Vísir - 28.06.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 28.06.1980, Blaðsíða 16
Rokksöngvarinn Ragnar Bjarnason um það leyti sem hann var að byrja í KK sextettnum. vtsm Laugardagur 28. júnl 1980. vtsm Laugardagur 28. júní 1980. WmMISm >Ég tók þetta í arf frá pabba' —//Jú, ég hef oft fengið það á tilfinninguna að það sé kominn tími til að hætta og menn hafa stundum verið að nefna þetta við mig. Reyndar hef ég sagt við sjálfan mig í nokkur undanfarin ár: „Nú hætti ég í haust". — En það er nú einhvern veginn þannig að alltaf held ég áfram. Þetta hefur gengið mjög vel og veitt mér mikla ánægju í gegnum árin svo að það er hægara sagt en gert að hætta svona allt í einu." Ragnar Bjarnason gengur með okkur inn í vinnuherbergi sitt þar sem forláta píanó stendur upp við vegg. Herbergið er allt þakið nótnablöðum og pappír og ber þess glögg merki að þar fari mikil skriffinnska fram. — „Ég fékk þetta píanó í fermingargjöf frá pabba" hér fer mikilí hluti vinnu minnar fram. Hér útset ég allt fyrir hljómsveitina og sem skemmtiþætti fyrir Sumargleðina enda hef ég bannað konunni og strákn- um að hreyfa við nokkrum blaðasnepli fyrr en allt er orðið klárt fyrir túrinn í sumar." — Og Ragnar sest við pianóið og leikur fyrir okkur stef úr lagi, sem hann var að vinna að út- setningu að þegar okkur bar að garði. „Frískir og skemmti- legir félagar" — „En þar sem þú varst aö spyrja hvort mér heföi ekki dottiB i hug aö fara aö hætta má kannski bæta viö, aö ég væri fyrir löngu búinn aö gefast upp ef ég heföi ekki reynt aö leggja mig fram um aö hafa tilbreytingu I þessu. Ég fór t.d. fyrir allmörgu árum út i þaö aö láta fleiri syngja I hljóm- sveitinni og sföan hafa alltaf a.m.k. tveir úr hljómsveitinni sungiö auk min. Þetta leiöir náttúrulega af sjálfu sér þar sem ég er búinn aö syngja svo lengi fyrir Islendinga aö þaö var kom- inn tlmi til aö hvila bæöi mig og fólkiö og meö þessum hætti hef ég reynt aö fá meiri breidd I þetta. Nú svo er ég alltaf aö reyna aö gera eitthvaö nýtt á hverju sumri meö Sumargleöinni.” Hefuröu einhvern tima séö eftir þvl aö leggja sönginn fyrir þig? — Mundir þú kannski velja þér annaö ævistarf ef þú gætir fariö aftur I tlmann? Nei, ég held aö ég gæti ekki hugsaö mér þaö. Mér finnst aö ég hafi veriö á réttri hillu meö þvi aö vera I þessu starfi. Ég hef haft mikla ánægju af þvi aö skemmta fólki og ég vona aö einhverjir hafi haft af þvl sömu ánægju og ég. Svo má bæta þvi viö aö ég hef kynnst svo mörgum úrvals strák- um i þessum bransa og þaö hefur ef til vill veriö þaö skemmtileg- asta viö þetta. Þetta hafa yfirleitt veriö frískir og skemmtilegir félagar og þaö má segja aö hljóö- færaleikarar séu svona eins og sér þjóöflokkur. Þessi skemmti- iönaöur er þannig aö þaö er sam- vinnan sem gildir og þaö þjappar mönnum saman. Þaö er þessi hópvinna sem gerir þaö aö verk- um aö menn veröa aö leysa verk- iö af hendi i sameiningu og þá getur enginn einn skoriö sig út úr.” En nú er mikil samkeppni i skemmtiiönaöinum. Hefur þú þá aldrei oröiö var viö rig eöa per- sónulega óvild vegna þessarar samkeppni? — „Nei, ég hef ekki oröiö var viö þaö á milli okkar innbyröis. En þaö var kannski i gamla daga aö fólk hélt meö vissum hljóm- sveitum og söngvurum. En mór- allinn i bransanum hefur yfirleitt veriö mjög góöur og eins og ég sagöi hefur þaö veriö þaö skemmtileeasta viö betta allt saman”. „Ég tók þetta í arf frá pabba" Ragnari finnst þaö greinilega ekkert spennandi umræöuefni aö rifja upp upphafiö aö tónlistar- ferli sinum og hann skýrir þaö meö þessum oröum: — „Ég er nú svo oft búinn aö segja frá þessu, aö ég veit ekki hvort viö eigum aö vera aö eyöa tima I þaö. En ég er alinn upp viö tónlist og frá þvi ég man eftir mér hefur allt snúist um hana. Pabbi var Bjarni Böövarsson einn af stofnendum F.l.H. og formaöur i áraraöir og þaö má kannski bæta þvi viö, aö stofnun þess félags var á vissan hátt þrekvirki á sinum tima. Þá réöu útlendingar lögum og lofum I allri dægurlagatónlist hér á landi en fljótlega upp úr stofnun félagsins tókst þessum frumherjum aö koma einum og einum Islendingi I hljóm- sveitirnar og þannig tóku þeir smátt og smátt viö þessu. Æfingar fóru mikiö fram heima i stofu þvl aö þaö voru engin æfingapláss til á þessum tima og þannig fékk ég bakteriuna. Pabbi var fyrsti maöurinn sem fór meö skemintiflokk og hljómsveit I feröir um landiö svo aö þaö má segja aö ég hafi tekiö þetta I arf. Sjálfur byrjaöi ég feril minn sem trommuleikari i skólahljóm- sveit og svo vildi ég halda þessu áfram og nauöaöi 1 gamla mann- inum um aö fá aö fara meö I þessar feröir út á land. I fyrstu fékk ég aöeins aö vera i miöasöl- unni en svo fór pabbi aö taka mig inn I hljómsveitina á trommur þótt hann væri nú aldrei hrifinn af getunni. Þegar ég var fjórtán ára spilaöi ég meö honum einn vetur I Al- þýöuhúsinu. En þar sem ég var svo ungur var ég alltaf hálf sof- andi yfir þessu svo aö ég var lát- inn hætta eftir veturinn. Svo atvikaöist þaö þannig nokkrum árum seinna, aö viö réö- um okkur þrir strákar noröur á Akureyri þar sem aö hljómsveit vantaöi á KEA. Þaö var skilyröi fyrir ráöningunni, aö einn okkar syngi og létum viö þaö gott heita án þess aö hafa nokkuö kannaö hvort sá möguleiki væri fyrir hendi. Þegar viö vorum svo búnir aö spila þarna I nokkuö langan tima kom hótelstjórinn einn dag- inn og heimtaöi aö nú skyldi dreg- inn fram þessi söngvari. Og eftir aö hafa prófaö meö okkur þótti ég svona aöeins skárri en hinir svo aö þaö var ákveöiö aö ég tæki sönginn aö mér. Þarna söng ég svo I fyrsta skipti opinberlega á árshátiö KEA aö mig minnir. „Eina lagið sem ég kunni" Manstu nvaöa lag þaö var sem þú söngst þarna i fyrsta skipti? — „Já, þaö var „All of me”, — þaö fer ekkert á milli mála þvi aö þaö var eina lagiö sem ég kunni. Þetta lag var ég svo meö á efnisskránni alveg þangaö til rokkiö byrjaöi. Þetta var svona góöur „standard” þangaö til músikin breyttist meö rokkinu. 1 dag syng ég þetta ekki nema aö ég sé beöinn sérstaklega um þaö. Reyndar söng ég þetta lag inn á plötu á ensku, sem var gefin út af fyrirtæki sem þeir ráku Kristján Kristjánsson og Svavar Gests. Hinum megin var lag sem hét „I faömi dalsins” og einhvern tima um svipaö leyti söng ég lag inn á plötu fyrir sama fyrirtæki sem hét „I’m walking behind you”. Annars ætti ég alls ekki aö segja frá þessu þvi aö þetta var alveg hroöalegt og ég get varla hugsaö til þess ógrátandi. Maöur var eins og Gullfoss...” „FINNST EG HAFA VERIÐ Á RÉTTRl HILLU — Rætt við Ragnar Bjarnason, hljómlistarmann — (lHér fer megniö af vinnu minni fram. ■a — „Enda sagöi pabbi viö mig þegar ég var búinn aö syngja inn á fyrstu plötuna: „Ragnar minn, þú veröur kannski einhvern tima sæmilegur söngvari en i guöanna bænum faröu ekki aö syngja inn á plötur strax” — Ég hlustaöi náttúrulega ekki á hann þá en ég sé þaö núna, aö gamli maöurinn haföi alveg rétt fyrir sér.” „I KK fór þetta að rúlla fyrir alvöru" „Égman nú ekki nákvæmlega i hvaöa röö þetta kom, en ég fór aö syngja meö Svavari Gests fljót- lega eftir aö ég kom aö noröan og viö spiluöum i Breiöfiröingabúö. Þá var ég alveg hættur viö trommurnar enda haföi ég miklu meira gaman af aö syngja. Svo var okkur sagt upp i Búöinni og á meöan Svavar var aö biöa eftir starfi I Sjálfstæöishúsinu fór ég aö keyra leigubil. KK sextettinn var þá aöal hljómsveitin og dag einn hringdi Jón bassi, sem spilar reyndar meö mér enn I dag, og spuröi hvort ég vildi ekki koma meö sextettnum suöur á Völl þar sem söngkonan þeirra Sigrún Jóns- dóttir væri veik. Ég varö náttúru- lega alveg himinlifandi aö fá þarna tækifæri til aö syngja meö KK sextettnum en þetta var ekki alveg svona einfalt þvi aö þá haföi karlsöngvari aldrei fariö suöur á Völl. Þeir vildu bara konur i þá daga, blessaöir. En þetta gekk alveg „glimrandi” og ég var ráöinn I hljómsveitina og var þar næstu sex árin. I KK fóru hlutirnir aö rúlla svona fyrir alvöru og þar var ég skólaöur upp I söngnum. Hljóm- sveitin var mjög vinsæl á þessum tima og þaö varö mikil breyting I músikinni þegar Presley-tima- biliö rann upp. Eftir þaö söng maöur bara rokk og lét eins og brjálæöingur I mörg ár. Og þá fór ég aö syngja inn á plötur sem náöu vinsældum enda voru þær mun skárri en þessar sem ég minntist á áöan.” „Hann trúði þessu ekki aumingja maðurinn" — „I KK sextettnum var lögö mikil áhersla á aö hafa tónlistina sem besta enda unnum viö sex til sjö kvöld I viku og geröum ekkert annaö. En þaö var einsdæmi þá, aö menn væru eingöngu i spila- mennskunni og þá má segja aö eg hafi alveg siöan gert lltiö annaö en aö syngja.” En hvaö meö leigubilaakstur- inn á sinum tlma? — „Jú, ég var reyndar I því um tima, löngu seinna þegar ég var sjúlfur kominn meö hljómsveit á Sögu. Þaö var eftir aö ég kom heim eftir tveggja ára dvöl i Skandinaviu og viö konan mln þurftum aö fara aö byggja okkur upp. Þá vann maöur tuttugu tima á sólarhring alveg eins og skepna, — spilaði á kvöldin og keyröi svo á daginn og nóttum eftir böllin. Ég hef nú einhverntima sagt frá þvi áöur þegar útlendingur- inn, sem var aö skemmta sér á Sögu, kom út i leigubil eftir balliö og hélt aö hann væri orðinn vit- laus þegar hann sá sama mann- inn undir stýri og hann haföi haft fyrir augunum á sviöinu allt kvöldiö. Hann trúöi þessu ekki aumingja maöurinn og þaö tók mig langan tima aö útskýra þaö fyrir honum aö svona væri nú bara lifsbaráttan hérna á Is- landi.” „Þeim á ég mest að þakka" — Eftir aö ég hætti i KK var ég um tima meö Birni R. á Borginni og siöan færöi ég mig yfir Austur- völlinn i Sjálfstæðishúsiö til Svavars. Þá var Svavar oröinn vinsæll útvarpsmaöur og hann fór aö gera skemmtiþætti meö hljómsveitinni sem geröi hana mjög vinsæla. Ég man t.d. eftir hljómleikum sem viö héldum i Austurbæjarbiói a.m.k. tvö ár i röö fyrir fullu húsi kvöld eftir kvöld. Þaö má segja, aö þaö hafi verið gullöldin I þessum bransa þegar þetta var hægt. Og viö fórum út á land á sumrin og skemmtum alls staöar fyrir pökkuöu húsi. Þetta var virkilega skemmtilegur timi. Ég læröi mjög mikiö bæöi hjá Svavari og svo áöur hjá Kristjáni á meöan ég var I KK og ég get fullyrt aö þessir tveir menn voru minir kennarar og þeim á ég mest aö þakka. Þaö var bæöi lærdóms- rikt og skemmtilegt aö vinna meö þeim og á margan hátt voru þeir likir I sér. Báöir voru þeir mjög áreiöanlegir menn, — þaö stóö allt eins og stafur á bók hjá þeim og þar fyrir utan voru þeir báöir manna hressastir. „Á ekki nema sjö plötur sjálfur" — „A meöan ég var meö Svavari söng ég inn á nokkuö margar plötur sem náöu vinsæld- um þannig aö þessi þróun i plötu- útgáfu sem hófst meö KK hélt áfram á meðan ég var meö Svavari. Hvaö hefur þú sungiö inn á margar plötur? — „Ég vissi þaö ekki fyrr en I vetur aö ég hef sungiö inn á fleiri plötur en aörir Islendingar. Ég heyröi þaö fyrir tilviljun I útvarp- inu og haföi ekki hugmynd um þaö áöur aö ég hef vist sungið inn á 32 hljómplötur. En þaö sár- grætilegasta vib þab er aö ég á ekki nema sjö þeirra sjálfur. Og þaö er kannski ágætt aö nota tækifæriö núna og benda á, ab ef Texti: Sveinn Guö- jónsson Myndir: Gunnar V. Andrésson Ragnar ásamt eiginkonu og syni á svölunum í Staðarbakka. helgarviðtaliö þaö er einhver sem á gamla plötu meö mér, sem hann vill losna viö, aö láta mig endilega vita, — ég kaupi hana örugglega. Ekki svo aö skilja aö ég hafi einhverja sérstaka ánægju af aö hlusta á sjálfan mig heldur er þetta fyrst og fremst spurning um aö eiga safniö. Þessar plötur eru nú ófáanlegar og mér þætti vænt um aö geta safnað þessu saman til aö eiga þaö. Hvert er aö þinum dómi vinsælasta lagiö sem þú hefur sungiö inn á hljómplötu? — „Þaö er „Vertu ekki aö horfa svona alltaf á mig”, — þaö erekki nokkur vafi á þvi. Þaö var tekiö upp úti i Kaupmannahöfn en þangaö haföi ég farið til aö taka þátt i söngvakeppni. Ég var þá nýhættur I KK sextettnum en KK var meö mér þarna úti til aö aöstoöa mig i þessari keppni og hann spilaöi inn á plötuna meö mér ásamt dönskum hljóöfæra- leikurum. Annars fór þessi keppni út I tóma vitleysu. Þaö vantaöi ekki aö þarna væru frægir skemmti- kraftar en aösóknin varö svo lltil aö keppnin stór ekki undir sér. Sá sem aö stóö fyrir þessu stakk af og fannst ekki fyrr en mörgum dögum seinna i Sviþjóö þannig aö þetta datt allt upp fyrir og rann út i sandinn en ég haföi þá fengiö tilboö frá nokkrum plötufyrir- tækjum. „Upp frá því fór maður að stillast" — „Seinna dvaldi ég svo i Skandinaviu I tvö ár ásamt Kristni Vilhelmssyni og þar spil- uöum viö I hljómsveit meö Svium og Dönum. Eftir tveggja ára dvöl stóö svo til aö fara I mikla heims- reisu sem átti aö taka önnur tvö ár. En i millitiöinni urðu ýmsar breytingar á minum högum og m.a. kynntist ég konunni minni þegar ég var aö spila I Arhus og upp frá þvi fór maöur aö stillast. Um svipað leyti og leggja átti upp I þessa ferö fékk ég bréf frá Svavari Gests þar sem hann bauð mér aö koma heim og syngja meö hljómsveitinni siöasta áriö sem hún starfaöi. Ég hætti þá viö þetta allt saman og kom heim og eftir aö Svavar hætti tók ég viö hljóm- sveitinni og hef veriö á Sögu siöan. Og þaö eru engin þreytumerki aö sjá á þér? — „Ég segi þaö kannski ekki, en eins og ég sagöi áöan, aö þá hef ég ánægju af þessu og þaö sem heldur manni kannski gangandi er aö maöur reynir aö hafa ein- hver ferskleika I þessu. Nú erum viö t.d. aö leggja upp I Sumar- gleöina þar sem boöiö veröur upp á ýmsar nýjungar þannig að i augnablikinu er ég ekkert á þeim buxunum aö hætta. Ég ætla alla vega ekki aö gefa þjóöinni neitt loforö um þaö ab hætta I haust. Það veröur bara aö ráöast... — Sv.G. — .- — ....................................................... ............................ ‘‘ ? ’.'i ; •"-r'' •' ■ Ragnar á hinum ýmsu //Skeiðum" á ferli sfnum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.