Vísir - 20.06.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 20.06.1980, Blaðsíða 16
Föstudagur 20. júni 1980 20 (Jr framlei&slusal fyrirtækisins. bar vinna um 80 manns og er saumað úr 15—20 þúsund metrum af efni á mánuöi. Haukur Björnsson sýnir þarna brot af framleiðsluvörum fyrirtækis- ins. _ Eftir fjórtán ára starfsemi Karnabæjar hf, stendur fyrir- tækiö nú á nokkrum timamót- um. Tekin hefur veriö aö fullu i notkun einhver fullkomnasta fataverksmiöja landsins i nýju verksmiöjuhúsnæöi aö Foss- hálsi 27. Hér er um aö ræða 2500 ferm á 2 1/2 hæö, sem er fyrri áfangi, en heimild er fyrir 1400 ferm byggingu til viöbótar. Þegar nú er unnið meö fullum afköstum nemur framleiöslan á ári um 120 þúsund flikum, sem er um 55% af heildarsölu fyrir- tækisins i fatnaði til eigin versl- ana, sem eru 10, og 12 viðskipta- aðila með einkasölusamninga. Starfsmenn við framleiösluna eru 80 en samtals vinna 140 manns hjá fyrirtækinu. Fram- „ISLENSKA VARAN OFT IINDIR MEIRI GAGNRÝNI EN SÚ ERLENDA,” kvæmdastjórar eru Guðlaugur Bergmann, sem fer meö markaðsmál og Haukur Björns- son með framleiðslumál. Oll framleiösla fyrirtækisins er hönnuð af starfsmönnum þess, en yfirhönnuður er Colin Porter. Miklar breytingar standa yfir hjá Karnabæ hf, hvað varðar hljómplötu- og hljómtækja- deildir fyrirtækisins. Þá fyrr- nefndu hefur Steinar hf tekið yfir, og er Steinar Berg Isleifs- son framkvæmdastjóri þar, en þá siðarnefndu hafa þeir Bjarni Stefánsson og Pétur Björnsson keypt og verður Pétur fram- kvæmdastjóri þess fyrirtækis. 1 Reykjavik hafa fataversl- anir Karnabæjar hf, að Lauga- vegi 22 og 66 verið búnar nýjum sapöi Haukur Björnsson. annar fram- kvæmdastjóra Karnabæjar hf. innréttingum og unnið er að breytingum i verslun fyrir- tækisins i Austurstræti. Markmiðið meö aðgerðum þessum er aö auka enn þá áherslu, sem Karnabær hf, hefur lagt á framleiðslu, inn- flutning og dreifingu fatnaöar á fólk á öllum aldri. —K.Þ. Landnám Langbrókar Svart ð hvitu komið út Galleri Suöurgata 7, sem er út- gefandi Svart á hvitu hefur gefiö út plaköt I tilefni sýningar sinnar á Listahátíö. Annaö þeirra er meö mynd af verki eftir Bjarna Þórar- insson og ber heitið Skáld. „Vélmennin koma i hópum. Verkafólkið getur setiö heima, en hvað á það að hafa fyrir stafni?” Þannig hefst greinin „Gullöld atvinnuleysisins” I nýútkomnu hefti timaritsins Svart á hvitu. Er þar fjallaö um vaxandi atvinnu- leysi I vestrænum löndum sem stafar af aukinni sjálfvirkni og tölvunotkun og hvernig vélarnar ræna manninn stööugt vinnunni. Höfundur greinarinnar er Austurrikismaöurinn André Gorz. 1 þessu nýútkomna hefti af Svart á hvitu sem er þaö fyrsta á þessu ári, er einnig að finna viðtal við Dick Higgins einn af upphafs- mönnum uppákomanna, viötal viö þýska klarinett- og saxófón- leikarann Peter Brötzmann og Halldór Guðmundsson fjallar um nútimann i tveimur sögum Ólafs Jóhanns Sigurössonar. Þá er 1 rit- inu einnig að finna ljóð.Loks er að geta greinar er Völundur óskarsson hefur skrifað og nefn- ist Rokk 1 andstöðu. (Jtgefandi „Svart á hvitu” er Galleri Suðurgata 7 en ábyrgðar- maður Þórleifur V. Friöriksson. Ritið er prentað i prentssmiðj- unni Odda h.f. * GAULERi SUDURGATA 7 ÁUSTAHATIÖ 1980 Nýja húsnæðiiö var vigt með opnun á samsýningu aðstand- enda gallerisins á smáverkum sem unnin eru I textil með margvislegum aðferöum, auk jiess sem þarna eru sýndar grafikmyndir, teikningar, kera- mik og smáskúlptúrar. Lista- konumar hafa gefið sýningunni heitiö „Smælki” sem er ágætt einkunnarorö sýningarinnar, sem einkennist af hógværð og látleysi. öll verkin eru til sölu og óhætt er að segja að þarna sé rekin kærkomin þjónusta við borgar- búa, þar sem þeir geta nú leitað á staö til að festa sér myndir og sérhannaða islenska listmuni, án þess aö eiga það á hættu aö fara heim meö fánýtt glingur Föstudagurinn 6. júni 1980 markar timamót I sögu húsfriö- unnarbaráttunnar I Reykjavik, en þann fagra sumardag var fyrsta húsnæðið i Bernhöftstorf- unni tekið I notkun eftir um- fangsmikla endurbyggingu. Þaö er fyrsta hæðin i suöur- hluta Landslæknishússins svo- nefnda sem 14 listakonur hafa tekið til leigu til fimm ára og rennur leigan til uppbyggingar á húsinu. Jafnvel þeir allra svartsýnustu sem fundið hafa Torfunniallt til foráttu hljóta nú að sannfærast um, að þessi menningararfur okkar á eftir að veröa stolt og prýði miöbæjar- ins, þegar lif fer að kvikna þar að nýju eftir margrar ára niður- lægingu. Eftir verulega endurbyggingu undir eftirliti okkar sérfróðustu manna i þeim málum, halda þessi hús enn notagildi sinu og eru betri en ný, vegna þess aö þessi hús eiga sál og sögu eins og allar byggingar þar sem kyn- slóöir hafa fæðst, lifaö og dáið. Húsið reisti Stefán Gunn- laugsson bæjarfógeti 1838 og er taliö aö smiöur hússins hafi verið Einar Jónsson. Ariö 1859 var húsið stækkað en seinna eignaðist Guðmundur Björns- son landlæknir húsiö og hefur það siöan verið kennt við hann. Guömundur lét byggja turn á húsiö 1905 og er hann teiknaöur myndlist Hrafnhildur Schram skrifar af fyrsta islenska húsameistar- anum Rögnvaldi ólafssyni. t turninum mun skrifetofa Lista- hátiöar siðar fá aösetur. En nú hafa þær stöllur i Galleri Langbrók fært sig um set ofan af Vitastig, þar sem gallerfiö hefur verið rekið af mesta myndarskap frá árinu 1978, niður I hjarta borgarinnar og numið þar land I nábýli við geöugan veitingastað sem rek- inn er I norðurhluta samnefnds húss. Þetta sögufræga hús sómir sér vel sem rammi utan um list- handverkiö sem er á boöstólum I galleriinu, sem einkennist af ströngum körfum um þau list- rænu gæði sem listakonurnar hafa sett sér. sem oft sljóvgar skyn og spillir smekk fólks. Auk þess hefur það færst i vöxt aö arkitektar og aðrir sem hanna húsnæði panta verk sem unnin eru með sérstöku tilliti til húsnæðisins og þarfa þeirra sem þaö nota. Það er ánægju- legt að upphaf að endurreisn Torfunnar skuli eiga sér stað með þessari skemmtilegu starfssemi, sem um tima átti á hættu að lenda undir grænni torfu, þegar örlög Bernhöfts- torfunnar voru óráðin. Sýningin stendur til 22.6.Dg nú er þess vegna hver siöastur að sjá þessa elskulegu og skemmtilegu sýningu og skoða nýja húsnæöið. Hrafnhildur Schram

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.