Vísir - 28.06.1980, Blaðsíða 6

Vísir - 28.06.1980, Blaðsíða 6
6 VÍSIR Laugardagur 28. júnf 1980. Forsetakjör morgun- dagsins hefur verið sá viðburður sem dregið hefur að sér mesta at- hygli fjölmiðla í þessari viku. Kosningabaráttan náði hámarki með sjón- varpsávarpi frambjóð- endanna f gærkvöldi, en þessi barátta er sú lengsta sem háð hefur verið fyrir nokkrar for- setakosningar hér á landi. I Fréttaljósinu nú, dag- inn fyrir sjálft forseta- kjörið, er gerð grein fyrir því hvernig kosninga- baráttan hefur gengið fyrir sig i stórum drátt- um. Albert fyrstur í startholurnar Snemma á siftasta ári kvis- aöist aö Kristján Eldjárn hygö- istekki gefa kost á sér til endur- kjörs aö loknu þriöja kjörtlma- bili hans I embætti. Forsetinn gaf engar yfirlýsingar i þessa átt sjálfur, en ýmislegt varö til þess aö menn þóttust nokkuö vissir i sinni sök og siösumars lýsti Albert Guömundsson yfir þvi, aö hann yröi I kjöri viö næstu forsetakosningar. 1 viötali viö VIsi 25. september sagöi Albert: „Aö sjálfsögöu er kosninga- undirbúningur aö einhverju leyti hafinn. Þaö er mjög stutt i kosningar, kjördagur I júni á næsta ári. Upphafiö aö þessu öllu er aö þaö kvisaöist aö Kristján Eld- járn ætlaöi aö draga sig I hlé eftir þetta kjörtimabil. Ég var þá hvattur til aö bjóöa mig fram. Þaö var ekki svo aö áskorun kæmi frá miklum fjölda fólks, frekar nokkrum aöilum”. — Ef Kristján Eldjárn fer fram aftur, ætlar þú þá á móti honum? „Ég breyti ákvöröun minni ekki. Ég er ekki aö fara fram á móti Kristjáni Eldjárn eöa öörum. Ég er aö gefa kost á mér i kosningar og maöur hefur heyrt aö fleirihafi áhuga á þvi”. Þessi voru orö Alberts og Hvert þeirra flytur á Bessastaöi? Nú um helgina sker þjóöin úr þeirri spurningu. Forsetakosningar 1980: Nýstárleg kosningabarátta hefur runniö sitt skeið á enda geröist nú fátt annaö I þessum málum þaö sem eftir liföi ársins. Nýársávarp Kristjáns Eldjárn „Þaö búast vlst flestir viö þvi aö ég gefi yfirlýsingu um þetta I áramótaávarpinu og ætli þaö veröi ekki svo”. Þetta var svar Kristjáns Eld- járn þegar Visir spuröi hann 29. desember hvenær væri aö vænta tilkynningar um hvort hann hygöist gefa kost á sér til endur- kjörs. Og þaö var einmitt þetta sem hann geröi. „Þaö er áreiöanlega á vitoröi flestra aö ég hef fyrir alllöngu gert þaö upp viö sjálfan mig aö bjóöa mig ekki oftar fram til aö gegna embætti forseta Islands... Sjálfur tel ég, aö tólf ár séu eöli- legur og jafnvel æskilegur timi i þessu embætti, og drjúgur spölur er þaö I starfsævi manns... Ýmsar persónulegar ástæöur valda þvi, aö ég æski þess ekki aö lengja þennan tima, þótt ég ætti þess kost”. Meöal annars þannig mæiti Kristján I ávarpi sfnu. Margir nefndir til sögunnar Albert Guömundsson lýsti þvi strax yfir aö ákvöröun hans um framboö stæöi óhögguö, en nú fóru menn aö velta fyrir sér hugsanlegum mótframbjóöend- um. Þaö væri til þess aö æra óstöö- ugan aö gera grein fyrir öllum þeim einstaklingum sem menn vildu kalla til leiks, þannig aö frásögnin einskoröast viö þá sem eftir stóöu þegar framboös- frestur var útrunninn. Visir haföi samband viö Pétur Thorsteinsson 2. janúar og spuröi hann um hugsanlegt framboö og sagöist hann litiö hafa hugsaö þessi mál og heföi engar fyrirætlanir I þeim efnum. „Ef áskoranir um framboö bærust myndi ég taka þær til athugunar þegar þar aö kæmi, en mér finnst hinsvegar mjög leitt aö núverandi forseti skuli ekki gefa kost á sér til endur- kjörs, þaö er eftirsjá aö honum”, sagöi Pétur. Visir haföi sama dag sam- band viö Guölaug Þorvalsson, en „hann var sem lokuö bók og vildi ekkert um máliö segja”. Formlegar yfirlýs- ingar um framboð Eftir miklar vangaveltur og getgátur, þar sem nokkrir ein- staklingar fundu sig jafnvel knúna til aö lýsa þvi yfir i blööum aö þeir hygöust alls ekki gefa kost á sér, fóru aö berast formlegar tilkynningar um framboö. Pétur Thorsteinsson lýsti þvi yfir 12. janúar aö hann myndi gefa kost á sér til forsetafram- boös eftir vandlega Ihugun. Guölaugur Þorvaldsson lýsti þvi yfir I samtali viö VIsi 15. janúar aö hann heföi ákveöiö aö fara i framboö” ef nægur stuön- ingur fæst”. í fréttaljósinu Texti: Páll Magnússon Nú gat öilum veriö Ijóst aö hin eiginlega kosningabarátta var um þaö bil aö hefjast og þre- menningarnir komu saman fram i sjónvarpi 25. janúar og Visir birti af þeim litmyndir og viötöl I opnu 29. janúar. Nú fór hver aö veröa slöastur til þess aö tilkynna framboö ef menn ætluöu ekki aö veröa af þeirri kynningu sem þegar var hafin i fjölmiölum. Vigdis Finnbogadóttir til- kynnti 2. febrúar aö hún myndi gefa kost á sér og sagöi þá i samtali viö VIsi aö þaö væru ekki konur sérstaklega sem stæöu aö hennar framboöi. „Ég lit nú þannig á aö viö konur séum þjóöfélagsþegnar fyrstog siöast og menn eigi ekki aö velta fyrir sér af hvoru kyn- inu frambjóöandinn er”, sagöi Vigdis. Nýstárleg kosningabarátta Kosningabaráttan hófst nú fyrir alvöru, en fór þó hægt af staö meöan menn igrunduöu hverskonar aöferöum skyldi beita. Stuöningsmenn fram- bjóöendanna opnuöu skrifstofur I Reykjavik f april og mái og þá má segja aö hjólin hafi fariö á fullan snúning. Þaö sem gerir þessa kosningabaráttu i grundvallar- atriöum frábrugöna þvi sem áöur hefur tiökast fyrir forseta- kosningar eru vinnustaöaheim- sóknirnar, og var sú aöferö fengin aö láni frá stjórnmála- baráttunni, en henni var fyrst beitt fyrir alþingiskosningarnar 1978. Frambjóöendurnir hafa veriö á ferö og flugi um landiö þvert og endilangt vikum saman og heimsótt nærfellt alla vinnu- staöi á þeim stööum þar sem þeir hafa haft viökomu. Fyrir forsetakosningarnar 1968 héldu frambjóöendurnir einn stóran fund i hverjum landsfjóröungi og létu þar viö sitja. Engir sameiginlegir fundir hafa veriö haldnir meö fram- bjóöendum ef frá er talinn sjón- varpsþáttur þar sem þeir komu fram samtímis. Skoðanakannanir Vísis Til þess aö gefa lesendum sinum kost á aö meta stööu hinna ýmsu frambjóöenda hefur Visir framkvæmt tvær vand- aöar skoöanakannanir og fara niöurstööur þeirra hér á eftir. I töflunni er aöeins reiknaö meö þeim sem tóku afstööu til ákveöins frambjóöanda. Hafa ber I huga aö niöurstöö- urnar gefa aöeins vlsbendingu um stööuna eins og hún er þegar kannanirnar eru geröar, en segir ekkert til um hver kosn- ingaúrslitin veröa þegar taliö hefur veriö upp úr kjör- kössunum. 2/6 24/6 Albert 18.84% 20.39% Guðlaugur 33.51% 31.38% Pétur 13.41% 18.26% Vigdís 34.24% 29.97%

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.