Vísir - 20.06.1980, Blaðsíða 19

Vísir - 20.06.1980, Blaðsíða 19
VÍSIR Föstudagur 20. júni 1980 The ciash: Fulltrúar nýbyigj- unnar í Höllinni á laugarúagskvölú „I mai 1976 hóf trymbillaus hljómsveit æfingar i litlum skúrræfli nærri Shepherds Bush Green i Lundúnaborg. Paul Simononvar bassaleikarinn og hann haföi aðeins leikið i sex vikur. Hann var úr skugga- hverfi Brixton, foreldrar hans höfðu slitið samvistum og hann hafði einkum búið með föður sinum þar til hann fékk inni i listaskóla. Þá hafði vinur sagt sem svo „Hvers vegna gerist þú ekki liðsmaður i hljómsveit minni? Náunginn sem þessi orð mælti var Mick Jones, aðal- gitarleikarinn, einnig frá Brixton. Faðir Micks var leigu- bilstjóri og Mick ólst upp hjá foreldrum sinum unz þau skildu er hann var átta ára gamall. Móðir hans hélt til Bandarikj- anna og faðir hans yfirgaf heimilið svo það varð hlutskipti Micks að alast upp hjá ömmu sinni. Er Clash var sett á lagg- irnar skaut honum öðru hvoru upp i listaskólanum i Hammer- smith. Þessir tveir kaumpánar fóru þess á leit við Joe Strummer að hann gerðist söngvarinn. Um þetta leyti söng Joe með kráarhljómsveit, sem hann hafði stofnað til þess að drepa timann og borga leiguna. Við tilboðið hætti hann umsvifa- laust i hljómsveitinni og gerðist liðsmaður fyrirmyndarhljóm- sveitarinnar Clash. Keith Levine, gitarleikari var einnig stofnandi hljómsveitarinnar, en hann yfirgaf hljómsveitina brátt með þeim orðum að hann þyrfti að sinna áriðandi við- skiptaerindum i Lundúnaborg norðanverðri. t ágúst 76 var þessi hljómsveit að lappa upp á niðurnitt vöruhús i Camden Town. Þegar verkinu lauk hófst rokkið. Terry Chimes, trymbill, var ráðinn og á hverjum degi nötraði vöru- skemman af miskunnarlausum æfingum. Um þetta leyti var hvergi hægt að fá að leika. Til dæmis, sá kunni Marquee klúbbur, sem átti að vera heimili rokksins, sagði við Clash: „Okkur þykir fyrir þessu, félagar. Ekkert pönk- rokk inn fyrir okkar dyr”. Svo hljómleikar voru skipulagðir af þáverandiumboðsmanni Bernie Rhodes. Dag einn á sérlega ógeðfelldum hljómleikum þegar flöskum og dósum rigndi yfir eins og úrhelli væri, sagði Terry Chimes upp eftir að hafa séð vinflösku fljúga á „hig-hattið” sitt og brotna þar i þúsund mola. Og jæja. Trymbilslaus hljóm- sveiterekkigóð hljómsveit. Svo hvert siðdegi voru trommuleik- arar teknir til reynslu i Camden Town. 206 reyndu sig, og 205 féllu. Nicky „Topper” Headon yfir spilaði alla hina og vann þessa eftirsóttu stöðu. Um þetta leyti, án þess að hljómsveitin hefði tekið eftir þvi, hafði hún vakið umtalsverða athygli úti i hinum stóra heimi”. Þannig hefst saga hljóm- sveitarinnar Clash, i búningi tveggja liðsmanna hennar, þeir'ra Joe Strummers og Mick Jones, sem festu söguna niður á blað. Clash leikur sem kunnugt er á hljómleikum i Laugardals- höll á snærum Listahátiðar á laugardagskvöld. Clash er óumdeilanlega ein kunnasta og virtasta nýbylgju- rokkhljómsveit Breta um þessar mundir og þvi mikill fengur fyrir alla rokkunnendur að fá tækifæri til að hlýða á hana á hljómleikum. Þess má geta að bandariska poppritið Creem gekkst fyrir kosningu meðal les- enda sinna og hafnaði Clash þar i fjórða sæti yfir bestu hljóm- leikahljómsveitir heims. Clash hefur sent frá sér þrjár breiðskifur auk fjölda tveggja laga plata. Fyrsta stóra platan kom út 1977 og hét einfaldlega „The Clash”. Ári siðar kom platan „Give ’Em Enough Rope” og snemma á þessu ári kom tvöföld plata frá Clash, „London Calling” að nafni, sem hlotið hefur mjög góða dóma. New York Times sagði m.a. i umsögn sinni um plötuna að hún væri fyrsta meiriháttar rokk- plata þessa nýja áratugar. Og gagnrýnandi Down Beat skrifaði: „Þetta er, einfaldlega, besta rokkplata siðan meistara- stykki RollingStones, „Exile On Main St.” kom út snemma á sið- asta áratug”. Við biðum laugardagsins. — Gsal 23 29. JÚNÍ Pétur J. Thorsteinsson Aðalskrifstofa stuðningsfólks Péturs J. Thorsteinssonar í Reykjavik er á Vesturgötu 17, símar: 28170-28518 Utankjörstaðaskrifstofa símar 28171 - 29873 Allar upplýsingar um forsetakosningarnar. Skráning sjálfboðaliða. Tekið á móti framlögum í kosningasjóð. Nú fy/kir fó/kið sér um Pétur Thorsteinsson. Stuðningsfólk Péturs. ÞAÐ ER VORN I REGNFA TNAÐINUM FRÁ iHAX

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.