Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ GÍSLI Már Gíslason, formaður Þjórsárveranefndar, segir að verði Norðlingaölduveita að veruleika, verði rennsli í fossinum Dynk 60– 70% minna en upprunalegt rennsli fossins. Þegar sé búið að skerða náttúrulegt rennsli um 40% og segir Gísli Már að fossinn verði ekki svip- ur hjá sjón verði ársmeðalrennsli skert um 34 m³/sek. til viðbótar, eins og stendur til að gera með gerð Norðlingaölduveitu. Yfir veturinn verði rennslið einungis það sem seytli úr þveránum að vestan í far- veg Þjórsár. Í matsskýrslu um fram- kvæmdina kemur fram að mánuðina desember til apríl verði rennslið um 20 m³/sek., sem kemur allt úr þver- ám. Í dag er rennslið um 40 m³/sek. þessa mánuði. Hafa verður upprunalegt rennsli í huga Gísli Már gagnrýnir hvernig matsskýrslan, sem Skipulagsstofnun hefur nú til umfjöllunar, er sett fram. Þar er vitnað í rit Náttúru- verndarráðs um fossa á Íslandi eftir Sigurð Þórarinsson frá árinu 1978 þar sem segir að æskilegt sé að Dynkur verði friðaður. Gísli bendir á að búið sé að skerða rennsli í foss- inum um 40% síðan Sigurður setti þessa skoðun sína fram, með kvísl- árveitum 1–5 sem komu til sögunnar á árunum 1981–1996. Nú eigi að skerða rennslið enn frekar, þannig að það verði um 30–40% af uppruna- legu rennsli. „Þá verður búið að minnka vatns- magnið í fossinum mjög mikið og fossinn verður ekki svipur hjá sjón ef þessi framkvæmd kemur til,“ segir Gísli Már. Hann segir að því sé ekki rétt að segja í matsskýrslunni að fossinn haldi einkennum sínum, hafa verði upprunalegt rennsli í huga. 37. grein laga um náttúruvernd kveður á um að fossar séu vistkerfi og jarðmyndanir sem njóti sérstakr- ar verndunar og að forðast beri röskun á þeim eins og kostur er. Í matsskýrslunni kemur fram að það sé mat Landsvirkjunar að fram- kvæmdin brjóti ekki í bága við 37. grein náttúruverndarlaga þar sem verulega hafi dregið úr áhrifum á fossana þrjá í ánni með því að lækka hæð lónsins úr 581 m.y.s. í 575 m.y.s. og auka þannig rennsli á yfirfalli. Gísli Már er ósammála þessari full- yrðingu. Hann segir að sem formaður Þjórsárveranefndar verði hann að fá réttar upplýsingar um hvaða afleið- ingar verði af framkvæmdinni. „Ég á ekki að þurfa alltaf að hlaupa í frum- skýrslur og skoða hvað hefur verið gert. Höfundar skýrslunnar eiga að skýra rétt frá og ekki bera saman epli og appelsínur,“ segir Gísli. Formaður Þjórsárveranefndar gagnrýnir gerð matsskýrslu um Norðlingaölduveitu Rennslið í Dynk verður 30–40% af uppruna- legu rennsli Morgunblaðið/RAX SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur skipað starfshóp til að fjalla um sam- göngur til Vestmannaeyja, með þarf- ir fólks og atvinnulífs í huga, og koma þar með tillögur til úrbóta. Hópurinn kom saman til fyrsta fundar í gær en formaður hans er Kristján Vigfússon hjá Siglingastofnun. Auk Kristjáns eiga sæti í starfs- hópnum Gísli Viggósson frá Siglinga- stofnun, Kristín H. Sigurbjörnsdótt- ir frá Vegagerðinni, Haukur Hauks- son frá Flugmálastjórn, Arnar Sig- urmundsson frá Samtökum atvinnu- lífsins, Guðjón Hjörleifsson frá Vest- mannaeyjabæ og Sigmar Georgsson frá Þróunarfélagi Vestmannaeyja og Ferðamálasamtökunum þar í bæ. Hópnum er ætlað að skila af sér úttekt í október í haust á ýmsum kostum sem mögulegir eru til flugs og siglinga milli lands og Vest- mannaeyja. Má þar nefna hugmynd- ir um uppbyggingu í Bakkafjöru og rekstur svifnökkva eða annarra nýrra aðferða. Starfshópnum er einnig ætlað að gera frumrekstrar- áætlun fyrir þá kosti sem vænlegast- ir geta talist. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra sagðist í samtali við Morgun- blaðið binda miklar vonir við starf þessa hóps. Annars vegar ætti að skoða sjóflutningana, og hvort aðrir kostir en ferðir Herjólfs kæmu til greina, og hins vegar að skoða flug- leiðina. Miklu skipti að tryggja góðar samgöngur milli lands og Eyja, þannig að Eyjamenn fengju það á til- finninguna að af hálfu stjórnvalda væri leitað allra leiða til úrbóta í þessum málaflokki. „Meðal þess sem starfshópnum er ætlað að kanna er hvort eða hvernig hægt er að bæta þjónustuna í fluginu og lækka fargjöldin. Kvartað er und- an því að flugið sé dýrt. Einnig er hópnum ætlað að líta til framtíðar og hvernig hægt er að stytta siglinga- leiðina upp að Bakkafjöru,“ sagði Sturla. Samgöngur milli lands og Vestmannaeyja Starfshópi ætlað að koma með tillögur til úrbóta Morgunblaðið/Ásdís Starfshópurinn á fundi með samgönguráðherra í Siglingastofnun, f.v.: Kristján Sveinsson, starfsmaður hóps- ins, Gísli Viggósson, Kristín H. Sigurbjörnsdóttir, Jón Baldvin Pálsson, varamaður Hauks Haukssonar, Guðjón Hjörleifsson, Sturla Böðvarsson, Arnar Sigurmundsson og Kristján Vigfússon. Sigmar Georgsson komst ekki. EINAR Kristján Ein- arsson gítarleikari lést á Landspítalanum mið- vikudaginn 8. maí. Einar Kristján fædd- ist á Akureyri 12. nóv- ember 1956. Hann var sonur hjónanna Guð- rúnar Kristjánsdóttur og Einars Kristjánsson- ar rithöfundar frá Her- mundarfelli. Einar Kristján lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ak- ureyri 1976. Hann nam gítarleik við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og lauk burtfararprófi árið 1982. Þá tók við framhaldsnám í Manchester á árun- um 1982–1988 og sótti hann auk þess námskeið hjá þekktum kennurum. Einar Kristján lauk einleikara- og kennaraprófi frá Guildhall School of Music 1987 og hóf kennslu í gítarleik við Tónskóla Sigursveins og Tónlist- arskóla Kópavogs haustið 1988. Einar Kristján kom fram á tónleik- um í Svíþjóð, Englandi og á Spáni. Hann hélt ótal einleiks- tónleika hér á landi og kom fram við margvís- leg tækifæri. Hann lék með Caput-hópnum og kom fram sem einleik- ari með Kammersveit Akureyrar, Kammer- sveit Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Ís- lands svo fátt eitt sé nefnt. Auk þess starfaði hann sem tónlistarmað- ur við Þjóðleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Alþýðuleikhúsið og fleiri leikhús. Einar Kristján gaf út einleiksdisk árið 1998 með verkum eftir Agustín Barrios, Fernando Sor, Francisco Tárrega, Karólínu Eiríksdóttur og J. S. Bach. Diskurinn var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Þá var hann hljómsveitarstjóri hinnar vinsælu hljómsveitar Rússíbana og hljóðritaði ásamt félögum sínum í hljómsveitinni fjóra geisladiska. Einar Kristján var kvæntur Önnu Ellen Douglas. Andlát EINAR KRISTJÁN EINARSSON Morgunblaðið/Jim Smart SKIPVERJAR af þýska skólaskipinu Gorch Fock gengu í gær heiðurs- göngu að grafreit þýskra hermanna sem fórust hér við land í seinni heims- styrjöldinni. Hér sést hvar sendiherra Þýska- lands á Íslandi, dr. Hend- rik Dane og Michael Brün, skipstjóri og sjó- liðsforingi á Gorch Fock, leggja blómsveig að minnismerki um þá sem létust. Þýskra her- manna minnst TRYGGINGASTOFNUN rík- isins kærði í gær og óskaði eftir opinberri rannsókn á reikn- ingsfærslum og meintu skjala- falsi tannlæknis, sem grunaður er um að hafa dregið sér fé úr almannatryggingakerfinu. Kært var til ríkislögreglu- stjóra vegna ákveðinna atriða og er jafnvel talið að fleiri atriði eigi eftir að koma í ljós í þessu máli, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Ekki liggur fyrir um hvað háar upphæðir er að ræða eða hvort fleiri læknar liggi undir grun. Ákveðin athugun hefur verið í gangi hjá Trygginga- stofnun varðandi hugsanleg tryggingasvik, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er ekki um skipulagða herferð að ræða heldur er þetta hluti af innra eftirliti stofnunarinnar. Tannlækn- ir kærður Tryggingastofnun ríkisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.