Morgunblaðið - 11.05.2002, Síða 28

Morgunblaðið - 11.05.2002, Síða 28
ERLENT 28 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ NIÐURSTÖÐUR nýrra athugana benda til þess að sykurpillur virki jafnvel og lyf á borð við Prozac, Zoloft og Paxil við meðhöndlun á þunglyndi. Samkvæmt niðurstöð- unum hafa flestar þær tilraunir sem lyfjafyrirtæki hafa gert á und- anförnum áratugum leitt í ljós, að svokölluð lyfleysa – eða sykurpillur – virka jafnvel, eða jafnvel betur, en þunglyndislyfin. Hafa fyrirtækin orðið að gera fjölda tilrauna til að fá fram já- kvæða niðurstöðu úr tveim tilraun- um, en bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) krefst þess að jákvæðar niðurstöður fáist úr a.m.k. tveim tilraunum til þess að lyf fáist samþykkt. Það sem meira er, sykurpillurnar valda greini- legum breytingum á sömu svæðum í heilanum og þunglyndislyfin virka á, að því er segir í niðurstöðum nýju rannsóknanna. Lyfleysuáhrifin vel þekkt Vísindamenn hafa lengi notað lyfleysu, pillur sem ekki innihalda nein virk efni, til þess að greina á milli „raunverulegra“ áhrifa lyfja og „blekkjandi“ tilfinninga sjúk- linga. Svokölluð lyfleysuáhrif – þ.e. þegar sjúklingum finnst þeim líða betur eftir að þeir hafa verið með- höndlaðir með svona gervilyfjum – eru alþekkt í læknisfræði. Sjúkling- ar sem taka þátt í lyfjatilraunum fá ekki að vita hvort þeir eru að taka lyf eða lyfleysu. En hinar nýju athuganir benda til þess, að lyfleysuáhrifin gegni mjög stóru hlutverki í meðhöndlun á þunglyndi – þar sem það, hvernig fólki finnst því líða, sker úr um hvort það er heilbrigt eða veikt. Þessar niðurstöður kunna að varpa ljósi á niðurstöður ýmissa tilrauna, eins og til dæmis einnar sem greint var frá í síðasta mánuði þar sem borin voru saman áhrif jurtalyfsins gullrunna (St.John’s Wort) og þunglyndislyfsins Zoloft. Jurtalyfið læknaði 24% þeirra þunglyndis- sjúklinga sem tóku það, Zoloft læknaði 25% – og lyfleysan læknaði 32% þeirra þunglyndissjúklinga sem fengu hana. Skiptir umhyggjan mestu? Þessar nýju niðurstöður þýða ekki að þunglyndislyf hafi enga virkni. En læknar og vísindamenn segja að þær bendi til þess að Bandaríkjamenn ofmeti áhrif lyfjanna, og að helsta gagnsemi lyfjanna stafi í raun af þeirri umönnun og umhyggju sem sjúk- lingum sé sýnd þegar lyfjatilraunir séu gerðar – en þær milljónir sjúk- linga er taki lyfin dags daglega njóti ekki þessara kosta. Sjúklingur sem tekur þátt í til- raun er stendur í tvo mánuði er rannsakaður af sérfræðingum og sérþjálfuðu hjúkrunarfólki í um tuttugu klukkustundir, segir Arif Khan, geðlæknir í Seattle, sem rannsakaði lyfleysuáhrif í rann- sóknarniðurstöðum sem sendar voru FDA. Þátttakendur í rann- sóknunum – þ.á m. þeir sem fá lyf- leysupillur – eru spurðir nákvæmra spurninga um hvernig þeim líði og vandlega er fylgst með öllum breyt- ingum á andlegu ástandi þeirra. Til samanburðar, segir Khan, ræðir venjulegur þunglyndissjúklingur við lækni í um 20 mínútur á mánuði. Athugun Khans á 96 tilraunum með þunglyndislyf á árunum 1979– 1996 sýndu að í 52 af hundraði til- rauna var ekki hægt að sjá mun á áhrifum þunglyndislyfsins og lyf- leysunnar. Segir Khan að framleið- endur Prozac hafi orðið að gera fimm tilraunir til að fá fram já- kvæðar niðurstöður úr tveim, og framleiðendur Paxil og Zoloft hafi orðið að gera jafnvel fleiri tilraunir. Khan kannaði niðurstöður sem voru birtar í læknaritum. Vandinn við flokkun og greiningu „Þetta varpar ljósi á þann vanda sem við eigum við að etja við að flokka og greina þá kvilla sem við eigum í höggi við,“ sagði Thomas Laughren, sem stjórnar þeim hópi vísindamanna sem metur lyf fyrir FDA. „Greining á geðsjúkdómum er lýsing. Við höfum í raun ekki líf- fræðilegan skilning á geðsjúkdóm- um.“ Vísindamenn skilja ekki taugaferlin sem liggja þunglyndi til grundvallar – né hvers vegna lyf á borð við Prozac og Paxil virka. Í janúar sl. birti Andrew Leucht- er, prófessor í geðlæknisfræði við Háskólann í Kaliforníu í Los Angel- es, niðurstöður rannsóknar þar sem fylgst var með þeim breyting- um er verða í heilanum í tengslum við notkun lyfja á borð við Prozac og Effexor. Þegar breytingarnar voru bornar saman við breytingar í heila sjúklinga sem höfðu tekið lyf- leysu kom í ljós að í mörgum til- vikum voru breytingarnar þær sömu, í þeim hlutum heilans sem taldir eru stjórna því í hvernig skapi fólk er. Áhrif sannfæringarinnar Þegar tilrauninni var lokið og sjúklingunum sem höfðu fengið lyf- leysu var greint frá því að þeir hefðu í raun ekki verið að taka lyf hrakaði þeim fljótt. Sannfæring fólks um mátt þunglyndislyfjanna kann að útskýra hvers vegna fólki sem tekur lyfleysuna batnar. Sumir vísindamenn segja að lyfin sjálf virki í raun vegna lyfleysu- áhrifanna, en flestir geðlæknar eru þeirrar skoðunar að lyfin sjálf hafi áhrif. „Lyfin virka, og ég vísa á þau, en þau eru ekki allt það sem þau eru sögð vera,“ sagði Wayne Black- mon, geðlæknir í Washington. „Ég veit af fenginni reynslu við geð- lækningar að lyfin ein duga ekki til.“ Blackmon segir að þeir sem sinni geðheilbrigðismálum ættu að tvinna betur saman mátt lyfjameð- ferða og áhrif sannfæringar og samtalsmeðferðar. The Washington Post. Lyfleysa virðist jafnáhrifarík og þunglyndislyf ’ Við höfum í raun ekki líffræði- legan skilning á geðsjúkdómum ‘ JAPANSKIR ráðamenn eru sagðir æfareiðir vegna þess, að kínverskir lögreglumenn ruddust inn á lóð jap- önsku ræðismannsskrifstofunnar í borginni Shenyang í Norðaustur- Kína. Þaðan höfðu þeir með sér tvær konur og litla stúlku, líklega Norð- ur-Kóreumenn, sem hugðust biðja um hæli í Japan. Bandarískir sendi- menn eiga nú í viðræðum við kín- verska embættismenn um örlög þriggja N-Kóreumanna, sem eru í bandarísku ræðismannsskrifstof- unni í borginni. Junichiro Koizumi, forsætisráð- herra Japans, hefur sent Peking- stjórninni formleg mótmæli og fyr- irskipað tafarlausa rannsókn á málinu. Var haft eftir ráðuneytis- stjóra hans, að vonandi hefði þetta mál ekki mjög slæm áhrif á sam- skipti ríkjanna en það væri komið undir viðbrögðum Kínverja. Kínverjar sögðu í yfirlýsingu á fimmtudag, að lögreglumennirnir hefðu verið að sinna þeirri skyldu sinni að vernda japönsku sendiráðs- mennina í samræmi við alþjóðalög þegar þeir fjarlægðu tvær mann- eskjur, sem taldar hefðu verið N- Kóreumenn. Þá eru fréttir um, að þrír aðrir hafi verið handteknir utan ræðismannslóðarinnar. Upptökur úr eftirlitsmyndavélum japönsku ræðismannsskrifstofunnar voru sýndar hvað eftir annað í jap- önsku sjónvarpi í gær og á þeim má sjá hvar kínverskir lögreglumenn draga tvær konur og aðra með barn í fangi í burt eftir að þær voru komn- ar inn á lóðina og þar með á japanskt yfirráðasvæði. Samskipti Kínverja og Japana hafa verið heldur stirð undanfarið og óttast er, að þau versni enn vegna þessa máls. Eru Kínverjar nánir bandamenn N-Kóreustjórnar en mikið er um, að fólk, sem hefur flúið N-Kóreu, reyni að komast inn í sendiráð erlendra ríkja í Kína eða skrifstofur Sameinuðu þjóðanna. Talsmaður bandarísku ræðis- mannsskrifstofunnar í Shenyang sagði í gær, að verið væri að ræða örlög þriggja N-Kóreumanna, sem þar hefðu leitað hælis. Vissi hún ekkert hvað út úr þeim kæmi en Kínverjar hafa skuldbundið sig gagnvart N-Kóreustjórn til að senda heim alla flóttamenn. Japanir æfir vegna framferðis Kínverja Ruddust inn á lóð japanskrar ræðismannsskrif- stofu og drógu burt n-kóreska flóttamenn Tókýó, Peking. AP. EINN beið bana og 14 bandarískir hermenn slösuðust er tvær lestir rákust saman í Tékklandi í gær. Var um að ræða tvær flutningalestir og var önnur að flytja bandarískan herbúnað vegna heræfinga í vestur- hluta landsins. Annar lestarstjórinn beið bana. Svo virðist sem um mann- leg mistök hafi verið að ræða. Hafði einn starfsmaður járnbrautanna beint lestinni með herbúnaðinn inn á braut hinnar lestarinnar. Lestarslys í Tékklandi AP FYRSTU nákvæmu, erfðafræðilegu rannsóknirnar á miltisbrandsbakt- eríunum, sem sendar voru ýmsum viðtakendum í Bandaríkjunum snemma síðasta vetrar, hafa leitt í ljós, að örlítill munur er á þeim og bakteríunum, sem Bandaríkjaher ræður yfir í rannsóknastöð sinni í Fort Detrick. Vonast er til, að þessi uppgötvun geti auðveldað leitina að þeim manni eða mönnum, sem sendu bakteríuna. Sagði frá þessu í Wash- ington Post í gær. Munurinn er mjög lítill, nokkrar stökkbreytingar, en vísindamenn- irnir segja, að hann sýni samt, að bakterían hafi upphaflega komið frá Fort Detrick. Stökkbreytingarnar hafi orðið síðar. Því sé sennilegt, að hryðjuverkamaðurinn hafi komist yfir bakteríuna í einhverri þeirra 20 rannsóknastöðva, sem unnið hafa með bakteríur frá Fort Detrick. Komið hefur fram hjá talsmönn- um bandarísku alríkislögreglunnar, að enn hafi engar áreiðanlegar vís- bendingar komið fram en líklegast sé talið, að um sé að ræða Banda- ríkjamann með vísindaþekkingu og hafi hann verið einn að verki. Nýr áfangi í rann- sókn miltisbrands- hryðjuverka GIANFRANCO Fini, aðstoðarfor- sætisráðherra Ítalíu, sem lýsir sjálfum sér sem „síð-fasista“, er velkominn til Ísraels þrátt fyrir fortíð flokks hans og gamalt gyð- ingahatur. Lét Shimon Peres, utanríkisráðherra Ítalíu, svo um- mælt í gær er hann lagði upp í ferð til Ítalíu. „Við dæmum ekki fólk eftir for- tíðinni, heldur nútíðinni,“ sagði Peres en Fini hefur lengi langað til að fara til Ísraels. Ítalskir gyðing- ar hafa hins vegar alltaf sett sig upp á móti því. Einn helsti leiðtogi þeirra, Amos Luzzatto, sagði fyrir nokkru að hann tryði því ekki að Fini hefði í raun hafnað fasism- anum. Fini vel- kominn í Ísrael Róm. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.