Morgunblaðið - 11.05.2002, Síða 27

Morgunblaðið - 11.05.2002, Síða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 27 meistar inn. is HÖNNUN LIST SMÁRALIND KÓPAVOGI – S. 569 1550 SMÁRALIND S. 569 1550 – KRINGLUNNI S. 569 1590 A B X / S ÍA 74.995,- - 54.995 kr.Ver› á›ur 129.990 kr. 119.990,- - 50.000 kr.Ver› á›ur 169.990 kr. HREINGER NINGVOOOR- LAGERLOSUN! 32” 119.990,- - 40.000 kr. Ver› á›ur 159.990 kr. 24.995,- - 22.000 kr. Ver› á›ur 44.995 kr. KAUPBÆTIR um helgina 29.995 kr. VIRÐI 1 ÁBYRGÐ 119.990,- - 70.000 kr. Ver› á›ur 189.990 kr. S t æ r s t a v e r s l u n a r k e ð j a m e ð r a f t æ k i í E v r ó p u ! BREIÐTJALDSTÆKI Á GRÖÖÖÖNNU VERÐI – TAKMARKAÐ MAGN Þú kau pir nún a en b orgar e kki fyr stu afborg un fyrr en eft ir 4 mán uði, va xtalau st. Og þá er mög uleiki á allt a ð 32 m ánaða raðgre iðslu. FYRSTA AFBO RGUN Í SEPTE MBER! 0VEXTIR% 1 3 ára ábyrgð ef greitt er með biðgreiðslum eða raðgreiðslum Visa, annars 2 ár. 2 Varan þarf að vera í upprunalegu ástandi í umbúðum. Gildir ekki um tölvur, geisladiska, DVD diska, GSM síma og vörur til persónulegra nota. Starfsfólk veitir frekari upplýsingar. 2 BESTAVERÐIÐ Í BÆNUM! Sony 29” SON-KV-29fx30 Alveg flatur FD Triniton Wega myndlampi í 4:3 formati. Nicam steríó. Textavarp með 10 síðna minni. 2 Scart-tengi. Hitachi 32” 32W31 Textavarp. Kyrrmynd. 2x12 W RMS. 2 Scart- tengi. AV/S-VHS tengi að framan. 100 Hz. Handspring lófatölva að verðmæti 29.995 kr. fylgir með öllum 32” breiðtjaldssjónvörpum um helgina. Thomson DVD spilari THO-DTH-4000 DTS/Dolby Digital. MPEG-2. Spilar öll kerfi. Scart-tengi. JVC 32” AV32T15 Frábær flatur skár, Natural. BBE hljóðkerfi. Sjálfvirkt Panorama. Fjöldi breiðtjaldsstillinga. 2x20 W hátalarar. Textavarp. Tandberg 32” TAB-vtkr83 Textavarp. Nicam steríó. 2 Scart-tengi. 100 Hz. 2.795,- 1.995,- 3.295,- G LÁ PTU M EIR A !! ! skáp ur fylg ir með STUÐNINGUR Bandaríkjamanna við Ísraela, einkum í síðustu herför Ísraela á svæðum Palestínumanna, hefur komið af stað grasrótarhreyf- ingu sem berst fyrir því að bandarísk- ar vörur séu sniðgengnar í araba- heiminum, að því er The New York Times greinir frá. Svo virðist sem áróðurinn sé að skila árangri, einkum er varðar neysluvörur, segir blaðið. En arabar kaupi það lítinn hluta allra banda- rískra útflutningsvara að jafnvel þótt margir þeirra færu að sniðganga bandarískar vörur myndi það hafa lít- il heildaráhrif. Megnið af sölu Banda- ríkjamanna til arabaheimsins er á stórum hlutum eins og t.d. flugvélum og nam útflutningur Bandaríkja- manna til arabaríkja alls 20 milljörð- um dollara árið 2000, um 2,5% af heildarútflutningi Bandaríkjamanna. En vari ástandið í langan tíma gæti það heft útbreiðslu sérleyfa og ann- arra vara, að sögn sérfræðinga. Sala á flestum bandarískum skyndibitastöð- um í arabaheiminum hefur þegar dregist saman um 20 til 30 af hundr- aði að meðaltali og horfur eru á að sömu sögu verði að segja um neyslu- vörur. Það hafa aðallega verið ein- staklingar og litlir hópar, án stuðn- ings opinberra aðila, sem hafa staðið fyrir því að bandarískar vörur séu sniðgengnar. „Fólki er farið að finnast að það sé ekki nóg að hrópa slagorð gegn því sem Bandaríkjamenn eru að gera,“ sagði Kamal Hamdan, hagfræðingur í Líbanon, í samtali við The New York Times. Hamdan reykir bandarískar sígarettur og segir, að í hvert sinn sem hann dragi upp pakkann verði einhver til þess að finna að því við hann að hann skuli enn reykja banda- rískt tóbak. Hann segir ennfremur, að fólk vilji beina aðgerðunum gegn ákveðnum vörum og þjónustu sem tengist bankakerfinu, tryggingafélög- um og fjármálamarkaðinum. „Það vill finna viðkvæma bletti sem geta haft efnahagsleg áhrif.“ Fjöldinn allur af listum hefur verið búinn til yfir vörur sem hægt væri að kaupa í staðinn fyrir bandarískar vörur á borð við Lays-kartöfluflögur og Head & Shoulders-sjampó. Stund- um skortir þó aðeins á nákvæmnina, því á einum listanum er Domino’s Pizza ekki talið bandarískt fyrirtæki og mun ástæðan vera sú að nafnið hljómar ítalskt. Bandarískar vörur verði sniðgengnar LYNDA Lyon Block, 53 ára, var tekin af lífi með rafstraumi í Alabamaríki í Bandaríkjunum aðfaranótt gærdagsins fyrir morð á lögreglu- manni 1993. Block var fyrsta konan sem tekin er af lífi í Al- abama síðan 1957, og ní- unda konan sem fær dauðadóm í Bandaríkjunum síðan hæstirétt- ur landsins úrskurðaði 1976 að dauðarefsingar stæðust stjórn- arskrá. Block var lýst látin tíu mínútum eftir miðnætti að stað- artíma, eða klukkan 5.10 í gær- morgun að íslenskum tíma. Lík- legt er talið að hún hafi orðið síðust manna til að deyja í raf- magnsstólnum í Alabama, því samkvæmt nýsamþykktum lög- um á ríkisþinginu fá dauða- dæmdir fangar nú að velja hvort þeir eru líflátnir með raflosti eða banvænni lyfjagjöf. Hekmatyar komst lífs af BANDARÍSKA leyniþjónust- an, CIA, gerði sl. mánudag mis- heppnaða tilraun til að ráða af dögum Gulbuddin Hekmatyar, stríðsherra af þjóðflokki Past- úna í Afganistan, sem hefur heitið því að berjast gegn bandarískum hermönnum í landinu og steypa af stóli Hamid Karzai, forsætisráðherra bráða- birgðastjórnarinnar í Afganist- an. Beitti CIA ómannaðri Pred- ator-flugvél til að skjóta flug- skeyti að meintum fundarstað Hekmatyar og helstu ráðgjafa hans skammt frá Kabúl. Njósnari í lífs- tíðarfangelsi ROBERT Hanssen, sem fund- inn var sekur um njósnastarf- semi gegn Bandaríkjunum, var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hanssen er fyrrverandi gagn- njósnasérfræðingur hjá banda- rísku alríkislögreglunni, en upp komst að hann hefði veitt sov- éskum og síðar rússneskum stjórnvöldum leynilegar upplýs- ingar um bandarísk málefni í um tuttugu ár. Fékk hann borgað fyrir upplýsingarnar í reiðufé og demöntum. Hann andmælti ekki úrskurði réttarins og baðst afsökunar á gjörðum sínum. IBM segir upp 8.000 BANDARÍSKI tölvuframleið- andinn IBM mun segja upp allt að átta þúsund manns, eða um 2,5% af starfsmönnum fyrirtæk- isins í heiminum, að því er Wall Street Journal greinir frá. Munu uppsagnirnar koma til framkvæmda á þessum árs- fjórðungi. STUTT Aftaka í Alabama Block

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.