Vísir - 28.06.1980, Blaðsíða 5

Vísir - 28.06.1980, Blaðsíða 5
VÍSIR Laugardagur 28. júní 1980. „Ég var á tunglinu..." — Tunglferöirnar höföu mikil áhrif á suma bandarisku geimfarana Hvað um þá menn sem sjálfir fóru til tunglsins? Tólf Bandaríkjamenn hafa ýmist farið í spássitúr eða ökuferð á tunglinu. Varð þeim meint af? Urðu þeir tunglsjúkir? Vlst er um þaö aö ekki var tunglgangan þeim beinlinis holl. Flestir þessara manna lentu I miklum andlegum erfiöleikum þegar þeir snéru heim frá stefnumóti sinu viö karlinn I tunglinu og sumir þeirra hafa ekki oröiö samir siöan. Er þetta merkilegra en ella fyrir þá staöreynd aö tæpast hafa and- legar væluskjóöur eöa rolur veriö sendar I þessa miklu þolraun, heldur stórir, sterkir og Imynd- unaraflssnauöir strákar. Hin stutta tunglganga heföi ekki átt aö riöa þeim aö fullu. En griöar- leg, yfirþyrmandi tilfinning smæöar og einmanaleikl helltist yfir þá flesta á tunglinu og á jörö- inni fannst þeim þeir utanveltu, vandamálin litilmótleg og fárán- leg meö tilliti til geimsins og tunglsins. Neil Armstrong, sjálf hetjan, fór býsna vel út úr þessu. Hann hefur lengst af síöan veriö pró- fessor viö Verkfræöiháskólann I Cincinnati, Ohio, en þó haft sig eins lítiö I frammi og frekast hef- ur veriö unnt. Má jafnvel segja hann hafi veriö I felum siöustu 11 ár. Félagi hans, Edwin Aldrin — kallaöur „Buzz” — fór hins vegar gersamlega yfir um. Hann lenti I miklum vandræöum, skildi viö konu sina og fór aö drekka. Ekki bara þaö: heldur fór hann aö drekka mikiö. 1 mörg ár var „Buzz” lltiö annaö en róni sem vældi um tungliö og tunglferöina slna. Svo fór hann aö sækja á brattann aftur, hætti aö drekka og hefur reynt aö hífa sig upp úr vol- æöinu. „Iss, tunglferöin var barasta barnaleikur miöaö viö baráttu mlna viö alkóhólismann,” segir „Buzz” nú, þegar hann er oröinn edrú. Þaö var svo sameiginlegt mörgum geimförum aö eftir aö hafa yfirgefiö N.A.S.A. — þ.e.a.s. bandarisku geimferöastofnunina Edwin „Buzz"AIdrin lenti I miklum erfiöleikum þegar niður á jöröina kom, hann fór aö drekka. — og farið til tunglsins fóru þeir aö grúska I alls konar dultrú og kukli. Edgar Mitchell lagði stund á einhvers konar huglæknisfræöi en, sem góöum Bandarlkjamanni er von og vlsa, nýtir hann þekk- ingu slna aöallega til þess aö hjálpa misheppnuöum kaup- sýslumönnum. Þeir James Irwin og David Schott uröu báöir fyrir miklum áhrifum af tunglinu, svo mjög aö James Irwin fékk dellu fyrir Guöi og prédikar hann æ siöan meö skírskotun til tungslins. Scott dundar sér á hinn bóginn viö „geimiönaö” og skrifar ljóörænar frásagnir I National Geographic um „kalda og þögla fegurö tunglsins”. Annar tunglfari, Charles Duke, gekk I flokk meö James Irwin og prédikar Guö á tunglinu en höndlar auk þess meö vörur. Flestir, ef ekki allir tunglfar- arnir, hafa farið útl „bissness” og gengur harla vel. Þeir eru alla vega flestir rlkir menn þó sumir séu þunglyndir og hafi skiliö viö konur slnarsemekkiskildu þá eft- ir feröina frægu. Meöan þeir unnu fyrir N.A.S.A. voru þeir útvalinn hópur sem laut ströngum aga, „þaö var einsog aö útskrifast aft- ur úr menntaskóla aö fara frá N.A.S.A.,” sagöi Eugene Cernan og fannst illt. Tveir þeirra gátu ekki horfst I augu viö „venjulega lifiö” á ný og földu sig innan fyr- irtækisins, John Watts Young — sem áætiað er aö stýra geim- skutlunni Columbia I hennar fyrstu ferö — og Alan L. Bean sem stjórnar nú þjálfun nýrra geimfara. Vlst er aö þaö er enginn leikur aö heimsækja mánann. Og þó var Neil Armstrong á tslandi. einn þeirra sem lét hafa þaö eftir sér aö hann byggist ekki viö aö tunglferöin yröi hápunktur llfs hans. Það var Harrison H. Schm- itt. Hann er eini óbreytti borgar- inn sem fór til tunglsins, jarö- fræöingur frá Harward. Siöan hefur þaö gerst aö Harrison Schmitt er oröinn öldungadeildar þingmaöur á Bandarlkjaþingi fyrir Republikanaflokkinn. Þar hefur hann vakið hneykslan margra gamalla og grónna þing- manna meö kröfum um aö „ljúka málinu af”, „leysa vandamálin strax” o.s.frv. Þeir yppa öxlum þegar hann ber á góma og kalla hann „Senator Moon Rock”... Edgar Mitchell notar hugarorku og dularlækningar til aö hjálpa misheppnuöum bissnismönnum”. Alan Shepard selur bjór. Charles Duke vill aftur fara til tunglsins. Harrison H. Schmitt situr i öldungadeildinni...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.