Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 22
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 22 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sími 575 8500 • Fax 575 8505 Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík KAUPENDALISTINN Opið í dag frá kl. 13-15. EINBÝLISHÚS Höfum fjársterkan kaupanda að einbýlishúsi í Þingholtunum. Góðar greiðslur í boði fyrir rétta eign. Heildsala vantar 150-200 fm einbýlishús ásamt tvöföldum bílskúr í Grafarvogi. Bein kaup eða skipti á heilli húseign á útsýnisstað í Hólunum. RAÐ- OG PARHÚS Vantar fyrir hjón sem eru að flytja utan af landsbyggðinni rað- eða parhús helst á einni hæð. Vantar rað- eða parhús með fjórum svefnherb. í Garðabæ fyrir traustan kaupanda. Endurskoðandi er að leita að raðhúsi í Fossvogsdal. SÉRHÆÐIR Traustur kaupandi hefur beðið okkur að útvega 120-150 fm hæð á svæði 101 eða 107. Góðar greiðslur í boði. Óskum eftir 5 herb. sérhæð í Norðurmýri, þ.e. Hrefnugötu, Kjartansgötu, Guðrúnargötu, Bollagötu, Gunnarsbraut eða Auðarstræti. Vantar sérhæðir í Kópavogi, Garðarbæ og Hafnarfirði. 4RA - 7 HERB. Einstæða móðir vantar 4ra herbergja íbúð í nágrenni (göngufæri) Austurbæjarskólans. Góðar greiðslur í boði. 5 herb. íbúð í Fossvogi óskast fyrir traustan kaupanda. Góðar greiðslur í boði. Höfum traustan kaupanda að 4ra herb. íbúð í Hlíðunum eða vesturbæ í góðu fjölbýlishúsi. Vantar fyrir traustan viðskiptavin góða 4ra herb. íbúð, helst með bílskúr í Fossvogi, Gerðum eða Háaleitishverfi. Harðan KR-ing vantar 4ra herb. íbúð í nágrenni heimavallarins. Góðar greiðslur í boði. Óskum eftir 5 herb. íbúð á svæði 101, helst við Freyjugötu, Sjafnargötu, Fjölnisveg, Bergstaðastræti, Mímisveg eða Lokastíg, en aðrar götur koma til greina. 2JA -3JA HERB. Stýrimann vantar 3ja herb. íbúð á svæði 101 eða 105. Erum með kaupanda að 3ja hebergja íbúð í nágrenni Hlemmtorgs. Kennara vantar 2ja til 3ja herbergja íbúð í Vogunum, svæði 104 í skiptum fyrir 2ja herbergja íbúð á Akureyri. MENNINGARNEFND Árborgar hélt kvöldvöku í Fjölbrautaskóla Suðurlands í tilefni þess að þrjátíu ár eru liðin frá því að Árvaka Sel- foss var fyrst haldin. Það var árið 1972 sem efnt var til Árvöku Selfoss sem var mikill viðburður með atvinnu- og þjón- ustusýningu og menningarviðburð- um af ýmsu tagi. Árvaka þessi var haldin nokkur ár í röð en féll síðan niður. Oft hefur verið rætt um það að endurvekja þennan viðburð og var kvöldvakan liður í þeirri um- ræðu. Á kvöldvökunni, sem var vel sótt, var fjölbreytt dagskrá með þátttöku kóra og söngvara á Sel- fossi. Formaður menningarmála- nefndar Árborgar, Björn Gíslason, veitti listafólki viðurkenningar fyr- ir vel unnin störf á liðnum árum. Félög og kórar sendu nefndinni tilnefningar og hún heiðraði síðan fólkið með blómvendi. Björn sagði menningarkvöldvökuna hafa tekist mjög vel og nauðsynlegt að festa hana í sessi til framtíðar. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Þau fengu viðurkenningu: Einar Sigurjónsson fyrir frumkvöðlastarf að stofnun kórs eldri borgara, Ester Hall- dórsdóttir fyrir leiklist, Bjarni Dagsson fyrir 55 ára söng með Kirkjukór Selfoss, María Kjartansdóttir fyrir söng með Kirkjukór og Samkór Selfoss í 29 ár, Björn Gíslason, formaður menningarmálanefndar, Sigríður Þor- geirsdóttir fyrir 29 ára söng með Samkór Selfoss, Guðmundur Jóhannsson fyrir 42 ára starf með Lúðrasveit Selfoss, Sigurdór Karlsson og Ragnar Þórðarson fyrir söng í 37 ár með Karlakór Selfoss. Viðurkenningar á menningarkvöldvöku Selfoss FORELDRAFÉLAG grunn- skólans hélt nýlega fund með foreldrum 7. bekkja þar sem undirritaður var samningur á milli foreldra. Framkvæmda- stjóri Heimilis og skóla, Krist- björg Hjaltadóttir, kom á fund- inn og kynnti samninginn. Í kynningu sinni sagði hún m.a. að það væru foreldrar sjálf- ir sem færu með forsjá barna sinna og bæru ábyrgð á þeim, en ekki stjórnvöld, skóli, kenn- arar eða sérfræðingar. Með samningnum verða foreldrar sterkari, geta staðið betur sam- an, því forvarnir byrja heima. Einnig sagði Kristbjörg að rannsóknir hefðu sýnt að hvert ár, sem börnum er haldið frá neyslu, skiptir miklu máli. Eftir kynninguna voru málin rædd og foreldrar skiptust á skoðunum um ágæti samningsins, síðan hófst undirskrift. Kristbjörg sagði einnig frá því að nú um þessar mundir væru samtökin Heimili og skóli 10 ára og af því tilefni var haldið For- eldraþing á Hótel Sögu. Þar voru Unnur Halldórsdóttir stofnandi samtakanna og Guðni Olgeirsson starfsmaður mennta- málaráðuneytisins heiðruð. Einnig var minning Hrólfs Kjartanssonar heiðruð með því að fundargestir risu úr sætum. Samtökin hafa nýlega gert þjónustusamning við mennta- málaráðuneytið, þar sem Heimili og skóli taka að sér símsvörun, með ráðgjöf fyrir foreldra. Heimasíða samtakanna er heimiliogskoli.is og er þar að finna spjallþræði, spurningar og svör, fræðslu og upplýsingar. Foreldra- samningur Hveragerði Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, Kristbjörg Hjaltadóttir. SLÖKKVILIÐSMENN hjá Bruna- vörnum Árnessýslu nýttu sér tæki- færi til reykköfunaræfinga þegar búið var að tæma húsnæði leikskól- ans Árbæjar á Kirkjuvegi 3 á Sel- fossi. Fyrirhugað er að rífa húsið þar sem það stendur á lóð nýbygg- ingarinnar við Hótel Selfoss sem tekin verður í notkun 1. júní næst- komandi. Leikskólinn flytur í nýtt húsnæði í Fosshverfi þar sem er að rísa nýr fjögurra deilda leikskóli sem opn- aður verður í júlí. Í millitíðinni hef- ur leikskólinn flutt sig á nýjan stað á íþróttavallarsvæðinu við Engja- veg. Slökkviliðsmennirnir fylltu húsið af reyk og æfðu síðan reykköfunina af kappi. Þeir sögðu það tilvalið að nýta tækifærið sem gæfist þar til húsið yrði rifið, sem fyrirhugað er að gera 20. maí. Reykköf- un æfð í tómum leikskóla Morgunblaðið/Sig. Jóns Slökkviliðsmenn bíða þess að fara inn í reykfylltan leikskólann Árbæ. Selfoss ÞAÐ boðar sumarkomu þegar Þóróddur og Elín í Hjólabæ setja út hjólin og það glampar á fák- ana. Þau hafa verið með verslun við Austurveg 11 á Selfossi síðan 1988 en þar á undan hafa menn verið með veiðivörur á þessum stað síðan 1967. Í Hjólabæ, hjá Þóroddi, eru í boði reiðhjól og auk þess er þar reiðhjólaverkstæði þar sem Þór- oddur fær margvíslegustu verkefni að glíma við sem hann segir að gefi þessu öllu góðan tón. Hjá þeim hjónum er líka veiðivöruverslunin Veiðibær en það fer saman að þegar fólk fer að huga að reiðhjólum þá fara veiðimenn að huga að sínum græjum. Þá geta golfmenn fengið kylfur og það sem þá vantar í golfferðina. Þannig eru þau hjón með sannkallaða sumarverslun hjá sér. „Ég hef mikil og góð samskipti við fólk í gegnum þetta allt saman og það er alltaf eitthvað að gerast á þessum vettvangi allt árið, “ sagði Þóroddur. Morgunblaðið/Sig. Jóns Þóroddur og Elín við Hjólabæ og Veiðibæ á Selfossi. Hjólin boða sumarkomuna Selfoss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.