Vísir - 28.06.1980, Blaðsíða 21

Vísir - 28.06.1980, Blaðsíða 21
VlSIR Laugardagur 28. júnl 1980. 21 sandkasslnn GIsli Sigur- geirsson, blaðamaður, skrifar %••••••••••••••• Halló/ og öll velkomin í sandkassann. 1//Haugafyllirí við heita lækinn"/ segir Mogginn á sunnu- daginn. Hvers konar fyllirí ætli það sé. Fer maður upp á einhvern haug og drekkur sig fullan — og svo í lækinn á eftir? Það var mikið lán að enginn var auga- fullur. ► //Guðni i Sunnu selur niðursoðinn saltfisk", segir Dagblaðið. Það var rétt hjá Guðna að salta f iskinn vel áður en hann sauð hann niður. Hann skemmist þá kannski síður. Og svo er hérna ein gömul frá síldarárun- um: — Eruð þér gift fagra mær? — Nei, en ég hef verið tvö sumur á Siglufirði. Til þess var tekið í Morgunblaðinu á mið- vikudaginn, að Olafur Ragnar Grímsson hafi ekki tekið til máls í heila fjóra klukkutíma í sl. viku. Þetta styður það sem Þjóðviljinn sagði í fyrirsögn þegar hækka átti kaup þingmannanna okkar, en þá var haft eftir Ólafi: >„Ég er furðu lostinn". Ólafur virðist því í losti ennþá, en ég get ekki lofað ykkur því að það standi lengi. i„Ríkisstjórnin heimil- ar: Kaup á tveimur nýj- um togurum", segir Tíminn. Gunnar Thor bara flott á því núna, heimilar að borga kaup á tveimur togur- um, en hvað með hina? t„Læknum lokað", segir Tíminn. Já, það var svo sem í lagi að ýta aðeins við læknastétt- inni, en er nú ekki full- langt gengið að loka al- veg fyrir þá? Svo á þetta víst að vera á nóttunni. ^„Stundarf riður til Norðurlanda", segir í fyrirsögn i Þjóð- viljanum. Ekkert má maður nú hafa, ekki einu sinni stundarfrið lengur. Hafði þá upp úr sér 200 þúsund krónur", segir í Þjóðviljanum i viðtali við ungan Gríms- eying. Nokkuð skjót- fenginn gróði, en heldur hlýtur nú að hafa verið óþægilegt fyrir strákinn á meðan á uppganginum stóð. ) ~ Það er ævintýri að gerast", segir í Dagblaðinu og á næstu síðu í sama blaði stóð: „600 Þjóðverjar « ævin- týraleit". Alltaf leikur lánið við þessa Þjóðverja. l„Nýjungar í íslenskum byggingariðnaði", segir F Dagblaðinu. Ég fór að velta fyrir mér ( hvað það gæti nú verið. Svarið fékk ég neðar á sömu síðu: i „Lokum okkur inni i moldarkofum". „Um hvað snúast for- seta kosn inga rna r", spyr Loftur Guttorms- son í Þjóðviljanum í , fyrradag. Snúast þær ekki um að kjósa nýjan forseta: Pétur, Guð- laug, Albert eða Vig- dísi? i„Fimm hundruð fyrstu skóf lustungurnar", , segir í Dagblaðinu. Það ' er sem ég hef alltaf sagt, einhvern tíma verður sá síðasti fyrst- ur. „Þetta er útrýmingar- skattur á okkur", segir Dagblaðið enn- fremur á fimmtudag- inn. Þar kom loksins rétta orðið. Það hlýtur i að enda með því að okk- ur verður útrýmt með sköttum. ,„Kosningalög banna að greitt sé atkvæði oftar en einu sinni", i segir Mogginn. Þar fór í verra, ég sem ætlaði að kjósa Guðlaug, svo Pét- ur, síðan Albert og loks Vigdísi. Varla opnar maður svo f blað, að ekki megi sjá eitthvað alvarlegt, al- varleg slys, alvarlega árekstra og þess háttar. Auðvitað er þetta ekkert skemmtilegt ogvarla á- stæða til að taka fram að slfkt sé alvarlegt. Mér dettur oft í hug, þegar ég sé slíkar fyrir- sagnir, sagan af kon- unni sem sagði: „Ó, er hún frú Guðrún mín dá- in — ég ætla bara að vona, að hún hafi ekki dáið úr neinu alvar- legu". „Þrír karlar og ein kona", segir Mogginn á fimmtudaginn. Ég held að það verði aldrei neitt samkomulag úr því. („Leikum ekki af okkur ! drottningunni", ! segir Sæm undur 5 Bjarnason í Borgarnesi í • Mogganum. Það má nú • oft fórna henni fyrir • skiptamun. ; i „Ef Guð lofar og þjóðin vill", segir Ásdís Erlingsdótt- ir í Mogganum og skrif- ar um forsetakosning- arnar. Er nú víst að hann sé á kjörskrá og hvað ef Guð lofar en þjóðin vill ekki? Hvað er bjartsýnismað- ur? Ég fékk ágætt svar við þessari spurningu um daginn. Þaðer nefnilega sá sem segir að flaskan sé hálffull þegar hún er hálftóm. „Hefðum unnið á góðum degi", segir Mogginn eftir Teiti Þórðarsyni og á hann við landsleikinn við Finnana. Hvenær „héfðu" Islendingar ekki unniðef eittog ann- að hefði ekki farið öðru vísi en það fór? („Jarðvegur fauk ofan ! af kartöflunum", ! segir Dagblaðið. Já, I takk, ég skal glaður • þiggja svona þjónustu í 5 haust. 5 • iMér er sagt, að kjúk- • lingur sé þeim kostum • gæddur, að það sé hægt • að borða hann áður en ; hann fæðist og eftir að i hann deyr. . • ' Jæja, þá er ég búinn ; með sandinn. Verð ef til ; vill búinn að ná mér i ; nýjan sand í næstu viku. ; Bless á meðan og góða • helgi. • Stuðningsmenn Alberts og Brynhildar Kópavogi Skrifstofa ykkar er i Hamraborg 7 Hafið samband við skrifstofuna eða lítið við UPPLÝSINGAR OG KJÖRSKRA ERU í SÍMA 45566 BÍLASÍMIÁ KJÖRDAG 45566 Stuðningsmennn T Dagheimili leikskóii Eftirtaldir starfsmenn óskast að dagheimil- inu Víðivöllum í Hafnarfirði. 1. fóstra íhálftstarf fráS. ágúst nk. 2. fóstra íheilt starf frá l.okt. nk. 3. aðstoðarmaður í eldhús. Upplýsingar gef ur forstöðumaður í sima 53599 frá kl. 10-12 Einnig óskast fóstra i hálft starf við leikskóla. Upplýsingar gefur forstöðukona í síma 53021 frá kl. 10-12 Umsóknarfrestur er til 7. júlí n.k. Athygli er vakin á rétti öryrkja til starfa sbr. 16. gr. laga nr. 27/1970. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði Umdæmistæknifræðingur Laus til umsóknar er staða umdæmistækni- fræðings í Reykjanesumdæmi. Laun samkv. launakerfi ríkisins. Nánari upplýsingar gefur forstjóri FMR í sima 84211. Staðan veitist frá 1. ágúst n.k. eða eftir nánara samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 15. júli n.k. Fasteignamat ríkisins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.