Morgunblaðið - 11.05.2002, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 11.05.2002, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ...símjúkur á brauðið N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 6 2 9 0 / S IA GERT er ráð fyrir að allt að 350 ís- lenskir lögreglumenn annist löggæslu og öryggisgæslu á meðan vorfundur utanríkisráðherra NATO stendur yfir í Reykjavík 14. og 15. maí nk. Eru þá ótaldir erlendir öryggisverðir sem hér verða. Skipulagningin hefur stað- ið yfir síðastliðna 9 mánuði og hefur fjöldi lögreglumanna komið að verk- efninu og sótt sérstök námskeið í ör- yggisgæslu og mannfjöldastjórnun hjá Lögregluskóla ríkisins. Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri sagði á blaðamannafundi í gær að löggæslan yrði mjög áberandi fundardagana enda hefði mannskap- ur úr mörgum lögregluliðum á suð- vesturhorninu verið færður undir stjórn lögreglustjórans í Reykjavík. Nokkrum götum í nágrenni við Hótel Sögu og Háskólabíó verður lokað fyr- ir almennri bílaumferð og þurfa íbúar í Vesturbænum að velja sér aðrar leiðir en venjulega milli heimilis og annarra áfangastaða. Öryggisgæsla verður vegna ein- stakra ráðherra sem mæta til fund- arins, en alls eru þeir 45 og má til samanburðar nefna að 16 ráðherrar komu á leiðtogafund Reagans og Gorbatsjovs í Reykjavík árið 1986. Er þetta stærsta verkefni sinnar tegund- ar sem íslensk lögregluyfirvöld hafa tekið sér fyrir hendur. Ríkislögreglu- stjóri hefur falið lögreglustjóranum í Reykjavík stjórn lögregluaðgerða í höfuðborginni og lögreglustjóranum á Keflavíkurflugvelli stjórn aðgerða vegna komu og brottfarar fundar- gesta á Keflavíkurflugvelli og vegna aukins landamæraeftirlits í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Tugir íslenskra lögreglumanna munu bera skotvopn Sérstakt öryggissvæði verður af- markað umhverfis fundarstaðinn og aðra staði sem ráðherrarnir koma saman á. Verða lögreglumenn ýmist óvopnaðir eða vopnaðir í samræmi við verkefni hverju sinni og munu erlend- ir öryggisverðir bera vopn. Alls verða á annað hundrað manna vopnaðir, þar af tugir íslenskra lögreglumanna. „Það er rétt og eðlilegt að skýra frá því að íslenskir lögreglumenn munu bera vopn,“ sagði Haraldur Johann- essen ríkislögreglustjóri nánar spurð- ur af Morgunblaðinu um vopnaburð lögreglunnar. „Þá á ég við skotvopn vegna þessa fundar og það er þónokk- ur fjöldi íslenskra lögreglumanna sem munu gera það. Þeir skipta nokkrum tugum og verða hér í kring- um fundinn í Reykjavík. Það er fyrir utan þá vopnuðu löggæslu sem sýslu- maðurinn á Keflavíkurflugvelli hefur þar,“ sagði Haraldur og bætti við síð- ar á fundinum: „Við verðum ýmist með sýnilega vopnaða löggæslu hér á höfuðborgarvæðinu, þ.e.a.s. að vopn eru borin utanklæða en einnig innan- klæða.“ Þessu til viðbótar bera örygg- isverðir ráðherranna vopn sín innan- klæða. „Það mun kannski ýmsum þykja óvenjulegt að íslenska lögreglan sé vopnuð með þessu móti, en þegar maður hugar að öryggi þessa fundar og fundargesta, ástandi í heiminum og hvernig lögregla erlendis tíðkar sín störf, held ég að það sé mjög eðli- legt,“ sagði Haraldur og tók fram að hann teldi ekki ástæðu fyrir borgara að hafa áhyggjur af vopnaburðinum. Aukið flugeftirlit og takmörkun á einkaflugi Aukið eftirlit verður með flugi inn- anlands vegna fundarins og hefur lög- reglan átt samstarf við flugmála- stjórn, sem hefur haft uppi sérstakar öryggisráðstafanir í samvinnu við lög- regluna og utanríkisráðuneytið. Munu þannig verða takmarkanir á innanlandsflugi í Reykjavík fundar- dagana með því að einkaflug færist til en áætlanaflug mun halda sér. Alls staðar á landinu verður aukið eftirlit með flugi. Haraldur sagði að engar vísbend- ingar væru um að mótmælendahópar væru á leiðinni til landsins vegna fundarins. Hins vegar væru skipulögð mótmæli við fundarstaðinn á þriðju- dag sem væru skipulögð í samstarfi við lögreglu. „Lögreglumenn verða víða og það verða töluverð afskipti af borgurun- um, sem eru ekki dags daglega,“ sagði hann en tók fram aðspurður að ekki væri átt við að borgarar gætu átt von á því að verða stöðvaðir fyrirvara- laust á heimleið og teknir í skoðun. Kemur vissulega við embætti lögreglustjórans í Reykjavík Aðspurður sagði Ingimundur Ein- arsson, varalögreglustjóri í Reykja- vík, að þótt margir lögreglumenn yrðu við störf í tengslum við fundinn, kæmi það ekki illa niður á almennum vöktum. „Menn verða ekki mikið var- ir við að þar verði fækkað,“ sagði hann. „Hins vegar má búast við því að verkefni verði lögð til hliðar að ein- hverju leyti í rannsóknardeildunum þessa tvo daga en við vonum að það muni ekki koma niður á þeim verk- efnum sem þar liggja fyrir. En vissu- lega kemur þetta við allt embættið því frá lögreglustjóranum í Reykjavík koma 230–250 manns,“ sagði Ingi- mundur. Hagatorg verður lokað almennri bílaumferð frá miðnætti aðfaranótt 13. maí til kl. 22 miðvikudaginn 15. maí. Hagatorgi verður lokað við Birkimel, Espimel, Fornhaga, Dun- haga og Neshaga. Auk þess verður Fornhagi lokaður við Hagaborg og Neshagi lokaður við Furumel frá kl. 7 þriðjudaginn 14. maí til kl. 14 mið- vikudaginn 15. maí. Allt að 350 lögreglumenn, vopnaðir sem óvopnaðir, við störf vegna NATO-fundarins Löggæsla verður mjög áberandi báða dagana Morgunblaðið/Jim Smart Frá blaðamannafundinum í gær. F.v.: Jóhann R. Benediktsson, sýslu- maður á Keflavíkurflugvelli, Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri, Þórir Oddsson vararíkislögreglustjóri og Ingimundur Einarsson, vara- lögreglustjóri í Reykjavík. MIKILL munur er á fylgi við Reykja- víkurlistann og Sjálfstæðisflokkinn í tveimur yngstu aldurshópunum, sam- kvæmt skoðanakönnun sem Fé- lagsvísindastofnun gerði fyrir Morg- unblaðið dagana 6. til 9. maí síðast- liðinn. Úr 800 manna úrtaki í Reykjavík voru kjósendur spurðir um fylgi við framboðslista í borgarstjórnarkosn- ingum ef þær væru haldnar nú. Miðað við þá sem aðeins nefndu R-lista Reykjavíkurlistans og D-lista Sjálf- stæðisflokksins þá sögðust 60,6% fólks á aldrinum 18–24 ára kjósa R- lista og 39,4% D-lista en í næsta ald- urshópi fyrir ofan, 25–34 ára, snerist þetta við og vel það, 64,5% nefndu D- lista en 35,5% R-lista. Þetta er nokkur sveifla frá síðustu könnun Félagsvís- indastofnunar í apríl þegar hlutföll- unum í þessum aldurshópum var öf- ugt farið. Hafa ber þó í huga að þegar úrtakið hefur verið brotið niður í nokkra hópa með þessum hætti verða vikmörk víðari en ella. Breytingar milli kannana geta þó gefið ákveðna vísbendingu. Spurt var tveggja spurninga í könnun á fylgi framboðanna til að fækka óákveðnum. Fyrst var spurt: „Ef borgarstjórnarkosningar væru haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“ Þeir sem svöruðu „veit ekki“ voru spurðir áfram: „Hvaða lista eða flokk telurðu líklegast að þú myndir kjósa?“ Eftir fyrri spurninguna voru 16% óákveðin, en eftir þá seinni var hlutfall óráðinna komið niður í 6,3% og 2,7% neituðu að svara spurningunni. Ef báðar spurningarnar eru teknar saman fær D-listi 39,3% fylgi, R-listi 42%, F-listi frjálslyndra og óháðra fengi 3,4%, H-listi húmanista fengi 0,2%, A-listi Höfuðborgarsamtak- anna 0,9% og Æ-listi Vinstri-hægri snú fengi 0,4%. 2,5% myndu ekki kjósa, 2,3% skila auðu. Miðað við þá sem tóku afstöðu fengi D-listi 45,6% fylgi, R-listi 48,8%, F-listi 4%, H-listi 0,2%, A-listi 1% og Æ-listi 0,4%. Ef aðeins eru teknir þeir sem nefndu stóru framboðin fær D-listi 48,3% og R-listi 51,7%. Munurinn telst ekki töl- fræðilega marktækur þar sem vik- mörk á fylgi framboðanna eru um 4,5%, til eða frá. Þetta er talsvert minni munur milli framboðanna en í síðustu könnun Félagsvísindastofn- unar fyrir Morgunblaðið sem gerð var 19. til 28. apríl sl. Þá voru sömu hlutföll 45,6% hjá D-lista og 54,4% hjá R-lista. Vikmörk voru þá rúm 5%. Dregið saman milli R- og D-lista meðal kvenna Við nánari greiningu á niðurstöð- unum er eingöngu horft til þeirra sem styðja D- eða R-lista, þar sem fylg- ismenn annarra framboða eru of fáir til að raunhæfur samanburður fáist. Skipt eftir kyni stuðningsmanna stóru framboðanna þá eru mun fleiri karlar sem styðja D-lista og fleiri konur sem styðja R-lista. Meðal kvenna hefur þó dregið saman frá síð- ustu könnun. Þá sögðust 63,7% ætla að styðja R-lista og 36,3% D-lista. Hlutföllin nú meðal kvenna eru 58,5% hjá R-lista og 41,5% nefna D-lista. Skiptingin meðal karla er sú að 55,8% þeirra nefna D-lista og 44,2% R-lista. Líkt og fram kom í upphafi er stuðningur við R- og D-lista mismun- andi í tveimur yngstu aldurshópun- um. Munurinn á fylgi eftir aldurshóp- um er tölfræðilega marktækur að mati Félagsvísindastofnunar. Í tveimur elstu hópunum, 45–80 ára, hefur R-listinn forskot, um 60% í hvorum hópi, á móti um 40% hjá D- lista. Í aldurshópnum 35–44 ára nefna 52% D-lista og 48% R-lista. Sé miðað við búsetu stuðnings- manna R- og D-lista er tölfræðilega marktækur munur þar á. Eru þær niðurstöður svipaðar frá síðustu könnun, nema að nokkur breyting hefur orðið í Breiðholti í póstnúmer- unum 109 og 111. Þar eru fylkingarn- ar nánast hnífjafnar, eða 50,7% á R- lista og 49,3% á D-lista. Síðast hafði R-listinn þar um 20 prósentustiga for- skot. Líkt og í fyrri könnun hefur D- listinn meira fylgi í nýju hverfunum, þ.e. Árbæ, Grafarvogi og Grafarholti með póstnúmerin 110, 112, 113 og 116. R-listinn hefur svipað forskot og áður í eldri hverfum borgarinnar, með póstnúmerunum 101, 103, 104, 105, 107 og 108. Munurinn er frá 2,5% í hverfum 103 og 108 og upp í rúm 17% í hinum hverfunum. Svarhlutfallið um 70% Sem fyrr segir var könnunin nú framkvæmd af Félagsvísindastofnun dagana 6. til 9. maí síðastliðinn og fór fram í gegnum síma. Úrtakið var 800 manns í Reykjavík, valið af handahófi úr þjóðskrá, á aldrinum 18 til 80 ára. Alls fengust svör frá 557 af þeim 800 sem komu í úrtakið, en það er 69,6% svarhlutfall. Nettósvörun er 70,8%. Að mati Félagsvísindastofnunar er fullnægjandi samræmi milli skipting- ar úrtaks og íbúa Reykjavíkur eftir aldri og kyni. Munur á fylgi R- og D-lista eftir aldurshópum                                                                                25.maí2002 Skoðanakönnun Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið á fylgi flokka í Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.