Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isStoke-feðgar tilbúnir í slaginn í Cardiff / B4 KA Íslandsmeistari í hand- knattleik í annað skipti / B1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r11. m a í ˜ 2 0 0 2 HÓPUR kínverskra munka er staddur hér á landi til að sýna í Laugardalshöll. Þeir eru nefndir Shaolin-munkar og eru orðlagðir fyrir næstum yfirnáttúrlegan and- legan og líkamlegan styrk. Hafa þeir m.a. náð fágætum tökum á kung fu-sjálfsvarnarlistinni. Í fyrstu var ætlunin að þeir héldu tvær sýningar í Laugardalshöll í dag kl. 16 og 20. En vegna mikillar eftirspurnar var einni sýningu bætt við. Verður hún kl. 20 á morgun, sunnudag. Hér stilla þeir sér upp fyrir ljósmyndara Morgunblaðsins í Bláa lóninu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Shaolin- munkar í Bláa lóninu RÚMLEGA tvítug íslensk kona bú- sett í Noregi er undir lögregluvernd þar sem kúrdískur barnsfaðir hennar hefur hótað henni lífláti, en forræð- isdeila yfir þriggja ára dóttur þeirra stendur yfir fyrir norskum dómstól- um. Konan komst heim til Íslands með dóttur sína árið 2000, að sögn móður hennar, en neyddist til að fara aftur til Noregs þar sem Hæstiréttur úrskurðaði að hún yrði að snúa aftur þangað þar eð norskir dómstólar ættu að fjalla um málið. Úrskurðurinn grundvallaðist á Haag-samningnum sem fjallar m.a. um forsjá barna og af- hendingu brottnuminna barna. Líf konunnar hefur, að sögn móð- urinnar, verið algjört víti frá því þau eignuðust barnið saman. Hún segir að barnsfaðir hennar hafi gjörbreyst við fæðingu barnsins. „Þá fór hann að berja hana, jafnvel nauðga henni og sagði að ef hún færi myndi hann kála henni,“ segir móðirin sem óttast mjög um afdrif dóttur sinnar og dótturdótt- ur. Hún segir að maðurinn hóti barns- móður sinni fyrir framan dóttur þeirra. „Hún er búin að sitja heilu næturn- ar með sax í höndunum og hefur ekki þorað að kíkja út um gluggana,“ segir móðir konunnar og segir að maðurinn verði handtekinn komi hann nálægt húsinu þar sem dóttir hans og barns- móðir búa. Lögreglan keyri reglulega fram hjá húsinu hennar, þekki bíl barnsföðurins og um leið og konan hringi sé lögreglan komin. Bróðir hennar er nýfluttur til mæðgnanna og segir amman að henni líði mun betur að vita af þeim saman. Þó sé hún mjög óttaslegin þegar hann þurfi að fara burt í langan tíma, en hann vinnur á olíuborpöllum í Norðursjó. Hundruð kvenna í sömu aðstöðu í Noregi Móðir konunnar segir að hundruð kvenna í Noregi séu í svipaðri aðstöðu og nýlega hafi norsk kona í nákvæm- lega sömu aðstöðu og dóttir hennar verið myrt fyrir utan lögreglustöðina í Kristiansand. „Við erum logandi hrædd meðan hún stendur í þessari forræðisdeilu. Maður verður hrædd- ari og hræddari, þetta eru þvílíkar hótanir og þetta endar með ósköpum, við vitum það,“ segir hún. Í dag eru foreldrarnir með sameig- inlegt forræði yfir stúlkunni, en vilja bæði fullt forræði. Móðir konunnar segir að málið geti verið í 3–4 ár í rétt- arkerfinu áður en endanleg niður- staða fæst og á meðan eigi dóttir hennar og dótturdóttir eftir að lifa í stöðugri ógn. Málið verður á næstunni tekið fyrir á fyrsta dómsstigi af þremur í Noregi, en sálfræðingur sem fylgdist með barninu bæði hjá móðurinni og föð- urnum að ósk dómara, úrskurðaði að best væri ef stúlkan kæmi sem minnst nálægt föður sínum. Faðirinn fékk rétt til að hafa telpuna eina helgi á sex vikna fresti. Sætti hann sig við þá nið- urstöðu yrði móðir barnsins í Noregi en hann hefur nú farið fram á fullt for- ræði. Til að koma óorði á móður barnsins hefur hann, að sögn ömm- unnar, klagað barnsmóður sína við barnayfirvöld. Hann hefur m.a. sagt að barninu hafi verið misþyrmt og lát- ið stunda vændi; einnig hafi hann rænt öllum fötum af dóttur sinni og leikföngum hennar meðan mæðgurn- ar voru í fríi á Íslandi. Síðan tilkynnti hann yfirvöldum að barnið ætti engin föt eða leikföng. Aðspurð hvort öll úrræði hér heima hafi verið reynd, segist móðir kon- unnar ekki vita hvað hún geti gert. Mikið hafi gengið á og það hafi kostað þau hjónin morð fjár að reyna að bjarga henni. „Ég hugsa stöðugt um þetta. Það fyrsta sem ég hugsa um þegar ég vakna á morgnana er hvað ég geti gert,“ segir hún. Íslensk kona undir lögregluvernd í Noregi vegna hótana barnsföður Lifa í stöðugri ógn TALSVERÐAR skemmdir urðu á einbýlishúsi við Brúnastaði í Reykjavík en þar var mikill eldur þegar bílar frá Slökkviliði höfuð- borgarsvæðisins komu á vett- vang rétt fyrir klukkan 15 í gær. Börn sem voru heima komust sjálf út Börn sem voru heimavið voru þá komin út úr húsinu. Slökkvistarf gekk vel og var húsið reykræst að því loknu. Bílar frá tveimur stöðvum liðsins voru sendir á vett- vang. Mikill eld- ur í ein- býlishúsi HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands vestra hefur fellt úr gildi úrskurð yfirkjörstjórnar Blönduóssbæjar og Engihlíðarhrepps um að taka lista bæjarmála- félagsins Hnjúka ekki gildan í komandi sveitar- stjórnarkosningum. Lagt er fyrir yfirkjörstjórn að taka listann til skoðunar eins og hann hefði borist fyrir klukkan 12 hinn 4. maí sl. Ákvæði laga um kosningar til sveitarstjórna eru skýr og ótvíræð hvað varðar tímafrest við að skila framboði til sveitarstjórna en þar segir að öll fram- boð skuli tilkynnt skriflega til yfirkjörstjórnar eigi síðar en kl. 12 á hádegi þann dag þegar þrjár vikur eru til kjördags. Framboðlisti Hnjúka barst hins vegar 11 mínútum of seint umræddan dag. Af þess- um sökum ákvað yfirkjörstjórn Blönduóssbæjar og Engihlíðarhrepps að taka listann ekki gildan. Þetta kærðu Hnjúkamenn og féllst Héraðsdómur Norð- urlands vestra á þeirra sjónarmið. Stuttur tími til að skila framboðum Bæjarmálafélagið Hnjúkar bauð fyrst fram vorið 1998 og fékk þá 30% atkvæða. Í niðurstöðum dóms- ins segir að það sé óumdeilt að bæjarmálafélagið Hnjúkar hafi undirbúið framboð sitt fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar í vor. Félagið hafi gengist fyrir skoðanakönnun vegna vals framjóðenda á lista og birt auglýsingar varðandi fyrirhugað framboð og gefið út fréttabréf og bæklinga. Þá féllst dómurinn á ábendingu Hnjúka um að yfirkjörstjórn hefði aug- lýst að tekið væri á móti framboðum síðustu klukkustund framboðsfrestsins. Segir í dómnum að klukkustund til að taka á móti framboðum sé ekki langur tími. Með hliðsjón af þessu og anda laga um kosningar til sveitarstjórna og þess að augljóslega hafi verið um mannleg mistök að ræða þóttu hagsmunir kjós- enda á Blönduósi og í Engihlíðarhreppi ganga fyrir ákvæði um tímafrest til að skila framboðslista. Hall- dór Halldórsson dómstjóri kvað upp dóminn. Yfirkjörstjórn á að taka lista bæjarmálafélagsins Hnjúka til skoðunar Úrskurður yfirkjörstjórn- ar felldur úr gildi í gær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.