Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Gísli, Eiríkur, Helgi, móðir vor kallar á meira grjót, meira grjót. Alþjóðlegur dagur fjölskyldunnar Hlutverk feðra í brennidepli Í TILEFNI af Alþjóð-legum degi fjölskyld-unnar 15. maí nk. verður haldinn morgun- verðarfundur þar sem yf- irskriftin er „Feður og föð- urhlutverkið – Breytingar á föðurhlutverkinu og stöðu feðra“. Valgerður Magnúsdóttir, fram- kvæmdastjóri Fjölskyldu- ráðs, svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðs- ins. Hver heldur umræddan fund, hvar er hann haldinn og hvert er tilefni hans? „Fjölskylduráð og fé- lagsmálaráðuneytið standa fyrir fundinum sem haldinn er á Grand hótel Reykjavík klukkan 8.30 til 9.30 miðvikudaginn 15. maí, á alþjóðlegum degi fjölskyld- unnar.“ Er þessi alþjóðlegi dagur fjöl- skyldunnar árlegur, eða bara nýr af nálinni? „Alþjóðlegur dagur fjölskyld- unnar á rætur að rekja til árs fjöl- skyldunnar árið 1994. Hlutverk hans er að vera vettvangur til að vekja athygli á ýmsum málefnum sem eru mikilvæg hverju sinni fjölskyldum til stuðnings, sem og að stuðla að viðeigandi aðgerðum. Hann er ein af þeim leiðum sem alþjóðasamfélagið hefur orðið sammála um til að styrkja undir- stöður fjölskyldna, því fjölskyldan er sú eining sem er undirstaða þjóðfélaga heimsins og helsti vett- vangur uppeldis, umönnunar og félagsmótunar.“ Talað er um í þessu sambandi „Feður og föðurhlutverkið“, hvers vegna er það áherslupunkturinn? „Hefðbundin kynhlutverk hafa mikið breyst síðustu áratugi og færst nær hvort öðru. Konur hafa jafnt og þétt aukið þátttöku sína á vinnumarkaði og upp á síðkastið hafa verulegar breytingar orðið á þátttöku feðra í uppeldi barna sinna. Á síðasta ári var stigið stórt og mikið spor í þessa átt með breytingum á lögum um fæðing- arorlof sem þá tóku gildi og fólu í sér sjálfstæðan rétt feðra til fæð- ingarorlofs. Árangurinn lét ekki á sér standa og ég held að óhætt sé að segja að feður nýttu sér strax á fyrsta árinu þennan nýfengna rétt í mun meiri mæli en gert var ráð fyrir. Það er mikilvægt að ræða um hvaða áhrif þessi aukna þátt- taka þeirra hefur á þjóðlífið bæði heima og að heiman og því þótti viðeigandi að tileinka dag fjöl- skyldunnar að þessu sinni efninu „Feður og föðurhlutverkið“. Hverjir tala á fundinum og hverjar verða helstu áherslurnar? „Viðfangsefni fundarins er reynsla af fæðingarorlofi fyrir feð- ur og áhrif breytinga á föðurhlut- verkinu fyrir karla, vinnumarkað- inn og samfélagið í heild sinni. Einnig um breytingar sem orðið hafa á forsjá barna og forsjárdeil- um, frá því sem var þegar sjálf- sagt þótti að börn fylgdu mæðrum sínum ef til skilnaðar foreldra kom. Fundurinn hefst með ávarpi Páls Pét- urssonar félagsmála- ráðherra. Síðan tala þeir Ólafur Þ. Stephensen, aðstoð- arritstjóri Morgunblaðsins, Ari Edwald, framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins, Garðar Bald- vinsson, formaður félagsins Ábyrgir feður, og Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður, sem öll hafa mikla yfirsýn og þekkingu á þessum málefnum.“ Á hvaða hátt verða málefni þessa dags gerð sýnilegri? „Á degi fjölskyldunnar mun á Akureyri verða borin í hús nýsam- þykkt fjölskyldustefna bæjarins og verður einnig kynnt á annan viðeigandi hátt, en Akureyrarbær er annað sveitarfélagið til að setja sér sérstaka stefnu í málefnum fjölskyldunnar. Aðeins Garðabær var á undan, og þar var samþykkt fjölskyldustefna í lok síðasta árs. Fjölskyldustefna hefur að mark- miði að styðja og styrkja fjöl- skylduna í verkefnum sínum og er gagnlegt stjórntæki til að setja fram margvísleg markmið í þjón- ustu við fjölskyldur á einum stað, skoða þau í heild sinni, athuga hvernig þau fara saman og hvort þar sé eyður að finna. Þess má geta að mörg önnur sveitarfélög eru nú að vinna að þessu áhuga- verða verkefni.“ Hvað er um Fjölskylduráð að segja, áherslur og tilgangur? „Fjölskylduráði eru ætluð margvísleg hlutverk, svo sem að eiga frumkvæði að opinberri um- ræðu um málefni fjölskyldunnar, hvetja til aðgerða á sviði fjöl- skyldumála í samfélaginu, stuðla að rannsóknum á högum og að- stæðum íslenskra fjölskyldna, veita stjórnvöldum ráðgjöf í fjöl- skyldumálum og annast tillögu- gerð um framkvæmdir í málefn- um fjölskyldunnar. Ráðið starfar á grundvelli þingsályktunar um mótun opinberrar fjölskyldu- stefnu og aðgerðir til að styrkja stöðu fjölskyldunnar, sem Alþingi samþykkti vorið 1997. Það var skipað árið eftir og hefur síðan unnið að ofangreindum verkefn- um á margvíslegan hátt. Nefna má að á degi fjölskyldunnar í fyrra voru kynnt tvö rit sem þá voru að koma út á vegum ráðsins. Það voru Samantekt fjöl- skylduráðs um málefni fjölskyld- unnar sem hefur að geyma yfirlit yfir áætlanir ráðuneytanna á sviði fjölskyldumála og könnun Fjöl- skylduráðs á viðhorfum íslenskra sveitarfélaga til málefna fjölskyld- unnar, niðurstöður úr viðamikilli könnun sem Fjölskylduráð stóð fyrir sem lið í að fá heildarsýn yfir stöðu fjölskyldumála á Íslandi.“ Valgerður Magnúsdóttir  Valgerður Magnúsdóttir er fædd á Akureyri 1949. BA í sál- fræði frá HÍ 1985 og MA í sama fagi frá Minnesotaháskóla 1987. Hefur lengst af starfað sem sál- fræðingur og stjórnandi innan félagsþjónustu. Er nú fram- kvæmdastjóri Fjölskylduráðs í hálfu starfi á móti sálfræðiþjón- ustu. Er gift Teiti Jónssyni tann- lækni og eiga þau tvo syni, Andra og Magnús. Ætlað að styrkja stöðu fjölskyld- unnar STEFNT er að því að samstarfsnefnd á vegum Kópavogsbæjar og Reykja- víkuborgar, sem hefur umsjón með rannsóknum á vatnasviði Elliðaá, skili af sér yfirliti yfir störf sín síðar í þess- um mánuði. Gísli Már Gíslason, pró- fessor í líffræði við Háskóla Íslands, sem sæti á í nefndinni, segir alvarlegt hvað laxastofninum hafi hrakað og til marks um það séu veiðar í Elliða- ánum nú aðeins brot af því sem þær voru fyrir 100 árum. „Ef við ætlum að hreykja okkur af því að eiga laxveiðiá í miðri borg verð- um við að hugsa okkur aðeins um. Við höfum verið að ganga frá yfirliti um það sem nefndin hefur verið að gera og munum fá til liðs við okkur dr. Ragnhildi Sigurðardóttur umhverfis- fræðing til þess að að fara yfir skýrslur og búa til eina heildstæða mynd þannig að áður en farið er að taka ákvarðanir hafa menn fyrir framan sig þá þekkingu sem við búum yfir og þróun í einstökum stofnum.“ Hann segir að Ragnhildur muni væntanlega gera tillögur um hvaða umhverfisþætti eigi að vakta í fram- tíðinni. Afrennsli af götum rennur í árnar Rannsóknir hafa verið gerðar á því hvort áljónir sem losna úr læðingi við hátt og lágt hátt pH-gildi í vatni hafi áhrif á fisk á vatnasvæðinu. Niður- stöður rannsókna virðast benda til þess að áhrifin séu minniháttar til skamms tíma þó svo að lífeðlisfræði- leg skilyrði fiskanna virðist versna, einkum þegar pH-gildið hækkar. Gísli Már bendir á að ekki megi gleyma að um helmingur Elliðavatns sé uppistöðulón sem stækkað var um helming í byrjun fjórða áratugarins þegar gerðar voru endurbætur á Elliðaárvirkjun og Elliðavatnsengj- arnar fóru undir vatn. Í íslensku bergi sé mjög mikið af áli og við súrt vatn og mjög basískt leysist þetta ál upp, sem fyrr segir. Þórólfur Antonsson, höf- undur skýrslu um seiðabúskap í vatnakerfi Elliðaáa frá 1987–2001, telur líklegustu skýringuna á minnk- andi laxastofni margþátta álag á vatnasvæðið. „Ef við byrjum við ósasvæðið þá er verið að veita þangað afrennsli af göt- um og jafnvel skólpi. Ef við höldum áfram upp eftir ánum sjáum við af- rennsli af götum og plönum sem fer út í árnar og einnig er losaður þangað snjómokstur.“ Þórólfur nefnir einnig legu raf- stöðvarinnar og aukið álag við Elliða- vatn. Þá er hesthúsabyggð í Víðidaln- um og sumarhúsabyggð upp með Hólmsá og Suðurá sem í auknum mæli er notuð undir heilsársbústaði. Þessi umgengni öll hafi áhrif á vatna- svæðið. „Það er gríðarlega flókið að einangra einhvern einn þátt sem hef- ur meiri áhrif en annar og oft leggst margt á sömu sveifina,“ segir Þórólf- ur. Stefnt að nánari rannsókn á vatnasvæði Elliðaáa Hnignun laxastofns- ins áhyggjuefni ÞAÐ telst til tíðinda að ær eignist 5 lömb og þau öll halda lífi. Svo gerð- ist í vor að Hjarðarfelli í Miklaholts- hreppi. Kind var fimmlembd og það sem meira er að hún hefur tvívegis verið fjórlembd og einu sinni tví- lembd á ekki langri ævi. Alls hefur hún eignast 22 lömb sem náðu að komast upp. Kindin sem skilar svona miklum afurðum til eigenda sinna hefur ekki fengið venjulegt nafn, en ber númerið 95-551. Eigendur ærinnar eru hjónin á Hjarðarfelli, Guð- bjartur Gunnarsson og Harpa Jóns- dóttir. Þau eru að vonum ánægð með afrakstur 95-551. Þau sögðu að ærin geti ekki annast öll afkvæmin og voru 3 lömbin tekin frá henni og vanin undir ær sem misstu lömb eða voru einlembdar. Ef dilkarnar verða í haust um 15 kíló hver, þá gefur þessi kind af sér afurðir upp á ein 75 kíló. Geri aðrar ær betur! Þessi frjósama ær er með svo- kallað Þokugen, sem er þekkt frjó- semisgen komið frá ánni Þoku frá Smyrlabjörgum. Fleiri ær á Hjarð- arfelli hafa slíkt gen, en hafa ekki náð slíkum árangri sem 95-551. Guðbjartur og Harpa stunda sauðfjárbúskap og í vetur voru 447 ær á fóðrum. Að þeirra sögn geng- ur sauðburður vel þetta vorið. Ær bar fimm lömbum sem öll lifðu Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Það getur verið erfitt að halda saman lömbunum 5 fyrir myndatöku, en það tekst. Á myndinni eru hjónin á Hjarðarfelli, Guðbjartur Gunnarsson og Harpa Jónsdóttir, og ein afurðamesta ær landsins með sín 5 lömb.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.