Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÝ REKSTRARFORM innan heilbrigðisþjón- ustunnar hafa litið dagsins ljós að undanförnu og er nú hafinn einkarekstur bæði um hjúkr- unarheimili fyrir aldraða og útselda þjónustu hjúkrunarfræðinga í Reykjavík og á lands- byggðinni. Liðsinni ehf. er rúmlega ársgamalt fyrirtæki að sænskri fyrirmynd sem stofnað var í þeim til- gangi að selja þjónustu hjúkunarfræðinga. Fyr- irtækið hefur starfsleyfi frá heilbrigðisráðu- neytinu og eigendur þess og stofnendur eru þrír hjúkrunarfræðingar sem, að sögn eins þeirra, var farið „að leiðast einokun ríkisvaldsins á eigin starfskröftum“. Þær ákváðu að stofna með sér fyrirtæki sem gerir hjúkrunarfræðingum kleift að ráðstafa tíma sínum sjálfir og eftir því hvar þörfin er fyrir hendi. „Liðsinni gengur út á að við erum með hjúkr- unarfræðinga sem eru ráðnir hjá fyrirtækinu en vinna hjá viðskiptavinum okkar sem eru sjúkra- hús og öldrunarheimili, bæði í Reykjavík en einnig úti á landsbyggðinni,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir, framkvæmdastjóri Liðsinnis og einn eigenda fyrirtækisins. Hún segir að með þessu móti komi jafnvel til starfa innan greinarinnar hjúkrunarfæðingar sem ella hefðu kosið að starfa utan hennar. Þeir ráði sínum verkefnum og vinnutíma og séu oft á tíðum ráðnir til að leysa tímabundið þann vanda sem felst í að manna heilbrigiðsstofnanirnar, oft á tveimur til þremur stofnunum í einu. Anna Sigrún segir þetta fyrirkomulag útbreitt á hinum Norðurlöndunum og annars staðar í Evrópu, meðal annars í Bretandi og Hollandi. Dæmi séu fyrir margra áratuga reynslu af þess háttar þjónustu og algengt að um 4–5% stétt- arinnar starfi á þessum vettvangi. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel hjá okkur. Eftirspurnin er mjög mikil og vöxturinn í fyr- irtækinu mikill,“ segir Anna Sigrún. Hún bendir á að hjúkrunarfræðingar hafi hingað til ekki haft um marga vinnuveitendur að velja, þeir hafi átt þess kost að starfa sem hjúkrunarfræðingar hjá ríkinu eða taka að sér sölustörf af ýmsu tagi. Um 700 hjúkrunarfræðinga vantar í vinnu innan heilbrigðisþjónustunnar í landinu, að sögn Önnu Sigrúnar, en til samanburðar segir hún um 2.000 starfandi í greininni. Þá séu 400 hjúkr- unarfræðingar ekki að starfi við hjúkrun og end- urnýjun innan stéttarinnar sé hæg. Anna Sigrún vill ekki gefa upp nákvæmlega hversu margir starfa hjá Liðsinni en segir að sífellt bætist fleiri hjúkrunarfræðingar í hópinn. Langmest þörf í öldrunarþjónustu Þótt yfirbygging fyrirtækisins sé lítil segir Anna Sigrún að áhersla sé lögð á að starfsmenn eigi bakland innan fyrirtækisins. Reglulegir fundir með starfsmönnum og viðskiptavinum séu liður í því. „Við tökum í raun bara að okkur þau verkefni sem hjúkrunarfræðingarnir hafa áhuga á, enda eftirspurnin langt umfram framboð.“ Anna segir langmestu þörfina eftir hjúkrunar- fæðingum vera í öldrunarþjónustu sem jafn- framt geti á stundum verið erfiðasta vinnan sök- um vinnuálags og manneklu á þessum stofnunum. Einnig sé beðið um hjúkrunarfræð- inga í sérhæfðari störf, t.a.m. skurðhjúkrunar- fræðinga og geðhjúkrunarfræðinga. Anna nefnir að starfsmenn Liðsinnis hafi einnig komið að því að taka þátt í og einfalda breytingaferli innan sjúkrastofnana, meðal ann- ars þar sem verið sé að sameina deildir. Starfs- menn Liðsinnis vinni þá oft á tíðum hluta vaktar en slíkt fyrirkomulag sé oftast ekki á hendi sjúkrahúsanna þar sem starfsmenn hafi ákveðna vinnuskyldu sem sé víðtækari en svo. Aðspurð segist Anna Sigrún sannfærð um ágæti og framtíð þjónustu af þessu tagi en jafn- framt sé stefnt að því að innlima fleiri stéttir innan heilbrigðisgeirans í fyrirtækið. „Það er alveg ljóst að við erum farin að finna fyrir eftirspurn eftir fólki úr öðrum stéttum. Það er spurt um sjúkraliða, almenna starfsmenn og þess háttar, en til að byrja með munum við ein- beita okkur að því að leggja grunninn að núver- andi fyrirkomulagi vel og vandlega.“ Tilraunasamvinna á fimm deildum Kleppspítala Að sögn Guðnýjar Önnu Arnþórsdóttur, fram- kvæmdastjóra endurhæfingardeildar geðsviðs Landspítala háskólasjúkrahúss, hefur samstarf endurhæfingardeildarinnar og Liðsinnis staðið yfir undanfarnar sex vikur en um er að ræða til- raunaverkefni sem ráðgert er að ljúki 1. október næstkomandi. „Við ákváðum að reyna þetta fyrirkomulag á fimm deildum sem allar eru staðsettar á Klepp- spítala. Reynsla okkar af samstarfinu er í stuttu máli afar góð," segir Guðný Anna, en undirbún- ingsvinna hefur staðið frá því fyrir jól, að hennar sögn „Við höfum ekki verið með fullmannað í stöður hjúkrunarfræðinga og þarna er þörfinni mætt þar sem okkur vantar.“ Hún segir að vaktaskýrsla sé sett upp með löglegum fyrirvara, eins og venjan sé, og starfs- menn Liðsinnis sjái um að manna þær vaktir sem beðið sé um. Reynt sé að fylgja þeirri reglu að ákveðnir hjúkrunarfræðingar fylgi ákveðnum deildum. Aðspurð segir Guðný Anna að í ljósi fenginnar reynslu og miðað við núverandi forsendur mæli ekkert gegn því að um áframhaldandi samstarf geti orðið eftir að reynslutíma lýkur. Liðsinni ehf. selur þjónustu hjúkrunarfræðinga til heilbrigðisstofnana Starfsmenn ráða verk- efnum sínum sjálfir Morgunblaðið/Sverrir Anna Sigrún Baldursdóttir, framkvæmda- stjóri Liðsinnis og einn eigenda þess. TÓMAS Ingi Olrich menntamálaráð- herra lagði til á ríkisstjórnarfundi í gær að skipuð yrði ráðherranefnd fjögurra ráðuneyta til að fara yfir rekstrarvanda Félagsíbúða iðnnema og meta hvernig stjórnvöld geti kom- ið til aðstoðar og var það samþykkt. Stjórn Félagsíbúða iðnnema leitaði til menntamálaráðuneytisins vegna rekstrarstöðunnar, sem hefur verið mjög erfið undanfarin ár, og óskaði eftir fjárhagsaðstoð. Tómas Ingi Ol- rich menntamálaráðherra segir að þar sem málið nái út fyrir ramma menntamálaráðuneytisins hafi hann lagt til að félagsmálaráðuneytið, iðn- aðarráðuneytið og fjármálaráðuneyt- ið kæmu einnig að málum og hafi það verið samþykkt. Ágústa R. Jónsdóttir, stjórnarfor- maður Félagsíbúða iðnnema, segir að um fortíðardraug sé að ræða. Félags- íbúðir iðnnema eigi 26 íbúðir og 32 herbergi í sex fasteignum í Reykjavík og þegar hún hafi tekið við stjórninni haustið 1999 hafi eignirnar verið metnar á um 270 milljónir króna en skuldirnar verið um 330 milljónir. Fé- lagsíbúðir geti hreinlega ekki staðið undir þessum skuldum og því hafi verið óskað eftir opinberri aðstoð. Að sögn Ágústu hafa húsnæðismál iðnnema setið á hakanum. Flestir kjarnaskólar í iðn- og verknámi séu á höfuðborgarsvæðinu og því hafi nem- ar í þessu námi utan af landi litla möguleika á að ljúka námi annars staðar, en aldrei hafi verið hugsað um húsnæði fyrir þessa nema. Hins vegar sé hægt að stunda bóknám víða úti á landi og heimavistir séu við þessa bóknámsskóla. Í þessu sambandi nefnir hún að 40% nema af lands- byggðinni, sem fari í framhaldsnám, fari í iðn- og verknám en 20% nema af höfuðborgarsvæðinu. Ágústa segir að kröfuhafar hafi verið mjög þolinmóðir og sýnt Fé- lagsíbúðum iðnnema mikla velvild, en reksturinn gangi ekki að óbreyttu. Því verði að finna nýja lausn. Ráðherra- nefnd fer yfir rekstr- arvandann Félagsíbúðir iðnnema FULLTRÚAR þriggja framboðs- lista; R-lista, D-lista og F-lista, sem bjóða fram í borgarstjórnarkosning- unum í vor tókust á um skipulagsmál í Reykjavík á opnum fundi sem Meistarafélag húsasmiða efndi til síðdegis í gær. Fulltrúar D-lista og F-lista deildu m.a. á uppboðskerfi R- listans í lóðamálum og sögðu það ekki ganga upp þegar lóðaskortur væri í borginni. Fulltrúar R-listans sögðu hins vegar eðlilegt að fara þá leið við að úthluta lóðum. „Við teljum eðilegt að fara þessa leið en hún er ekki gallalaus,“ sagði Árni Þór Sig- urðsson, borgarfulltrúi og efsti mað- ur á lista Reykjavíkurlistans. „Ég held það sé erfitt að snúa til baka og fara í gamla farið og úthluta lóðum með þeim hætti sem gert var áður.“ Björn Bjarnason, borgarstjóra- efni sjálfstæðismanna í Reykjavík og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgar- fulltrúi og annar maður á lista sjálf- stæðismanna, gagnrýndu hins vegar uppboðsfyrirkomulagið harðlega. „Það gengur ekki að setja lóðir á uppboð þegar það er lóðaskortur í Reykjavík,“ sagði Vilhjálmur og bætti því við að með slíku lóðaupp- boði færi ákveðin keðjuverkun af stað. „Byggingarkostnaður hækkar, söluverð hækkar, fasteignamatið hækkar, fasteignagjöld hækka og húsaleigan hækkar,“ sagði hann. Ólafur F. Magnússon, efsti maður á lista Frjálslyndra og óháðra í Reykjavík, tók í sama streng. „Það er ljóst að lóðaskortur er ríkjandi í borginni. Úr því verður að bæta.“ Sagðist hann ennfremur vera smeykur við þá „uppboðsstefnu sem verið hefði,“ í borginni. Með henni yrði verð á lóðum of hátt fyrir alla aðila. Sundabraut flýtt Fundarmenn spurðu fulltrúa framboðslistanna m.a. nánar út í út- hlutanir lóða. Vilhjálmur sagði m.a. að með uppboði á lóðum hefði lóða- verð í Reykjavík hækkað um 140% á skömmum tíma. Lagði hann áherslu á að sjálfstæðismenn vildu ráðstafa lóðum í borginni á því verði sem það kostaði borgina að gera hverfin byggingarhæf. Björn Bjarnason sagði einnig að lóðaverð í Reykjavík hefði hækkað mjög í tíð R-listans. Þá sagði hann að sjálfstæðismenn legðu áherslu á að Geldinganesið yrði skipulagt sem íbúðarbyggð ólíkt því sem R-listinn vildi. Steinunn V. Óskarsdóttir, borgar- fulltrúi og fjórði maður á Reykjavík- urlistanum, tók m.a. fram að suður- hlíðar Úlfarsfells væru eitt fal- legasta byggingarsvæði borgarinnar og sagði að hægt yrði að úthluta lóð- um á því svæði á þessu ári. Jafn- framt sagði hún að R-listinn legði áherslu á að Geldinganesið yrði að einhverju leyti nýtt undir atvinnu- byggð. Austan megin væri hins veg- ar gert ráð fyrir íbúðarbyggð. Þá sagði Árni Þór að fulltrúar R-listans hefðu reynt að sníða af uppboðskerf- inu ýmsa þá galla sem gagnrýndir hefðu verið. Ólafur F. Magnússon, sagðist í megináherslum vera meira fylgjandi D-listanum í skipulagsmálum en R- listanum. Sagði hann m.a. að F-list- inn vildi flýta byggingu Sundabraut- arinnar og tengingu við Kjalarnesið en jafnframt kvaðst hann fylgjandi því að Geldinganesið yrði nýtt undir íbúðarbyggð. Hann gagnrýndi jafn- framt R-listann fyrir að vilja byggja „hálfa Vatnsmýrina og skilja eftir eina flugbraut.“ Hann sagði enn- fremur að leggja ætti áherslu á upp- byggingu stofnbrauta innan höfuð- borgarsvæðisins. F- og D- listi á móti upp- boði lóða Morgunblaðið/Kristinn Fulltrúar þriggja framboða sem bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum í vor ræddu um skipulagsmál á fundi sem Meistarafélag húsasmiða boðaði til í gær. Hér má sjá Björn Bjarnason, borgarstjóraefni sjálfstæðismanna í Reykjavík, en aðrir frambjóðendur á fundinum voru: Árni Þór Sigurðsson, efsti maður á R-listanum, Steinunn V. Óskarsdóttir, fjórði maður á R-listanum, Ólafur F. Magnússon, efsti maður á lista Frjálslyndra og óháðra, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, annar maður á D-listanum. 25.maí2002 Framboðsmál í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.