Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 26
ERLENT 26 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SAKSÓKNARAR sem rannsaka morðið á hollenska stjórnmálamann- inu Pim Fortuyn í Hilversum í vikunni segja að fundist hafi í bíl meints morð- ingja nöfn á þremur öðrum liðsmönn- um flokks hans og kort af borgarhverf- unum sem þeir búa í. Hafa mennirnir nú fengið aukna vernd af hálfu lög- reglu en ekki er enn talið útilokað að morðinginn hafi verið í slagtogi með fleiri mönnum. Hinn grunaði er í vörslu lögreglunnar en hann var hand- tekinn nokkrum mínútum eftir morð- ið. Hann er 32 ára gamall hvítur Hol- lendingur, Volkert van der Graaf. Er hann félagi í róttækum samtökum sem berjast fyrir réttindum dýra en fyrir skömmu lét Fortuyn þess getið að hann vildi aflétta banni við loðdýraeldi. Útför Fortuyn fór fram í gær í dómkirkju Laurentiusar og Elísabet- ar í Rotterdam, heimaborg Fortuyns. Mörg þúsund manns sýndu samúð sína með því að standa við götuna sem líkinu var ekið um í gær áleiðis til borgarinnar Driehuis-Westerveld á norðvesturströnd landsins þar sem útför í einkagrafreit fjölskyldu hans fór fram. Síðar verður kistan grafin upp á ný og endanlega jarðsett við sumarhús Fortuyns í Veneto-héraði á Ítalíu í samræmi við ákvæði í erfða- skrá hans. Fólkið á götum Rotterdam hyllti Fortuyn og fleygði blómum í átt að líkfylgdinni er hún ók framhjá mann- fjöldanum í gær. Margir hrópuðu nafn hans, aðrir sungu lag sem stuðn- ingsmenn helsta knattspyrnuliðs Rotterdam, Feyenoord, nota til að hvetja lið sitt, „You’ll never walk alone“. Bílarnir voru allir hvítir að undanskildum einkabíl hins myrta sem var svartur. Tveir kjölturakkar Fortuyns, Kenneth og Carla, sem voru ávallt með í för á kosningafund- um stjórnmálaleiðtogans, voru fremstir í líkfylgdinni ásamt brytan- um Herman. Við útförina geltu þeir þegar nafn húsbóndans var nefnt. Margir Hollendingar segjast vera andvígir skoðunum Fortuyns en þeir vilji sýna minningu hans samúð til að leggja áherslu á andstyggð sína á pólitískum morðum. Um 20.000 manns vottuðu Fortuyn hinstu virð- ingu á fimmtudag í kirkjunni þar sem opin kista hans lá á viðhafnarbörum. Fulltrúi Beatrix drottningar, Wim Kok forsætisráðherra, og leiðtogar annarra stjórnmálaflokka voru við- staddir athöfnina í gær sem var sjón- varpað beint. Yngri bóðir Fortyuns, Simon Fortuyn, flutti ávarp og vísaði þar ákaft á bug að hinn látni hefði verið hægri-öfgasinni. Hann hefði verið „einstaklega mannúðlegur“ og eindreginn lýðræðissinni. „Fólkið sem fann í þér röddina sem það vildi heyra verður að vera metið að verð- leikum og fá þau svör sem það á skil- ið,“ sagði bróðirinn. Hann tók einnig skýrt fram að óánægja mætti ekki brjótast út í ofbeldi. Umdeildur leiðtogi Nýstofnaður flokkur Fortuyns fékk um þriðjung atkvæða í borgar- stjórnarkosningum í Rotterdam í mars og var spáð góðu gengi í þing- kosningum sem verða á miðvikudag. Hann var afar umdeildur vegna skoð- ana sinn á innflytjendamálum og var sakaður um að beita lýðskrumi og höfða til fordóma. Hann taldi íslam vera frumstæð trúarbrögð og barðist gegn því að bókstafstrúarmenn ísl- ams fengju að lifa samkvæmt ýtrustu fyrirmælum kenninganna. Fréttaritari International Herald Tribune í París segir að Fortuyn hafi í málflutningi sínum um íslam höfðað til viðhorfa sem hafi lengi gerjast hjá al- menningi í Hollandi en þar búa um tvær milljónir innflytjenda sem marg- ir eru múslímar. Vinstriblaðið De Volkskrant birti í september í fyrra skoðanakönnun sem gaf til kynna að um 60% landsmanna vildu reka úr landi íslamska innflytjendur sem styddu árásir hryðjuverkamanna á Bandaríkin. Fortuyn sagðist aldrei vilja reka úr landi þá múslíma sem þegar væru komnir til Hollands, en hann vildi banna að fleiri fengju að koma. Gegn þvinguðum hjóna- böndum og kvenhatri Orðalag í stefnuskrá hans er hóg- vært og í anda stjórnmálahefða í Hol- landi. Þar segir að taka verði af mikl- um þunga á vandamálum sem íslamskir innflytjendur í stórborgun- um eigi við að glíma og sérstaklega einangrun þeirra frá samfélaginu. Bæta verði menntun og útvega hús- næði en einnig verði að krefjast þess að innflytjendur leggi sig sjálfir fram. „Berjast verður með lagasetningu og upplýsingum til handa almenningi gegn menningarlegri þróun sem er í algerri andstöðu við stefnu aðlögunar og aukins frjálsræðis, eins og til dæmis þvinguðum hjónaböndum, blóðhefnd í samskiptum hópa og um- skurði kvenna. Einkum er misrétti gagnvart konum í röðum íslamskra bókstafstrúarmanna óviðunandi,“ segir í stefnuskránni. Nokkrir af liðsmönnum flokksins eru ættaðir frá Afríku. Meðal þeirra er ungur blökkumaður, Joao Varela, en hann er 27 ára og fluttist barn að aldri til Hollands frá Grænhöfðaeyj- um. Varela gegndi embætti varafor- manns en óljóst er hvort hann tekur við flokknum, sem byggðist fyrst og fremst á Fortuyn og hét í höfuðið á honum. Fortuyn vísaði ávallt á bug að hann væri skoðanabróðir Jean-Marie Le Pens í Frakklandi eða Jörgs Haid- ers í Austurríki, sagðist ekki vera á móti fólki af öðrum kynþætti en hvít- um og ekki vera gyðingahatari. Þúsundir kvöddu Fortuyn á götum úti í Rotterdam Reuters Vinir Pims Fortuyns við dómkirkju Laurentíusar og Elísabetar í Rotterdam eftir útförina í gær. Á bolinn er rit- að á ensku: „Pim, þú fullkomnaðir paradís okkar!!! Ástin heldur mér vakandi.“ Kannað hvort morðið á stjórnmálaleiðtoganum var afleiðing samsæris Amsterdam, Rotterdam. AFP, AP. ROBIN Cook, leiðtogi þing- manna Verka- mannaflokksins í breska þinginu og fyrrverandi utanríkisráð- herra, varði í gær flokksbróð- ur sinn, sam- gönguráðherr- ann Stephen Byers, og sagði það alrangt að Byers hefði gerst sekur um lygar. Hart hef- ur verið sótt að Byers undanfarna daga, vegna mála sem komið hafa upp í ráðuneyti hans, og hefur leið- togi Íhaldsflokksins, Iain Duncan Smith, nú farið fram á að vantrausts- tillaga á hendur ráðherranum verði rædd í breska þinginu eftir helgi. Byers kom fyrir þingið í fyrradag og varði hendur sínar. Hefur hann verið sakaður um að hafa blekkt þingheim er hann tilkynnti í febrúar að fréttafulltrúi samgönguráðuneyt- isins, Martin Sixsmith, hefði sagt af sér embætti, þegar staðreyndin var sú, að það hafði hann ekki gert. Sagði Byers að hann hefði engu logið, heldur byggt yfirlýsingar sín- ar á þeim upplýsingum sem fyrir hendi voru. Á daginn hefði hins veg- ar komið að um misskilning var að ræða milli Sixsmith og skrifstofu- stjóra samgönguráðuneytisins. „Góður tími“ til að segja slæmar fréttir Afar sjaldgæft er að vantrauststil- lögur á hendur ráðherrum séu rædd- ar í breska þinginu og verður að telj- ast ólíklegt að hún fengist samþykkt, enda þingmeirihluti Verkamanna- flokksins afar öruggur. Málið á rætur að rekja til tölvu- pósts sem Jo Moore, pólitískur ráð- gjafi Byers, sendi frá sér til sumra starfsmanna samgönguráðuneytis- ins 11. september sl. en hún sagði að í ljósi hryðjuverkanna í Bandaríkj- unum væri „góður tími“ til að segja slæmar fréttir úr ráðuneytinu. Átti hún við, að lítið yrði eftir þeim tekið vegna umræðu um hryðjuverkin. Moore baðst afsökunar á þessu en síðan skarst í odda með henni og Sixsmith í febrúar. Sendi Sixsmith Moore tölvupóst þar sem hann var- aði hana við að nota útfarardag Mar- grétar prinsessu til að segja „slæmar fréttir“. Komust fjölmiðlar með ein- hverjum hætti yfir bréfið frá Six- smith og í kjölfarið hófst mikið fjöl- miðlafár. Byers greindi í framhald- inu frá því að bæði Sixsmith og Moore hefðu samþykkt að segja af sér en það reyndist síðan ekki á rök- um reist hvað Sixsmith varðaði. Breskir íhaldsmenn sækja hart að samgönguráðherra London. AFP. Stephen Byers Vilja að þingið ræði vantrauststillögu RÁÐAMENN Atlantshafsbanda- lagsins, NATO, segja að mun frið- vænlegra sé nú orðið í Bosníu-Herz- egóvínu og Kosovo og ætla þeir að fækka um alls 12.000 hermenn í frið- argæsluliðinu á Balkanskaga fyrir árslok. Fámennt gæslulið er einnig í Makedóníu en ekki mun vera ætlunin að fækka þar. Ákvörðunin var sam- þykkt einróma á fundi sendiherra aðildarríkjanna í Brussel. Robertson lávarður, framkvæmdastjóri banda- lagsins, sagði að gæsluliðið yrði eftir sem áður nógu öflugt til að tryggja frið og stöðugleika. Alþjóðahermálastofnunin (IISS) í London sendi frá sér skýrslu á fimmtudag og sagði þar að ríkin á Balkanskaga virtust stefna í átt til aukins stöðugleika og hagsældar „þótt furðulegt megi heita“. Þar séu ekki lengur þjóðernissinnaðir einræð- isherrar við völd og almenningur á svæðinu sé einfaldlega búinn að fá sig fullsaddan á stríði og „Vesturveldin eru loksins búin að koma sér upp skiljanlegri og sameinaðri stefnu“. NATO sendi gæslulið, SFOR, til Bosníu 1995 til að stöðva átökin milli Serba, Króata og múslíma og síðan var sent lið til Kosovo árið 1999 sem kennt er við upphafsstafina KFOR. Þá ofsótti her Slobodans Milosevic, þáverandi Júgóslavíuforseta, alb- önskumælandi íbúa héraðsins. Um 19.000 gæsluliðar eru nú í Bosníu og verður þeim fækkað í 12.000, í Kosovo eru nú um 38.000 en verða rúmlega 33 þúsund. Ætlunin er að koma upp sér- stökum viðbúnaði, eins konar vara- gæsluliði, sem hægt sé að senda á vettvang til styrktar gæsluliðum á staðnum. Yfirlýsingin um fækkun í gæslulið- inu er send út nokkrum dögum fyrir fund utanríkisráðherra bandalagsins í Reykjavík. Þjóðverjinn Wolfgang Petrisch, sem er æðsti yfirmaður al- þjóðastofnana í Bosníu, varaði í gær NATO við því að grafa undan stöð- ugleika í landinu með því að draga úr öryggisviðbúnaði. Hann hefur farið fram á að ekki verði byrjað að fækka fyrir þingkosningar sem eiga að fara fram í Bosníu 5. október. „Síðan mun- um við taka snöggar ákvarðanir í ljósi kosningaúrslitanna,“ sagði Petrisch. Hann sagði að fara þyrfti afar var- lega í næsta mánuði en þá mun evr- ópskt lögreglulið taka við af lögreglu- liði á vegum Sameinuðu þjóðanna. Verður þá Bretinn Paddy Ashdown yfirmaður á svæðinu í stað Petrisch. Fækka í gæsluliði á Balkan- skaga Brussel, Ljubljana. AFP. af tveimur ungverskum mönn- um, 24 og 28 ára, en þeir eru kunnir afbrotamenn. Segja ung- verskir fjölmiðlar, að mennirnir hafi áður ráðist á peningaflutn- ingabíla, en lögreglan vildi ekki staðfesta það. Óvíst er, að þeir hafi haft nokkurt fé upp úr rán- inu eða ránstilrauninni á fimmtu- dag. Vitni segja, að eftir morðin hafi mennirnir flúið á fæti frá bankanum en skömmu síðar var lögreglan búin að loka öllum veg- um til og frá Mor. Var leitað í öll- um bílum og þyrlur notaðar við leit úr lofti. Þeir, sem létust, voru fjórir bankastarfsmenn, einn öryggis- vörður og tveir viðskiptavinir bankans. GÆSLA hefur verið hert við landamæri Ungverjalands og þúsundum lögreglumanna hefur verið skipað að leita tveggja manna, sem skutu sjö manns til bana á fimmtudag er þeir rændu banka í bænum Mor, sem er um 60 km fyrir vestan höfuðborgina, Búdapest. Peter Orban, yfirmaður ung- versku lögreglunnar, hefur heit- ið 3,6 millj. ísl. kr. í verðlaun fyr- ir upplýsingar um glæpamennina en hann segist aldrei hafa kynnst grimmilegri glæp á 34 ára ferli sínum sem lögreglumaður. Bankaræningjarnir skutu sex manns í bankanum með hríð- skotabyssum og særðu tvo alvar- lega. Lést annar þeirra síðar. Lögreglan hefur birt myndir Gífurleg leit að morðingjum Búdapest. AFP. Skutu sjö manns til bana er þeir rændu banka í Ungverjalandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.