Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 9 Sumarpils Sumarkjólar Stærðir 36—56                Snyrtistofan Guerlain, Óðinsgötu 1, sími 5623220. Tilboð á litun, vaxi og förðun til 17. maí Sumartilboð 15% afsláttur af öllum kjólum, kjóljökkum og siffonblússum Stærðir 38-52 Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. 15% afsláttur Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið í dag kl. 10-14 af völdum vörum Jensen gallafatnaðurinn kominn aftur Buxur, jakkar, pils Fullt af nýjum toppum Verið velkomin Verslun fyrir konur Laugavegi 44 og Mjódd Símar: 515 1735 og 515 1736 Bréfasími: 515 1739 Farsími: 898 1720 Netfang: oskar@xd.is Utankjörfundaratkvæ›agrei›sla vegna sveitarstjórnarkosninganna 25. maí nk. fer fram í Ármúlaskóla ALLA DAGA kl. 10 - 22. Utankjörsta›askrifstofan veitir allar uppl‡singar og a›sto› vi› kosningu utan kjörfundar. Utankjörsta›askrifstofa Sjálfstæ›isflokksins Sjálfstæ›isfólk! Láti› okkur vita um stu›ningsmenn sem ekki ver›a heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæ›, 105 Reykjavík BJÖRN Leifsson, eigandi World Class og fyrrverandi rekstraraðili Þjóðleikhússkjallarans, hafnar því algerlega að hafa mútað Árna John- sen, fyrrverandi alþingismanni, en ríkissaksóknari hefur ákært Björn fyrir mútur. Á heimasíðu World Class er birt yfirlýsing frá Birni, en þar segir: „Ég hef aldrei talað við Árna John- sen né haft nein samskipti við hann. Ég er ákærður fyrir að hafa mútað Árna Johnsen. Ég hef hvorki greitt Árna eitt né neitt né tekið þátt í að greiða honum neina peninga og er ég saklaus af þessari ákæru. Þeir reikn- ingar sem Árni skrifaði uppá eru óumdeildir, það hafði tekið langan tíma að fá umrædda reikninga greidda og sá framkvæmdastjóri staðarins algjörlega um þá vinnu. Ég kom á engan hátt nálægt því máli og tengist því einungis sem aðaleigandi Þjóðleikhúskjallarans ehf. Ég lít það mjög alvarlegum augum hvernig fjölmiðlar hafa tengt nafn World Class þessari umræðu þar sem World Class tengist þessu máli á engan hátt og sýnir það ekkert ann- að en óábyrgan fréttaflutning við- komandi fjölmiðla.“ Yfirlýsing frá Birni Leifssyni Mútaði ekki Árna Johnsen KÁRI Jónasson, fréttastjóri Ríkisút- varpsins, og Óli Björn Kárason, rit- stjóri DV, vísa ummælum Árna John- sen, fyrrverandi alþingismanns, um fjölmiðla á bug. Kári segir að Árna hafi verið fullljóst að viðtal við hann, sem tekið var 15. júlí sl., var tekið upp til að útvarpa því, en Árni hélt því fram í Morgunblaðinu í gær að hann hefði sagt við fréttamann RÚV að hann vildi ekki koma í fréttaviðtal um málið. Í Íslandi í dag á Stöð tvö og í Kast- ljósi í Ríkissjónvarpinu í fyrrakvöld og í Morgunblaðinu í gær fór Árni Johnsen hörðum orðum um vinnu- brögð fjölmiðla. Í Morgunblaðinu tal- aði hann m.a. um „fjölmiðla þar sem mannæturnar“ réðu ferðinni. Hann sagði fréttastofu Ríkisútvarpsins „subbulegustu fréttastofu landsins“. Árni segir í Morgunblaðinu í gær að viðtal sem Þóra Kristín Ásgeirs- dóttir, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, tók við hann 15. júlí í fyrra hafi verið tekið að honum forspurðum. Í Morg- unblaðinu segir Árni: „Hún [Þóra Kristín] sagðist ekki vera að taka upp samtal, heldur leita upplýsinga. Ég svaraði henni að ég vildi ekki tjá mig neitt eða láta hafa neitt eftir mér en þakkaði henni fyrir að hringja. Hún hélt samtalinu áfram og í stað þess að leggja á eyddi ég samtalinu með því að svara henni í kerskni og með út- úrsnúningum. Þrátt fyrir það sem okkur hafði farið á milli hafði hún tek- ið upp samtal okkar og birti það sem fréttaviðtal þar sem ég var auðvitað eins og fífl, en áður en hún birti við- talið fór hún um ganga Útvarpsins að sögn starfsmanna þar og hrópaði í geðshræringu: Nú skal blóðið renna, nú skal blóðið renna.“ Samskipti Árna við fréttamann Í útvarpsfréttum í gær var spilað upphaf og lok þeirrar upptöku sem Árni vísar til. Í upptökunni heyrist Þóra Kristín segja: „Í stúdíó og græna ljósið er kveikt [græna ljósið þýðir að upptaka er í gangi].“ Árni svarar: „Jamm.“ Þóra Kristín spyr: „Ef við byrjum á þessum steinum sem þjóðleikhús- stjóri og húsvörðurinn kannast ekki við …“ Í lok viðtalsins segir Þóra Kristín: „Heyrðu, Árni, ég held að þetta nægi í bili. Ef þér dettur eitthvað meira í hug eða ef þú vilt heyra hvað ég hef eftir þér, þá hringir þú bara í mig á eftir. Þetta er hugsað fyrir kl. 6 [þ.e. fréttatímann sem sendur er út kl. 6] þannig að það væri ágætt að heyra í þér, kannski fyrir kl. 5.“ Árni svarar og segir: „Já, nei ég hef svarað því sem þú hefur spurt og ég held að það sé …“ Þóra Kristín segir: „… það sé fullnægjandi.“ Árni segir: „Já, ég held það.“ Þóra Kristín lýkur samtalinu og segir: „Ég þakka þér þá bara fyrir.“ Og Árni segir: „Allt í lagi, bless.“ Oft handhægt að varpa sök á fjölmiðla Kári Jónasson, fréttastjóri Ríkisút- varpsins, hafnar algerlega gagnrýni Árna. „Ég vísa því algerlega á bug að Árni hafi ekki vitað að það var verið að taka við hann fréttaviðtal. Það var búið að eltast við hann fyrr um daginn og svo hringdi hann sjálfur. Það kem- ur greinilega í ljós á upptöku, sem við eigum af þessu, að hann gerði sér grein fyrir að hann var í beinu viðtali. Maður með 35 ára reynslu í frétta- mennsku ætti að gera sér grein fyrir því að hann er ekki að hringja í blaða- menn til að bjóða þeim að koma í kaffi. Að öðru leyti vil ég segja, að það er sorglegt þegar einstaklingar eins og Árni Johnsen misstíga sig og reyna að varpa sökinni yfir á aðra og þá er oft handhægt að varpa því yfir á fjöl- miðla. Á fréttastofu Ríkisútvarpsins var unnið að þessu af samviskusemi og ósérhlífni. Við áttum m.a. þátt í að upplýsa þetta mál,“ sagði Kári. Óli Björn Kárason, ritstjóri DV, fjallar um gagnrýni Árna Johnsen á fjölmiðla í leiðara í DV í gær. Þar seg- ir hann: „Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, ætlar því miður að beita gamalkunnugri aðferð manna sem eiga slæman málstað að verja. Ráðist er með dylgjum og hálfkveðn- um vísum að sendiboðanum. Með af- gerandi hætti hefur Árni Johnsen kosið að ráðast á fjölmiðla fyrir þátt þeirra í að upplýsa um mál sem hann hefur nú verið ákærður fyrir. Mál- flutningur þingmannsins fyrrverandi dæmir sig sjálfur en það vekur óneit- anlega furðu að Árni Johnsen telji sjálfum sér til framdráttar að ráðast gegn fjölmiðlum með þeim hætti sem hann hefur gert.“ Óli Björn sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann hefði fáu við þetta að bæta nema kannski þessu. „Maður líttu þér nær.“ Morgunblaðið leitaði eftir viðrögð- um Árna Johnsen við frétt Ríkisút- varpsins í gær um samskipti hans og Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur. Hann sagðist ekki vilja bregðast við frétt- inni og ekki láta hafa neitt eftir sér um viðbrögð RÚV eða DV. Fréttastjóri RÚV og ritstjóri DV um mál Árna Johnsen Vísa ummælum Árna Johnsen á bug
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.