Vísir - 28.06.1980, Blaðsíða 8

Vísir - 28.06.1980, Blaðsíða 8
VISIR Laugardagur 28. júnl 1980. útgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri: Davió Guömundsson. ' Ritstjórar: ólafur Ragnarsson og Ellert B. Schram. Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaóamenn: Axel Ammendrup, Frióa Astvaldsdóttlr, Halldór Reynlsson, lllugl Jökulsson, Jónina Michaelsdóttlr, Krlstln Þorstelnsdóttlr, Magdalena Schram, Páll AAagnússon, Slgur|ón Valdlmarsson, Sæmundur Guðvlnsson, Þórunn J. Hafsteln. Blaöamaóur á Akureyri: GIsll Sigur- gelrsson. Iþróttir: Gylfl Krlstjánsson, Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Bragl Guðmundsson, Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson og Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreiflngarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Slðumúla 14 slmi Bóóll 7 llnur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8 slmar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 slmi 86611. Askriftargjald er kr.5 000 á mánuöi innanlands og verö I lausasölu 250 krónur ein- takið. Vlsirer prentaöur I Blaöaprenti h.f. Slöumúla 14. Langri en líflegri kosninga- baráttu fyrir forsetakosningarn- ar 1980er núað Ijúka, og léttir ef- laust ýmsum sem staðið hafa I ströngu síðustu vikur og mánuði. Það er með ólíkindum, hve mikið frambjóðendurnir og makar þeirra hafa lagt á sig til þess að kynna sig fyrir þjóðinni og kynn- ast þjóðinni undanfarnar vikur, og er Ijóst að þeir hafa allir varið stórum hluta sólarhringsins í bíl- um, og f lugvélum á þeytingi milli landshorna. Auðvitað er nauðsynlegt að halda fundi, gefa út blöð, dreifa bæklingum og heilsa upp á fólk á vinnustöðum, en það er álitamál hvort æskilegt sé að leggja jafn mikið á frambjóðendurna á jafn stuttum tlma og gert var fyrir þessar kosningar. Menn segja sem svo, að þetta sé hið sama sem gerst hafi í stjórnmálabaráttunni, ekki síst fyrir síðustu alþingiskosningar. Rétt er það, að kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar nú hefur tekið mið af þeim kosn- ingaslag, — en kjarni málsins er sá, að í þingkosningum eru margir frambjóðendur á hverj- um lista og þeir dreifa á sig verk- efnunum, sem þó eru innan eins Skoöanakannanir, sem geröar eru á ákveönum tlma speglastööuna þá stundina, og eru ekki spá um úrslit I kosningum,. A sunnudaginn mun þjóöin kveöa upp úrskurö sinn um þaö hver veröi Ijóröi íorseti Islenska lýöveldsins. kjördæmis, en í forsetakosning- um er landið í raun allt eitt kjör- dæmi, þannig að yfirferðin verð- ur margföld. Fáir hnökrar hafa verið á baráttu stuðningsmanna fram- bjóðendanna. Hún hefur yfirleitt farið vel og drengilega fram og stór orð verið spöruð. Stuðnings- menn frambjóðenda hafa ekki látiðstærstu orðin falla um hina frambjóðendurna, heldur um síðdegisblöðin, talað um samsæri þeirra og haldið fram að annar- legar hvatir lægju að baki skoðanakönnunum þeirra. Þótt hiti sé farinn að færast í leikinn afsakar það ekki að þeir láti út úr sér opinberlega svo alvarlegar aðdróttanir að þeim einu fjöl- miðlum, sem lagt hafa sig sér- staklega fram um að varpa Ijósi á stöðu kosningabaráttunnar eft- ir þvi sem á hana hefur liðið. Skoðanakannanir eru orðinn sjálfsagður hluti af kosninga- baráttu f vestrænum lýðræðis- rikjum og tilgangur þeirra er að sýna sem best fylgi einstakra frambjóðenda eða flokka á mis- munandi tímum f kosninga- baráttunni. En þær eru engin spá um úrslit, enda margir óákveðnir þar til í kjörklefanum. Sjálfstæðir fjölmiðlar í vest- rænum rfkjum telja það skyldu sfna að leita þannig svara við spurningum lesenda, hlustenda eða áhorfenda sinna um gang mála á þessu sviði sem öðrum í þjóðlífinu. Ýmist vinna fjöl- miðlarnir sjálfir skoðanakann- anirnar eftir viðurkenndum regl- um eða fela fyrirtækjum, sem að sliku starfa framkvæmdina. Vonandi sjá þeir menn að sér, sem harðast hafa brigslað síð- degisblöðunum um að hafa viljað hafa áhrif á kosningabaráttuna með skoðanakönnunum. Menn verða að geta horfst f augu við staðreyndir án þess að slá föstu að illar hvatir búi að baki, ef þeim líka þær ekki. Vfsir hefur enga afstöðu tekið með eða á móti einum né neinum frambjóðanda í þessum forseta- kosningum. Blaðið hefur gert öll- um f jórum jafn hátt undir höfði. En það er Ijóst, að sigurvegar- inn verður aðeins einn. Þrír munu tapa. Og á kosninganóttina reynir á hvort þeir og stuðnings- menn þeirra geta sætt sig við að hlíta úrskurði þjóðarinnar. AF HÚNVEfNÍNGUM] á förnum vegi Gfsli Jónsson skrifar „Húnavatnssýsla er hálend- asta sýsla landsins. Þar er ekkert nema fjöll og fimindi. — Þd er þar einn dalur, og heitir Svarfaöardalur. Um hann renn- ur Svarfaöardalsá út I Svarfaöardalsvatn, sem er lok- aö I annan endann.” Þessi gamla landsprófsrit- gerö um Húnavatnssýslu er merkileg fyrir margra hluta sakir, einkum og sérilagi fyrir þann gáfulega bakþanka sem lýsir sér I þvl, aö endursköa glannalega fullyröingu. Og smám saman hverfur höfundur af villigötum staöhæfinganna og tekur aö draga úr. Lýsingin fær á sig meiri blæ nákvæmni og vandvirkni, þó aö staöþekking sé I lágmarki. Ég er reyndar á leiö vestur I þessa sýslu, þar sem aöeins er einn dalur. Ósköp finnst mér gaman aö vera allt I einu kom- inn aftur f rútuna. Nú get ég lát- iö fara notalega um mig;setiö i makindum og horft út um allar jaröir, þarf ekki aö hafa áhyggj- ur af akstri. Ekki er aö spyrja aö veöraskilunum á Oxnadals- heiöi. Allt er fljótandi I regni og sudda Eyjafjaröarmegin, ekki komiö dropi úr lofti f Skaga- fjaröariiéraöi. Moldin rýkur I mekki úr veginum, þegar ekiö er ofan Blönduhlföina, þar sem sóleyjar veröa fleiri en annar- staöar. Mikiö lifandis skelfing eru túnin stórkostlega gul á Kúskerpi og úlfsstööum. Húnvetningar voru snemma á feröinni aö stofna meö sér samtök til eflingar landbúnaöi. Fyrir miöja sföustu öld var komiö á laggirnar jaröabóta- félag f Svfnavatns- og Bólstaöarhlíöarhreppum. Ekki miklu sföar hófu Húnvetningar útgáfu tfmarits og fengu sjálfan Bólu-Hjálmar til aö yrkja i þaö forystukvæöi um búnaöarsam- tök sfn. Hjálmar brást viö vel og drengilega og setti saman „drepling” undir ljóöahætti. Þar má finna þetta erindi sem er jafnágætt aö hugsun og myndmáli: Mikiö sá vann sem vonarisinn braut meö súrum sveita. Hægra er slöan aöhalda þlöri heilla veiöivök. Húnvetningar hafa lika vissulega haldiö heillavök sinni ófreöinni. Þar er nefnilega ýmislegt fleira en fjöll og fim- indi, þegar betur er aö gáö. Blönduós er I miklum upp- gangi, og nálgast Ibúatalan þúsundiö. Nýbyggöin er svo aö segja öll utan viö á, en I „gamla miöbænum” er þó hóteliö enn á sinum staö. Þar er nú allt i endurreisn og nýsmfö. Ég er svo heppinn aö fá aö vera fyrsti gesturinn eftir nýsköpunina og er tekiö meö kostum og kynjum eftir þvf sem föng eru tilr Ekki er aö efa aö margur feröamaöur- inn mun eiga þarna góöa vist og þægilega hvild á næstunni. Mikiö er þaö héraö sem liggur aö Blönduósi og veitir staönum veg og líf. Aö minnsta kosti þyk- ir Svarfdælingi ekki lltiö koma til víölendisins og landrýmisins. A Kólkumýrum er þvilikt flæmi ræktarlands aö f fljótu bragöi viröist mega halda þar hundruö og þúsundir kúa, en bú- skammtskerfi og annaö þvíllkt bannar mönnum þess konar draumsýnir. En þótt menn hafi ekki kýr f þúsundatali, leynir sér ekki reisn og dugnaöur húnvetnskra bænda. Þar byggir ung og atorkusöm kynslóö á gömlum, traustum grunni. Þar hafa menn ekki látiö frjósa yfir neina heillavök. Og fornar dyggöir Islendinga eru i heiöri haföar. Viötökur eru stórmann- legar og alúölegar I senn. Allt er I þeim stil sem mönnum er boö- aöur I Hávamálum. Saman fer góöur viöurgjörningur, gott viö- mót og fróölegar og skemmti- legar viöræöur. Vera má aö menn beri ugg I brjósti um framtiö Islenskr- ar menningar, og aldrei er of varlega fariö meö þaö fjöregg. En hafi menn látiö daprast viö þá sannfæringu aö islensk sveita — eöa bændamenning sé komin á fallanda fót og eigi sér ekki viöreisnar von, þá bregöi menn sér vestur I Húnavatns- sýslu og heimsæki t.d. bændur og húsfreyjur á Torfalæk. Ekki kvlöi ég framtfö Islenskrar sveitamenningar eftir aö hafa um sinn kynnst viö fólkiö þar. 22.6.'80 G.J.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.