Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.05.2002, Blaðsíða 31
Laugardagur 11. maí kl. 14.00 Anddyri Borgarleikhússins: Setning Listahátíðar í Reykjavík 2002. Setningarathöfnin verður í beinni útsendingu í sjónvarpinu. kl. 15.00 Kringlusafn: „… með endalausum himni…“ Laxness fyrir ungu kyn- slóðina. Dagskrá á vegum Borgarbókasafns og Borgarleikhúss. Sig- rún Hjálmtýsdóttir syngur ljóð Laxness við undirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Salka Valka, leiklestur undir stjórn Guðjóns Ped- ersen. Arnaldur: Gísli Örn Garðarsson, Salka Valka: Nína Dögg Filipp- usdóttir. Aðgangur ókeypis. kl. 16.00 Borgarleikhúsið, Stóra svið: Salka Valka. Íslenski dansflokkurinn frumsýnir nýtt dansverk eftir Auði Bjarnadóttur. Tónlist Úlfur Ingi Haraldsson, leikmynd Stígur Steinþórsson. kl. 20.00 Þjóðleikhúsið:Hollendingurinn fljúgandi eftir Richard Wagner. Sam- starfsverkefni Íslensku óperunnar, Þjóðleikhússins, Sinfón- íuhljómsveitar Íslands og Listahátíðar. Leikstjóri Saskia Kuhlmann, leikmyndateiknari Heinz Hauser, stjórnandi Gregor Bühl. Söngvarar: Esa Ruuttunen, Matthew Best, Antje Jensen, Magnea Tómasdóttir, Viðar Gunnarsson, Kolbeinn J. Ketilsson, Anna Sigríður Helgadóttir og Snorri Wium. Kór Íslensku óperunnar, stjórnandi Garðar Cortes. Dagskrá um helgina LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MAÍ 2002 31 Ármúla 21, sími 533 2020 Fagmennirnir þekkja Müpro Rörafestingar og upphengi Allar stærðir og gerðir rörafestinga og upphengja HEILSALA - SMÁSALA Flugmálastjórn Íslands Í tengslum við fund utanríkisráðherra Atlants- hafsbandalagsins (NATO) Í Reykjavík dagana 13.-16. maí næstkomandi, verður öryggisgæsla og vopnaleit aukin í áætlanaflugi innanlands um- rædda daga. Flugmálastjórn Íslands biður farþega afsökunar á óþægindum og töfum sem skapast geta vegna þessa. Farþegar eru hvattir til að bóka flug sitt tímanlega og mæta með góðum fyrirvara fyrir brottför á flug- völlum landsins. Einnig er fólki bent á að hafa persónuskilríki með- ferðis og forðast að hafa oddhvassa hluti og hluti úr málmi í handfarangri sínum. Flugmálastjórn Íslands - Reykjavíkurflugvelli, sími: 569 4100 Heimasíða: www.flugmalastjorn.is LISTASAFN Einars Jónssonar heldur tónleika í safninu til að minnast fæðingardags Einars Jóns- sonar myndhöggvara í dag, laug- ardag, kl. 17.30. Það er kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, sem flytur tónlistina. Einar var fæddur árið 1874. Hann var brautryðjandi í íslenskri höggmyndalist og er safnið, sem reist var yfir verk hans sem hann gaf þjóðinni, jafnframt fyrsta lista- safnið sem opnað var í eigin hús- næði hér á landi, á Jónsmessu árið 1923. Á tónleikunum flytur kórinn, undir stjórn Harðar Áskelssonar, kórverk eftir sex nútímatónskáld, þau Atla Heimi Sveinsson, Báru Grímsdóttur, Hjálmar H. Ragn- arsson og Jón Ásgeirsson, og enn fremur Knut Nystedt, Einojuhani Rautavaara og Trond Kverno. Listamanns minnst með tónleikum Kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum. Schola cantorum í Listasafni Einars Jónssonar Morgunblaðið/Jim Smart Listasafn Íslands Leiðsögn um sýninguna Í máli og myndum verð- ur kl. 14. Rakel Pétursdóttir deild- arstjóri fræðsludeildar sér um leiðsögnina. Þá verður Sögustund og leiðsögn fyrir börn í fylgd Kjuregej Alexöndru Argunova fjöllistakonu kl. 15. Tónlistarskóli Garðabæjar Vor- tónleikaröð skólans hefst kl. 11 og kl. 13 með forskólatónleikum. Þá keppa þrír af nemendum skólans um starfslaun sumarið 2002 en það er nýjung hjá Garðabæ að veita tveim efnilegum nemendum sum- arlaun svo þeir geti einbeitt sér að tónlistariðkun í sumarfríinu. Keppnin hefst kl. 14.30 í sal skól- ans. Þátttakendur eru þær Ás- gerður F. Bjarnadóttir, sem leikur á píanó, Huld Hafsteinsdóttir, fiðlu, og Rannveig Káradóttir, þverflautu. Þær munu hver um sig leika 10 mínútna efnisskrá og verða úrslit tilkynnt að því loknu.Vortónleikar hljóðfæranema verða á mánudag kl. 17.30 og verða þeir daglega fram á fimmtudaginn 16. maí. Selfosskirkja Þingeyingakórinn heldur vortónleika kl. 17. Á efnis- skrá eru ma. negrasálmar og létt dægurlög. Stjórnandi er Kári Friðriksson, einsöngvari er Þor- bergur Skagfjörð og undirleikari er Arngerður María Árnadóttir. Einnig heldur kórinn vortónleika í Fella- og Hólakikju á morgun, sunnudag, kl. 16. Stykkishólmskirkja Söngfuglar, Kór aldraðra, Vesturgötu 7 í Reykjavík, halda tónleika kl. 17. Kórinn er skipaður körlum og kon- um. Söngstjóri er Sigurbjörg Hólmgrímsdóttir. Ókeypis aðgang- ur er á tónleikana. Í DAG SIGURÐUR Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs, vígir nýtt húsnæði Bóka- safns Kópavogs og Náttúrufræði- stofu Kópavogs í Hamraborg 6a í dag, laugardag, á afmælisdegi Kópa- vogsbæjar. Athöfnin hefst kl. 14 í Salnum þar sem tilkynnt verður um val á heiðurslistamanni Kópavogs og úthlutun listamannastyrkja. Um kl. 14.30 verður hið nýja húsnæði opnað með formlegum hætti. Að vígslu lok- inni verður opið hús og býður starfs- fólk stofnananna almenningi leið- sögn um húsið kl. 16–18 í dag og á sunnudag kl. 13–17. Í tilefni af opnuninni mun hópur fólks úr Bókmenntaklúbbi Hana-nú ásamt Bókasafni Kópavogs standa fyrir dagskrá tengdri Halldóri Lax- ness á morgun, sunnudag, kl. 15. Dagskráin er byggð á verkinu Að heiman ég fór en það er sú bók sem skráð er bók númer 1 í Bókasafni Kópavogs. Bókasafn Kópavogs í nýtt húsnæði LISTAHÁSKÓLI Íslands opnar hina árlegu Útskriftarsýningu list- nema í dag, laugardag, kl. 14. Eins og undanfarin ár verður sýningin haldin í húsnæði skólans að Laug- arnesvegi 91 í Reykjavík. Þetta er þriðja árið sem Listaháskóli Íslands útskrifar nema með BA-gráðu og munu gestir sjá verk 61 nemanda, bæði frá hönnunar- og myndlistar- deild og gefur að líta innsetningar, myndbandsverk, málverk, skúlptúr, ljósmyndir, leirlist, textíl, grafík og grafíska hönnun. Í tilefni sýningarinnar hefur verið litprentuð sýningarskrá með textum frá nemendum og myndum af verk- um þeirra. Alla daga sýningarinnar verða nemendur á staðnum og veita leiðsögn um sýninguna, kl. 17 virka daga og kl. 14 um helgar og tekur leiðsögnin um eina klukkustund. Sýningin stendur til 20. maí og er opin daglega kl. 13–18. Sýning 61 nýs lista- manns Listaháskóli Íslands HÁRIÐ, það fræga stykki, er nú á fjölunum á Sólheimum í Grímsnesi og hefur uppsetning þess vakið töluvert mikla athygli. „Það hefur verið troðfullt á sex sýningar og er að seljast upp á hinar fjórar sem eftir eru,“ sagði Edda Björgvinsdóttir leikari, sem er leikstjóri umræddrar sýningar. Hún var spurð hvað hún hefði haft að leiðarljósi við uppsetningu þessa verks á Sólheimum. „Ég hafði að leiðarljósi við upp- setningu Hársins að allir þorpsbú- ar að Sólheimum gætu tekið þátt – þeir sem vildu. Boðskapur verksins er sáraeinfaldur og á alltaf við,“ svaraði Edda. „Ekki síst á hann við núna, en það er auðvitað friðarboðskapurinn sem ég er að tala um. Ástæðan fyrir því að ég er að leikstýra þarna er ekki þörf mín til að leikstýra yfir höfuð, ég hef eng- ar leikstjóra-„ambitionir“, heldur hitt, að þetta leikfélag er svo ein- stakt. Mig hefur langað í mörg ár að vinna með þessu fólki. Þarna eru fatlaðir og ófatlaðir á aldursbilinu frá 3 mánaða og upp í 69 ára og af ýmsu þjóðerni að starfa saman hlið við hlið á jafnréttisgrunni. Við er- um sem sagt með „allan heiminn“, þarna í hnotskurn. Þarna var ég með 53 leikara og einlægni þeirra og gleðin við að leika færði mig nær kjarnanum í því sem við köllum leiklist.“ Hvernig gekk þér að koma öllu þessu heim og saman? „Ég vann ofboðslega mikið út frá tónlistinni. Ég endurskrifaði leik- ritið þannig að textinn varð sáralít- ill og tónlist er auðvitað alheims- tungumál – allir geta nálgast hana – börn, gamalmenni, heilbrigðir, fatlaðir – þetta er „tungumálið“. Þess vegna er svo rakið að taka söngleiki fyrir þennan hóp. Í fyrra var sett upp verkið Jesú Kristur súperstjarna, svo sem kunnugt er. Það stóðu allir ofsalega vel við bakið á okkur við þetta starf. Þýð- endurnir, Baltasar og Davíð Þór, gáfu okkur afnot af þýðingunni og Fjölbrautaskólinn í Garðabæ, ásamt Þorvaldi Bjarna Þorvalds- syni tónlistarmanni, gáfu okkur allt undirspilið. Búningar og leik- myndir eru unnir af hinu yndislega og óeigingjarna starfsfólki Sól- heima, sem er alltaf reiðubúið að fórna tíma sínum fyrir leiklistina – og ekki síst að gera því fatlaða fólki kleift að taka þátt í sýning- unni, sem ella ætti þess ekki kost. Nú hefur það styrka hönd og öxl að hjálpa sér í gegnum leikritið.“ Heilt ævintýri að heimsækja Sólheima Hvernig gekk að skipa í hlut- verk? „Það var einstaklega gaman því þau hlutverk, sem við getum kallað aðalhlutverk, voru þannig skipuð að þau léku bæði fatlaður og ófatl- aður einstaklingur, þ.e. sama hlut- verkið. Það eru í rauninni forréttindi að fá að vinna með svona leikhóp. Ég segi því við alla landsbúa: Það er heilt ævintýri að heimsækja Sólheima, sem er afar sérstakt samfélag, svo ekki sé meira sagt. Og það er upplagt að nota tæki- færið núna, þegar Hárið er í sýn- ingu, að koma og heimsækja okkur að Sólheimum, fá sér kaffi í Kaffi- húsinu og kíkja í Listhúsið, það er alltaf opið í kringum sýningar. Sýningarnar sem eftir eru, eru núna í dag og á morgun og næstu helgi, allar sýningarnar eru klukk- an fjögur síðdegis.“ Allir gátu tekið þátt í sýningunni – sem vildu Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Aðstandendur sýningarinnar Hárið á Sólheimum í Grímsnesi. Hárið er nú sýnt á Sól- heimum í Grímsnesi og hefur uppsetningin vak- ið athygli. Guðrún Guð- laugsdóttir ræddi við Eddu Björgvinsdóttur leikstjóra um sýninguna og verkið. í ReykjavíkListahátíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.