Vísir - 28.06.1980, Blaðsíða 20

Vísir - 28.06.1980, Blaðsíða 20
VÍSIR Laugardagur 28. júnl 1980. hœ krctkkar! 20 Umajdn: Anna Brynjúlfsdóttir Skrýtlur Gott meöal. Gestur: Hvaða meðal er í þessari flösku? Lyfsali: Það er meðal, sem hefir bjargað lífi margra manna. Gestur: Hvernig þá? Lyfsali: Það er þetta, sem við sendum sjúkling- unum, þegar við getum ekki lesið lyfseðla lækn- anna. I dómsalnum. Dómari: Nú ætla ég að lesa upp nöfn allra þeirra, sem vitni eiga að bera í þessu máli. Þeir, sem hér eru staddir, segi já, en hinir, sem ekki hafa komið, segi nei. Tveir vegir. Bína: Hann Bjössi bróðir minn segistætla að ganga menntaveginn, þegar hann verður stór. En hvaða veg á ég að ganga? Pabbinn: Ég veit það ekki. Hvað vilt þú? Bína: Ég held ég vilji helst ganga — Laugaveg- inn. Uppfinning. A. : Ég hefi heyrt, að þú hafir fundið upp hring- ingaráhald til þess að koma upp um þjófa. Viltu lofa mér að líta á það? B. : Nei, það get ég ekki — því var stolið frá mér í nótt. I búðinni. Kaupandi: Það var ekki rétt, sem þér gáfuð mér til baka áðan. Kaupmaður: Það áttuð þér að segja strax. Nú er orðið of seint að leiðrétta það. Kaupandi: Það var ágætt, því að ég fékk 1000 krónum of mikið. I sveitinni. Borgarbarn, ( sem aldrei hafði séð kú, er á ferð með pabba sínum uppi \ sveit): Hvaða dýr er þetta, pabbi? (Bendir á kú). Pabbi: Þetta dýr heitir nú kýr. Barnið: Og hvað hefir hún á höfðinu? Pabbi: Það eru horn, sem vaxa út úr því. Barnið (heyrir kúna baula): Heyrðu nú, pabbi, kýrin er farin að blása í hornin. Imba litla (við móður sína): Af hverju léstu mig heita Ingibjörgu og hana systur mína Þor- björgu? Viltu ekki eiga annað ein eintómar Bjargir, mamma mín? Mamma: Nei, ég vil ekki annað. Manstu eftir nokkrum fleiri þess kon- ar nöfnum, sem ég get notað, ef ég eignast f leiri dætur? Imba (hugsar sig um): Næsta stúlka getur heitið Sigurbjörg, svo Guð- björg, Ástbjörg, Finn- björg og — og — Fingur- björg. Mamma: Nei, hættu 1 nú, góða mín. Krakkar I leikskóla. (Mynd Anna). Dísa I leikskólanum — saga eftir Ingibjörgu, 10 ára Dísa var alltaf í pössun hjá konu, sem heitir Olöf. Hún var ein með barnið. Dísu leiddist hjá henni. Mamma Dísu og pabbi vorualltaf aðvinna. Dísa var bara 4 ára gömul og átti afmæli í desember. Mamma hennar Dísu kom heim úr vinnunni kl. 15.30 og pabbi hennar kom kl. 16.20. Dísu leiddist svo mikið, að hún var næstum því farin að háskæla. Eitt kvöldið, þegar mamma var inni í stofu að lesa undir próf, þá kom Dísa inn i stofu og sagði: „Mamma, mér leiðist hjá ölöfu." Mig langar með þér eða pabba."' ,,Ha leiðist þér hjá Ólöfu? Það var skrýtið. Hvar viltu þá vera, Dísa mín?" „Hjá Helgu". „Nei, mamma hennar er að vinna eins og ég. Jæja, farðu upp í rúm að sofa. Góða nótt." Næsta dag, þegar pabbi var að lesa blaðið, þá sá hann eitthvað. Hann kallará mömmu og Dísu. Þær hrukku við og komu. „Hvað gengur á?" „Hér stendur að það sé laust leikskólapláss. Dísa mín, viltu fara á leik- skóla?" „Jú, á daginn." „Hann byrjar eftir viku." „Gaman, gaman að leika sér saman. Eftir viku, eftir viku" endurtók Dísa alltaf. Nú var liðin vika og Disa átti að fara í leik- skólann. Mamma fór með hana. Dísa var feimin. En svo kom stelpa til hennar og sagði: „Viltu leika við mig.?„Já", sagði Dísa. Þær urðu bestu vinkonur. Svo kom mamma að sækja Disu. „Bless", sagði Dísa við konuna. Þegar Dísa kom heim, sagði hún mömmu, að hún væri búin að eignast vinkonu, sem héti Ásta. Hún var líka 4 ára gömul. Svo fór Dísa að borða. Hún talaði mikið um það, sem gerðist í leikskólanum. Pabbi og mamma hlustuðu á. „Jæja, borðaðu matinn þinn, sagði pabbi. „Já, já, ég skal borða matinn og tala á eftir", sagði Dísa. Svo f ór hún að sofa. Góða nótt. Næsta dag átti Dísa að fara í leikskólann. Hún borðaði morgunmatinn sinn. Svo fór hún í leik- skólann. Þar hitti hún Ástu, sem var að bíða eftir henni í glugganum á leikskólanum. Dísa og Ásta fóru að róla sér og renna, moka, vega og margt, margt fleira. Og svo kom rigning. Þær fóru inn í hús til hinna krakkanna, sem voru að leika sér í búðarleik. Dísa og Ásta ætluðu líka að vera með í búðarleiknum. Aðal- heiður og Dísa voru búðarkonur og allir hinir komu að kaupa. Konurnar, sem voru að passa krakkana voru að búa til matinn handa krökkunum að borða á eftir. Það átti að vera súpa og brauð í matinn. Krakkarnir voru enn í búðarleik. Nú var súpu- pakkinn tómur og krakkarnir fengu hann í búðina.Það var mikið af vörum í búðinni. Nú var kallað á krakkana. Þau áttu að koma að borða heita súpu. Ollum krökkunum finnst hún mjög góð. Seinna um daginn fóru allir krakkarnir heim til sín Ingibjörg Þorsteinsdóttir, 10 ára, Lundarbrekku 6. Maria og Jósep Þessa mynd gerði Guðrún M., sem var i sjö ára bekk i Kópa- vogsskóla sl. vetur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.