Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 16
SUÐURNES 16 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ GRÍMUR Karlsson, fyrrverandi skipstjóri frá Njarðvík, þekkir sögu íslenskrar útgerðar vel. Í um þrjátíu ár hefur hann smíðað líkön af þekkt- um íslenskum skipum sem mörg hver eiga forvitnilega og magnaða sögu. „Langflest skip okkar Íslend- inga eiga mikla og fallega sögu. Sum eiga hins vegar sorglega sögu,“ seg- ir Grímur. „Ég vona að saga skip- anna komist til skila á sýningunni í Duus-húsum.“ Skipslíkönin vinnur Grímur ýmist eftir teikningum eða ljósmyndum, ef til eru, eða eftir lýsingum þeirra sem þekktu til skipanna. „Ef teikn- ingarnar eru til þá er það mikill fengur. En ég hef meira reynt að búa til skip sem ekki eru til teikn- ingarnar af, skip sem myndu tapast ef við sem til þeirra þekktum gerð- um ekkert til að viðhalda minningu þeirra.“ Grímur segist þar vera að tala um skip sem átt hafa langa ævi við Íslandsstrendur og litlar heim- ildir eru til um. „Þetta eru jafnvel skip sem hafa þó markað djúp spor í frelsisbaráttu og sögu íslensku þjóð- arinnar.“ Grána sigldi um höfin blá í 26 ár Grímur er mjög fróður um ís- lenska útgerð og eru líkön hans af skipum allt frá seinni hluta 19. aldar, er Íslendingar voru að skipta úr ára- bátum í þilskip. „Það kom margt til sem varð til þess að Íslendingar fóru að gera út á þilskipum einmitt á þessum tíma,“ segir Grímur. „Um 1870 voru mjög mörg erlend skip á veiðum við Íslandsstrendur meðan Íslendingar voru ennþá að gera út á árabátum.“ Grímur segir að fyrst í stað hafi Íslendingar eignast sín þil- skip með þeim hætti að kaupa er- lend skip sem höfðu strandað við landið. Grána er ein af þeim. „Grána var frönsk fiskiskúta sem strandaði 1868 og bændur í Eyjafirði keyptu á uppboði. Danir gerðu grín að þeim og kölluðu skipið Gránu, þar sem það var veðrað eftir strandið.“ En Grána stóð sig með prýði að sögn Gríms og marka kaup hennar upp- haf Gránufélagsins. Sigldi hún stolt um heimsins höf í 26 ár þar til hún strandaði í ofsaveðri. „Þetta skip markaði djúp spor í verslunarsögu og frelsisbaráttu Íslendinga.“ Gránu er að sjálfsögðu að finna í bátasafn- inu í Duus-húsum. Á sama tíma og Íslendingar nýta sér til hins ítrasta þau tækifæri sem gefast með ströndum erlendra skipa verður síldarbrestur í Noregi og Norðmenn flykkjast hingað til að veiða og verka síld. „Þetta markar upphaf síldveiða Norðmanna við Ís- land. Íslendingar læra í kjölfarið að veiða, verka og borða síld,“ segir Grímur. Þá varð sala svokallaðra breskra úreltra segltogara Íslend- ingum til góðs og þurftu þeir að sögn Gríms að borga fyrir skipin með afla sínum þegar þar að kom. „Þetta kemur allt eins og Guðsgjöf upp í hendurnar á okkur, segltog- ararnir voru notaðir til síldveið- anna.“ Eftirlætisskip Gríms er ein- mitt frá þessum tíma, Helga EA 2. „Þessa sögu er að finna í bátaflota mínum,“ segir Grímur. „Í safninu má finna sýnishorn af þessum stór- kostlegum atburðum.“ En bátasafnið nær allt til okkar tíma og segir Grímur að 3–4 skip sem hann hefur gert líkan af séu ennþá að sækja á miðin. „Það er misjafnt hversu langur tími fer í að smíða hvert skip,“ segir Grímur. „Það er eiginlega endalaust hægt að vinna við hvert þeirra. Það er nú ekki mikil smíði á þeim sum- um, maður snýr sér bara undan,“ segir Grímur og hlær. Hann segist enn fást við að smíða líkön en minna en áður. „Mig langar að eiga nokkur sjálfur, svona svo ég geti sofið róleg- ur,“ segir hann hlæjandi að lokum. Sýning á bátaflota Gríms Karlssonar verður opnuð í Duus-húsum í dag Morgunblaðið/RAX Grímur Karlsson fæst ennþá við að smíða skipslíkön, hér er hann að dytta að eftirlætisskipinu, Helgu EA 2. Saga skipanna hans Gríms Reykjanesbær Í REYKJANESBÆ býr listasmiður að nafni Grímur Karlsson, fyrrver- andi skipstjóri. Hann hefur lengi smíðað bátalíkön sem hægt er að segja að sýni þróun báta á Íslandi frá 1860 til vorra daga. Fjárlaganefnd Alþingis veitti 8,5 milljóna kr. styrk til áhugafélags um bátaflotann til kaupa á 58 líkönum og til að koma þeim fyrir augu almennings. Áhuga- mannahópurinn hefur nú afhent Reykjanesbæ flotann og bærinn telst nú eigandi safnsins. Síðasta árið hef- ur verið notað til að koma Duus- húsum þar sem sýningin er haldi næstu mánuði, í fullnægjandi form en safnið verður deild innan Byggðasafns Suðurnesja. Safnið er fyrst og fremst umgjörð um báta- líkönin en á sýningin í heild að segja sögu sjómennsku á Íslandi. Þarna verða einnig til sýnis hlutir sem Byggðasafnið á og tengjast sögu sjávarútvegs á Íslandi. Sýningin verður staðsett í Duus- húsunum í Grófinni, þeim hluta húsanna þar sem áður var fiskverk- unarhús. „Ætlunin er, að í Duushús- unum verði í framtíðinni menning- armiðstöð Reykjanesbæjar,“ segir Valgerður Guðmundsdóttir, menn- ingarfulltrúi Reykjanesbæjar. „Með sýningarsölum Byggðasafnsins og öðrum sölum þar sem hægt verður að hafa ráðstefnur, tónleika, listsýn- ingar og ýmsa fundi. Sýningin á bátaflota Gríms er jafnframt fyrsti áfangi við viðgerðir og endurbygg- ingu Duus-húsa.“ Sjávarútvegsráðherra mun opna safnið formlega, í dag, laugardaginn 11. maí kl. 14.00. Grímur Karlsson hefur smíðað á annað hundrað skipslíkön. Margir bátanna eru Suðurnesjabátar, en einnig eru bátar víða að af landinu, meira og minna kunnir úr sjáv- arútvegssögu landsmanna. Skips- líkönin eru frá 60 cm lengd upp í um tvo metra. Sýningin segir sögu sjómennskunn- ar á Íslandi NÆSTKOMANDI miðvikudag,15. maí, er Dagur fjölskyldunnar á Ís- landi. Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar hvetur allar fjöl- skyldur til að halda uppá daginn með einum eða öðrum hætti. Af þessu tilefni býður Reykjanesbær öllum fjölskyldum sem áhuga hafa í sund á Degi fjölskyldunnar og leik-, grunn- og tónlistarskólar í Reykjanesbæ eru hvattir til að gefa aðstandendum barna kost á að koma og kynna sér störf barnanna sinna á þessum degi. Þetta kemur fram í frétt frá Reykjanesbæ. „Þetta er kjörið tækifæri fyrir foreldra til að sýna sjálfum sér og börnum sínum hvílík hugmynda- auðgi býr í „fullorðna“ fólkinu og brydda uppá einhverju nýju að gera sameiginlega á Degi fjöl- skyldunnar. Einnig getur verið til- valið fyrir fjölskyldur að taka sig saman í stærri hópum, t.d. stór- fjölskyldur, og gera eitthvað skemmtilegt,“ segir auk þess í fréttinni. Fullorðnir eru hvattir til að eyða tíma með börnum sínum í Reykja- nesbæ á Degi fjölskyldunnar á mið- vikudag. Morgunblaðið/Ómar Dagur fjölskyldunnar Reykjanesbær FRAMBJÓÐENDUR D-lista sjálfstæðismanna í Reykja- nesbæ bjóða bæjarbúum til fjölskylduskemmtunar í kosn- ingamiðstöð flokksins í Hafnar- götu 6 í dag, laugardag, kl. 15. Margt verður gert til skemmt- unar. Boðið upp á grillaðar pylsur, glaðning fyrir yngstu kynslóðina, tónlist og margt fleira. Allir velkomnir. Sjálfstæðis- menn halda fjölskylduhátíð Reykjanesbær HREPPSNEFND Gerðahrepps lýs- ir yfir furðu sinni á afgreiðslu sveit- arstjórna í Vogum og Sandgerði varðandi fyrirhugaðar byggingar íbúða aldraðra í nágrenni hjúkrunar- heimilisins Garðvangs. Var bókun fulltrúa F-lista þess efnis samþykkt á fundi hreppsnefndar Gerðahrepps á þriðjudag, en allir sameigendur Gerðahrepps að Garðvangi hafa hafnað fyrirhugaðri staðsetningu íbúðanna. „Hreppsnefnd mótmælir harðlega þeim fullyrðingum sem fram koma að fyrirhugaðar byggingar þrengi að starfsemi Garðvangs,“ segir í bókun- inni. „Það er rangt. Tillögur að deili- skipulagi við Garðvang eru unnar af einum af virtusu arkitektum landsins á þessu sviði og því með ólíkindum að leikmenn skuli telja sig betur í stakk búna til að kveða upp fullyrðingar um að fyrirhugaðar byggingar þrengi að starfsemi Garðvangs. Fulltrúar F-listans ítreka enn og aftur að fyrirhuguð bygging íbúða aldraðra er gífurlega stórt framfara- spor í að tryggja eldri borgurum í Garði góða aðstöðu og þjónustu. Það er líka okkar trú að bygging íbúða aldraðra í nágrenni Garðvangs muni þegar litið er til framtíðar efla mjög alla starfsemi Garðvangs og verða verulega atvinnuskapandi. Það er því með öllu óskiljanlegt að framkvæmdastjóri DS (Dvalarheim- ilis aldraðra á Suðurnesjum) og for- maður stjórnar DS skuli hafa beitt sér svo mjög á móti þessu framfara- máli í þágu aldraðra. Hreppsnefnd skorar á eignaraðila að taka þetta mál upp að nýju og end- urskoða afstöðu sína,“ segir í bók- uninni sem samþykkt var. Skorar á eignar- aðila að taka málið upp aftur Garður IÐNAÐARRÁÐHERRA, Valgerð- ur Sverrisdóttir, mun í dag opna sýn- inguna Handverk og list sem fer fram í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík og verður opin um helgina frá kl. 12–18. Um er að ræða stóra sölusýningu og koma um 80 þátttak- endur víða að af landinu. Stærsti hlutinn kemur þó af Reykjanesi og er þetta fyrst og fremst hugsað sem kynning á okkar fólki. Handverks- og listafólk á Reykjanesi vekur þannig athygli á verkum sínum og er þetta liður í menningartengdri ferðaþjónustu á svæðinu. Má í því sambandi nefna að í sumar verður opinn listamarkaður í húsnæði Fé- lags myndlistarmanna í Reykja- nesbæ í Svarta pakkhúsinu á Hafn- argötu 2. Sýning á handverki um helgina Reykjanesbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.