Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 30
HEILSA 30 LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ www.sagamedica.com eykur orku, þrek og vellíðan N O N N I O G M A N N I | Y D D A N M 0 6 1 3 4 /s ia .i s Angelica Angelica fæst í apótekum, heilsuvörubúðum og heilsuhornum matvöruverslana. Jón Gíslason, Borgarfirði: „Ég hef átt við veikindi að stríða. Mér hefur aukist kraftur eftir að ég fór að taka Angelicu. Nú er ég hressari, mér líður mun betur og er miklu meira á ferðinni en áður.“ Vandamál mitt er að ég hef lengi átt við áfeng- isvandamál að stríða og hef reynt að nýta mér AA-samtökin og tólf-sporakerfið til þess að sigrast á þessu vandamáli mínu. Mér finnst ég alls ekki finna mig með þessari aðferð og vil ekki tala um vandamál mitt sem sjúkdóm. Margir í kringum mig segja mig þá vera á fallbraut og í afneitun. Er þetta virkilega eina aðferðin sem hægt er að nota til að takast á við áfengis- og vímuefna- vandamál? SVAR Það eru sennilega margir semmyndu fullyrða að sjúkdómsnálg- unin og tólf-sporakerfið sé eina meðferð- arkerfið sem virkar þegar takast skal á við áfengis- og vímuefnavanda og sú trú hefur í raun verið „matreidd“ ofan í okkur Íslendinga mjög lengi. Það sem erfðafræðilega sjúk- dómsnálgunin virðist oft gera er að þróa hjálp- arleysi hjá einstaklingi, að hann sem ein- staklingur geti ekki hjálpað sér sjálfur, hann sé einfaldlega með ólæknandi sjúkdóm sem ekki er hægt að lækna, aðeins hægt að halda niðri. Það sem mikilvægara er, til að árangur náist, er að líta ekki á vímuefnavandann sem erfðafræði- legan sjúkdóm heldur vandamál sem ein- staklingur hefur þróað með sér, af þeim sökum að á einhverjum tímapunkti í lífinu verða vímu- gjafar tæki til að takast á við erfiðar tilfinn- ingar og vanlíðan. Fyrir suma getur vímu- efnaneyslan verið mjög ánægjuleg og skemmtileg til að byrja með, en þróast síðar út í hegðun sem er orðin mjög fastmótuð og erfitt er að losna undan, þrátt fyrir að neyslunni fylgi mun fleiri gallar en kostir og að um vandamál sé að ræða. Ég hef unnið töluvert með fólki sem átt hefur við vímuefnavandamál að stríða og eins og margir aðrir sálfræðingar hef ég notað margar aðrar nálganir, sem hafa verið að gefa góða raun. Ein þeirra hefur verið nefnd hvatning- arviðtal (Motivational Interviewing). Það bygg- ir í stuttu máli á að nota mismunandi meðferð- artækni eftir því hvar einstaklingurinn er staddur gagnvart vandamáli sínu: T.d. hvort einstaklingurinn sé ekki farinn að gera sér grein fyrir að hann eigi við vandamál að stríða; sé tvístígandi um hvort hann vilji breyta; sé orðinn tilbúinn til að framkvæma og velja með- ferðarleið; eða hvort hann sé að vinna með það að viðhalda árangri, eftir að hafa tekist að ná stjórn á vímuefnavandamáli sínu, og forðast bakslag og að vinna úr bakslagi ef það á sér stað. Vörn einstaklings í meðferð tel ég ekki vera vandamál skjólstæðingsins heldur er þá frekar um að ræða að meðferðaraðili sé að nota ranga aðferð, sem ekki hentar viðkomandi ein- staklingi, og það á alls ekki að nota þrýsting til að fá einstakling til að „viðurkenna vandann“, eins og algengt er að notað sé í áfeng- ismeðferðum hér á landi, heldur á að nota sam- vinnu við einstaklinginn og góða meðferð- artækni. Þar að auki hef ég mikið notað hugræna at- ferlismeðferð við vímuefnavandamálum, sem er talin mjög góð og hnitmiðuð meðferðarnálgun við vandamálum af þessu tagi. Þessi meðferð- arnálgun vinnur t.d. með það að skoða að- stæður sem kveikja á neyslutengdum hugs- unum sem síðan kveikir löngun (fíkn). Því er mjög mikilvægt og áhrifaríkt að vinna kerf- isbundið með hugsanir, langanir (fíknir) og hugmyndir einstaklingsins um neyslu sína. Það er nefnilega hægt að styrkja einstakling í að byggja upp tækni til að svara hugsunum sínum og breyta óraunhæfum hugmyndum sínum um neysluna, sem viðheldur óbreyttu ástandi. Þetta eru oft hugmyndir og hugsanir um kosti og galla neyslunnar, sem einstaklingur hefur þróað með sér í sjálfri neyslunni, sjálfan sig, getu sína til að takast á við erfiðleika og breyta lífsmynstri sínu og hvernig lífið yrði án neyslu. Einnig hefur verið þróuð aðferð, útfrá kenn- ingum um hugræna atferlismeðferð, sem mik- ilvægt er að vinna með til að viðhalda góðum ár- angri vímuefnameðferðar, og það er svokölluð bakslagsvörn (relapse prevention). Í bak- slagsvörn er unnið með að koma í veg fyrir bak- slag og bregðast rétt við ef bakslag á sér stað. Þetta er t.d. gert með því að finna aðstæður og tíma þar sem löngun kemur helst fram, skjól- stæðingurinn lærir aðferðir til að átta sig fyrr á löngunartilfinningunni (fíkninni) en áður og þekkja hugsanir sem auka löngunina og „gefa leyfi“ fyrir því að neysla eigi sér stað. Það er líka mikilvægt að temja sér tækni sem hægt er að nota þegar löngun (fíkn) verður það mikil að hætta er á bakslagi. Að lokum má nefna, að þegar unnið er með fólk í vímuefnavanda er alls ekki nóg að vinna með neysluna eina og sér heldur er líka mjög mikilvægt að vinna með önnur vandamál, sem oft eru orsakir neyslunnar hjá fólki, sem og vandamál sem hafa þróast, sem afleiðing af neyslunni. Að vinna með þessi vandamál er oft lykillinn að því að einstaklingur nái að höndla lífið án vímunnar. Hér hef ég stiklað á stóru yfir aðrar meðferð- arleiðir sem gefa árangur í meðferð á vímu- efnavandamálum og í þeirri umræðu studdist ég aðallega við þær meðferðarleiðir sem hafa reynst mér góð og árangursrík tæki í meðferð með mína skjólstæðinga. Þó ber að nefna að fólk getur nýtt sér þær meðferðaleiðir, sem ég hef bent hér á, samhliða AA-starfi. Ekki er um annaðhvort eða meðferðir að ræða. Það er auk þess mikilvægt að skoða vandamál hvers og eins fyrir sig og vinna í sameiningu að því að finna þá aðferð og meðferð sem hentar hverjum einstaklingi fyrir sig, hverju sinni, miðað við hans vandamál, félagsstöðu og persónuleika. Gangi þér vel Meðferðir við vímuefnavanda eftir Björn Harðarson Það er auk þess mikilvægt að skoða vandamál hvers og eins fyrir sig og vinna í sameiningu að því að finna þá aðferð og meðferð sem hentar hverjum einstaklingi fyrir sig, hverju sinni, miðað við hans vandamál, fé- lagsstöðu og persónuleika. ........................................................... persona@persona.is Höfundur er sálfræðingur hjá námsráðgjöf HÍ og rekur eigin stofu. Lesendur Morg- unblaðsins geta komið spurn- ingum varðandi sálfræði-, fé- lagsleg og vinnu- tengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@per- sona.is og verður svarið jafn- framt birt á persona.is. MISRÉTTI í samningum um al- þjóðleg mannréttindi hefur verið skilgreint sem hvers kyns aðgrein- ing, útilokun, takmörkun eða for- gangur sem byggist á félagslegri stöðu, einkennum eða uppruna og hefur það markmið eða þau áhrif að koma í veg fyrir eða hamla að ein- staklingar fái viðurkennd, geti notið eða framfylgt mannréttindum sínum og aðgengi að öllum sviðum samfélagsins á jafnréttisgrundvelli. For- dómar byggðir á staðalmyndum um hópa fólks sem hafa einhver sameig- inleg einkenni, t.d. etnískan uppruna, útlit, fötlun eða kynhneigð, leiða oft til mismununar sem takmarkar tækifæri einstaklinganna til þátttöku í samfélaginu og gerir það að verkum að þeir sem fyrir mismununinni verða njóta ekki mannréttinda. Fordómar eru særandi því þeir ræna fólk möguleika á að sýna hvert það raunverulega er. Dæmi um þetta er þegar einstaklingur sækir um vinnu og atvinnurekandinn dæmir hann eftir einhverjum ákveðnum ein- kennum og þeirri staðalmynd sem hann hefur gert sér um fólk með þessi einkenni. Þannig eru fordómar og mismunun tvær hliðar á sama peningnum því sá sem hefur fordómana lætur þá hafa áhrif á hegðun sína og hefur vald til að taka ákvarðanir samkvæmt því. Þar sem fordómar stoppa yfirleitt ekki í höfðinu á fólki heldur hafa áhrif á hegðun þess eru fordómar rótin að einstaklingsbundnum til- fellum misréttis og hafa margvísleg áhrif á líf og líðan þess sem fyrir fordómunum verður. Birtingarmyndir fordóma eru margvíslegar, dóna- leg framkoma, lítilsvirðing, félagsleg útilokun eða lögbundið misrétti. Það má segja að dónaleg framkoma við einstakling og lögbundið mis- rétti séu ólíkar birtingarmyndir sem þó eru sprottnar af sama meiði, þ.e. fordómum. Því fylgir gífurleg vanlíðan að verða fyrir mismunun af hvaða tagi sem er, jafnvel á hverjum einasta degi og þannig hafa fordómar áhrif á andlega og líkamlega líðan þeirra sem fyrir þeim verða og hafa afger- andi áhrif á stöðu þeirra í samfélaginu og afkomu þeirra í lífinu. Í hvert skipti sem einhver telur sig vita hvernig persónuleiki einhvers ein- staklings er, sem hann þekkir ekki, er um fordóma að ræða. Að taka ákvarðanir byggðar á fordómum er þáttur í því að koma í veg fyrir að sá sem fyrir fordómunum verður njóti félagslegs réttlætis. Bjarney Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Alþjóðahússins.  Vitundarvakning Landlæknisembættisins og Geðræktar um fordóma í sam- starfi við: Alþjóðahúsið, Félag eldri borgara, Félagsþjónustuna í Reykjavík, Heilsueflingu í skólum, Hitt húsið, Jafnréttisnefnd og Stúdentaráð Háskóla Ís- lands, Miðborgarstarf KFUM og K og Þjóðkirkjunnar. Heilsan í brennidepli Tvær hliðar á sama peningnum ÍSLENSKUM konum, sem eru í kjörþyngd við þungun, er óhætt að þyngjast um allt að 18 kg á með- göngu. Hæfileg þyngdaraukning ís- lenskra kvenna er 11,5 til 16 kg en há- vaxnar konur geta óhræddar þyngst um 18 kíló. Þetta kemur fram í nýlegri rann- sókn dr. Ingu Þórsdóttur, og fleiri, sem birtist í maíhefti bandaríska læknatímaritsins Obstetrics & Gynecology (vol.99, no.5, part 1). „Líkur á að þungaðar konur fái fylgikvilla eins og fóstureitrun, háan blóðþrýsting og sykursýki á með- göngu, byrja að aukast eftir 18 kílóa þyngdaraukningu hjá konum sem voru í kjörþyngd fyrir þungun,“ segir Inga Þórsdóttir, prófessor í næring- arfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands og forstöðumaður næringar- stofu Landspítala Háskólasjúkra- húss, í samtali við Morgunblaðið. „Þetta þýðir að ráðleggingar um þyngdaraukningu geta verið rýmri en áður hefur verið talið og styðja nið- urstöður okkar þau ráð sem banda- rísku læknasamtökin gáfu út fyrir nokkru, 11,5–16 kíló, jafnvel að efri mörk þyngdaraukningarinnar geti verið svolítið hærri eða 18 kíló. Æski- leg þyngdaraukning á meðgöngu fyr- ir konur sem eru ekki of léttar eða of þungar fyrir þungun er þá 11,5–18 kíló. Íslenskar konur þurfa hvorki að óttast um heilsu sína né barnsins þyngist þær um allt að 18 kílóum. Lík- urnar á meðgöngukvillum aukast ekki fyrr en eftir það,“ segir Inga. Fyrri rannsóknir Ingu og sam- starfsmanna sýndu að konur sem eru í kjörþyngd fyrir þungun geta þyngst yfir 20 kíló án þess að líkur á offitu síðar aukist. Með þá vitneskju var nauðsynlegt að rannsaka aðra kvilla sem taldir eru tengjast mikilli þyngd- araukningu á meðgöngu. Rannsókn Ingu tók til 615 ís- lenskra kvenna sem voru í kjörþyngd við þungun. Meðalþyngdaraukning þeirra á meðgöngu var 16,8 kg. Áð- urnefndir fylgikvillar voru fæstir í hópi þeirra kvenna sem þyngdust á milli 11,5 og 16 kg, en líkur á þessum kvillum jukust meðal kvenna sem þyngdust um meira en 18 kg. Ofuráhersla á vigtina „Ástæðan fyrir því að við skoðuð- um þetta samband á milli þyngdar- aukningar á meðgöngu og fylgikvilla er sú að íslenskar konur voru að þyngjast mun meira en ráðlagt hafði verið um árabil, sem var 12,5 kíló. Það er mjög alvarlegt og því þurfti að rannsaka hvort þyngdaraukningin væri hættuleg og hvaða ráðleggingar væru í samræmi við góða heislu móð- ur og barns. Þetta þarfnaðist nánari athugana, meðal annars svo konur sem þyngdust meira en ráðlagt hafði verið yrðu ekki hræddar að óþörfu. Við vildum líka koma í veg fyrir þá of- uráherslu sem lögð er á þyngd kvenna, en konur eiga alls ekki að halda í við sig á meðgöngu vegna þess að ef þyngdaraukning er lítil á með- göngu, undir 11,5 kíló, þá aukast líkur á að börn fæðist smá, en það getur haft áhrif á heilsu þeirra síðar á lífs- leiðinni,“ segir Inga og áréttar að í þessu sambandi er verið að tala um fulla meðgöngu, ekki fyrirbura. Í rannsókninni fannst eingöngu samband á milli óhóflegrar þyngdar- aukningar og fylgikvilla á meðgöngu, eins og háþrýstings, en ekki fannst samband við erfiðleika í fæðingu, eins og því að taka þyrfti börn með sog- klukku, töngum eða keisaraskurði. Inga segir að íslenskar konur séu ein- faldlega það stórar eða hávaxnar að þær eigi auðvelt með að fæða þau stóru börn sem hér fæðast, en íslensk- ir nýburar eru þeir næststærstu í heiminum, á eftir færeyskum nýbur- um. „Með rannsókninni erum við að sýna að eðlileg og heilbrigð þyngdar- aukning á meðgöngu er mun rýmri en áður hefur verið talið,“ segir Inga. Allt að 18 kg þyngdaraukn- ing á meðgöngu eðlileg Íslenskar konur geta verið áhyggjulausar þó að þær þyng- ist um allt að 18 kg á fullri með- göngu, samkvæmt nýrri rann- sókn dr. Ingu Þórsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.