flogiö til Reykjavikur og lent þar um klukkan hálf eitt. Dagur var lið- inn I kosningabaráttu þeirra Guö- laugs og Kristinar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.