Morgunblaðið - 11.05.2002, Síða 13

Morgunblaðið - 11.05.2002, Síða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 13 HILMAR F. Foss, sem búsettur er í Hafnarstræti 11 í Reykjavík og rek- ur meðal annars verslunina Sterling í sama húsi, segist afar óhress með þá þróun sem einkennt hefur mið- borg Reykjavíkur um árabil. Versl- anir og fyrirtæki séu óðum að hverfa úr bænum og fólk eigi ekki lengur erindi í miðborgina sem sé svo að segja horfin. Hann segir brýnt að fólk móti sér skoðun á því hvernig það sjái fyrir sér framtíð miðborg- arinnar. Húseignin í Hafnarstræti 11 hefur lengi verið í eigu sömu fjölskyldu. Elísabet Foss, dóttir Kristjáns Jónssonar háyfirdómara og Íslands- málaráðherra, lét reisa húsið árið 1929 og rak þar lífstykkjabúð í ára- tugi. Einnig hefur faðir Hilmars, Hilmar Foss skjalaþýðandi og dóm- túlkur, starfrækt skrifstofu í húsinu í áratugi. Þar til fyrir nokkrum árum var verslunarplássið á neðstu hæð leigt út til reksturs á vinsælu kaffi- húsi en síðastliðin 4 ár hefur Hilmar rekið þar verslun. Sjálfur býr hann ásamt fjölskyldu sinni á efstu hæð hússins sem hefur verið til sölu frá því síðla árs 2000. Hilmar segir aðspurður að eftir- spurnin eftir húsnæðinu sé engin og sömuleiðis hafi ekki tekist að leigja húsið út til atvinnureksturs, sem stendur autt að öðru leyti. Sömu sögu sé í raun að segja um fjölmarg- ar fasteignir í miðborginni sem standi auðar. „Það sem mér finnst skipta máli er að Reykjavík er höfuðborg lýðveldis og við erum að horfast í augu við að hún hefur ekki lengur það sem hægt er að kalla miðborg. Hingað inn í verslun til okkar hafa komið ferða- menn sem spyrja hvar miðborgin sé. Þeir höfðu lesið um eitthvað en fundu ekki né sáu það sem verið var að segja þeim að væri hérna. Við er- um með höfuðborg sem á ekki lengur neinn lífkjarna á daginn,“ segir Hilmar F. Foss. Í Hafnarstræti 9 er starfræktur skemmtistaður sem Hilmar segir að af hljótist töluvert ónæði. Hann sé þó almennt á því að skemmti- og veit- ingastaðir eigi að blómstra í mið- borginni en saknar mannlífsins og umferðarinnar á daginn og þeirrar snyrtimennsku sem viðhafa ætti í borgum. Hann segir mjög undarlegt að borgaryfirvöld skuli hrósa sér af því að borgin sé hrein þegar blasi við að svo sé ekki. Fjandsamlegt vinnuumhverfi Hilmar segir hugmyndir um bygg- ingu íbúðabyggðar í Vatnsmýri og fyrirhugaða byggingu tónlistarhúss við Miðbakka ekki til þess fallnar að draga fólk aftur að miðboginni. Hann segir að fjölmargt hafi farið miður í meðförum borgaryfivalda á málefnum miborgarinnar á undan- förnum árum og nefnir sem dæmi þegar verslunin Kea Nettó sóttist eftir því að opna verslun í húsi Jóns Ásbjörnssonar við Geirsgötu en um- sókninni var synjað á þeirri forsendu að ekki væri um nægjanlega hafn- sækið fyrirtæki að ræða. „Verslun í landinu flytur bróður- partinn af sínum varningi inn með skipum. Ég get ekki ímyndað mér að það sé margt meira hafnsækið en verslun eins og KEA Nettó.“ Hilmar bendir á að Samvinnuferð- ir Landsýn, sem hafi dregið að sér þúsundir viðskiptavina, hafi flutt starfsemi sína úr miborginni á sínum tíma og sömuleiðis Heimsferðir. Eimskip sé einnig hægt og bítandi að flytja starfsemi sína inn í Sundahöfn. „Staðreyndin er sú að héðan hefur farið hver vinnustaðurinn á fætur öðrum vegna þess að það hefur ekki verið nein ástæða fyrir þá að vera hér. Þetta hefur í raun verið fjand- samlegt vinnuumhverfi fyrir þá sem hér vinna. Þetta er svæði sem er manni mjög kært og leiðinlegt að sjá hvernig bú- ið er að fara með. Þetta er ekki eitt- hvað sem gerist óvart heldur vegna þess að það eru teknar rangar ákvarðanir,“ segir Hilmar. Hilmar F. Foss, íbúi og verslunarrekandi í Hafnarstræti, um stöðu miðborgar „Ekki eitthvað sem gerist óvart“ Morgunblaðið/Jim Smart Feðgarnir Hilmar F. Foss verslunarrekandi og Hilmar Foss, dómtúlkur og skjalaþýðandi. Hilmar yngri býr ásamt fjölskyldu sinni í Hafnar- stræti 11 og rekur þar verslun. JÓN Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra staðfesti í gær samning Landspítala – há- skólasjúkrahúss við heilbrigðis- stofnanir Austurlands, Suðaustur- lands og Ísafjarðarbæjar um sérfræðiþjónustu á sviði barnalækn- inga. Var skrifað undir samninginn á Reyðarfirði. Markmið samnings- ins er að færa sérfræðiþjónustu á sviði barnalækna til þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda á við- komandi svæðum. Þannig mun Landspítalinn veita þjónustu í formi farlækninga sér- fræðinga í barnalækningum á Heil- brigðisstofnun Suðausturlands, Heilbrigðisstofnuninni Ísafjarðarbæ og Heilbrigðisstofnun Austurlands. Veitt verður þjónusta á sviði barna- lækninga samkvæmt ósk yfirlæknis á hverjum stað eins og þjónustan er skilgreind í samningnum og er það sviðsstjóri á barnasviði Landspítala – háskólasjúkrahúss sem sér um læknisfræðilega framkvæmd samn- ingsins af hálfu LSH. Viðkomandi heilbrigðisstofnanir sjá sérfræðingi fyrir fæði, húsnæði og ferðum við hverja komu. Land- spítalinn greiðir hins vegar launa- kostnað vegna samningsins og legg- ur til ýmsa þjónustu fyrir starfsfólk sitt s.s. launavinnslu, skipulagningu þjónustunnar af hendi yfirmanna og fleira sem þarf til að uppfylla samn- inginn. Samkomulagið felur í sér að Landspítalinn sendir sérfræðinga í barnalækningum á viðkomandi heilsugæslustöð á þriggja mánaða fresti samkvæmt fyrirframgerðri áætlun og þjónustan sem íbúum við- komandi svæða verður nú boðið upp á felst meðal annars í eftirfarandi:  Sérfræðiþjónustu á sviði barna- lækninga við skjólstæðinga viðkom- andi heilsugæslustöðvar í samráði við lækna á sérhverjum stað  Nýburaeftirliti og skoðar sér- fræðingurinn alla nýbura í viðkom- andi héraði sem fæðst hafa frá næstliðinni komu  Ungbarnavernd eftir þörfum  Ráðgjöf varðandi heilsuvernd barna og unglinga  Auknu aðgengi að sérfræðingi á Landspítalanum milli ferða, til dæmis í síma eða með öðrum sam- skiptaleiðum. Samið um barnalæknaþjón- ustu á landsbyggðinni ÞYRLA landhelgisgæslunnar sótti í gærmorgun veikan sjómann um borð í línuskipið Valdimar GK sem staddur var 15 sjómílur út af Pat- reksfirði. Maðurinn var með mikinn verk í höfði og missti um tíma með- vitund. Talin var hætta á að hann væri með heilahimnubólgu eða að hann hefði fengið heilablæðingu. Skv. upplýsingum frá slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi var maðurinn ekki í lífs- hættu og við rannsókn fundust engin merki um fyrrnefnd veikindi. Skipverjar hringdu í Neyðarlín- una sem hafði samband við stjórn- stöð Landhelgisgæslu Íslands kl. 6.10. Læknir í þyrluáhöfn Landhelg- isgæslunnar var kallaður út og taldi hann ástæðu til að sækja manninn með þyrlu. Aðrir í áhöfn TF-SIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, voru í framhaldi af því kallaðir út og fór þyrlan í loftið um kl. sjö, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Þyrlan kom að skipinu um átta- leytið. Vel gekk að ná manninum um borð og lenti þyrlan við slysadeild í Fossvogi um klukkustund síðar. Þyrla sótti veikan sjómann Mikill höfuðverkur og missti meðvitund

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.