Morgunblaðið - 11.05.2002, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 11.05.2002, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sólfari›/Skuggahverfi Geirsgata/Tónlistarhús Slippasvæ›i›Ánanaust Austurbæjarskóli REYKJAVÍKURLISTINN Reykjavík er framtí›arborg Sagnfræ›ingarnir Ingibjörg Sólrún borgarstjóri og Gu›jón Fri›riksson rithöfundur ásamt borgarfulltrúunum Steinunni Valdísi og Árna fiór bjó›a Reykvíkingum í sunnudagsgöngu um borgina á morgun, 12.maí, kl.11:00. Gangan hefst vi› Austurbæjarskóla og fla›an ver›ur haldi› ni›ur a› ströndinni og fjalla› um fyrirhuga›ar framkvæmdir í Skuggahverfi, vi› tónlistarhús og á slippasvæ›inu. Förin endar í pylsuveislu vi› framtí›arlandi› í Ánanaustum. Sunnudagsganga me› borgarstjóra HARALDUR Örn Ólafsson fjall- göngumaður telur líklegt að hann leggi til atlögu við tind Everest úr grunnbúðum á morgun, sunnudag. Fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir að hann legði af stað í gær, föstudag en veður hefur sett strik í reikninginn. Haldist nýjasta áætlun Haralds heldur hann af stað á morgun, sunnudag, og gæti því komist á tind Everest á fimmtudag gangi allt að óskum. Ef hann gerir atlöguna á morgun verður hann í fylkingar- brjósti leiðangra á fjallið, en fyrsti hópurinn sem gerði atlögu að tind- inum þurfti frá að hverfa vegna veð- urs. Haraldur var mjög bjartsýnn á framhaldið þegar hann hafði sam- band við bakvarðasveit sína í gær og er í mjög góðu formi en bíður hag- stæðs veðurs. Hjá honum í grunn- búðum eru Ólafur Örn Haraldsson faðir hans og Steinar Þór Sveinsson vinur hans. Haraldur í grunnbúðum Everest í rúmlega 5 þúsund metra hæð. Stefnir á tind Everest á morgun FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins hefur samþykkt til- lögu til ráðherraráðsins um að komið verði á fót sameiginlegri landamæra- lögreglu á ytri landamærum Scheng- en-svæðisins. Ísland og Noregur eru aðilar að Schengen-svæðinu ásamt þrettán aðildarríkjum ESB og annast Ísland eftirlit á ytri landamærum svæðisins hér á landi fyrir hönd Schengen- ríkjanna. Framkvæmdastjórnin samþykkti tillöguna 7. maí sl. og var haft eftir António Vitorino, sem fer með dóms- og löggæslumál innan framkvæmda- stjórnarinnar, að jafnvel þótt hér væri á ferðinni sérstaklega við- kvæmt mál sem snýr beint að full- veldi þjóða væri hann bjartsýnn á að aðildarþjóðirnar myndu fallast á þýðingu þessa máls. Meginmarkmið tillögunnar er að samhæfa og efla allt eftirlit á ytri landamærum svæðisins í baráttunni gegn hryðjuverkum, fíkniefnum og ólöglegum innflytjendum Umræða um tillöguna á byrj- unarreit í aðildarríkjum Óvíst er hver viðbrögð íslenskra stjórnvalda verða við tillögu fram- kvæmdastjórnarinnar þar sem hún hefur ekki verið kynnt á vettvangi Schengensamstarfsins. „Við erum að sjá þetta í fyrsta sinn í dag eins og önnur aðildarríki,“ sagði Stefán Eiríksson, skrifstofu- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, í gær. „Við erum í rauninni bara að byrja að kynna okkur þessar tillögur og er- um á sama byrjunarreit og öll önnur aðildarríki hvað það varðar,“ sagði hann. Kvaðst hann eiga von á að málið yrði tekið til ítarlegrar skoðunar og umræðu. „Það sem við rekum strax augun í er að þarna er á ferð tillaga um sameiginlegt lið og það þarf auð- vitað að skoða mjög vandlega út frá okkar löggjöf hvort það geti mögu- lega gengið upp.“ Ísland og Noregur með til- lögurétt en ekki atkvæðisrétt Íslendingar hafa sömu stöðu og Norðmenn í Schengen, tillögurétt en ekki atkvæðisrétt. Að sögn Stefáns mun tillagan koma til kasta ráð- herraráðs Schengen-ríkjanna innan samsettu nefndarinnar, sem Íslend- ingar starfa í. Ísland og Noregur hafa tillögurétt en ekki atkvæðisrétt innan ráðsins. Neiti þessar þjóðir að fallast á ákvarðanir sem teknar eru innan samstarfsins þýðir það í raun úrsögn úr Schengen-samstarfinu. Stefán segir að Íslendingar hafi tækifæri til þess á öllum stigum mála að koma á framfæri athugasemdum, fyrirvörum og breytingatillögum ef og þegar ástæða er talin til. „Við tökum þátt í öllu ákvarðana- tökuferlinu og allri umræðu í vinnu í embættismannanefndunum í ráð- herraráðinu og í sendiherranefnd- inni og ráðherranefndinni ef því er að skipta. Það er í rauninni bara at- kvæðagreiðslan sjálf sem við tökum ekki þátt í,“ segir hann. Framkvæmdastjórn ESB vill sameiginlega Schengen-landamæralögreglu „Viðkvæmt mál sem snýr beint að fullveldi þjóða“ LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík 2002 verður sett í Borgarleikhúsinu í dag kl. 14. Fjölmargir viðburðir eru á dagskrá en hátíðin stendur í þrjár vikur. Meðal erlendra gesta að þessu sinni er argentínski tangóhóp- urinn Cenizas de tango sem verð- ur með fimm sýningar í Íslensku óperunni, þá fyrstu á morgun. Byggist sýningin á persónu- legri og gráglettinni sýn höfund- arins, Roxönu Grinstein, á hinn kunna argentínska tangó. Í hópnum eru tólf dansarar, sumir hverjir í fremstu röð í heimalandi sínu. Hópurinn kom til landsins síð- degis í gær og tók ljósmyndari Morgunblaðsins þessa mynd af mannskapnum um það leyti sem komið var í Íslensku óperuna. Nánar er fjallað um hina ýmsu viðburði á Listahátíð um helgina í Lesbók. Morgunblaðið/Árni Sæberg Til í tangó HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 7. maí um að einn þeirra sem taldir eru eiga aðild að smygli á 30 kg af hassi skuli sæta gæsluvarðhaldi til 18. júní. Tveir aðrir menn sitja í haldi vegna málsins. Málinu var skotið til Hæstaréttar í framhaldi af úrskurði héraðsdóms 7. maí þar sem manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til 18. júní vegna rannsóknar á smygli á 30 kg af hassi. Krafðist maðurinn þess að úr- skurðurinn yrði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldið yrði til skemmri tíma. Hæstiréttur staðfesti í gær úr- skurð héraðsdóms. Er það á grund- velli annarrar málsgreinar 103. gr.laga nr. 10/1991 um meðferð op- inberra mála. Segir þar í fyrstu grein að sakborningur verði því að- eins úrskurðaður í gæsluvarðhald að kominn sé fram rökstuddur grunur um að hann hafi framið verknað sem fangelsisrefsing er lögð við að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Er vís- að í skilyrðiðsem segir að úrskurða megi hann í gæsluvarðhald ef ætla megi að hann muni reyna að komast úr landi, leynast eða koma sér undan málsókn eða fullnustu refsingar. Staðfestur úr- skurður um gæsluvarðhald STJÓRN Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur ákveðið að hækka grunnframfærslu náms- manna úr 69.500 krónum í 75.500 sem er rúmlega 8,6% hækkun. Í fréttatilkynningu frá Stúd- entaráði Háskóla Íslands segir að hér sé um að ræða nokkru meiri hækkun en verið hefur undanfarin ár. Einnig hefur tekjutenging lán- þega við maka verið afnumin, en það hefur verið baráttumál stúd- enta til margra ára að auka fjár- hagslegt sjálfstæði stúdenta. Meðal annarra breytinga má nefna lán vegna töku sumarprófa, hækkun skólagjaldalána, hækkun bókakaupaláns, rýmkun á hinni svokölluðu fimm ára reglu og auk- in réttindi einstæðra foreldra. Í fréttatilkynningu segir að breyt- ingarnar kosti í heild um 320 millj- ónir króna. Hærri námslán og tekjutenging af- numin hjá Lánasjóði ísl. námsmanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.