Vísir - 28.06.1980, Blaðsíða 31

Vísir - 28.06.1980, Blaðsíða 31
visrn Laugardagur 28. júnl 1980. 31 Hefst sennilega síðast á Austuriandi síðla nætur Ötlit lypip aö talning nefjist snemma í öllum kjöpdæmum: Vegna kosninganna n.k. sunnu- dag haföi Vlsir samband viö for- menn yfirkjörstjórna I hverju kjördæmi og spuröi þá, hvernig kjörgögnum yröi komiö á taln- ingarstaö hvers kjördæmis, hvernær talning gæti hafist og hvenær þeir byggjust viö, aö úrslit lægju fyrir. Talning hefst upp úr miðnætti i Vesturlands- kjördæmi. Sveinn Guömundsson útibús- stjóri Samvinnubankans á Akra- nesi er I yfirkjörstjórn Vestur- landskjördæmis. Hann sagöi, aö taliö yröi í Borgarnesi og hæfist talning fljótlega upp úr miönætti. Kjördeildir sem eru 42, veröa opnar til kl. 23.00. 011 kjörgögn veröa flutt bllleiöis. Viö slöustu kosningar gekk mjög illa aö ná kjörgögnum saman og lauk taln- inguþá milli 9.00 og 10,.00 daginn eftir. Sveinn bjóst viö, aö talning gengi mun betur nú. Talning hefst kl. 23.00 i Vestfjarðarkjördæmi. Jón Ölafur Þóröarson, lögfræö- ingur og fulltrúi bæjarfógetans á tsafiröi, er formaöur yfirkjör- stjórnar I Vestfjaröakjördæmi. Hann sagöi, aö atkvæöin væru talin á ísafiröi, kjörgögnum yröi ekiö þangaö úr austur- og vestur- sýslunum, flogiö væri meö þau úr Standasýslu og úr Flatey kæmi bátur meö þau I land og siöan meö bfl. Jón bjóst vö, aö talning gæti hafist mjög fljótlega eftir kl. 23.00, nema veöurfar hamlaöi. Hann sagöi einnig, aö um leiö og talningin væri komin á fulla ferö tæki hún ekki langan tlma. Öll kjörgögn flutt land- leiðis i Norðurlandskjör- dæmi vestra. Jóhann S. Guömundsson sýslu- maöur á Sauöárkróki er for- maöur yfirkjörstjórnar I Noröur- landskjördæmi vestra. 1 þvl kjör- dæmi eru 35 kjördeildir og veröa kjörgögn flutt landleiöis til Sauöárkróks. Taliö veröur I félagsheimilinu Bifröst og byrjaö aö telja um leiö og kjörgögn hafa borist. Byrjað að telja um leið og kjörgögn berast i Norðurlandskjördæmi Eystra. Formaöur yfirkjörstjórnar I Norðurlandskjördæmi eystra er Ragnar Steinbergsson lögfræö- ingur á Akureyri. Hann sagöi, aö framkvæmd talningar yröi meö svipuöum hætti og áöur. Taliö yröi i Oddeyrarskólanum á Akur eyri og byrjaö aö telja um leiö og kjörgögn heföu borist. Ef veður leyföi, yröi flogiö meö kjörgögn frá N-Þingeyjarsýslu og Grimsey og jafnvel frá Húsavlk, eftir aö kjörgögnum úr nærliggjandi hreppum heföi veriö safnaö þangaö. Ef allt gengi vel, þá ætti aö vera hægt aö byrja aö telja laust fyrir kl. 1.00. Talning tekur um 2 1/2 tima ef allt gengur vel. Erlendur Björnsson bæjar- fógeti á Seyðisfiröi er formaöur yfirkjörstjórnar I Austurlands- kjördæmi. Hann sagöi, aö atkvæöi yröu talin á Seyöisfiröi, en mjög færi eftir veðráttu, hvernig kjörgögnum kjördæmis- ins yrði komiö til Seyöisfjaröar. Þaö væri þó gert ráö fyrir, aö þau kæmu flugleiðis, alla vega frá Djúpavogi og þar fyrir sunnan, svoog frá Borgarfiröi, Vopnafiröi og Bakkafiröi noröur frá. Kjörgögn annarra staöa kæmu sinnilega meö bllum. Erlendur sagöi, aö talning hæfist sennilega á tlmabilinu 3.00-6.00, eins og við fyrri kosningar, en kjörfundi lýkur á flestum stööum kl. 23.00. Talningin, sagöi Erlendur, tekur ekki nema um 2 1/2 tima, þegar hún er komin af staö. Talningu lýkur um 3.30 i Suðurlandskjördæmi ef allt gengur að óskum. Kristján Torfason bæjarfógeti I Vestmannaeyjum er formaöur yfirkjörstjórnar á Suöurlandi. Hann sagöi, aö taliö yröi á Hvols- velli og þangaö yröu kjörgögn send, flest kæmu bflleiöis, en t.d. frá Vestmannaeyjum væri stefnt aö því, aö koma kjörgögnum flug- leiöis. Hann sagöi, aö kjörfundi lyki kl. 23.00 og þá strax yröi hafist handa um talningu, en hann vonaöi, aö sundurgreining og flokkun hæfist nokkru fyrr. Þá sagöist hann búast viö, aö taln- ingu lyki um 3.30, ef allt gengi vel. Fljótlega upp úr kl. 23.00 má búast við fyrstu tölum úr Reykjanes- kjördæmi. Guöjón Steingrlmsson hæstar- réttarlögmaöur I Hafnarfiröi er formaöur yfirkjörstjórnar I Reykjaneskjördæmi. Hann sagöi, aö talið yröi i Hafnarfiröi og hæfist talningin um kl. 23.00. Fljótlega upp úr þvl mætti fara aö búast viö fyrstu tölum. Guöjón bjóst viö, aö talningu lyki milli kl. 4.00 og 5.00. Um kl. 18.00 hefst flokkun og sundurgrein- ing atkvæða i Reykja- vik. Jón G. Tómasson borgarlög- maöur er formaöur yfirkjör- stjórnar I Reykjavík. Hann sagöi, aö milli 18.00 og 19.00 væri skipt um kjörkassa I kjördeildum á Reykjavlkursvæöinu og þá strax hæfist sundurgreining og flokkun, en slöan aö kjörfundi loknum hæfist talningin, sem aö venju fer fram I Austurbæjarskólanum. Aö talningunni I Reykjavík vinna um 30 manns, þar af fjórir frá hverjum frambjóðenda, þ.e.a.s. þetta fólk sér um flokkun og sundurgreiningu atkvæöa, en siöan eru 4 menn, sem vinna aö sjálfri talningunni. 1 Reykjavik er kosiö á 15 stööum og er kjörgögn- um komið i lögreglubilum i Austurbæjarskólann. Jón sagöi, aö erfitt væri aö segja til um, hvenær talningunni lyki, en vonast væri til, aö svo yröi ekki slöar en kl. 3.00. —K.Þ./AB. Ingvar Agústsson sigurvegarinn I ökuleikninni á ísafiröi sést hér spreyta sig á einni þrautinni sem var aö fara I gegnum mjóa brú milli fjögurra stanga. Visismynd Einar Guömundsson. Okuleikni 80: Ingvar Agúsisson slgraði á ísafirðl Okuleikni 80 en aö henni standa eins og kunnugt er Bindindisfélag ökumanna og Vtsir, er nú I fullum gangi. A mánudag og þriðjudag var keppt á ísafiröi, og þar sigr- aöi Ingvar Agústsson á Datsun 100A og hlaut hann 176 stig. Annar varð Kristinn Kristjánsson á Peugot 504 en hann hlaut 177 stig. Jón Ebbi Halldórsson varö þriöji á Toyota Corolla og var hann með 194 stig. Þátttakendur á ísafiröi voru alls tíu og voru fjölmargir áhorfendur viöstaddir keppnina. Sandfell h.f. gaf veglegan bikar til keppninnar. Þá fór fram vél- hjólakeppni á Isafiröi á þriöju- daginn og varð sigurvegarinn Grétar Jóhannesson á Suzuki-vél- hjóli og halut hann alls 154 stig. Annar varö Einar Halldorsson, sömuleiöis á Suzuki meö 199 stig og þriðji Arni Brynjar Ólafsson einnig á Suzuki og hlaut hann 217 stig. Sjö þátttakendur voru i keppninni og voru verðlaunin aö þessu sinni fefin af Isafjaröar- kaupstað. Ahorfendur voru fjöl- margir og höföu tsfirðingar aug- sýnilega hiö besta gaman af keppninni. Þess má geta aö ökuleiknis- keppnin sem halda átti á Siglu- firði I dag fellur niöur. -hr Oplð hús á vegum allra framhlððenda Visir kannaöi, hvar stuðnings- menn hvers frambjóðanda hyggðust safnast saman að kvöldi 30. júni eftir aö kjörfundi lýkur. Stuðningsmenn Alberts Guö- mundssonar veröa I Þórskaffi. Milli kl. 14.00 og 18.00 á kjördag verða kaffiveitingar fyrir stuön- ingsmenn og þegar kjörfundi lýk- ur veröur þar kosningavaka. Stuöningsmenn Guðlaugs Þor- valdssonar veröa á Hótel Sögu. Allan daginn veröa þar kaffiveit- ingar og síöan eftir lok kjörfundar mun hljómsveit leika þar fyrir dansitil kl. 1.00, en eftir þaö verö- ur diskótek. Stuöningsmenn Péturs Thor- steinsson verða i Sigtúni. A kjör- dag verða þar kaffiveitingar og er kjörfundi lýkur geta menn verið þar áfram. Stuðningsmenn Vigdisar Finn- bogadóttur verða i veitingahúsinu Klúbbnum að kvöldi kjördags. Húsiö veröur opnað kl. 22.00.Kj, Yfirlýsíng ritstjúra Visis: „Dylgjum Indrlða er vísað á bug” Lýsl lurðu á málsmeð- lerð l viðsiá i gærkvöldi Vegna Vlösjárþáttar I útvarp- inu I gærkvöldi hafa ritstjórar Vísis sent fréttastofu hljóövarps eftirfarandi athugasemd: „Af gefnu tilefni viljum viö rit- stjórar VIsis lýsa furöu okkar á þeirri málsmeöferö, sem fram kom I Viösjá, þar sem fjallaö var Itarlega um skoöanakönnun Vis- is, og ýmsir dómar um hana felld- ir án þess aö fulltrúa blaösins væri gefinn kostur á aö skýra sjónarmiö þess. Sömuleiöis viljum viö vegna ummæla Indriöa G. Þorsteins- sonar taka fram, aö viö höfum ekki lýst opinberlega yfir stuön- ingi viö neinn þeirra fram- bjóöenda, sem I kjöri eru, og Vlsir ekki tekiö afstööu meö einstökum frambjóöendum, en gert þeim öll- um jafnt undir höföi. Dylgjum Indriöa er vlsaö á bug. Ólafur Ragnarsson — Ellert B. Schram”. Seltírnlngar kjósa 29. júní: Afengísúlsala og forseti Samhliöa kjöri á forseta tslands á sunnudaginn munu Sel- tirningar kjósa um hvort opna skuli áfengisútsölu á Seltjarnar- nesi. Þaö má því búast viö aö ýmsir verði bæði glaðir og sorgbitnir á kosninganóttina. -AS Vísisbíó Visisblóið I dag heitir „Röskir strákar” og er þetta gamanmynd I lit, en að vlsu er enginn texti með henni. Sýning myndarinnar hefst kl. 3 og veröur Vlsisbióið eins og endranær I Hafnarblói. Siaufusala Félag einstæðra foreldra verö- ur meö slaufusölu á sunnudaginn 29. júni, kosningadaginn. -A.S. NESTI Ártúnshöfða NESTI Fossvogi NESTI Austurveri Háaieitisbraut 68 ■^\\\\\\\\\\\\\$\\\\\\\$\$\$\$\$\$\$íl$\- Milk Shake fjölskyldan frá NESTI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.