Morgunblaðið - 11.05.2002, Síða 15

Morgunblaðið - 11.05.2002, Síða 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 15 Gefðu mömmu blóm á morgun sími 462 2900 Blómin í bænum við göngugötuna á Akureyri Upplýsingar í síma 860 8832. Til leigu 84 fm verslunarhúsnæði Blaðbera vantar • Skerjafjörður Upplýsingar fást í síma 569 1122 Hjá Morgunblaðinu starfa um 600 blaðberar á höfuðborgarsvæðinu ⓦ vantar Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. Morgunblaðið, Kaupvangsstræti 1, Akureyri, sími 461 1600. í Innbæinn HIÐ árlega 1. maí hlaup Ung- mennafélags Akureyrar fór fram sl. fimmtudag. Hlaupið, eins og nafnið bendir til, átti að fara fram 1. maí sl. en var þá frestað vegna veðurs. Hlaupið fór fram í ágætis veðri á fimmtudag og tóku rúmlega 400 manns þátt, flestir af yngri kynslóðinni. Hlaupið var í nokkrum flokkum og þremur mismunandi vegalengdum, 2 km, 4 km og 10 km. Rásmarkið var við Glerártorg en endamarkið við Greifann, þar sem þátttakendum var boðið upp á pítsusneið og drykk. Fjölmenni í síðbúnu hlaupi Morgunblaðið/Kristján Einbeittir hlauparar í síðbúnu 1. maí-hlaupi Ungmennafélags Akureyrar á fimmtudag. D-LISTINN býður eldri borgurum á Akureyri til kaffisamsætis á Hótel KEA sunnudaginn 12. maí kl. 15-17. Ávörp flytja Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri og bæjarfulltrúarnir Þóra Ákadóttir og Þórarinn B. Jóns- son. Söngur og upplestur. Vakin er athygli á því að boðið er upp á akstur til og frá Hótel KEA á sunnudaginn og þurfa þeir sem vilja nýta sér þá þjónustu að hafa sam- band við kosningaskrifstofuna. Kaffisamsæti eldri borgara SORPEYÐING Eyjafjarðar hefur leitað að hentugu svæði fyrir sorpurðun, en starfsleyfi núverandi urðunarstaðar á Glerárdal ofan Akureyri lýk- ur árið 2003. Allt sorp af Eyjafjarðarsvæðinu er nú urðað á Glerárdal. Erfiðlega hefur gengið að ná samstöðu um nýjan urðunarstað í Eyja- firði og því voru sorpmálin ekki inni í tillögu að svæði- skipulagi Eyjafjarðar 1998– 2018. Sveinn Jónsson athafna- maður í Ytra-Kálfsskinni og formaður stjórnar Sorpeyð- ingar Eyjafjarðar sagði að nú væru tveir staðir í Eyjafirði til skoðunar sem báðir séu nokkuð álitlegir. Hann vildi þó ekki gefa upp hvaða staðir þetta væru, enda er málið mjög viðkvæmt. Hann sagði að ítarlegar rannsóknar færu fram á efni frá umræddum svæðum áður en til ákvörð- unar kæmi en sú vinna tekur einhverjar vikur. „Þetta á ekki að verða neinn ruslahaugur, heldur sorpvinnsla, þar sem hlutirnir verða gerðir með sómasam- legum hætti, þannig að við þurfum ekki að skammast okkar fyrir. Okkur er uppá- lagt á minnka sorpmagnið og því verðum við hlíta. Það verður því að flokka sorpið, taka úr því t.d. lífrænan úr- gang og koma því sem hægt er í aðra farvegi,“ sagði Sveinn. Urðun sorps af Eyjafjarðarsvæðinu Tveir staðir til skoðunar FYRSTA nemendasýningin frá Myndlistarskóla Arnar Inga á þessu vori verður á morgun, sunnudaginn 12. maí. Hún verður haldin í Kletta- gerði 6 og stendur yfir frá kl. 14 til 18. Á sýningunni verða um 50 olíumál- verk unnin með fjölbreyttum aðferð- um, en um 20 manns eiga myndir á sýningunni. Tvær útskriftarsýning- ar verða frá skólanum í næsta mán- uði. Nemenda- sýning Myndlistarskóli Arnar Inga RÚSSNESKI togarinn Omnya verður dreginn frá Akureyri í dag laugardag ef veður leyfir. Til stóð að skipið færi í gær og var Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri mættur niður á Fiskihöfn til að leysa landfestar skipsins en þegar til kom var brott- för frestað um sólarhring vegna veð- urs. Pólskur dráttarbátur, Atlas II frá Gdansk, mun draga Omnya til Lettlands. Togarinn hefur legið við bryggju á Akureyri frá því í byrjun september 1997 en til stóð að ráðast í umfangs- miklar endurbætur á skipinu. Af því varð ekki og hefur skipið legið við bryggju á Akureyri frá þeim tíma, mörgum til mikils ama. Kristján Þór sagði að það væri alltaf gaman að fá góða gesti en að þó væru takmörk fyrir öllu. Því væri bæði útlitslega og sálarlega mjög gott að losna við skipið. Bæjarstjóri vildi þakka starfsmönnum hafnar- innar fyrir mikla þrautsegju í máli þessu, sem og þeim aðilum lögðu sitt af mörkum til að losna við skipið. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðið hafa öll gjöld vegna veru skipsins á Akureyri verið greidd. Gott að losna við skipið út- litslega og sálarlega Morgunblaðið/Kristján Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri var mættur til að losa land- festar rússneska togarans í gær og að sjálfsögðu með rétta höfuðfatið. Skipið var þó aðeins fært til en ráðgert er að það fari frá Akureyri í dag. Rússneski togarinn Omnya á leið frá Akureyri NÁMSKEIÐ um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga verður haldið á vegum símenntunar í Þing- vallastræti 23 hinn 17. maí nk. Þar mun Sigrún Jóhannesdóttir, fram- kvæmdastjóri Persónuverndar, fjalla um lög 77/2000. Tekin verða fyrir helstu nýmæli samkvæmt lögunum, s.s. tilkynning- ar í stað leyfisumsókna og vernd ein- staklinga í tengslum við meðferð persónuupplýsinga. Einnig verður rætt um verksvið og hlutverk Per- sónuverndar, persónuverndarfull- trúa o.fl. Skráning er hjá Rann- sóknastofnun Háskólans á Akureyri og lýkur á mánudag, 13. maí. Persónuvernd og meðferð upplýsinga NÁMSKEIÐ um athyglisbrest með ofvirkni verður haldið á vegum sí- menntunar Háskólans á Akureyri í Þingvallastræti 23 dagana 16. og 17. maí nk. Kennarar á námskeiðinu eru 9 sérfræðingar frá EIRÐ sem er fræðsluþjónusta um uppeldi og geð- heilsu barna og unglinga. Á námskeiðinu verður fjallað um fjölmarga þætti varðandi ofvirkni, s.s. greiningu, framvindu og horfur, orsakir, lyfjameðferð, fjölskyldu, kenningar og fleira. Skráning á nám- skeiðið er hjá Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri og lýkur á mánudag. Námskeið um ofvirkni STJÓRN Fasteigna Akureyrarbæj- ar hafnaði tilboðunum þremur sem bárust í byggingu tveggja þjónustu- húsa á tjaldstæðinu á Hömrum en þau voru öll yfir kostnaðaráætlun. Stjórnin fól framkvæmdastjóra að ganga til viðræðna við Stíganda á Blönduósi um smíði á einu húsi en fyrirtækið átti lægsta tilboð í verkið en það var 111% af kostnaðaráætlun. Samkvæmt útboði átti hvort þjón- ustuhús að vera um 65 fermetrar að stærð, með salernum, sturtum og þvottaaðstöðu, auk 45 fermetra yf- irbyggðrar verandar. Stígandi bauð 27,7 milljónir króna í verkið en kostnaðaráætlun Fasteigna Akur- eyrarbæjar hljóðaði upp á 25 millj- ónir króna. Bygging þjónustu- húsa á Hömrum Samið verði við Stíganda um eitt hús ÁRNI Steinar Jóhannsson alþingis- maður mætir á opinn fund um um- hverfismál á kosningaskrifstofu vinstrigrænna í göngugötunni við Hafnarstræti í dag, laugardaginn 11. maí. Fundurinn stendur frá kl. 13 til 15. Ræða um- hverfismál ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ M O N S O O N M A K E U P lifandi litir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.