Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 25
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 25 Sími 525 3000 • www.husa.is Laugardagur í Skútuvogi Nú er tími til að grilla. Tilboð í verslun Skútuvogi 16 í dag. Opið 10-16 fyrir hamborgara fyrir fisk Grillgrind 990 kr. (1.975) Kolagrill 42 cm 3.595 kr. (áður 8.625) Grillgrind 1.295 kr. (1.875) INNGANGA í Evrópusambandið gæti leitt til þess að dýrara yrði að fjármagna kaup á íbúðarhúsnæði, að því er sagði í Markaðsyfirliti Landsbanka Íslands í gær, enda þyrfti þá líklega að afnema ríkis- ábyrgð á Íbúðalánasjóði og gera arðsemiskröfu til þess fjármagns sem bundið er í útlánastarfseminni. Í Markaðsyfirliti Landsbankans er vitnað í skýrslu hnattvæðingar- nefndar um meginkosti þess að taka upp evruna, annars vegar aukin ut- anríkisviðskipti og fjárfestingar er- lendra aðila. Hins vegar er möguleg lækkun vaxta á skuldabréfamarkaði um 1,5–2%. „Það má velta vöngum yfir því hvort upptaka evrunnar muni hafa minni áhrif á vaxtakjör heimilanna en hnattvæðingarnefnd heldur fram. Ástæða þessa er sú að upp- taka evrunnar mun hugsanlega hafa lítil áhrif á kjör íbúðalána sem eru nú um 50% af heildarskuldum ein- staklinga. Við inngöngu í Evrópu- sambandið er líklegt að afnema þyrfti ríkisábyrgð á Íbúðalánasjóði og gera arðsemiskröfu til þess fjár- magns sem bundið er í þeirri útlána- starfsemi. Þetta gæti leitt til þess að dýrara yrði að fjármagna kaup á íbúðarhúsnæði og er hugsanlegt að þessi hækkun vegi upp þá vaxta- lækkun sem gæti átt sér stað við upptöku evru. Ef þessi röksemda- færsla stenst gætu áhrif upptöku evru á þennan þátt vaxtakostnaðar heimilanna orðið lítil sem engin, í versta falli til hækkunar á vaxta- kostnaði heimilanna,“ segir í Mark- aðsyfirlitinu. Innganga í ESB gæti leitt af sér vaxta- hækkun á íbúðalánum BÁTASMIÐJAN Trefjar í Hafn- arfirði afhenti nýverið nýjan Cleo- patra 38-bát til Grænlands. Þetta er fyrsti Cleopatra-báturinn sem Trefjar afgreiða til Grænlands. Kaupandi bátsins er Ludvig Lund- blad, útgerðarmaður frá höf- uðstaðnum Nuuk á Grænlandi. Lud- vig rekur útgerðina Looqi og Sønner ásamt sonum sínum. Bát- urinn hefur hlotið nafnið Looqi L. Hann er 11,3 metra langur og mælist 14,9 brúttótonn en Trefjar hafa nú gert lítilsháttar breytingar á Cleopatra 38-bátnum til samræm- is við nýsamþykkt lög um króka- aflamarksbáta. Báturinn, sem gerð- ur verður út frá svæðinu í kringum Nuuk, er sérútbúinn til veiða á snjó- krabba og hefur þegar hafið veiðar. Í lest bátsins er rými fyrir fjórtán 380 lítra fiskikör. Báturinn er útbú- inn með borðsal í lúkar fyrir fjóra menn. Þar er svefnpláss fyrir fjóra ásamt eldunaraðstöðu með eldavél og örbylgjuofni. Salernisrými með vatnssalerni er einnig í lúkar. Að- alvél bátsins er af gerðinni Scania og er 575 hestöfl. Siglingatæki eru af gerðinni Simrad. Trefjar selja bát til Grænlands HAGNAÐUR Kers hf. (áður Olíufé- lagsins hf.) nam 313 milljónum króna á fyrsta fjórðungi ársins en hagnaður alls ársins í fyrra nam 378 milljónum. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði nam 269 milljónum króna nú en 1.550 milljónum króna allt árið 2001. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 3,5 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi og hreinar rekstrar- tekjur námu rúmum milljarði. Fjár- magnsliðir eru nú jákvæðir um 222 milljónir en voru neikvæðir um 888 milljónir króna allt árið í fyrra. Eigið fé var 7,3 milljarðar króna og hefur hækkað um 25 milljónir á fyrstu þremur mánuðum ársins. Eig- infjárhlutfall var 37% í lok mars. Stjórnendur félagsins eru, að því er segir í tilkynningu bjartsýnir á að ár- ið verði félaginu hagstætt, miðað við núverandi aðstæður. Þó verði að hafa í huga að gengi íslensku krónunnar og heimsmarkaðsverð á olíu getur haft veruleg áhrif á afkomu ársins. Ekki er tekið tillit til áhrifa verð- lagsbreytinga í árshlutareikningn- um. Hefði verðleiðréttum reiknings- skilum verið beitt áfram hefði hagnaður samstæðunnar fyrir fyrsta ársfjórðung aukist um 17,1 milljónir króna eftir skatta og eigið fé verið hærra um 84,9 milljónir króna. Hagnaður Kers hf. 313 milljónir króna SKAGSTRENDINGUR hf. var rek- inn með 97 milljóna króna hagnaði fyrstu þrjá mánuði ársins 2002, sam- anborið við 33 milljóna króna tap fyr- ir sama tímabil 2001. Betri afkomu má einkum rekja til gengishagnaðar af skuldum félagsins og til hærra af- urðaverðs mælt í íslenskum krónum. Rekstrartekjur félagsins námu 706 milljónum króna fyrstu þrjá mánuði ársins 2002 en voru 600 millj- ónir árið áður. Hagnaður félagsins án afskrifta og fjármagnsliða nam 145 milljónum króna eða 20,6% af rekstrartekjum samanborið við 99 milljónir og 16,5% fyrir sama tímabil 2001. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 42 milljónir en voru neikvæðir um 84 milljónir á sama tíma í fyrra. Veltufé frá rekstri nam á tíma- bilinu 138 milljónum eða 19,5% af rekstrartekjum. Til samanburðar nam veltufé frá rekstri 62 milljónum í fyrra eða 10,4% af rekstrartekjum. Aukningin nemur 54%. Í árshlutareikningi félagsins er tekið tillit til áhrifa verðlagsbreyt- inga. Hefði það ekki verið gert hefði hagnaður tímabilsins verið um 8,8 milljónum króna lægri. Hagnaður Skagstrend- ings 97 milljónir króna HAGNAÐUR Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum fyrstu þrjá mán- uði ársins nam 545 milljónum króna samanborið við 255 milljónir á sama tímabili í fyrra. Þetta er betri af- koma en áætlað var og skýrist það, að sögn félagsins, af 125 milljóna króna gengishagnaði. Framlegð félagsins, hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, nam tæpum 550 milljónum króna og jókst um 2% frá fyrra ári. Var hún samt ívið lakari en rekstrar- áætlanir tímabilsins gerðu ráð fyr- ir. Framlegðarhlutfall hækkaði úr 40,4% í fyrra í 41,5% í ár Heildartekjur félagsins voru 1.325 milljónir króna og voru 10 milljónum króna lægri en á sama tímabili fyrir ári. Þess má geta að fyrsti ársfjórðungur er sá tími sem tekjur Vinnslustöðvarinnar eru jafnan hvað mestar. Fjármagns- gjöld voru 311 milljónum króna lægri í ár en í fyrra og munar þar mestu um 125 milljóna króna geng- ishagnað en á sama tíma í fyrra var gengistap upp á 148 milljónir króna. Heildarskuldir félagsins jukust um 215 milljónir króna frá upphafi árs til marsloka en nettóskuldir lækkuðu um 595 milljónir króna. Skýringarinnar er aðallega að leita í 814 milljóna króna aukningu veltufjármuna. Vinnslustöðin hf. beitir verð- bólgureikningsskilum í uppgjörinu. Án þeirra væri hagnaður félagsins 513 milljónir króna eða 32 milljón- um króna lægri. Gert er ráð fyrir að framlegð fé- lagsins verði 1 milljarður króna á árinu 2002 og hagnaður ársins verði liðlega 350 milljónir króna, ef ekki er tekið tillit til gengishagnaðar. Afkoma Vinnslu- stöðvarinnar betri en áætlað var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.