Morgunblaðið - 11.05.2002, Page 29

Morgunblaðið - 11.05.2002, Page 29
NEYTENDUR KJARTAN Kristjánsson sjóntækja- fræðingur í Optical Studio RX í Smáralind hefur látið sérframleiða Lindberg títan-gleraugnaumgjarðir fyrir 1–3 ára börn sem hann segir hægt að „sveigja og beygja“ án þess að þær brotni. Umrædd gleraugu koma hingað til lands frá Lindberg Optic Design í Danmörku og eru sömu gerðar og títan-umgjarðir sem Poul-Jorn Lindberg hannaði í sam- vinnu við dönsku arkitektastofuna Dissing & Weitling á tíunda áratug síðustu aldar og fengið hafa viður- kenningu frá iF Product Design. Títan-umgjarðir eru innan við þrjú grömm að þyngd, rúmur milli- metri á breidd og snúnar saman, ekki skrúfaðar, og segir Kjartan þær aðra bestu hugarsmíð danskra hönnuða á eftir Lego-kubbum. Lindberg títan-barnaumgjarðir hafa ekki verið framleiddar fyrir 1–3 ára börn hingað til og segir Kjartan að fulltrúar Lindberg Optic Design hafi tekið vel í málaleitan hans í árs- byrjun. „Ég er búinn að starfa í þessari grein í 20 ár og taldi mig vera kominn með ákveðna lausn á þeim vanda sem foreldrar barna með gleraugu þurfa að glíma við, sem er endurteknar viðgerðir. Þess- ar umgjarðir þola mjög mikið hnjask og eiga ekki að brotna eða aflagast við illa meðferð, þótt það sé alls ekki óhugsandi, enda í sjálfu sér hægt að eyðileggja alla hluti,“ segir hann. Þriggja ára ábyrgð er á umgjörð- unum og segir Kjartan númer grafið á hverja umgjörð með leysigeislum svo ekki fari á milli mála hvort ábyrgðin standi, komi eitthvað upp á. Sjónglerin eru úr öryggisplasti og eiga jafnframt að þola mikið álag, þótt þau geti að vísu rispast að hans sögn. Sjónstöð borgar ekki vegna barnagleraugnaumgjarða „Sjónstöð Íslands tekur þátt í kostnaði vegna sjónglerja í barna- gleraugum og einungis upp að vissu marki, en ekki í kostnaði við um- gjarðir, sem auðvitað eru engin rök fyrir. Margir uppalendur lenda í endurteknum útgjöldum vegna hefð- bundinna umgjarða, sem bæði geta brotnað á nefstykkinu og örmunum vegna álags og þarf sífellt að vera sjóða saman. Það er ekki auðvelt að koma gleraugum á minnstu börnin eða verja þau hnjaski og ég tel Lind- berg títan-barnagleraugnaumgjarð- ir svar við þessum vanda foreldra,“ segir hann. Lindberg barnaumgjarðirnar eru til í fjölmörgum litum sem foreldrar og börn geta valið af litaspjaldi og segir Kjartan algengt að keyptar séu tvílitar eða þrílitar umgjarðir fyrir smáfólkið. Tvær vikur tekur að láta útbúa umgjörðina og segir Kjartan hana 3.000 krónum ódýrari hér á Íslandi en í Danmörku. Hver Lindberg títan-barnagleraugnaum- gjörð kostar 16.300 krónur. „Lind- berg Optic Design vildi framleiða þetta sérstaklega fyrir okkur þótt ekki sé um stórt markaðssvæði að ræða enda telja þeir að framleiðslan sé bara til enn meiri bóta fyrir ímynd fyrirtækisins,“ segir hann að síðustu. Morgunblaðið/RAX Hægt er að jaga títan-barnagleraugnaumgjarðir talsvert til án þess að þær brotni, að sögn Kjartans Kristjánssonar sjóntækjafræðings. Umgjarðir fyrir 1–3 ára sem má sveigja og beygja Hekla Björt Hólmarsdóttir er rúmlega 1 1/2 árs og notar Lindberg- barnagleraugu. Tvíburasystir hennar, Katla Dögg, er í bakgrunni. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 29 ÖRVERUÁSTAND samloka og smurðs brauðs á sölustöðum er gott samkvæmt könnun sem Hollustu- vernd ríkisins og Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga gerðu í mars og apríl á þessu ári. Kannað var örveruástand samloka og smurbrauðs á átta heil- brigðiseftirlitssvæðum á landinu. Stefnt var að því að taka 104 sýni en 71 sýni barst af samlokum/langlok- um og smurðu brauði og 41 samloka var pökkuð í plastumbúðir, að því er segir í niðurstöðum. Um var að ræða sýni af brauði með aspas, eggjasalati, skinku og ýmsu áleggi, salami, beikoni, osti, túnfiski, hangikjöti, kjúklingi, kalk- úni, laxi, rækjum, nautahakki, grænmeti, pepperoni, roast beef og spæleggi og beikoni og var leitað að bacillus cereus, staphylococcus aur- eus og saurkólígerlum sem gefa til kynna persónulegt hreinlæti starfs- fólks og almennt hreinlæti við holl- ustu vörunnar. Túnfisksamloka með of miklu af staphylococcus aureus Sýnin voru rannsökuð á rann- sóknastofu Hollustuverndar ríkis- ins. Eitt sýni af 71 var talið ósöluhæft, sem er 1,4%, vegna of mikils fjölda af staphylococcus aureus og var þar um að ræða túnfisksamloku í plast- umbúðum. „Athugasemdir voru gerðar við merkingar á sex sýnum, í tveimur tilvikum vegna dagstimpl- unar, í tveimur tilvikum vegna síð- asta söludags og í tveimur tilvikum var um algjörar vanmerkingar að ræða. Niðurstöður þessa eftirlits- verkefnis sýna að samlokur eru al- mennt undir viðmiðunarmörkum og merkingar yfirleitt fullnægjandi,“ segir loks í niðurstöðum. Reuters Örverufræðilegt ástand smur- brauðs virðist gott hérlendis. 1,4% smurbrauðs- sýna ósöluhæf Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík Járn + C vítamín fyrirbyggir járnskort. C-vítamínið eykur nýtingu járns. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.